Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 12

Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Kjartan Kjartansson Guðni Einarsson Viðgerð Kópaskerslínu 1 gekk vel í gær og er vonast til þess að henni ljúki í dag, að sögn Guðlaugs Sig- urgeirssonar, deildarstjóra net- rekstrar hjá Landsneti. Með því fá byggðir og bú á Melrakkasléttu raf- orku úr dreifikerfinu í stað varaafls- stöðva. Gott veður var til viðgerð- arstarfa í gær. Viðgerð á Laxárlínu 1 lauk í gær og komst hún í rekstur kl. 16.30. Í dag hefst undirbúningur að viðgerð Kröflulínu 1 og verða tæki og efni flutt þangað sem stæður brotnuðu. Stefnt er að því að ljúka viðgerðinni um helgina. Heildarkostnaðurinn við viðgerðir á raforkulínum í kjölfar haustlægð- arinnar sem gekk yfir landið á sunnudag og mánudag gæti numið hátt í 300 milljónum króna. Hátt í hundrað manns starfa nú við við- gerðir á þeim á Norðausturlandi. „Ef maður tekur til kostnaðinn við endanlega lagfæringu myndi ég skjóta á að þetta væru 150-200 millj- ónir króna. En það er ekki farið að spá í það, menn einbeita sér bara að því að koma rafmagni á,“ segir Ör- lygur Jónasson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK. Allt að 150 raflínustaurar fyrir- tækisins brotnuðu undan veðri og þyngslum á raflínum vegna ísingar. Um miðjan dag í gær voru rúmlega tuttugu bæir í nágrenni Mývatns enn án rafmagns og sagði Örlygur þá að rafmagn ætti að vera komið á alls staðar í gærkvöldi. Um 40-50 manns unnu við viðgerðir þar í gær. Í flestum tilfellum er hins vegar um bráðabrigðaviðgerðir að ræða og verður nóg að gera hjá starfsmönn- um RARIK við fullnaðarviðgerðir á næstunni að því er kom fram í til- kynningu frá fyrirtækinu í gær. Dísilvélar hafa séð íbúum á norð- austurhorni landsins fyrir rafmagni á meðan flutningslína Landsnets frá Laxá til Kópaskers hefur verið úti, þar á meðal á Raufarhöfn, Kópaskeri og nærsveitum. Tveimur færanleg- um varavélum var bætt þar við á þriðjudag. Rafmagn var skammtað þar á meðan. Guðmundur Ingi Ásmundsson, að- stoðarforstjóri Landsnets, sagði í gær að áætlað beint tjón fyrirtæk- isins vegna skemmda næmi 80-100 milljónum króna. Þá væri ótalinn ol- íukostnaður við vararafstöðvarnar. Rúmlega fjörutíu starfsmenn ynnu að viðgerðum á flutningslínunum. Tjónið á raflínum nem- ur hundruðum milljóna Ljósmynd/þeistareykir.is Viðgerðir Unnið að viðgerð á rafmagnslínu á Reykjaheiði á þriðjudag.  Áfram unnið að viðgerðum á NA- landi í dag Skemmdir » 24 staurastæður í Kópa- skerslínu 1 skemmdust. »Í Kröflulínu 1 brotnuðu tólf stæður og hefst undirbúningur viðgerðar þar í dag. »Í Laxárlínu 1 fóru línur í sundur á tveimur stöðum. Við- gerð lauk síðdegis í gær. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Mannanafnanefnd hafa borist tæplega 60 erindi um ný nöfn það sem af er ári. Það er örlítið undir meðallagi. Að sögn Ágústu Þor- bergsdóttur, formanns nefnd- arinnar, er algengara að umsókn- ir um ný nöfn séu samþykktar en að þeim sé hafnað. Um hundrað erindi berast mannanafnanefnd á ári að jafnaði og fundar nefndin minnst einu sinni í mánuði en yfirleitt oftar að sögn Ágústu. Á hverjum fundi hennar eru tekin fyrir á bilinu fimm til tíu erindi. Hefur mánuð til að úrskurða Nefndin tekur ekki beint á móti erindum heldur er það Þjóðskrá Íslands sem vísar umsóknum til hennar ef um- beðin nöfn eru ekki þegar á manna- nafnaskrá. Greiða þarf þrjú þúsund króna gjald til að er- indi sé tekið fyr- ir hjá nefndinni sem hefur fjórar vikur að há- marki til þess að kveða upp úr- skurð. Ekki er óalgengt að umsóknir séu afgreiddar í sömu viku og þær berast en í einstaka tilvikum get- ur gagnaöflun verið tímafrek og er þá málum jafnvel frestað. Stundum er óskað er eftir end- urupptöku á erindi sem hefur áð- ur verið hafnað en þá þarf að kanna hvort forsendur í málinu hafa breyst. Flest erindi um ný nöfn eru samþykkt „Við vorum að ræða málefni sjóðsins í mjög víðum skilningi en fyrst og fremst út frá því hvernig hann ætlaði sér að styðja þá sem eru í vandræð- um, geta ekki staðið í skilum og ann- að slíkt,“ segir Jónína Rós Guð- mundsdóttir, varaformaður velferðarnefndar Alþingis og þing- kona Samfylkingarinnar. Málefni Íbúðalánasjóðs voru á dagskrá nefndarinnar á fundi henn- ar í gær. Í nýrri skýrslu velferð- arráðherra kemur fram að sjóðurinn hafi leyst til sín 544 eignir það sem af er ári og nema vanskil einstaklinga við hann um sex milljörðum króna. Heildarfjöldi þeirra sem hafa ver- ið í vanskilum við sjóðinn í meira en þrjá mánuði er 4.128 lántakendur með lán á 4.033 eignum. Jónína Rós segir að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu en ákveðið hafi verið að halda annan fund þar sem umboðsmaður skuld- ara, fulltrúar fjármálafyrirtækjanna og fleiri yrðu kallaðir til. Þar verði haldið áfram að ræða hvernig staðan sé hjá þeim sem eigi erfitt með sín húsnæðislán, hvernig gangi með þær aðgerðir sem beitt hafi verið og hvernig tekið verði á þessum málum. Ræða erfiða stöðu skuldara ÍLS Farsótt fyrir bóluefnaframleiðendur á leiðinni? Rockefeller stofnuninni er búin að gefa það út að hugsanlega komi upp lífshættuleg farsótt á þessu ári 2012 ‘deadly pandemic’ (Rockefeller Foundation GBN. Report May 2010). Á sínum tíma tókst að hræða fólk með svörtum niðurstöðum um að “782” einstaklingar gætu látist af svínaflensu (DV. 2009) og í öllum áróðrinum frá Sóttvarnalækni kom það fram í öllum helstu fjölmiðlum að svínaflensubóluefnið væri öruggt. Hjá Lyfjastofnun Evrópu hafði leyfið hins vegar verið veitt eingöngu undir farsóttarkringumstæðum (‚exceptional circumstances‘), og í leiðbeiningum frá framleiðanda bóluefnisins segir að ekkert af upplýsingum (‘No data’) séu til staðar yfir 18 ára og yngri, og ekkert af upplýsingum (‘No data’) yfir notkun bóluefnisins á barnshafandi konum (ebookbrowse.com/gsk-pandemrix- vaccine-lara-pdf-d29360147). Er segir okkur að bóluefnið var alls ekki öruggt. Þegar Sóttvarnalækni var bent á þetta hafnaði hann því algjörlega og hélt áfram í öllum yfirganginum og frekjunni í fjölmiðlum, að bóluefnið væri öruggt og “uppfyllir alla staðla um öryggi” (Fbl. 21. des. 2009), rétt eins og einhver ljótur sölumaður. Hvernig var hægt að fullyrða eitthvað svona þegar að niðurstöður úr prófunum á barshafandi konum með Pandemrix bóluefninu lágu ekki fyrir, eða þar sem þær hófust ekki fyrr en október 2009 og ekki liðnir 9 mánuðir? Miðað við niðurstöður hans dr. Eric Beeth á rottum, þá var auk þess ekkert sem benti til þess að þetta bóluefni væri öruggt eftir allar þessar vanskapanir, fósturskemmdir og aukna tíðni fósturláta hjá rottum eftir bólusetningu. Þrýstihópur skipulagðra kvenna (National Coalition of Organized Women) gaf það út, að fleiri en 3587 fósturlát og andvana fæðingar hafi átt sér stað eftir bólusetningu hjá konum á aldrinum 17-45 (ProgressiveConvergence.com). Ekki einn einasti bæklingur eða blað var útgefið hér á landi yfir áhættur og innihaldsefni, og menn höfðu heldur ekki neinar leiðbeiningar frá framleiðanda bóluefnisins frammi á heilsugæslustöðum. Ekkert yfir innihaldsefnin, eins og t.d. formaldehyde þar sem að efnið er þekkt fyrir að valda krabbameini og vansköpunum, en það má benda á þetta efni í áróðrinum gegn sígarettureykingum, en ekki þegar efninu er sprautað beint inn. Það mátti ekki heldur minnast á eiturefnið Polysorbate80 sem veldur hrörnun eggbúsins og vansköpunum hjá rottum (agny.blog.is/blog/agny/entry/1197828/), eða hvað þá nanó–efnin þar sem að þessar örsmáu flögur eiga það til að komast inn í heilann og út um allt heilabúið. Eftir að allar bólusetningarnar byrjuðu í Írak og Kuwait er núna allstaðar komin einhverfa, eitthvað sem heimamenn þekktu ekki áður. Í Bandaríkjunum þá varar Umhverfisstofnunin (EPA) barnshafandi konur yfir 18 míkrógrömmum af kvikasilfri í skelfiski og túnfiski, en hér þekkist það ekki ennþá að vara við þrátt fyrir að 25 míkrógrömm af kvikasilfri séu notuð í öllum inflúensubóluefnum, árlega inflúensubóluefninu og svínaflensubóluefninu. Maður á ekki von á að heyra annað aftur en “bóluefnið er öruggt”! Allar tilvitnanir í fræðilegar greinar er dr. Sherry Tenpenny og sem aðrir hafa vísað í varðandi tengsl bóluefnisins við sjálfónæmissjúkdóma verður eins og síðast algjörlega hafnað (Mbl. 24. júlí sl). Jafnvel þó að menn kæmu með aðrar tilvitnanir sem minnst er á hjá Discovery Medicine varðandi tengsl sjálfsónæmissjúkdóma og Inflúensu bóluefnis (Schonberger et al) eða i sambandi við önnur bóluefni eins og td. MMR (Wraith et al., 2003), HPV (Verstraeten et al., 2008; Sutton et al., 2009) og fleiri bóluefna við sjálfsónæmissjúkdóma (www.discoverymedicine.com/Hedi-Orbach/2010/02/04/vaccines-and-autoimmune-diseases- of-the-adult/), þá yrði þeim örugglega öllum hafnað líka af Sóttvarnalæknum hér, svo að menn geti áfram endurtekið og öskrað, “bóluefnið er öruggt”. Merkilegt að sóttvarnalæknar hér séu ekki búnir að afneita öllum skráðum sjálfsónæmis- og skyldum sjúkdóma tilkynningum hjá Lyfjastofnun Evrópu með 38 Gullian Barré og 11 MS tilfelli og 281 drómasýkistilfelli skv. Eudravigilance eftir svínaflensubólusetninguna. Þrátt fyrir að það sé ósvöruð spurning hér, hvort fólk fái hér bætur eftir að hafa fengið sjálfónæmis- og skylda sjúkdóma drómsýki og fl. eða vegna hugsanlegra annarra ónafngreinda tilfella, þá er ekki að heyra annað erlendis frá en að lögsóknir séu í gangi í Austurríki, Noregi, Írlandi og víða. Ef við gefum okkur það að einhver ný mögnuð hræðsla fari af stað til að hvetja fólk í bólusetningu, þá má reikna með að Sóttvarnalæknar leiki sama leikinn aftur að auglýsa bóluefnið öruggt án upplýsinga um innihaldsefni og allar áhættur. Kannski verður notast við þá aðferð að skrá einhvern 92 ára gamlan mann nýlega látinn eftir hjartastopp sem látinn eftir svínaflensu og 18 ára stúlku er hefði allt eins getað látist af ýmsum öðrum sjúkdómum sem látna eftir svínaflensu, eða allt fyrir áróðurinn. Hver segir að Sóttvarnalæknar ætli einhvern tímann að taka á sig fjárhagslegar ábyrgðir fyrir öllu sem þeir hafa fullyrt með að bóluefnið sé öruggt og uppfylli alla staðla um öryggi? Höfundar: Þorsteinn Sch. Thorsteinsson og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Félag Áhugamanna um Bólusetningar Svo virðist sem kornakrar hafi ekki farið eins illa út úr illviðrinu í byrjun vikunnar og búist var við. Kornslátt- ur hófst óvenjulega snemma í ár og byrjuðu menn að þreskja um hálfum mánuði fyrr en í meðalári. Margir voru þó enn með óslegna akra á mánudaginn þegar ofsarok gekk yfir landið. Hjá Búnaðarsambandi Suður- lands fengust þær upplýsingar að skaðinn hefði ekki orðið eins mikill og menn bjuggust við, enda ekki ver- ið úrkoma með rokinu. Þá hefðu menn verið búnir að ná mestu af sex raða bygginu í hús en það er miklu viðkvæmara en tveggja raða byggið. Björgvin Þór Harðarson, svína- og kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, segir að hann hafi verið búinn að skera um helminginn af korninu og það sem eftir er, um 130 hektarar, hafi sloppið í rokinu þó að það best þroskaða hafi aðeins ver- ið farið að brotna. Þórir Níelsson, bóndi á Torfum í Eyjafjarðarsveit, segir að hann hafi heyrt á þeim bændum á svæðinu sem rækta korn að annaðhvort hafi það sloppið nokk- uð vel í rokinu eða lagst undan veðri. „Ég veit af ökrum sem hafa lagst. Það er hægt að greiða það upp og þreskja ef jarðvegurinn er vel unn- inn undir. Ég átti von á því að þrosk- uðustu akrarnir myndu fjúka út í loftið, en það fór ekki svo í þetta skiptið,“ segir Þórir. Guðmundur H. Gunnarsson, ráðu- nautur hjá Búgarði á Akureyri, segir að þar sem snjóaði fyrir norðan hafi kornið sligast ansi mikið en það þurfi ekki að vera ónýtt fyrir því. „Það er breytilegt eftir því hvað úrkoman er mikil. Snjór skemmir ekki korn nema það hrynji úr axinu eða ef það leggst það mikið niður að ekki er hægt að ná því upp með vélunum til að þreskja það.“ ingveldur@mbl.is Kornakrarnir sluppu Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kornakrar Þeir fóru ekki eins illa í óveðrinu í vikunni og búist var við.  Korn sligaðist og lagðist fyrir norðan  Byrjuðu að þreskja fyrr en oft áður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.