Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 20

Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Þann 21.september gefur Morgunblaðið út sérblað um Heimili og Hönnun Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem eru að huga að breytingar á heimilum sínum. Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús, svefnher- bergi og bað, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn. Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 17. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Barnaskór Þú færð SKECHERS barnaskó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Fjarðarskór, Hafnarfirði | OUTLET Fiskislóð 75, Reykjavík | Blómsturvellir, Hellisandi | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Versluninni Skógum, Egilstöðum | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Leitað var fram í myrkur í gær að fé á Þeistareykjasvæðinu og víðar á Norðurlandi í gær. Leit hefst aftur í birtingu í dag. „Við gátum sinnt fleiri og stærri svæðum í dag en í gær,“ sagði Svav- ar Pálsson, sýslumaður á Húsavík og yfirmaður almannavarna í Þingeyj- arsýslu, þegar rætt var við hann í gærkvöldi. „Það hefur verið lögð mest áhersla á Þeistareykjasvæðið. Þar hafa verið um 80 leitarmenn með sín tæki og tól. Þeir fundu allnokkuð af fé og mest á lífi.“ Svavar sagði aðspurður mjög erf- itt að hafa yfirsýn yfir hve margt fé hefði fundist. Svæðið er gríðarstórt og var unnið á mörgum stöðum að leit. Ekki voru allar kindurnar á Þeistareykjum grafnar í fönn en snjórinn var svo mikill að það þurfti að troða slóðir fyrir þær. Svavar sagði að um 140-150 manns hefðu mætt til leitar í gærmorgun og svo bættist í hóp leitarmanna eftir því sem leið á gærdaginn. Leitar- menn voru úr björgunarsveitum, bændur og búalið. Á meðal sjálf- boðaliða voru nemar úr Verk- menntaskólanum á Akureyri. Þeir fóru til leitar í Bárðardal og skiluðu frábæru dagsverki, að sögn Svavars. Von var á enn meiri liðsauka af höf- uðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Svav- ar gerði ráð fyrir að um eða yfir 200 manns yrðu við leitirnar í dag. Í dag verður leit haldið áfram á Þeistareykjum, enda var enn að finn- ast þar fé í gær sem var vel á sig komið. Viðbótarmannskapurinn sem kemur til leitar í dag gerir kleift að sinna svæðum sem ekki hafði tekist að fara gaumgæfilega yfir. Svavar nefndi t.d. Skarðsdal í Dalsmynni, Kelduhverfi, Flateyjardalsheiði og Flateyjardal og fremsta hluta Fnjóskadals. Það verður svo metið í kvöld hvort ástæða er til frekari leit- ar. Svavar sagði að svo vel hefði gengið í Bárðardal í gær að hægt verði að nýta leitarmenn sem þar voru við störf annars staðar í dag. Þetta er ekki búið „Menn eru frekar bjartsýnir. Þetta er búið að ganga vel í dag. Gott veður og mikill mannskapur, en þetta er ekki búið,“ sagði Böðvar Baldursson, fjallskilastjóri á Þeista- reykjum, um það bil sem leit var að ljúka í gærkvöldi. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að fara yfir og bjarga fé sem var grafið í fönn. Í gær voru reknir saman fjárhóp- ar og voru notaðir jeppar og snjóbíll til að troða slóðir fyrir féð. Böðvar sagði að féð væri ótrúlega vel á sig komið, þrátt fyrir óveðursskotið. Þrjár dauðar kindur höfðu fundist, tvær ær og eitt lamb. „Það er jákvætt að það skuli ekki vera búið að finnast meira dautt,“ sagði Böðvar. Dagurinn í dag og morgundagurinn fara í að koma þessu saman og þá skýrist frekar hvað margt fé hefur fundist á Þeista- reykjasvæðinu. Neyðarástand í kjölfar óveðurs Um 200 við leitina í dag  Leit gekk vel á Þeistareykjasvæðinu í gær  Þar höfðu fundist þrjár dauðar kindur í gærkvöldi  Um 150 björgunarsveitarmenn og sjálfboðaliðar við leitina Morgunblaðið/Skapti Gómsætt Fé sem rekið var í hólf syðst í landi Þeistareykja gæðir sér á heyi sem því var fært síðdegis í gær. Morgunblaðið/Skapti Fráar Fjár var leitað á Þeistareykjasvæðinu á ýmsum farartækjum í gær. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fé hefur fennt víðar en á Norðaust- urlandi, en bændur í Skagafirði leita nú fjár sem fennt hefur í Hamra- heiði austan Mælifellshnjúks og framundir Gilhagadal. „Nokkuð hefur fundist dautt, verst er tófan. Hún ræðst framan í lömbin og rollurnar og étur nasirnar og kjaftinn framan úr þeim. Þarna er mikill snjór,“ segir Guðmundur Hjálmarsson, einn leitarmanna. Kindurnar fastar í sköflum „Þær eru fastar í sköflum og haus- inn stendur upp úr,“ segir Guð- mundur sem er fæddur og uppalinn á þessum slóðum og var kallaður til aðstoðar. „Ég er búinn að finna um 70 rollur í dag [í gær], þetta er stórt og mikið svæði og við höfum verið á vél- sleðum hérna í dag,“ segir Guð- mundur. „Verið er að leita í Gilhaga og menn eru labbandi á bæjunum hér í kring.“ Hann segir að því fé sem hafi fundist á lífi hafi verið komið á öruggan stað í skjóli frá tófum. Hann segir ekki liggja fyrir hversu margt fé sé á svæðinu. „En það er talsvert ófundið.“ Leit verður haldið áfram í dag með aðstoð björgunarsveita. Morgunblaðið/Kristján Kuldi Lamb í haga fyrir norðan. Tófan ræðst á lömbin  Féð fast og getur enga björg sér veitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.