Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
margt óunnið í baráttunni við
þennan illvíga vágest.
Göngum saman er félagskapur
fólks sem síðastliðin fimm ár hafa
unnið einstakt og óeigingjarnt
sjálfboðastarf í þágu grunnrann-
sókna á brjóstakrabbameinum.
Vísindamenn sem leggja stund á
brjóstakrabbameinsrannsóknir
hafa notið fjárstyrkja frá Göngum
saman og eru undirritaðir í þeim
hópi. Rannsóknastyrkirnir hafa
haft verulega þýðingu fyrir rann-
sóknir okkar og gert gæfumun
fyrir okkur hvað varðar birtingar
vísindagreina og menntun meist-
ara- og doktorsnema í þessum
fræðum. Göngum saman hafa einn-
ig verið mikilvægur vettvangur til
að brúa bil milli vísindamanna og
almennings. Félagskapurinn hefur
stuðlað að fræðslu og kynningu á
grunnrannsóknum brjósta-
krabbameina á tungumáli sem al-
menningur skilur.
Grunnrannsóknir eru fjármagn-
aðar af vísindastyrkjum sem út-
„Vísindi efla alla
dáð“ eins og skáldið
orti. Það er mikið til
í þessu en þó að vís-
indastörf séu andlega
gefandi og órjúf-
anlegur þáttur í
menningu, menntun
og samfélagsþróun
þá eru þau einnig
mann- og fjárfrek. Á
Íslandi hafa rannsóknir á orsökum,
eðli, erfðum, greiningu og meðferð
brjóstakrabbameina verið í
fremstu röð á alþjóðavettvangi
áratugum saman. Rannsóknir vís-
indamanna við Krabbameinsfélag
Íslands, Landspítala og Háskóla
Íslands hafa lagt traustan grunn
að þessum rannsóknum. Á síðustu
árum hafa rannsóknir vísinda-
manna Íslenskrar erfðagreiningar
einnig vakið heimsathygli. Þessi
árangur skapar ótvíræð tækifæri
til framtíðar sem við Íslendingar
eigum að nýta okkur. Fjárfesting í
aukinni þekkingarsköpun mun
þegar til lengri tíma líður leiða til
aukinna framfara bæði í for-
vörnum, greiningu og meðferð
brjóstakrabbameina.
Í þessu samhengi er rétt að líta
um öxl og benda á að mun fleiri
konur læknast af brjósta-
krabbameini í dag en áður og má
þakka grunnrannsóknum stóran
hluta af þeim árangri. En betur
má ef duga skal og enn er mjög
deilt er eftir faglega yfirferð rann-
sóknaverkefna þannig að
styrkþegar séu verðugir og verk-
efnið leiði þannig til aukinnar
þekkingar til framtíðar. Göngum
saman hefur verið einstakt að
þessu leyti. Vinnubrögð þeirra,
stefnufesta, áhugi og þekking ein-
kennast af miklum dugnaði og
metnaði. Framtíðarsýn þeirra hef-
ur einnig komið vel í ljós í öflugum
stuðningi við unga og efnilega vís-
indamenn sem vinna í samvinnu
við þá sem reyndari eru.
Um þessar mundir er Göngum
saman að fagna 5 ára afmæli sínu.
Á þeim tímamótum viljum við
þakka félagskapnum fyrir allan
stuðninginn sem þau hafa sýnt
okkur. Um leið og við óskum þeim
til hamingju með afmælið óskum
við þess að almenningur haldi
áfram að sýna þessum einstaka
hópi dugnaðar- og hugsjónafólks
velvild í verki. Megi hópurinn
halda áfram að vaxa og dafna og
göngum áfram saman með þeim
um ókomin ár.
Eftir Magnús
Karl Magnússon
og Þórarin
Guðjónsson
» Göngum saman er
félagskapur fólks
sem hefur unnið ein-
stakt og óeigingjarnt
sjálfboðastarf í þágu
grunnrannsókna á
brjóstakrabbameinum.
Höfundar stýra saman
Rannsóknarstofu í Stofnfrumu-
fræðum við Háskóla Íslands.
Þórarinn
Guðjónsson
Göngum saman í fimm ár
Magnús Karl
Magnússon
Nú á dögunum
birtist lesendabréf í
Morgunblaðinu und-
ir yfirskriftinni
„Konur“. Í bréfinu
fer höfundur mikinn
um hve óþolandi
jafnréttistal kvenna
er og veltir því síðan
upp hvort konur hafi
yfirhöfuð burði til að
valda þeim störfum
sem þær hafi barist fyrir að komast í.
Bréfið inniheldur hvorki málefnalega
umræðu, rök né almenna skynsemi og
því sé ég ekki ástæðu til að svara inni-
haldi bréfsins. Hinsvegar er tvennt
sem vert er að skoða í tengslum við
bréfið.
Fyrir það fyrsta er ritstjórnar-
stefna Morgunblaðsins. Er það stefna
blaðsins að birta öll þau bréf sem
blaðinu berast, óháð því hvort þau séu
málefnaleg eða fylgi einhverskonar
viðmiðunarreglum sem viðkomandi
fjölmiðill setur fyrir því hvað telst til
upplýstrar umræðu? Ef bréfið hefði
snúist um aðra minnihlutahópa í land-
inu, hefði bréfið þá einnig hlotið birt-
ingu?
Í öðru lagi er vert að skoða jafnrétt-
isumræðu á Íslandi og þá sér í lagi
hvort rangfærslur og misskilningur
séu orðin svo stór hluti umræðunnar
að það sé farið að skyggja á hin raun-
verulegu baráttumál. Jafnrétti
kynjanna snýst um að meta eigi konur
til jafns við karla og að kyn eigi ekki
að hafa áhrif á pólitísk, samfélagsleg
eða efnahagsleg réttindi og tækifæri
einstaklinga. Þessi jafnrétt-
isbarátta hefur lengi verið
kennd við femínisma og er
það einfaldlega vegna þess
að konur hafa haft minni
réttindi en karlar og því
þurft að berjast fyrir þeim
réttindum. Enn þann dag í
dag eru konur réttindaminni
en karlar og því er enn talað
um femínisma. En hvaða
réttindi eru þetta sem konur
hafa barist fyrir? Fyrstu
baráttumál femínista voru
kosningaréttur og eignaréttur. Í dag
teljum við þetta sjálfsögð réttindi en
sannleikurinn er sá að það var ekki fyrr
en 1920 að konur á Íslandi fengu fullan
kosningarétt. Í lok fyrri heimsstyrjald-
arinnar höfðu flest vestræn ríki veitt
konum kosningarétt þó að sum lönd
væru mun seinni á ferð, þar á meðal
Sviss sem veitti konum fyrst fullan
kosningarétt árið 1971.
Mæður okkar, ömmur og lang-
ömmur þurftu að berjast fyrir réttinum
til náms, til að stunda vinnu og til að
velja hvenær þær vildu eignast börn.
Þetta eru réttindi sem við teljum sjálf-
sögð í dag. Fáar konur myndu sætta
sig við ef eiginmaður þeirra, faðir eða
bróðir myndi (reyna að) neita þeim um
þessi réttindi, en það má ekki gleyma
því að þessi réttindi eru ávöxtur gríð-
arlega harðrar baráttu þeirra kvenna
sem á undan okkur komu. Þrátt fyrir
að við höfum náð þetta langt er bar-
áttan ekki endanlega unnin, einungis
þegar konur hafa fengið jöfn pólitísk,
samfélagsleg og efnahagsleg réttindi á
við karla er hægt að segja að komið sé á
jafnrétti.
Femínistar (bæði konur og karlar) í
dag eru að berjast fyrir launajafnrétti,
gegn kynbundnu ofbeldi og, kannski
einna mikilvægast, fyrir aukinni um-
ræðu um jafna aðkomu karla og kvenna
að heimilisstörfum. Í dag er enn mikill
ójöfnuður þegar kemur að réttinum til
fæðingarorlofs og heimilisstörf eru
enn, mögulega ómeðvitað, talin vera
hefðbundin kvennastörf. Þetta gerir
það að verkum að konur sem vilja eign-
ast börn og starfsframa standa oft
frammi fyrir tvöföldu vinnuálagi.
Femínismi snýst ekki um konur sem
hata karla, femínismi snýst ekki um
kynhneigð eða útlit og femínismi snýst
ekki um að konur eigi að fá meiri rétt
en karlar. Femínismi snýst um jafn-
rétti kynjanna og umræðan á að snúast
um það líka.
Konur
Eftir Bryndísi
Jónatansdóttur
» Femínismi snýst
ekki um konur sem
hata karla, femínismi
snýst ekki um kyn-
hneigð eða útlit og
femínismi snýst ekki
um að konur eigi að fá
meiri rétt en karlar.
Bryndís Jónatansdóttir
Höfundur er háskólanemi.
Umræðan um pen-
ingamál er eðlilega vax-
andi. Mikil umræða
hefur verið um verð-
tryggingu og hefur
nokkuð borið á þeim
misskilningi, að hún
snerti peningastefnuna
mikið. Nýlega var
kynnt skýrsla sem
Samtök fjármálafyrir-
tækja létu gera um
verðtryggingu.þar sýnist mér um fag-
legt innlegg að ræða, en mun víkja að
tveim atriðum skýrslunnar sem
snerta peningastefnuna. Annars veg-
ar er sagt að verðtryggingin þvælist
fyrir framgangi peningamálastefnu
Seðlabankans og hins vegar að 40 ára
lánstími sé of langur. Fyrri fullyrðing-
in er vissulega rétt, en ekki má horfa
framhjá því að peningamálastefnu
Seðlabankans verður að breyta og
lögum þar að lútandi.
Um samhengi lengdar lánstíma við
peningamálin þarf lengri
umræðu. Það snertir al-
mennt mat langtíma-
skuldbindinga til núvirðis,
eins og það er kallað, en er
flókið mál. Raunar er mik-
ilvægara að Seðlabankinn
skipti sér af því hvaða
vaxtatölur eru notaðar í
sambandi við útreikning
núvirðis, heldur en vexti á
innlánum eða útlánum
banka. Slíkir vextir eiga
aðallega að endurspegla
verð lána. Vissulega er
nauðsynlegt í þessu samhengi að hug-
leiða almennt opinber áhrif á hvers
konar verðlagningu, hvort heldur með
tollum eða skattlagningu. Skatturinn
og skattalöggjöfin einblína of mikið á
að afla ríkinu tekna.
Framganga skattyfirvalda hefur
mjög mikil áhrif á hegðun og viðhorf
fyrirtækja og einstaklinga. Merking
hugtaka eins og eign eða skuld er orð-
in mjög óljós og þar af leiðandi er hug-
takið „eigið fé“, sem virðist svo mik-
ilvægt í skattframtölum, nánast orðið
merkingarlaust. Hvað segir það okkur
að eigið fé banka sé svo og svo mikið?
Segir það eitthvað um getu banka til
að standa við skuldbindingar sínar
gagnvart eigendum innlána með því
að rukka inn útlán nægjanlega fljótt?
Svarið er nei. Hér virðist nauðsynlegt
að taka meira mið af núvirði skuld-
bindinganna. Meta eignir og skuldir á
grundvelli núvirðis.
Hins vegar er ljóst að launþegar
verða að eiga kost á lausum innláns-
reikningum, þar sem leggja má inn
launin og taka út hvenær sem er mán-
aðarins og einnig hafa svigrúm úttekt-
arheimilda til að mæta líklegum sveifl-
um í útgjöldum. Ljóst er að með
þessu, kortaviðskiptum og þeim mikla
hraða og tækniframför sem orðið hef-
ur í peningafærslum, þá er „peninga-
prentun“ svokölluð að mestu komin úr
höndum seðlabanka um allan heim.
Það er einmitt í þessu samhengi sem
við þurfum að hugleiða hugmyndir um
nýja stefnu í peningamálum, eins og
þær sem Frosti Sigurjónsson hefur
kynnt. Spurningin hér eins og á fleiri
sviðum er hvert hlutverk ríkisins eigi
að vera. Með nútíma rafvæddum
kortaviðskiptum og peningafærslum,
sem gera einstaklingum almennt fært
að sinna daglegum viðskiptum og
mánaðarlegum greiðslum án þess að
fara í banka, þá virðist vel gerlegt að
miðstýra lausafé almennings og fyr-
irtækja. T.d. af seðlabanka sem einn
væri með launareikninga og yfirdrátt-
arheimild. Innlánsvextir væru þarna
litlir sem engir, en taka mætti út inn-
eignir hvenær sem er og leggja sem
bundin innlán í einhvern banka. Vext-
ir færu eftir tímalengd innláns og al-
farið á valdi bankans. Þarna væri auð-
vitað um val að ræða. Þarna væri
kominn grundvöllur fyrir vitrænt tal
um eignir og skuldir.
Það er einmitt á þessu sviði sem
Evrópa hefur ekki megnað að end-
urskipuleggja sín bankaviðskipti,
burtséð frá evruvandanum, sem virð-
ist kæfa alla skynsamlega hugsun í
augnablikinu. Að heimta hærra eigið
fé í bönkum að óbreyttu kerfi er til lít-
ils eða gerir jafnvel illt verra.
Eftir Halldór I.
Elíasson
Halldór I. Elíasson
» Framganga skatt-
yfirvalda hefur mjög
mikil áhrif á hegðun og
viðhorf fyrirtækja og
einstaklinga.
Höfundur er stærðfræðingur.
Peningamálin
Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is
SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20
Á Krúsku færðu
yndislegan og
heilsusamlegan
mat.
Opið frá 11-20
alla virka
daga