Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 29

Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 29
UMRÆÐAN 29 Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Á þessu hausti eru liðin rétt 40 ár síðan Lýðháskólinn í Skál- holti tók til starfa. Það var hinn 15. október það sama ár að skólinn var settur í fyrsta sinn undir stjórn foreldra minna, sr. Heimis Steinssonar og frú Dóru Þórhallsdóttur, en sr. Heimir var fyrsti rektor skólans. Mikill og langur að- dragandi var að baki sem of langt mál er að rekja hér. Nánar má fræð- ast um þann aðdraganda í grein sr. Heimis sem birtist í afmælisriti Prestafélags Suðurlands árið 1987 undir heitinu „Annáll Skálholts- skóla“. Þó má minna á að bygging og starfsemi skólans var hluti af því endurreisnarstarfi sem fram fór í Skálholti á þessum árum undir leið- sögn dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups og Skálholtsskólafélagsins. Var þar byggt á ályktun Kirkjuráðs frá 19. júlí 1963 þar sem lagt var til að „komið verði upp lýðháskóla (í Skálholti) er starfi í anda hinnar norrænu lýðháskólahreyfingar, jafn- framt því að hann þjálfi starfslið handa kirkjunni“. Þetta fyrsta skólaár, árið 1972, sóttu 24 nemendur skólann. 16 nemendur bjuggu í heimavist í sumarbúðunum í Skál- holti og átta á heimili rektorshjónanna, því skólabyggingin var enn ekki tilbúin. Man ég þennan vetur vel, enda 11 ára gamall þá og mikið ævintýri fyrir ungan mann að alast þannig upp á heima- vist. Skólinn hélt frá fyrstu stundu mjög fast við það sérkenni norrænna lýðhá- skóla að ekki skyldu tekin próf. Við- kvæðið var: „Það sem þið ætlið að læra hér í vetur verðið þið að læra í dag.“ Enginn próflestur var í vænd- um og því gátu menn ekki reiknað með að bæta sér síðar upp það sem þeir ekki námu þann daginn. Óx sú áhersla næstu árin og árangurinn varð umtalsverður í námi og frjáls- legu heimilis- og félagslífi, sem er einmitt megineinkenni lýðháskól- anna á Norðurlöndum. Skálholtsskóli var vígður form- lega 6. október árið 1974 og lög um Skálholtsskóla voru sett árið 1977 þar sem sérstaða skólans sem nor- ræns lýðháskóla var áréttuð. Í ann- arri grein laganna stóð einmitt: „Skálholtsskóli starfar í anda nor- rænna lýðháskóla.“ Voru þessi lög skólanum og staðnum mikil lyfti- stöng eins og gefur að skilja. Vorið 1977 var einnig stofnað Nemenda- samband Skálholtsskóla, en frá upp- hafi sýndu gamlir nemendur skól- anum mikla tryggð. Það hafa þeir reyndar gert allt til þessa þótt árin færist yfir. Árið 1981 létu sr. Heimir og frú Dóra af störfum við skólann. Skólinn var síðan rekinn áfram til ársins 1987 þegar starfsemi lýðháskólans var hætt. Með nýjum lögum um Skálholtsskóla sem sett voru árið 1993 var skólinn settur undir stjórn Kirkjuráðs. Starfsemi hans var þá breytt og lýðháskólinn lagðist end- anlega af. Markmið Lýðháskólans í Skálholti var að skapa heimiliskennd þar sem hver og einn skyldi finna til þeirrar hlýju og öryggis sem dagleg umönnun fékk veitt. Námið skipti vissulega miklu. En hitt skipti enn meira máli, að nemendur tækju út þroska, lærðu að þekkja sjálfan sig og næðu að rækta hæfileika sína, hver með sínum hætti. Þetta var síð- ar tekið saman í vísu sem var þýdd úr sænsku og varð eins konar ein- kennisvísa Skálholtsskóla á meðan hann starfaði undir fána norrænnar lýðháskólahefðar: Þér er víst ljóst, að þú ert fágætur, að þér er ætlað nokkuð hér, að þú ert einstæður og ágætur og enginn maður líkist þér. Ekki verður saga Skálholtsskóla eða -staðar hin síðari ár rakin frekar hér. En vert er að rifja upp hugsjón- ina gömlu um lýðháskóla í Skálholti á þessu 40 ára afmæli skólans. 40 ár frá stofnun Lýðháskólans í Skálholti Eftir Þórhall Heimisson »Markmið Lýðháskól- ans var að skapa heimiliskennd þar sem hver og einn skyldi finna til þeirrar hlýju og öryggis sem dagleg umönnun fékk veitt Þórhallur Heimisson Höfundur er sóknarprestur. Almenningur á Íslandi er að vakna upp við það að það hefur orðið sprenging í fjölda fólks sem er að ljúka háskólanámi. Frá Háskóla Ís- lands einum er um fjórðungur af fæðingarárgöngum nú að ljúka ein- hverri háskólagráðu. Þetta hlýtur að hafa alvarlegar af- leiðingar, svo sem: Ungt og meira menntað fólk er að koma inn á vinnumarkaðinn, sem er að taka tækifærin frá minna mennt- uðum jafnöldrum, og frá mörgum sem eldri eru. Aukning hlýtur að verða á slíku menntafólki sem ílengist á atvinnu- leysisbótum og sveitastyrkjum, vegna þess að það vill ekki láta bjóða sér hvað sem er, og vonast til að fá, seinna, starf sem nýtir menntun þess betur. Jafnframt fer fólk með fleiri en eina háskólagráðu að ganga fyrir í störf sem þeir með færri há- skólagráður höfðu áður, með þeim afleiðingum að þeir sem höfðu að- eins eina gráðu geta misst störf sín fyrir þeim, og þeir sem eru nýút- skrifaðir með eina gráðu komast síð- ur að. Reikna má með að margir af hin- um vonsviknu háskólamönnum ný- útskrifuðu, fari til útlanda í örvænt- ingu sinni, í leit að starfi sem er meira við þeirra hæfi, því þótt ESB- löndin séu mörg með hátt mennta- hlutfall einnig, hafa þau þó hlutfalls- lega stærra hlutfall mennta- mannastarfa en Ísland. Þetta þýðir því blóðtöku fyrir Ís- land; og opnar um leið fleiri dyr fyrir útlendinga til að streyma til Íslands sem vilja ganga í störfin sem þessir vildu ekki taka. Þannig verður Ísland fjöl- þjóðlegra en til var stofnað. Sú von er að vísu fyrir hendi að stóraukinn fjöldi háskólamenntaðra á Íslandi muni leiða til þess að marg- ir þeirra muni skapa ný fyrirtæki og atvinnutækifæri við þeirra hæfi. Um leið hlýtur að verða geng- islækkun í væntingum þeirra og annarra til háskólanámsins, þannig að ljóminn af háskólamenntun minnki. Sér í lagi þegar hærri há- skólagráður reynast verða svo al- gengar að af þeim hverfi ljómi snilli- gáfu, fordildar og dugnaðar. Á hinn bóginn má vera að sá minnihluti sem geri eitthvað sem tengist sinni há- skólamenntun, vaxi í áliti; hvort sem um er að ræða embætt- ismenn eða rithöfunda og listamenn. Enda geti það álit ágerst að þeir sem setji prófskírteinið sitt bara ofan í skúffu ef þeir fá ekki draumastarfið, séu bara að nálgast nám sitt eins og safn af verkfæratöskum hvort eð er. Þessi menntasprenging hefur lyk- ilþýðingu í umræðunni um aðild Ís- lands að ESB: Í fyrsta lagi er verið að hraða þró- uninni um samkrull Íslands við ESB, við það að við erum að flytja stóran hluta mannauðs okkar til ESB-landa; sem svo gerast margir einnig ríkisborgarar í báðum lönd- um, og eru þar með komnir í ESB. Einnig við að nýbúarnir sem koma í þeirra stað hér; margir með tvö- faldan ríkisborgararétt; verða marg- ir íslenskir ríkisborgarar sem eru einnig í ESB. Í öðru lagi, er háskólamenntun al- þjóðleg í eðli sínu, og færir þannig allt slíkt vestrænt fólk í áttinna til einsleits Evrópuríkis. En þetta er gamalt vandamál; stimpingarnar milli lærdómsmanna sem vilja komast að. Í ljóðinu Þið ve- sælu blekberar Alexandríu, stæli ég gagnrýni grísks skálds um Krists burð, sem finnst það vera sniðgengið af fræðimönnum Rómaveldis þess tíma. Birti ég hér byrjunina á því en það mun senn birtast í heild í fjórtándu ljóðabók minni. „Þið vesælu blekberar Alexandríu / sitjandi eins og munkar í bókasafn- inu, / sem látist vera svo víðsýnir og fróðir, / en eruð í raun að halaklippa og útiloka / hin ungu, nýju og fersku skáld / sem eru enn upprennandi í nútímanum, / með allt ykkar tal um / Sjöstjörnu leikskálda fortíðar / eða Listaskáldin lýrísku / jafnmörgum Menntagyðjunum níu.“ TRYGGVI V. LÍNDAL, skáld og mannfræðingur. Menntasprengingin og ESB Frá Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 www.s i ggaog t imo . i s Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 til vinnu og frístunda Fatnaður og skór 25180 Litir: Svartur/hvítur Kr. 7.990 25170 Litir: Ljósblátt/dökkblátt Kr. 6.990 25130 Litir: Svart/hvítt Kr. 7.690 25220 Litir: Rautt/sand/blátt Kr. 7.990 25090 Litir: Svart/hvítt/blátt Kr. 10.900 00314 Litir: Svart/hvítt/ rautt/blátt Kr. 11.900 Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2878, praxis.is Opið mán.-fös. kl. 11.00-17.00, lokað á laugard. 25200 Litir: Svart/hvítt Kr. 8.600 Erum á sama stað og Friendtex

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.