Morgunblaðið - 13.09.2012, Síða 30

Morgunblaðið - 13.09.2012, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 ✝ Jón Vigfússonfæddist á Ljót- árstöðum í Skaft- ártungu 29. desem- ber 1922. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 2. sept- ember 2012. Foreldrar hans voru þau Vigfús Gestsson, f. 4. mars 1896, d. 1. maí 1981, bóndi Ljót- arstöðum í Skaftártungu og síð- ar Hjallanesi í Landsveit og kona hans Kristín Árnadóttir, f. 25. apríl 1895, d. 1. maí 1988. Jón átti þrjá bræður, þeir eru: Árni, f. 11. júní 1925, Bárður, f. 10. apríl 1927 og Sigurður, f. 30. júní 1931, d. 25. desember 2011. Hinn 4. nóvember 1961 giftist Jón Guðrúnu Karlsdóttur frá Hala í Djúpárhreppi, f. 8. mars 1929, d. 8. maí 2012. Þau eign- uðust tvö börn: a) Stefán Már Jónsson, f. 2 maí 1963. Eig- inkona hans er Hrefna Lind Borgþórsdóttir, f. 24. apríl 1969. Börn þeirra eru: Elsa Rún, f. 23. júlí 2000 og Davíð Már, f. 26. febrúar 2005. Fyrir átti Stefán dæturnar Kristínu Birnu, f. 23. mars 1988 og Katr- giftist hann Guðrúnu sinni. Er þau hófu störf á Akurhól á Rangárvöllum 1961 má segja að framtíð þeirra hafi verið ráðin. Þau eyddu stórum hluta starfs- ævi sinnar í umönnun þeirra er áttu við áfengisvanda að stríða, fyrst á Akurhól sem áður er nefnt, frá árinu 1961 til árins 1972 en þá tóku þau við for- stöðu Vistheimilis Bláa bandsins í Víðinesi á Kjalarnesi sem þau byggðu upp af dugnaði og elju- semi. Eftir að Jón lét af störfum í Víðinesi 1987 tók hann sér ým- islegt fyrir hendur meðan heils- an leyfði, m.a. póstburð, gegn- ingar o.fl. Hann starfaði alla tíð mikið að félagsmálum, hann stóð fyrir hinum ýmsu söfn- unum til styrktar góðum mál- efnum. Hann starfaði með Vor- boðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ meðan heilsan leyfði og hafði mikla ánægju af. Jón og Guðrún byggðu sér heimili að Dalatanga 6 í Mosfellsbæ þar sem þau bjuggu frá árinu 1984 til ársins 2007 er þau fluttu í þjónustuíbúð á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Þegar heilsu þeirra hrakaði á síðasta ári fluttu þau á Hjúkrunarheimilið Eir. Guð- rún lést 8. maí sl. Jón verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 13. september 2012, og hefst athöfnin kl. 13. ínu Ósk, f. 6. sept. 1997. b) Kolbrún Jónsdóttir, f. 21. júlí 1966. Eig- inmaður hennar er Bæring Sig- urbjörnsson, f. 14. des. 1958. Börn þeirra eru : Gróa Herdís, f. 7. des. 1990, Jón Bæring, f. 4. júní 1995 og Sigurbjörn Dagur, f. 19. sept. 2003. Fyrir átti Bær- ing þau Andreu Bóel, f. 24. nóv. 1979, Daða Frey, f. 21. des. 1983 og Soffíu, f. 28. okt. 1987. Fyrir átti Guðrún Eddu Melax, f. 16. des. 1951. Hennar maður er Günter Willi Schmid, f. 27. júní 1953. Synir þeirra eru Stefán Karl, f. 13. feb. 1984 og Andreas Helgi, f. 9. maí 1986. Jón fæddist á Ljótárstöðum í Skaftártungu og ólst þar upp. Hann varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1944. Sama ár flyst hann með foreldrum sínum að Hjalla- nesi í Landsveit. Hann stundaði hin ýmsu störf samhliða því að hjálpa til við búskapinn í Hjalla- nesi, svo sem vegavinnu, vertíð- arvinnu í Eyjum o.fl. Árið 1961 Pabbi var fæddur í þeirri sýslu hvar einar mestu náttúruhamfar- ir Íslandssögunar hafa átt sér stað, Skaftafellssýslu. Sömuleiðis er hann af þeirri kynslóð sem hefur upplifað einna mestu breytingar á lífsháttum sem ein kynslóð hefur upplifað. Allt þetta hafði mótandi áhrif á pabba, hann var einarður í því sem hann tók sér fyrir hendur, fylginn sér og gafst ekki upp. Hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan vorið 1944. Að námi loknu tók hann að sér hin ýmsu störf. Hugur hans stefndi alltaf að því að verða bóndi, en örlagadísirnar ætluðu honum annað hlutverk. Hann kynnist mömmu árið 1959 og þau giftast 4. nóvember 1961. Það sama ár hófu þau störf á Akurhól á Rangárvöllum þar sem rekið var heimili fyrir þá sem áttu við áfengisvanda að etja. Árið 1972 taka þau við for- stöðu Vistheimilis Bláa Bandsins í Víðinesi sem sömuleiðis var heimili fyrir þá sem áttu í vand- ræðum með áfengi. Þau byggðu það upp af miklum myndarskap og voru vakin og sofin yfir vel- ferð þeirra er þar dvöldu. Til marks um hvern hug heimilisfólk þeirra bar til þeirra þá fluttu all- nokkrir með þeim frá Akurhól að Víðinesi. Árið 1984 flytja þau í Dala- tanga 6 í Mosfellsbæ þar sem þau höfðu byggt sér upp heimili, mamma fer að vinna í Osta- og Smjörsölunni en pabbi heldur áfram í Víðinesi og starfar þar til ársins 1987. Eftir að hann lét af störfum tók hann að sér póst- dreifingu í Mosfellsbæ, gegning- ar og ýmislegt fleira. Árið 2007 flytja þau í öryggisíbúð að Hlað- hömrum í Mosfellsbæ, heilsu þeirra var þá farið að hraka. Seint á síðasta ári fluttu þau svo á Hjúkrunarheimilið Eir. Pabbi hafði alla tíð mikinn áhuga á fé- lagsmálum og sinnti þeim eins og tími vannst til. Hann starfaði með Vorboðum, kór eldri borg- ara í Mosafellsbæ og hafði mikla ánægju af. Hann stóð fyrir hin- um ýmsu söfnunum, t.d. fyrir pí- anói fyrir Elliheimilið Lund á Hellu og píanói fyrir félag eldri borgara í Mosfellsbæ, hljóðkerf- um, fótsnyrtingarstól og fleiru, ef það vantaði eitthvað var gengið í málið og það leyst. En í mínum huga var hann fyrst og fremst pabbi, hann var maðurinn sem ég gat alltaf leitað til. Hann studdi mig alltaf með ráðum og dáðum, og hafði traust og trú á mér. Ég var ekki gamall þegar ég fékk að vera á traktor- um og bílum, og reyndar svo ungur að sumum blöskraði, en pabbi sagðist treysta mér til að fara varlega. Ég hef reynt í gegnum lífið að fylgja þeim gild- um sem hann trúði á og höfðu reynst honum farsæl, hann var réttsýnn og trúr sjálfum sér og barðist fyrir því sem hann hafði trú á. Eftir að mamma dó núna í vor var eins og lífsviljinn slokknaði, og þegar leið á sumarið var eins og hugurinn væri kominn á forn- ar slóðir. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sinntu mömmu og pabba af hlýju og alúð. Sér- stakar þakkir fá stúlkurnar á Hlaðhömrum Mosfellsbæ, þið er- uð perlur. Stefán Már. Í dag kveðjum við stjúpföður minn, hann Jón Vigfússon, sem andaðist þann 2. september, tæp- um 4 mánuðum eftir lát mömmu. Heilsan hafði gefið sig og hann þráði orðið að fá að fara, enda erfitt fyrir mann, sem alltaf hafði verið virkur og notið sín innan um annað fólk, að geta nú ekki farið ferða sinna án hjálpar. Jón var sérlega heilsteyptur persónuleiki, höfðingi í sjón og raun og vildi allt fyrir alla gera. Ég hefði ekki getað kosið mér betri stjúpföður. Alltaf var sjálf- sagt að fá lánaðan bílinn hjá hon- um, ef við komum til landsins og hann gerði allt til að láta okkur líða sem best. Strákarnir mínir nutu sumarleyfanna í Dalatang- anum hjá ömmu og afa, þar sem alltaf var opið hús fyrir gesti og gangandi. Lengstan hluta ævinn- ar starfaði Jón á heimilum fyrir fólk með áfengisvanda; fyrst á Akurhól á Rangárvöllum og síðar sem forstöðumaður í Víðinesi á Kjalarnesi, þar sem hann vann mikið og farsælt starf. Það átti ekki við Jón að setjast í helgan stein, þegar hann komst á eft- irlaun, hann var of mikil fé- lagsvera til að vera bara heima og lesa góðar bækur, þó nóg ætti hann af þeim. Hann fer þá að keyra út póstinn, gefa í hesthús- unum og svo að gera hitt og þetta í bílskúrnum hjá sér. Vel naut hann sín í kór eldri borgara, „Vorboðar“, í Mosfellsbænum, en þar var hann til margra ára og að lokum gerður að heiðursfélaga. Hann fylgdist vel með öllum þjóðmálum og lét hvorki fréttir í útvarpi né sjónvarpi fram hjá sér fara. Það kom varla sá dagur fyr- ir, að hann hringdi ekki í vini og ættingja til að heyra hvernig gengi og hvað væri að frétta. Þó búsettur væri í Mosfellsbænum, þá fylgdist hann vel með bú- skapnum austur í sveitum, enda fæddur og uppalinn á sveita- heimili. Þegar svo heilsu fór að hraka hjá þeim hjónunum voru þau svo heppin að eiga sérlega hjálpsöm börn, Stefán og Kol- brúnu, sem gerðu allt sem hægt var til að létta þeim lífið og eiga þau sannarlega þakkir skildar fyrir alla þá ræktarsemi, sem þau sýndu foreldrum sínum. Blessuð sé minning þessa heið- ursmanns, sem við eigum eftir að sakna. Edda. Í dag kveðjum við Jón Vigfús- son tengdapabba minn. Það leið ekki langur tími frá því að Guð- rún tengdamamma dó þar til hún kom og sótti Jón sinn, rétt tæpir 4 mánuðir. Nú eru þau saman á ný. Í huga mínum er ég sátt en í hjarta mínu finn ég fyrir miklum söknuði. Oft er sagt að ekki sé langt á milli samrýmdra hjóna og það átti svo sannarlega við um tengdaforelda mína. Ég man fyrst eftir Jóni þegar ég, lítil stelpuskotta kannski 8 ára fékk stundum að fara með mömmu í vinnuna en hún vann þá hjá Pósti og síma í Mosfellsbæ. Jón keyrði þá út póst í hluta Mosfellsbæjar. Í minningunni var Jón hávaxinn, myndarlegur með góðlegt bros og sixpensara á höfðinu. Mörgum árum seinna þegar við Stefán förum að búa þurfti ýmislegt að „bauka“ við húsið okkar, og þrátt fyrir að Jón væri kominn fast að áttræðu var hann alltaf boðinn og búinn að hjálpa til, í bláa vinnusloppnum með six- pensarann var hann mættur og gekk í verkin. Hann var alla tíð mjög áhugasamur um líf barna sinna og barnabarna og vildi öll- um hjálpa eða létta undir með. Heimili þeirra Jóns og Guðrúnar að Dalatanga 6 í Mosfellsbæ stóð öllum opið og þar áttum við nota- legar stundir saman við eldhús- borðið. Næstu jól verða með öðru sniði en verið hefur og það verð- ur mikið tómlegt við matarborðið en Jón og Guðrún hafa eytt jólum og áramótum með okkur fjöl- skyldunni mörg undanfarin ár. Mér er það í fersku minni að fyrir síðustu jól þá höfðum við Stefán nokkrar áhyggjur af því að Jón ætti erfitt með að komast upp tröppurnar á heimili okkar, þar sem hann var orðinn mjög máttfarinn í fótunum. Vildum við Stefán færa jólin okkar til Jóns og Guðrúnar. Jón mátti ekki heyra á það minnst og sagði „Stefán minn, hafðu engar áhyggjur, ég kemst upp.“ Þessi orð lýsa Jóni tengdapabba mín- um vel, ef hann ætlaði sér eitt- hvað þá gerði hann það. Ég kveð þennan mikla heið- ursmann með söknuði og trega og þakka fyrir öll góðu árin . Þín tengdadóttir Hrefna Lind. Elsku afi okkar. Við söknum þín mikið en við vitum að þú ert á góðum stað núna með ömmu að fylgjast með okkur. Það var alltaf svo gott að koma til þín og ömmu í Dalatang- ann og seinna á Eirhamra. Þið tókuð alltaf á móti okkur með bros á vör og svo settumst við niður og fengum okkur nýbak- aðar pönnukökur og síðan spjöll- uðum við um daginn og veginn. Við erum svo þakklát og stolt að hafa átt þig sem afa. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur og alla í kringum þig. Þú varst ekki bara afi okkar, heldur líka góður vinur okkar. Við elskum þig og söknum þín og biðjum að heilsa ömmu. Guð geymi þig, elsku afi. Undarleg ó-sköp að deyja, hafna í holum stokki, hendur niður með síðum, hendur sem struku lokki. (Hannes Pétursson) Þín afabörn, Katrín Ósk, Elsa Rún og Davíð Már. Þegar ég var lítil fór afi með mig í heimsókn til vinar síns Viggós. Við vorum að fara og þegar afi kvaddi kallaði hann Viggó höfð- ingja. Ég skildi ekkert í þessu og spurði afa hvernig Viggó gæti eiginlega verið höfðingi? Hann væri nú bara venjulegur maður í Mosfellsbæ. Afi sagði mér að Viggó væri svo góður og virðulegur maður og þess vegna hefði hann kallað hann þetta … Nú kveðjum við mikinn höfð- ingja. Afi var stórmerkilegur maður, hann var alltaf mjög strangur, en á sama tíma vildi hann allt fyrir mann gera. Hann var uppfullur af skemmtilegum sögum um for- tíðina og alltaf tilbúinn til að segja manni frá. Hann virtist einhvern- veginn alltaf hafa tíma fyrir mann, þó svo að hann væri upp- tekinn. Þær eru ófáar góðu minning- arnar sem ég á um elsku afa. Þegar ég gisti hjá ömmu og afa fékk ég auðvitað að sofa uppi í á milli þeirra, nema hvað ég spark- aði svo svakalega í svefni að afi var orðinn marinn á fótunum eft- ir mig! Í staðinn fyrir að setja mig í gestaherbergið og láta mig sofa eina þar, þá færði afi sig þangað, svo að ég gæti kúrt hjá ömmu. Hann kenndi mér svo margt, og ég er honum ævinlega þakklát fyrir að hafa tekið svona stóran þátt í uppeldi mínu. Mér finnst ég vera svo óend- anlega heppin að hafa eytt svona miklum tíma hjá þeim í Dala- tanganum, og ég er ömmu og afa ævin- lega þakklát fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig. Við mamma vorum einhvern- tímann fárveikar heima í Hjalta- bakkanum, og amma og afi vissu það. Þau gerðu sér ferð í Mjóddina, keyptu heitan mat og komu með handa okkur, með fyrirmælum um að fara vel með okkur og taka því rólega. Ég gæti talið upp endalaus dæmi um það hvað afi (og amma) voru hjartahlýtt og yndislegt fólk, orð fá ekki lýst söknuðinum og sorginni sem maður finnur fyrir við þennan mikla missi. En aftur á móti veit ég að amma og afi eru saman núna, hress og kát, einhversstaðar. Nú lýkur degi sól er sest. Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt, en blærinn hvíslar góða nótt. Guðs friður signi foldarrann, guðs friður blessi sérhvern mann. Kom, engill svefnsins undur hljótt og öllum bjóð þú góða nótt. Hvíl hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt, þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. Ó, þreytti maður – sof nú rótt. (Valdimar V. Snævar.) Hvíl í friði, elsku afi minn. Takk fyrir allt. Kristín Birna. Jón Vigfússon er fallinn frá, nærri níræður að aldri. Ég kynntist þessum heiðursmanni fyrir 40 árum þegar sonur hans, Stefán Már, settist í níu ára bekk í Klébergsskóla á Kjalarnesi. Með komu hans tvöfaldaðist fjöldi okkar drengjanna í árgang- inum. Alla tíð síðan höfum við Stefán Már verið bestu vinir. Jón var þá nýtekinn við sem forstöðumaður í Víðinesi og stýrði þar heimili og vinnuað- stöðu fyrir fólk með áfengis- vandamál. Næstu árin átti eftir að verða þar mikil uppbygging og vann Jón oft mjög langan vinnudag til að láta dæmið ganga upp. Á ýmsan hátt var heimilið í Víðinesi rekið eins og stórt sveitaheimili og var Jón oftast kenndur við bæinn. Þar var vel hugsað um alla, bæði menn og dýr. Stundum kom fyrir að ég gisti í Víðinesi hjá Stefáni og þá gaf Jón sér alltaf tíma til að spjalla í erli dagsins. Hann var fróður um menn og málefni, alltaf upp- byggilegur og hvatti okkur áfram. Jón var léttur og kátur en hann hafði einnig sterkar skoð- anir á flestu og gat hvesst sig ef því var að skipta og var stundum fastur fyrir. Umfram allt var hann þó mannasættir og vildi gera gott úr öllu. Ég man einnig hvað hann treysti Stefáni vel. Strákurinn var fljótur til og ungur var hann farinn að keyra bæði traktorinn og bílana. Jón átti alltaf mjög flotta og kraftmikla ameríska bíla, yfirleitt frá American Mot- ors. Einn þeirra var Matador með 360 vél sem Stefán fékk lán- aðan á böllin þegar hann var kominn með bílpróf. Reyndar var Jón alltaf nokkuð hissa hvað dekkin entust lítið undir bílnum á þessum árum, en það er annað mál. Ekki er hægt að minnast Jóns heitins án þess að nefna Guðrúnu Karlsdóttur konu hans, en hún lést nú í vor. Þau voru einstak- lega samhent alla tíð. Það hefur sjálfsagt ekki alltaf verið auðvelt að halda heimili á jafn erilsömum stað og í Víðinesi á þessum árum þar sem dag og nótt þurfti að vera vakandi yfir velferð vist- manna. Guðrún var alltaf að, prjónaði mikið en hafði alltaf tíma til að hita kakó og finna til bakkelsi ofan í okkur strákana. Eftir að Jón hætti störfum í Víðinesi, fluttu þau hjón rétt yfir voginn í nýtt einbýlishús í Mos- fellsbæ. Þar var Jón virkur í starfi eldri borgara og söng með kór þeirra, Vorboðunum. Margs er að minnast við frá- fall þessara heiðurshjóna Jóns og Guðrúnar frá Víðinesi. Blessuð sé minning þeirra beggja. Ég sendi Stefáni Má, Hrefnu Lind konu hans og börnum inni- legar samúðarkveðjur. Einnig systrunum Kolbrúnu og Eddu og fjölskyldum þeirra. Kristinn Gylfi Jónsson. Jón Vigfússon ✝ ÞórarinnSveinbjörn Jakobsson rafvirki fæddist á bænum Kvíum í Jökul- fjörðum 24. desem- ber 1929. Hann lést á Landspítalanum 2. september 2012. Foreldrar hans voru Jakob Fals- son, bóndi og báta- smiður, f. 8. maí 1897, d. 24. október 1993 og Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1898, d. 8. apríl 1972. Sveinbjörn átti fimm systkini, þau Guðrúnu Rebekku, f. 28. mars 1925, d. 8. júní 2011, Jónínu Kristínu, f. 18. maí 1926, Þóru Lilju, f. 24. apríl 1928, Óla Aðalstein, f. 20. júlí 1935 og Hörð, f. 13. maí 1938. Þórarinn kvæntist hinn 9. júlí 1960 Nönnu Jakobsdóttur grunnskólakennara, f. 27. jan- úar 1936 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jakob J. Jak- obsson, f. 18. febrúar 1907, d. 4. júlí 1971 og Ásthildur J. Bern- höft, f. 11. janúar 1901, d. 27. júní 1982. Börn Svein- björns og Nönnu eru: 1) Hildur, f. 8. ágúst 1961, maki Eyjólfur Gunn- arsson. Dóttir þeirra Eva Lind, maki Emanúel Þórður, sonur þeirra Magnús Guðni. 2) Sindri, f. 23. maí 1965, maki Unnur Alma Thorarensen, börn þeirra eru Steinar og Ragnar. 3) Hjörleif- ur, f. 6. ágúst 1971, maki Matt- hew Whelpton. Sveinbjörn ólst upp á bænum Kvíum í Jökulfjörðum og átti þar heima fram að 18 ára aldri er fjölskyldan flutti til Ísafjarð- ar. Sveinbjörn og Nanna byggðu sér hús á Móabarði 30, Hafn- arfirði og bjuggu þar frá árinu 1965 með börnum sínum þrem- ur. Útför Sveinbjörns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13. september 2012, kl. 13. Stóri frændinn minn frændinn er farinn burt frá okkur burt frá líkamanum þreytta til ömmu og afa og stærstu stóru systur. Frændinn minn sem ekki sagði svo mikið þó stundum stundum var strítt litlum frænkum. Önnur dóttir hin frænka hlegið með hnyttinni konunni góðu alltaf góðlátlega. Unnið lengi, mikið en alltaf tími fréttir og frænkur bækur og skraf alltaf pláss þrátt fyrir allt. Kvíar okkar staður ungur maður elsti sonur stóri bróðir bræðra litli bróðir systra eiginmaðurinn faðirinn sonurinn bróðirinn frændinn minn ég mun minnast þín alltaf og hugsa til þín mest þegar ég sé fuglinn fljúga frjálsan í Kvíum. Elsku Svenni, takk fyrir allt. Drífa og fjölskylda. Sveinbjörn Jakobsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.