Morgunblaðið - 13.09.2012, Síða 33

Morgunblaðið - 13.09.2012, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 ✝ Ingólfur VopniIngvason fædd- ist á Melum í Fljóts- dal 5. mars 1959. Hann lést af slysför- um 3. september 2012. Foreldrar hans voru Ingvi Ingólfs- son, f. 11.11. 1924, d. 21.7. 1995 og Helga Eyjólfsdóttir, f. 20.2. 1921, d. 25.8. 2003. Vopni var yngstur fimm systkina, þau eru Ásgerður, f. 13.7. 1953, Eyjólfur, f. 13.10. 1954, Elín, f. 10.4. 1956 og Bára, f. 14.9. 1957. Árið 1974 flutti fjöl- skyldan frá Melum til Hafnar. 14.10. 1997. Vopni lauk skyldu- námi í Hallormsstaðaskóla og lauk 2. stigi vélstjórnar 1985. Hann fór snemma að vinna, fyrir 16 ára aldur vann hann í slát- urhúsinu á Reyðarfirði og 1975, aðeins 16 ára, fór hann fyrst á sjóinn og stundaði sjómennsku til 1988. Lengst af vann hann sem 1. vélstjóri á Sigurði Ólafs- syni SF-44, kom í land 1989 og var vélstjóri við fiskverkun Skinneyjar og síðar sem yfirvél- stjóri hjá Skinney-Þinganesi ehf. Helsta áhugamál Vopna var hestamennska og var hann ávallt reiðubúinn að rétta vinum sínum hjálparhönd og kom sér vel hversu ráðagóður og nýtinn hann var. Hann sat í stjórn Hestamannafélagsins Hornfirð- ings. Eins studdi hann börnin vel í íþróttaiðkun þeirra. Útför Ingólfs Vopna verður gerð frá Hafnarkirkju í dag, 13. september 2012, kl. 14. Eftirlifandi sam- býliskona Vopna er Birna R. Aðalsteins- dóttir, f. 5.3. 1960, þau hófu sambúð 1982 á Höfn og fluttu síðar í sitt eigið hús árið 1986, sem þau unnu að í öllum lausum stund- um. Börn þeirra eru Jóhanna Íris, f. 27.5. 1987, börn hennar eru Karen Hulda, f. 30.7. 2007 og Hlynur Ingi, f. 15.4. 2010, sam- býlismaður hennar var Finnur Karl Vignirsson, f. 27.11. 1982, þau slitu samvistum 2012. Ingvi, f. 30.9. 1992, Anna Soffía, f. Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer. Og lund mín er svo létt, eins og gæti eg gjörvallt lífið geisað fram í einum sprett. (Hannes Hafstein.) Ég trúi því að þú sért á þessum stað í dag. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Takk fyrir allt. Birna. Þvílíkur maður sem hann pabbi var. Það eru ótal minningar sem fljúga í gegnum hausinn á mér og ég mun aldrei gleyma þeim stund- um sem við pabbi áttum saman. Ég gæti skrifað endalaust um þær stundir og hversu mikilvægar þær voru fyrir mig. Hann var alltaf til staðar fyrir mig þegar á reyndi. Ef ég tapaði fótboltaleik þá var hann alltaf tilbúinn að hughreysta mig. Hann trúði alltaf á mig og studdi mig í öllu sem ég gerði. Hann var alltaf svo duglegur, þegar hann var ekki að vinna þá var hann að stússa eitthvað í hest- húsinu eða heima fyrir. Pabbi var svo hjálpsamur og ég leit svo mik- ið upp til hans. Ég get ekki lýst því hversu stoltur ég er af því að vera sonur hans. Hans verður svo sannarlega sárt saknað og hann mun alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma honum. Ingvi. Það er svo ótrúlega óréttlátt að pabbi skyldi hafa farið svona snemma og snöggt frá okkur en ég er samt mjög þakklát fyrir að hafa náð að deila sama áhugamáli með honum, hestamennskunni. Þá náðum við að kynnast svo vel á öðruvísi hátt og eyða miklu meiri tíma saman en við hefðum annars gert. Elsku pabbi, þú munt alltaf taka stórt pláss í hjarta mínu. Hvíldu í friði. Anna Soffía. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar erjörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson.) Það eru ótal minningar sem hafa komið upp í huga minn síð- ustu daga en það er ein sem situr svolítið hjá mér. Ég var sennilega ekki eldri en 6 eða 7 ára. Við vor- um að koma úr fjósinu í Hestgerði og það var kolsvartamyrkur, ég missti sjónar á þér og kallaði á þig að ég sæi þig ekki, þú komst til mín, tókst í höndina á mér og leiddir mig í áttina að bænum og á meðan við gengum sagðirðu mér frá því hvað þú sæir vel í myrkr- inu. Svona var þetta alltaf, þó svo að við værum ekki alltaf að gera eitthvað saman öll fjölskyldan, þá varstu alltaf til staðar ef ég þurfti á að halda. Ég veit til dæmis ekki hvað ég var oft búin að biðja þig um að hjálpa mér við að setja eitt- hvað saman, setja upp hillur og ljós eða aðeins að athuga með hitt og þetta og aldrei var það neitt mál þó svo þú værir búinn að vera að vinna allan daginn eða hefðir í nógu öðru að snúast. Og í dag held ég að ég geti klórað mig fram úr nánast öllu, því alveg frá því að ég man eftir mér leiðbeindirðu mér alltaf með það sem þú varst að gera. Af hverju þú gerðir hlutina svona en ekki hinsegin. Það var eiginlega alveg sama hvað þú varst að gera, þú gast og gerðir allt og orð eins og að hætta eða að gefast upp voru ekki til í þínum bókum. Vandvirkari mann hef ég heldur aldrei hitt. Þú varst alltaf að fræða okkur systkinin og núna seinni árin bættust svo afabörnin við. Það var til dæmis alveg sama hvað við spurðum þig um Ísland, þú vissir það og ég held að alla þá landafræði sem ég kann í dag hafi ég lært af þér. Þú áttir einstaklega gott með að segja frá og miðla hlutum til fólks. Ég man til dæmis eftir mörgum skiptum þar sem mamma var orðin alveg gráhærð á því að reyna að hjálpa mér við að læra heima og það endaði yfirleitt á því að þú komst og settist hjá mér og þá gekk allt eins og í sögu. Mér þykir sérstaklega vænt um hversu náin við urðum eftir að ég flutti aftur heim á Höfn frá Reykjavík og er svo glöð að þú skyldir fá að kynnast börnunum mínum. Það skein alltaf af þér þegar þú hittir þau hvað þér þótti óskaplega vænt um þau. Betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Mér finnst þetta allt vera svo óraunverulegt, ég býst einhvern- veginn alltaf við því þegar ég kem inn í húsið ykkar mömmu að sjá þig sitjandi í stólnum þínum í sjón- varpsherberginu, undir teppinu, með gleraugun á nefinu, kveikt á sjónvarpinu og með fartölvuna eða Eiðfaxa í fanginu en samt steinsofandi. En eins ósanngjarnt og óréttlátt og mér finnst þetta vera, verð ég að trúa því að við höfum öll okkar tíma á þessum stað og að þinn tími hafi verið kominn. Við sem erum hér ennþá reynum að njóta og nýta tímann okkar sem best, því við vitum aldr- ei hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhanna Íris. „eftir bjartan daginn kemur nótt“ hefur ómað í höfðinu mínu síð- an þú fórst svo snögglega í þína hinstu ferð, kæri vinur. Ég heyri enn röddina þína úr símtali hálfum mánuði áður þar sem þú sagðir mér af mikilli til- hlökkun frá væntanlegri hesta- ferð og stríddir mér á „40 ára ferð- inni“ okkar en það væri nú allt í lagi, úr þessu gætum við alveg far- ið í hana sextug auk þess sem við meðal annars ákváðum hvernig við ætluðum að eldast. En af hverju „..sumarið líður alltof fljótt“? Ég er óendanlega þakklát að hafa fengið að vera vinur þinn síð- an rétt eftir fermingu og síðar þinnar yndislegu fjölskyldu. Við kynntumst í eina reiðskólanum sem ég hef farið í á ævinni en þar varst þú að kenna. Vopni og hest- ar, það hefur alltaf verið stórt samasemmerki þar á milli. Við brölluðum ótrúlega margt skemmtilegt saman á unglingsár- unum, kynntumst mökum okkar um svipað leyti og það var eins og þið Hrafn hefðuð alltaf þekkst og Birna þín varð fljótt ein af mínum bestu vinkonum. Hvernig get ég núna sagt bara Birna, þegar ég segi alltaf Birna og Vopni? Þegar frumburðurinn ykkar hún Jóhanna Íris fæddist þá var ég svo lánsöm að fá að vera á bak- vaktinni og þar sem þú varst úti á sjó þegar hún ákvað að sinn tími væri kominn þá stóð ég föðurvakt- ina fyrir þig og fáir skildu að ég varð pabbi og það áður en ég varð mamma og ekki einfaldaðist málið þegar hún eignaðist svo gullmol- ana sína og ég fékk að vara afi með þér. Þú varst svo ánægður og stoltur af þeim öllum. Ég man hvað gleði þín var mikil í lok september fyrir 20 árum þeg- ar Ingvi fæddist og þú varst svo hamingjusamur að vera á staðn- um. Það sama var 5 árum seinna þegar prinsessan Anna Soffía kom í heiminn og þú hringdir nokkrum mínútum fyrir miðnætti að springa úr stolti en samt með stríðnishláturinn þinn á sínum stað, hún hafði nefnilega ákveðið að Hrafn fengi hana ekki í afmæl- isgjöf. Alltaf hefur heimili ykkar stað- ið opið fyrir okkur öll þegar við er- um á ferðinni og næturnar aldrei of margar, þúsund þakkir fyrir það og allar ljúfu stundirnar í gegnum tíðina. Ég kveð þig með miklum trega. Elsku Birna, Jóhanna Íris, Ingvi, Anna Soffía, Karen Hulda, Hlynur Ingi og Finnur. Sorgin er ekki bara dimm og sár. Hún er hin hliðin á björtum dögum og gleði sem þið fenguð að njóta. Hún seg- ir ykkur að sárið hafi orðið til vegna gleði og ástar sem þið syrg- ið og saknið. Það er allt breytt en sólin kemur alltaf upp aftur þó það sé erfitt að trúa því á þessari stundu og minningin um yndisleg- an eiginmann, föður, afa og fyrr- verandi tengdaföður á eftir að vera ykkur ljós í lífinu. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og körl- unum mínum. Oddný. Minn helsti vinur hefur kvatt. Þessar ljóðlínur komu í huga minn þegar fréttir af andláti þínu bárust mér til eyrna. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson) Hverjum hefði dottið í hug að næsta jarðarför yrði þín, Ingólfur Vopni, maður sem var fullur atorku og bjartsýni. Þú varst allt- af tilbúinn að rétta fram hjálpar- hönd, en aftur á móti fannst þér ekkert sjálfsagt að þiggja hjálp eða biðja um hana. Okkar leiðir lágu saman fyrst í gömlu hesthúsunum inn í landi, þegar við vorum ungir menn. Þú hræddist aldrei hrossin og komst fram við þau af fullri virðingu og vil ég þakka fyrir að hafa fengið að læra af þér. Síðar lágu leiðir okkar aftur saman í hesthúsabyggðinni við Ægisíðuna. Þar var margt brallað sem tengdist hesta- mennskunni, eða bara setið yfir kaffibolla og kannski hráu hangi- kjöti og sögunum gefinn byr undir báða vængi. Það var varla nokkuð til í veröldinni sem ekki bar á góma á slíkum stundum. Þó við deildum stundum um menn og málefni skildum við ávallt sem vin- ir og var það ómetanlegt. Sam- gangurinn milli hesthúsanna var mikill og ríkti þar gagnkvæmt traust þar sem við hugsuðum um hross hvor annars þegar á þurfti að halda. Þegar annar hvor okkar þurfti að bregða sér af bæ, hringd- umst við á, annan og þriðja hvern dag, til að taka stöðuna og heyra hljóðið í góðum vini. Mörg eru þín handtök sem sjá má í hesthúsi mínu og þér þótti sjálfsagt að inna af hendi og má víða sjá að þar fór mjög svo verklaginn maður bæði á tré og járn. Það verður seint full- þakkað. Hestamennskan verður aldrei söm án þinnar návistar, kæri vinur. Járningarnar, útreið- artúrarnir, hesthúsasmíðin og kaffispjallið. Stórt skarð er höggv- ið í þessa viðburði í framtíðinni. Elsku Birna, Jóhanna, Ingvi og Anna Soffía, ykkar er missirinn mestur, en minning um góðan mann mun lifa með okkur öllum um ókomin ár. Haukur Sveinbjörns. Mig langar að minnast Ingólfs Vopna vinar míns, eða Vopna eins og við kölluðum hann alltaf, með fáeinum orðum. Eftir að ég fór að sinna hestamennskunni kynntist ég honum betur en áður og urðu þau kynni alltaf betri og betri, til dæmis í reiðhallarmálum og fleiru. Síðan vorum við saman í stjórn hestamannafélagsins. Ef ég þurfti að fá járnaða hesta var hann alltaf tilbúinn að finna tíma þó hann væri í fullri vinnu. Þegar hann var búinn að járna fyrir mig í ferðina örlagaríku og ég vildi borga honum fyrir sagði hann: Maður fer nú ekki að láta ferða- félaga sína borga. Vopni var hestamaður af guðs náð, hafði bæði gaman af og gott lag á hestum og að takast á við ótemju fannst honum ekki leiðin- legt. Hann skipulagði þessa ferð ásamt öðrum og lá ekki á liði sínu í því. Við fengum dásamlegan dag upp úr Fljótsdalnum og var hann að benda okkur á og útskýra ým- islegt á leiðinni, því þetta var hans heimasvæði. Ekki var eins gott veður daginn eftir en menn bjuggu sig bara í samræmi við það og fóru af stað með gleði í hjarta. En fljótt skipast veður í lofti og um kvöldið hellist sorgin yfir okk- ur. Einn sterkasti maðurinn er hrifinn frá okkur og eftir stöndum við agndofa og spyrjum af hverju? Já af hverju máttum við ekki koma heim með þá gleði sem við lögðum af stað með? Elsku Birna og fjölskylda, systkini aðrir ættingjar og vinir, við Dagný biðjum guð að halda ut- an um og veita ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Páll Guðmundsson (Palli). Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund. Í mannsbarminn streymir sem aðfallsunn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. – Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. (Einar Benediktsson) Góður drengur er fallinn frá. Ingólfur Vopni gekk í hesta- mannafélagið Hornfirðing árið 1984 og settist í stjórn 1989, og var það nær sleitulaust allt fram á þennan dag. Vopni hefur verið fulltrúi félagsins ásamt formanni á Landsþingi LH í fjölda ára. Hann var ósérhlífinn félagsmaður, alltaf tilbúinn í hvaða verk sem var, mót- stjóri, þulur, fundarstjóri og einn- ig var hann lagasérfræðingur fé- lagsins ásamt því að gera það sem þurfti hverju sinni. Hann var fast- ur fyrir, ákveðinn og fylginn sér, sannkallaður hornsteinn félagsins. Vopni var hestamaður af guðs náð og hafði gaman af því að glíma við erfiða hesta og fór það vel úr hendi. Hann var einnig mjög fær járningamaður og leitaði sér þekk- ingar til að miðla öðrum og að- stoða við járningar. Vopna er sárt saknað af hestamönnum í Horn- firðingi og stórt skarð situr eftir, en minningin um góðan félaga og traustan vin lifir um alla framtíð. Kæri Vopni, hafðu þökk fyrir öll þín góðu störf og ánægjulegar samverustundir. Elsku Birna og fjölskylda, megi æðri máttarvöld gefa ykkur styrk í sorginni. F.h. hestamannafélagsins Hornfirðings, Bryndís Hólmarsdóttir formaður. Ingólfur Vopni Ingvason HINSTA KVEÐJA Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Komið er stórt skarð í hóp þeirra er halda hesta á Ægisíðunni á Höfn sem seint verður fyllt að fullu. Vopni var ráðagóður, hjálpsamur og staðfastur vinur. Kæri Vopni, þín er sárt saknað. Elsku Birna, Jóhanna, Ingvi, Anna Soffía og barnabörn, guð gefi ykkur styrk. Eydís Benedikts- dóttir, Bryndís Hólmarsdóttir, Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar og tengdamóður, ÖNNU MARGRÉTAR VESTMANN EINARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks DAS að Boðaþingi í Kópavogi fyrir frábæra umönnun og alúð við móður okkar. Guðríður Vestmann Guðjónsdóttir, Hallgerður Ásta Guðjónsdóttir, Björgvin M. H. Snorrason, Magnea Thor Guðjónsdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Óli Þór Valgeirsson, Anna Jóna Guðjónsdóttir, Þorbjörn Daníelsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, RÓSAR ÓLAFSDÓTTUR, Laugarnesvegi 89, Reykjavík. en hún lést mánudaginn 27. ágúst sl. Útförin fór fram í kyrrþey. Þorbergur Pétursson, Pétur Þorbergsson, Jóhanna Traustadóttir, Kristján Þorbergsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigríður Rós Pétursdóttir, Bryndís María Kristjánsdóttir, Bergrós Kristjánsdóttir, Sigrún Valdís Kristjánsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR TÓMASSON frá Reynifelli, Rangárvöllum, andaðist miðvikudaginn 29. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Ástríður H. Sigurðardóttir, Tómas Sigurðsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Guðrún Helga Eggertsdóttir, Jóhann G. Þórarinsson, Gunnhildur Tómasdóttir, Guðrún Hlín Tómasdóttir, Írena Rún og Ásta Sylvía.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.