Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
Stundum virðist lífið vera
óréttlátt og erfitt er að skilja
hvers vegna sumir kveðja okk-
ur alltof snemma. Það finnst
mér þegar ég sit hér og hugsa
til vinkonu minnar Jósefínu
Arnbjörnsdóttur eða Systu eins
og hún var ætíð kölluð.
Ég kynntist Systu árið 1978
þá nýflutt í Garðinn með tvær
dætur. Systa og Maggi bjuggu í
húsinu á móti með dætur sínar
tvær Brynju og Jónínu og
seinna meir kom Jóhann Daði í
heiminn.
Dætur okkar urðu fljótt
miklar vinkonur og það urðum
við einnig hagsýnu húsmæðurn-
ar en báðar höfðum við mikinn
áhuga á saumaskap og annarri
handavinnu.
Dagurinn byrjaði oftar en
ekki á kaffisopa heima hjá ann-
arri hvorri okkar. Sameiginleg
áhugamál okkar gerðu okkur
enn samrýmdari og oft lágum
við langt fram á nótt yfir
saumaskap og uppskriftum sem
okkur langaði að gera á stelp-
urnar okkar.
Systa var einstaklega hand-
lagin og vandvirk. Oft gerði
hún prufu áður en hún byrjaði
Jósefína
Arnbjörnsdóttir
✝ Jósefína Krist-björg Arn-
björnsdóttir fædd-
ist á Snartarstöðum
í Núpasveit 30.
ágúst 1956. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 31. ágúst
2012.
Jósefína var
jarðsungin frá Út-
skálakirkju í Garði
7. september 2012 og hefst at-
höfnin kl. 15.
á verkinu þannig
að allt yrði nú eins
og það átti að vera.
Okkur fannst báð-
um gaman að ráða
krossgátur og
gleymdum okkur
oft yfir þeim og
gátum fengið á
heilan eitthvert orð
sem við gátum ekki
leyst úr.
Þegar dæturnar
urðu eldri fórum við báðar að
vinna á Dvalarheimilinu Garðv-
angi en stuttu seinna flutti ég
vegna skilnaðar.
Þá fann ég best hvað Systa
og Maggi voru góðar mann-
eskjur og miklir vinir. Seinna
flutti ég mig til vinnu nær
heimili mínu og fækkaði þá
samverustundum okkar smátt
og smátt eins og oft vill verða.
Systa og Maggi voru ákaf-
lega samtaka hjón og unnu
saman að því að fegra sitt nán-
asta umhverfi. Þau hafa verið
börnum sínum afskaplega góðir
foreldrar og eiga nú þrjá
ömmu- og afastráka.
Í gegnum árin hefur mér oft
orðið hugsað til Systu og ég hef
saknað vináttu okkar. Auðvitað
var ég alltaf „á leiðinni“ út í
Garð. Því miður lét ég ekki
verða að því.
Fyrir stuttu frétti ég að
Systa væri veik en vissi ekki
hversu alvarleg veikindi hennar
voru. Hennar barátta stóð stutt
yfir og fyrir það má þakka þó
að allir hefðu eflaust vilja eiga
lengri tíma með henni.
Elsku Maggi, Brynja, Jón-
ína, Jóhann Daði og fjölskyld-
ur, missir ykkar er mikill. Guð
gefi ykkur styrk í á þessum
erfiða tíma. Hafðu þökk fyrir
allt, elsku vinkona. Ég er viss
um að það verður tekið vel á
móti þér enda alltaf not fyrir
mannkosti eins og þína.
Þín vinkona,
Kolbrún.
Elsku vinkona. Að þú skulir
vera búin að kveðja þetta jarð-
líf er mér óskiljanlegt, en lífið
er óútreiknanlegt og á jarð-
neskan mælikvarða sjaldan
réttlátt. Þú varst hrifin burt úr
þessum heimi langt fyrir aldur
fram, en þú skildir eftir þig
djúp spor og minning þín
geymist í hjörtum okkar.
Það er ekki langt síðan við
vorum ungar og framtíðin beið
okkar. Daumarnir og framtíð-
arplönin voru mörg og ekkert
virtist ómögulegt.
Betri vinkonu en þig hef ég
aldrei átt, við vorum eins og
systur í mörg ár og deildum
gleði og sorg en það kom að því
að leiðir okkar skildi. Þú fannst
ástina og fluttir í Garðinn og
stofnaðir fjölskyldu en ég hélt
áfram í skóla í nokkur ár og fór
svo á flakk.
Einu sinni kvartaðir þú yfir
því að ég væri aldrei kyrr á
sama stað svo þú vissir aldrei
hvert þú ættir að senda næsta
bréf. Þá var ég með „útland-
adelluna“ eins og þú kallaðir
það. Ferðalönguninni sem
hrjáði mig fannst þú ekki fyrir,
þú varst bara hamingjusöm á
þínum stað og elskaðir að lifa
þínu fjölskyldulífi. Fyrir þig
var fjölskyldan alltaf númer
eitt og þú varst svo stolt yfir
fallegu og duglegu börnunum
þínum og síðar meir barna-
börnum.
Lífið er skrítið og stundum
snýst allt á hvolf. Hér sit ég í
mínu hversdagslífi og þú farin
á flakk, svona voru ekki okkar
plön, í ellinni ætluðum við að
sitja saman, grínast og rifja
upp gamla daga og klára að
sauma stóru dúkana okkar sem
við byrjuðum á í Reykholti ’72
og kláruðum aldrei.
Ég hef ekki þekkt marga
sem hafa verið eins myndarleg-
ir í höndunum og þú. Frá því
ég fyrst kynntist þér varstu að
brasa í einhverri handavinnu.
Þú hikaðir aldrei við að fara út
í stór verkefni og varst bæði
fljót og vandvirk og ég dáðist
oft að því hve þú áttir mikla
þolinmæði. Handavinnan var
þitt stóra áhugamál og sam-
tímis hluti af sjálfsbjargarvið-
leitninni sem var svo rík í þér.
Þú sagðir oft „maður verður
bara að bjarga sér“ og það lýsir
þinni persónu vel, að vera ekk-
ert að kvarta, bara vinna og
bjarga sér.
Þótt við byggjum langt hvor
frá annarri og hittumst ekki
eins oft og við hefðum óskað
héldum við alltaf sambandinu
og stundum hittumst við á
Kópaskeri á sumrin þegar við
vorum báðar að heimsækja for-
eldra okkar á æskuslóðum.
Ég er svo þakklát fyrir að
lífsvegir okkar skyldu mætast,
því án vináttu þinnar hefði líf
mitt verið mun snauðara. Þú
átt stórt pláss í hjarta mínu og
munt alltaf eiga. Við erum sál-
arvinir elsku Jósa mín og ég
sakna þín svo sárt, en manns-
ævin er eins og augnablik í ei-
lífðinni svo áður en ég veit af er
ég líka farin á flakk og þá hitt-
umst við á þínum nýja stað og
saumum flotta dúka saman og
þá skiljum við tilgang lífsins og
gleðjumst yfir því hve heim-
urinn er fullkominn og dásam-
legur.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldu þinnar og
allra þeirra sem elska þig.
Megi ljós og kærleikur
hjálpa ykkur í sorginni og vísa
ykkur veginn til gleðinnar aft-
ur.
Guð blessi þig og varðveiti
að eilífu elsku æskuvinkona
mín.
Kristín Alda Björnsdóttir.
✝ Sigurður Tóm-asson fæddist
á Reynifelli í
Rangárvallasýslu
þann 9. desember
1925. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 29. ágúst
2012.
Foreldrar Sig-
urðar voru hjónin
Hannesína Kristín
Einarsdóttir, f. 24. júlí 1904, d.
16. nóv. 1990 og Tómas Sig-
urðsson bóndi og útgerð-
armaður, f. 21. júní 1890, d. 6.
jan. 1983. Systkini Sigurðar
eru Ásgeir, f. 29.3. 1929, Fann-
ey, f. 24.9. 1930, Guðjón Ár-
sæll, f. 30.10. 1933, Guðrún
Magnea, f. 29.4. 1935, d. 17.12.
2011, Trausti, f. 31.5. 1939,
Unnur, f. 22.12. 1940, Ármann
Reynir, f. 18.2. 1943, d. 13.10.
1999 og Birgir, f. 11.9. 1944.
Sigurður kvæntist þann 30.
desember 1962 Guðrúnu Helga-
rún Hlín Tómasdóttir, f. 31.12.
1993. c) Sonur Guðrúnar af
fyrra sambandi er Helgi
Hauksson verkfræðingur, f.
19.9. 1952, kvæntur Elínu
Stellu Sigurðardóttur, f. 29.4.
1952. Börn þeirra eru a) Erla
Hlín Helgadóttir, f. 3.1. 1975,
gift Eggerti Þór Aðalsteins-
syni, f. 5.3. 1976, börn Sunna
Hlín, f. 4.9. 2000 og Orri Þór, f.
22.6. 2004. b) Sigurður Heiðar
Helgason, f. 3.10. 1978, barns-
móðir Sara Jónsdóttir, f. 18.2.
1977, börn þeirra eru Patrik
Nói, f. 7.1. 2008 og Elva Ka-
milla, f. 31.8. 2010 c) Sigrún
Ella Helgadóttir, f. 29.3. 1989.
Sigurður ólst upp á Reyni-
felli í Rangárvallasýslu í
stórum hópi systkina. Hann
vann ýmis sveitastörf. Hann
starfaði hjá Skógrækt ríkisins
að Tumastöðum frá 1958 til
ársins 1962. Þar kynntist hann
Guðrúnu og fluttu þau búferl-
um í Kópavoginn þar sem þau
bjuggu alla tíð. Hann starfaði
sem bílstjóri hjá Kassagerð
Reykjavíkur frá árinu 1962 til
ársins 1997. Sigurður var mik-
ill fjölskyldumaður og naut sín
best með sínum nánustu.
Útför Sigurðar hefur farið
fram í kyrrþey.
dóttur frá Hegg-
stöðum í Borg-
arfirði, f. 14.9.
1922, d. 25.2. 1983.
Foreldrar hennar
eru Ástríður, f.
23.12. 1901, d.
30.5. 1981 og
Helgi, f. 23.12.
1893, d. 2.7. 1983.
Börn Sigurðar og
Guðrúnar eru: a)
Ástríður Sigurð-
ardóttir hjúkrunarfræðingur, f.
6.3. 1963. Barnsfaðir Eggert
Páll Helgason, f. 11.10. 1963,
barn þeirra er Guðrún Helga
Eggertsdóttir, f. 15.11. 1985,
trúlofuð Jóhanni Gunnari Þór-
arinssyni, f. 18.9. 1987 og dæt-
ur þeirra eru Írena Rún, f.
11.9. 2008 og Ásta Sylvía, f.
1.9. 2010. b) Tómas Sigurð-
rsson rafvirkjameistari, f. 1.2.
1965 kvæntur Sigrúnu Gunn-
arsdóttur, f. 12.1. 1966. Börn
þeirra eru Gunnhildur Tóm-
assóttir, f. 4.10. 1989 og Guð-
Elsku besti afi okkar, nú ertu
kominn í faðm ömmu Guðrúnar
á betri stað. Þrátt fyrir erfið
veikindi varstu alltaf hress og
kátur. Þú söngst með okkur í
hvert skipti sem við komum í
heimsókn til þín.
Hjá afa var alltaf til suðu-
súkkulaði (afa Sigga súkkulaði)
og vísur voru oft kveðnar. Jóla-
kökur voru í uppáhaldi hjá þér
og við systur bökuðum fyrir þig
og það gladdi þig svo mikið og
okkur líka.
Í Vogatunguna var alltaf
gaman að koma, þú áttir mikið
af sniðugu dóti til að skoða og
afastóllinn var einstaklega
skemmtilegur að leika sér á.
Ég (Gunnhildur) man svo vel
eftir þegar ég var í pössun hjá
þér einu sinni um vetur, það var
kalt úti og þú settir smjördollu
út í garð. Eftir smástund voru
komnir fjölmargir snjótittlingar
að gæða sér á því, mér fannst
þetta alveg rosalega skemmti-
legt.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson)
Þessa vísu fórstu oft með og
við höldum mikið upp á hana,
hún minnir okkur á þig elsku
afi.
Vonandi líður þér vel á nýja
staðnum með öllu góða fólkinu
okkar.
Hvíldu í friði elsku besti afi
okkar.
Gunnhildur Tómasdóttir og
Guðrún Hlín Tómasdóttir.
Elsku afi minn.
Ein sú mesta gæfa mín í líf-
inu er sú að hafa alist upp í
sama húsi og þú fyrsta hluta
ævi minnar. Það gerði okkur
einstaklega náin og myndaði
vinskap sem var svo sterkur.
Það voru forréttindi að hafa þig
á efri hæðinni og geta hlaupið
upp hvort sem mig vantaði fé-
lagskap eða huggun. Ég á svo
margar minningar af okkur
tveimur upp í Vogatungunni.
Þar kenndir þú mér að spila, við
dönsuðum við rokklingana, fór-
um í feluleiki, horfðum saman á
sjónvarpið og þar var alltaf til
suðusúkkulaði.
Ég fékk oft að koma með þér
í vinnuna þegar það var frí í
skólanum og það var algjört
sport að fá að sitja í stóra
græna vörubílnum allan daginn
og keyra út vörur. Ef hádeg-
ismaturinn í Kassagerðinni var
svo ekki spennandi að mati átta
ára stelpu þá röltum við út í
sjoppu og ég fékk að velja mér
eitthvað gott. Þú vildir alltaf allt
fyrir mig gera og ég sömuleiðis
fyrir þig.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
var fimm ára og sá þig koma
heim með bleika hjólið. Þvílík
gleði sem skein úr andlitinu
mínu þegar þú sagðir mér að
hjólið væri fyrir mig. Þetta hjól
entist heldur betur vel og við
frænkurnar lærðum allar að
hjóla á litla bleika hjólinu.
Þegar Írena Rún fæddist þá
varstu fyrstur manna upp á
fæðingardeild og ljóminn skein
úr augunum þínum, einstaklega
stoltur langafi. Stelpurnar mín-
ar hafa haldið svo upp á þig og
þeim þótti gott að koma í heim-
sókn til langafa þar sem þær
vissu alveg hvar þú geymdir
nammið þitt og vildu fá afa
Sigga súkkulaði.
Það var erfitt að kveðja þig
þegar við Jóhann fluttum til
Svþjóðar. Við vissum að vegna
sjúkdóms þín þá væri ekki langt
eftir en þú hvattir okkur ein-
dregið til þess að fara út og
hversu gott það yrði fyrir okkur.
Þú varst svo stoltur af öllu
sem ég gerði og ég mun búa af
því að eilífu að hafa fengið allt
þetta hrós frá þér. Þú átt svo
stóran þátt í því að hafa alið mig
upp og kenndir mér svo margt í
lífinu.
Minning þín mun lifa með
okkur og ég mun segja Írenu og
Ástu frá þér og hversu ynd-
islegan langafa þær áttu. Þín
verður sárt saknað en ég veit að
þú ert kominn á betri stað með
ömmu Guðrúnu þér við hlið.
Í hvert skipti sem ég fór í
ferðalag þá kvaddirðu mig með
bæn og með þessari bæn mun
ég kveðja þig í dag, elsku afi
minn.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber.
Guð í alheims geimi,
Guð í sjálfum þér.
Þín
Guðrún Helga.
Kær frændi hefur kvatt, Siggi
frændi minn og ástkær bróðir
móður minnar.
Siggi var ósjaldan gestur á
heimili foreldra minna og eru
margar kærar stundir honum
tengdar. Í minningunni man ég
eftir honum glaðlegum hlýjum
og góðum frænda sem gaf sér
alltaf tíma til að sýna því áhuga
sem barnung stelpan á Skjól-
brautinni í Kópavoginum var að
gera, jafnt og að spjalla við ung-
linginn sem kom ósjaldan í
heimsókn til þeirra hjóna í
Vogatunguna. Þar var gestrisn-
in í hávegum höfð, sest niður og
skeggrætt um leið og góðra
veitinga eiginkonu hans, Guð-
rúnar heitinnar var notið. Siggi
hafði alltaf eitthvað til málanna
að leggja enda með afbragðsgott
minni. Öllum bar hann vel sög-
una á sinn einstaka hlýja máta.
Siggi var forkunnarduglegur
alla tíð, vann mikið og taldi aldr-
ei eftir sér að gera öðrum
greiða. Hógvær var hann með
afbrigðum og vildi sem minnst
gera úr þeim góðu verkum sem
eftir hann lágu. Sérstaklega er
mér minnisstætt þegar ég hrós-
aði honum fyrir smíðina á fal-
legu rúmi á æskuheimili hans,
Reynifelli. Rúmið var hægt að
festa upp við vegg þegar það
var ekki í notkun, ásamt því að
hilla og skápar voru einnig á
því.
Lítið gerði hann úr þessari
smíði sinni og vildi sem minnst
um hana tala heldur var hann
fljótur að snúa talinu að ein-
hverju jákvæðu sem honum
fannst varðandi frænku sína.
Um leið og ég minnist mín
kæra hjálpsama, góða og
trausta frænda, votta ég systk-
inum hans, Ástu Hönnu dóttur
Sigga og syni hans Tómasi og
fjölskyldum þeirra mína dýpstu
samúð. Minning um góðan
dreng mun lifa í hjörtum okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kristín Siggeirsdóttir.
Sigurður
Tómasson
Elsku hjartans afi minn. Ég er
svo glöð að hafa fengið að alast
upp einum garði frá ömmu minni
og afa. Svo glöð að hafa kynnst
ykkur eins og næstum enginn
annar en heima á Hjaltastöðum
er líklega ómögulegt að finna
stað þar sem ekki vakna ein-
hverjar minningar um ykkur
ömmu.
Mér fannst nú stundum erfitt
að aðstoða þig við hin ýmsu verk-
efni sem yfirleitt tengdust
hrossa- eða rollustússi og byggi
ég yfir minnstu hæfileikum til
hugsanalesturs hefði ég nýtt þá
óspart, og ég reyndi mikið.
Ef eitthvað var að þínu mati
ómögulegt var það með þínum
orðum skreytt flóru íslenskra
blóts- og fúkyrða eins og hún
lagði sig, því ekki dugði minna og
ég var auðvitað fljót að tileinka
mér þennan orðaforða.
Mig langar stundum að verða
lítil og leika mér með dúkkulísur
bangsa í skotinu inni í eldhúsi á
meðan þú liggur á bekknum með
pípu og amma situr á kollinum
hinum megin við borðið og
stjórnar útvarpinu. Og ekki
skemmir fyrir ef Bjössi á Hof-
stöðum er í heimsókn.
Þegar ég hugsa til baka finnst
mér alltaf hafa verið gestir í
gamla húsinu. Oft fastagestir
sem kíktu í spjall og komu með
fréttir úr sveitinni en líka fólk
sem kom lengra að og kunni ekki
við annað en að kíkja í Hjalta-
staði á gamla vini. Ekki að undra
svosem, því móttökurnar voru
aldrei af verri endanum, alltaf
Pétur Sigurðsson
✝ Pétur Sigurðs-son fæddist á
Hjaltastöðum í
Akrahreppi 21.
mars 1919. Hann
lést á Dvalarheimili
aldraðra á Sauð-
árkróki 28. ágúst
2012.
Útför Péturs fór
fram frá Flugumýr-
arkirkju 10. sept-
ember 2012.
heitt á könnunni,
hressilegt spjall og
nýbakað með
kaffinu.
Það var nú svolít-
ið skondið að sjá
hvernig allt snerist
við í gamla húsinu
þegar amma veikt-
ist. Vanur því að
rétta út höndina við
matarborðið án þess
að segja orð og
amma rétti þér nákvæmlega það
sem þig vanhagaði um fékkst þú
nú þau verkefni að koma ömmu
framúr, elda matinn og sjá alfarið
um hana. En þú stóðst þig líka vel
og sýndir í verki hvað traust og
alvöru ást er.
Allir sem þekktu þig eða höfðu
heyrt af þér vissu að hestar áttu
hug þinn allan, það er engum
blöðum um það að fletta. Það er
erfitt að hugsa sér þig öðruvísi en
á hestbaki eða að tala um hesta
og mér finnst gaman að hafa get-
að aðstoðað þig þegar þú fórst í
síðustu reiðtúrana þó við höfum
kannski ekki verið fullkomlega
sammála um það hvernig fram-
kvæma ætti suma hluti. En ég
veit að við hlæjum bæði að því í
dag. Þú hugsaðir vel um skepn-
urnar þínar og varst svo stoltur
af hrossunum sem þú ræktaðir,
og máttir vera það.
Ég gleymi aldrei síðasta að-
fangadegi þegar ég fór með harð-
fisk og landa handa þér í jólagjöf,
því öðrum eins þökkum man ég
ekki eftir. Þér leið greinilega vel
á Króknum og það var gott að
vita af því hversu vel var hugsað
um þig þar síðustu árin.
Nú kveðjumst við í hinsta sinn,
afi minn. Það var ómetanlegt að
eiga allar stundirnar með þér, afi,
og þær ætla ég alltaf að geyma í
sparihólfinu í hjartanu mínu. Ég
bið svo ofsalega vel að heilsa
ömmu
Ég treysti því að amma hafi
sótt þig og að hún hafi komið ríð-
andi á Kötlu sinni með Álf til reið-
ar og eitthvað gott að drekka.
Helga Björg.