Morgunblaðið - 13.09.2012, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 13.09.2012, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norð- urlandaráðs verða sýndar í Bíó Paradís 14. - 20. september en það er kvikmyndaklúbburinn Græna ljósið sem stendur fyrir sýningum á þeim í í samstarfi við Nordisk Film & TV Fond. Myndirnar sem tilnefndar eru til verðlaunanna eru Á annan veg frá Íslandi, En kongelig affære frá Dan- mörku, Kompani Orheim frá Noregi, Kovasikajuttu frá Finnlandi og Play frá Svíþjóð. Tilkynnt verður um verðlauna- hafa Kvikmyndaverðlauna Norð- urlandaráðs 2012 í október og verða verðlaunin afhent á Norðurlanda- ráðsþingi í Helsinki 2. nóvember. Frekari upplýsingar um myndirnar má finna á vef Bíós Paradísar, biop- aradis.is. Íslensk Hafsteinn Gunnar Sigurðs- son, leikstjóri Á annan veg. Fimm nor- rænar og til- nefndar í bíó Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er klassísk saga sem maður hefur heyrt í mörgum myndum án þess að hafa kannski lesið bókina. Allt hefst þegar gullkort kemur óvænt í leitirnar og menn fara í fjár- sjóðsleit á ævintýraeyju í Karíbahaf- inu. Þarna er allt sem prýða á alvöru sjóræningjasögu, s.s. páfagaukur, sverð og byssur, bardagar og læti,“ segir Sigurður Sigurjónsson leik- stjóri um Gulleyjuna sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld kl. 19. Verkið er leikgerð Sig- urðar og Karls Ágústs Úlfssonar af sögu Roberts Louis Stevenson, en tónlistina í sýningunni samdi Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson. Leik- mynd var í höndum Snorra Freys Hilmarssonar og um búninga sáu Agnieszka Baranowska og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir. Gulleyjan er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar og var frumsýnd fyrir norðan í byrjun árs. Spurður hvort miklar breytingar hafi verið gerðar á uppfærslunni við flutninginn suður svarar Sigurður: „Við komum auð- vitað reynslunni ríkari í bæinn með sýninguna, enda sýndum við hana fimmtíu sinnum fyrir fullu húsi fyrir norðan. Að grunninum til er þetta auðvitað sama sýningin, en við erum með slatta af nýjum leikurum auk þess sem þeir eru fleiri. Auk þess er- um við nú að á stærra sviði og höfum aðgang að öflugri tækni hér í Borg- arleikhúsinu. Þannig að það verður öllu flaggað til hér fyrir sunnan.“ Sem fyrr er Björn Jörundur Frið- björnsson í aðalhlutverki, en honum til halds og trausts eru Kjartan Guð- jónsson, Þórunn Erna Clausen, Sig- urður Þór Óskarsson. Álfrún Örn- ólfsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson og Theodór Júlíusson auk fleiri leikara. „Það er svo sannarlega valinn maður í hverju rúmi. Þetta er góð blanda af miklum reynsluboltum eins og Theo- dór og Berg auk nýrra leikara á borð við Sigurð Þór, en hann er af- skaplega efnilegur strákur sem syngur og dansar eins og engill. Ég hef mikla trú á honum í framtíðinni í mínum bransa,“ segir Sigurður. Aðspurður segir Sigurður Gull- eyjuna vera sannkallaða æv- intýrasýningu sem höfða ætti til allr- ar fjölskyldunnar frá u.þ.b. sex ára aldri og upp úr. „Ég hef orðið var við að sjóræningjar höfða ekki síður til okkar fullorðna fólksins. Það er eins og að sjóræninginn blundi í okkur öllum. Þó þeir hafi verið ribbaldar á sínum tíma þá er ákveðinn æv- intýraljómi yfir sjónræningjunum sem höfðar sterkt til fólks í dag og flestum finnst gaman að klæða sig upp sem sjóræningjar á grímuböll- um,“ segir Sigurður. Spurður hvort til standi að hafa sérstaka sýningu þar sem leikhúsgestir geti mætt í sjóræningjabúningum segir Sig- urður það vel koma til greina. „Það væri reyndar skemmtilegt ef fólk myndi dressa sig upp fyrir sýningu. Við tækjum slíku fagnandi, enda myndi það bara skreyta sýninguna okkar enn frekar. Þannig að ég hvet fólk til að taka með sér sjóræn- ingjaleppinn.“ „Eins og sjóræninginn blundi í okkur öllum“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Rán „Þó þeir hafi verið ribbaldar á sínum tíma þá er ævintýraljómi yfir sjó- ræningjunum sem höfðar sterkt til fólks,“ segir Sigurður Sigurjónsson.  Gulleyjan frum- sýnd á stóra sviði Borgarleikhússins Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up. - Rolling Stone - Guardian - Time Entertainment  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL YFIR 64.000 GESTIR STÆRSTA MYND SUMARSINS STÆRSTA MYND WB ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI „Maður verður að sja þessa mynd aftur, það er svo mikið að ske að eitt skipti er ekki nóg, allavega fyrir mig.“ JON GUNNARSSON KVIKMYNDAUNNANDI… FRÁ FRAMLEIÐENDUM „WEDDING CRASHERS“ KEMUR FRÁBÆR GRÍN SPENNUMYND ! BRADLEY COOPER ÚR HANGOVER FER Á KOSTUM. ÁLFABAKKA 7 L L 16 16 12 12 12 EGILSHÖLL 12 12 12 L L 7 12 12 16 KEFLAVÍK VIP VIP FROST KL. 6 - 8 - 10 - 11 2D FROST LUXUS VIP KL. 6 - 8 - 10 2D BOURNE LEGACY KL. 5:20 - 8 - 10:45 2D BOURNE LEGACY KL. 10 2D HIT AND RUN KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 - 10:20 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 2D BRAVE ENSKU.TALI KL. 8 2D DARK KNIGHT RISES KL. 8 2D 16 L 12 12 KRINGLUNNI FROST KL. 6 - 8 - 10 2D HIT AND RUN KL. 10:20 2D BABYMAKERS KL. 8 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 2D 16 12 12 AKUREYRI FROST KL. 8 - 10:10 2D HIT AND RUN KL. 10:10 2D BABYMAKERS KL. 8 2D FROST KL. 8 - 10:10 2D BOURNE LEGACY KL. 10 2D BABYMAKERS KL. 8 2D FROST KL. 6 - 8 - 10 - 11 2D BOURNE LEGACY KL. 8 - 10:45 2D HIT AND RUN KL. 8 - 10:10 2D DARK KNIGHT RISES KL. 10:20 2D STEP UP: REVOLUTION KL. 5:40 2D BRAVE ÍSLTAL KL. 5:50 2D ÍSÖLD 4 ÍSLTAL KL. 5:50 2D „Spennandi og öðrvísi mynd. Frábær leikur hjá Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og myndatakan frábær.“ Rúnar Róberts – Bylgjan “HÆTTIÐI NÚ ALVEG AÐ SNJÓA HVAÐ ÉG VAR HRÆDD Á ÞESSARI MYND!” ÁSTRÍÐUR VIÐARSDÓTTIR - RUV “VIRKILEGA VEL GERÐ OG SPENNANDI OG GEFUR GÓÐA MYND AF LÍFINU UPP Á JÖKLI… HELD ÉG” HARALDUR STEFÁNS / RETRO STEFSON TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 25% AFSLÁTTUR Í BÍÓ PARADÍS-KLÚBBINN TIL 22. SEPTEMBER! Bíó Paradís-klúbburinn Í Bíó Paradís-klúbbnum færð þú eina fría sýningu í mánuði. Þú færð afslátt af miðaverði þeirra tæplega 400 kvikmyndatitla sem við sýnum árlega. Þú færð líka verulegan afslátt af veitingum, á bar og kaffihúsi Bíó Paradísar. MOGGAKLÚBBUR FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is. KORTIÐ GILDIR TIL 30. september 2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Svona kaupir þú klúbbkortið Þú getur keypt klúbbkortið á bioparadis.is/klubburinn-afslattur, í miðasölu Bíó Paradísar, Hverfisgötu 54, Reykjavík á milli 17:30 - 23:30 eða í síma 412 7711. Kortið býður þín svo næst þegar þú kemur í bíóið. ATH.! Framvísið Moggaklúbbskortinu við miðasöluna. Almennt verð 10.900 kr. Moggaklúbbsverð 8.175 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.