Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Langtímaárangur í baráttunni gegn atvinnuleysi byggist á því að atvinnulífið í landinu rétti úr kútn- um og skapi raunveruleg framtíð- arstörf. Vinnumarkaðsúrræði hafa það markmið að viðhalda hæfni og getu þeirra einstaklinga sem misst hafa vinnuna til þess að vera til reiðu og tilbúnir þegar kallið kemur frá atvinnulífinu. Aðeins þá hefur atvinnuleysið minnkað þeg- ar þessi störf verða til og fólk er til að sinna þeim,“ sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar á ársfundi stofnunar- innar í gær. Hættulegt að trúa að úrræðin séu lausnin á atvinnuleysinu „Jafn gríðarlega mikilvæg og þau tímabundnu störf eru sem verða til með vinnumarkaðs- úrræðum þá er það jafnhættulegt að trúa því að þau séu lausnin á at- vinnuleysinu og að miða stjórn- sýslu og fjárlagaákvarðanir út frá því að sú sé raunin,“ sagði hann. Gissur sagði að þrátt fyrir að atvinnuleysi væri að minnka væri stór hópur einstaklinga sem hefur orðið langtímaatvinnuleysi að bráð og ekki fundið starf við hæfi. „Þúsundir einstaklinga eru við það að tæma réttindi sín í atvinnuleysistryggingakerfinu og það er óljóst hvað bíður þeirra. Um það standa samræður yfir um þessar mundir en það er rétt að minna á það, að lög um vinnumark- aðsaðgerðir kveða á um skyldu hins opinbera til að standa fyrir þjónustu og viðeigandi aðstoð til atvinnuleitendur til að verða virkir þátttakendur á vinnumarkaði,“ sagði Gissur. Þetta skuli gert með vinnu- markaðsaðgerðum á borð við vinnumiðlun, mat á hæfni atvinnu- leitanda og skipulagi úrræða sem eru til þess fallin að auka vinnu- færni hans. „Það er afar brýnt að þessum kringumstæðum verði ekki mætt með hringlandahætti í skipu- lagi og fjárveitingum, hagsmuna- skaki og dreifingu kraftanna,“ sagði hann. Gissur sagði að dæmin af alvar- legu atvinnuleysi í Evrópu sýndu að „órói, tortryggni og vantrú ein- staklinganna gagnvart kjörnum stjórnvöldum sem ráða ekki við þróun efnahagsmála eða sýna ekki aðgerðir til að spyrna við fæti, fer vaxandi. Við aðstæður sem þessar er afar brýnt að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrir- tækja og launafólks samein- ist um aðgerðir sem a.m.k. hafi líknandi áhrif á það ástand sem var- ir, þar sem lækningin felst vitaskuld í engu öðru en öflugu at- vinnulífi.“ Tæma réttindin og óljóst hvað bíður  Forstjóri VMST varar við hringlandahætti um úrræði Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verði bráðabirgðaákvæði um rétt til greiðslu atvinnuleysistryggingabóta í fjögur ár ekki framlengt um áramót- in, gæti fjöldi þeirra sem þurfa á fjár- hagsaðstoð sveitarfélaga að halda eft- ir að hafa misst rétt til atvinnu- leysisbóta orðið um 3.600 í lok næsta árs og meira en tvöfaldast á einu ári. Áætlaður kostnaður sveitarfélag- anna vegna einstaklinga sem misst hafa bótarétt eftir langtímaatvinnu- leysi og þurfa á fjárhagsaðstoð að halda gæti þá verið kominn í 5,5, milljarða kr. í lok næsta árs ef gengið er út frá því að fjárhagsaðstoð til hvers einstaklings sé að meðaltali 150 þús. kr. á mánuði. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Gyðu Hjartardóttur, fé- lagsþjónustufulltrúa Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, á fjármálaráð- stefnu sveitarfélaga í gær. Fram kom í erindi Gyðu að ef bráðabirgðaákvæðið yrði ekki fram- lengt hefðu 1.600 manns fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta um næstu áramót. Því til viðbótar munu 120-170 manns fullnýta bótarétt sinn um hver mánaðamót á næsta ári. Ný könnun sýnir að þeim sem sóttu um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna vegna atvinnumissis og eru án bóta- réttar fjölgaði jafnt og þétt á þessu ári. Þeir voru 1.361 í janúar sl. en 1.476 í mars svo dæmi séu nefnd. Gyða segir í samtali við Morgun- blaðið að fundað sé með fulltrúum í velferðarráðuneytinu þessa dagana þar sem m.a. er rætt um að koma af stað mótvægisaðgerðum vegna þess- ara stórauknu verkefna sveitarfélag- anna. Hugmyndir um tryggingagjald Forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sett fram hugmyndir um að til að fjár- magna þessi verkefni renni hluti tryggingagjalds til þessa, sem gæti skilað samtals 1,8 milljörðum kr. á ári. Gyða segir að þessi fjármunir yrðu þá m.a. nýttir í vinnumarkaðs- aðgerðir fyrir þetta fólk sem misst hefur bótaréttinn og þarf á fjárhags- aðstoð sveitarfélaganna að halda. Hún segir að til að sveitarfélögin geti tekið við þessum hópi þurfi þau tæki og tól til að sinna þessari nærþjón- ustu. Hafa sveitarfélögin m.a. talið nauðsynlegt að gerðar verði breyt- ingar á lögunum um félagsþjónustu og að sérfræðingar starfi á vegum sveitarfélaganna til að meta stöðu og starfshæfni hvers og eins atvinnuleit- anda sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. „Sveitarfélögin eru ekki að víkja sér undan þessari samfélagslegu ábyrgð, heldur eingöngu að takast á við breytta tíma,“ segir Gyða. Af gögnum má sjá að ef fjöldi at- vinnulausra sem eru að notfæra sér úrræði fyrir atvinnulausa og fjöldi þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga vegna atvinnumissis er bætt við fjölda atvinnulausra á skrá kemur í ljós að atvinnuleysið var 6,5% í júní en ekki tæplega 5% eins og tölur um fjölda á skrá hjá VMST sýndu. Tvöfalt fleiri sem þurfa fjárhagsaðstoð  Fjölgar stöðugt í hverjum mánuði Framtíðarspá fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna Fjöldi einstaklinga ef bráðabirgða- ákvæði verður framlengt Fjöldi einstaklinga ef bráðabirgða- ákvæði verður ekki framlengt Júní 2012 Des. 2013 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Heimild: Vinnumálastofnun Þurfa fjárhagsaðstoð » Heildarfjöldi þeirra sem fengið hafa fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna var 7.715 á seinasta ári en þeir voru 5.994 á árinu 2009 og hefur farið jafnt og þétt fjölgandi. » Forsvarsmenn sveitarfélag- anna telja nauðsynlegt að lagagrundvöllur fjárhags- aðstoðarinnar verði skýr og hafa skorað á velferð- arráðherra að skipa starfshóp um málið án tafar. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Ég er mjög meðvitaður um fjár- hagsstöðu lögreglunnar sem og ann- arrar starfsemi sem undir innan- ríkisráðuneytið heyrir. Þar vil ég til dæmis nefna embætti sýslumanna. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að menn láti í sér heyra með varnaðar- orðum eins og lögreglan hefur gert og fulltrúar annarrar starfsemi einnig beint við mig,“ segir Ög- mundur Jónasson innanríkis- ráðherra, spurður út í stöðu lög- gæslumála í landinu. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu síðustu daga eru lögreglumenn orðnir lang- þreyttir á niðurskurði og hafa áhyggjur af því að hann endi með stórslysi, en vegna mannfæðar þurfa þeir orðið að velja á milli slysa eftir því hvert þeirra hljómar alvarlegast og geta ekki sinnt hinum. Ekkert endanlega afgreitt Samkvæmt fjárlögum ríkisins 2013 verður ekki sett aukið fé til lög- gæslumála í bráð. „Þegar gengið var frá fjárlagafrumvarpinu í sumar var gert ráð fyrir lágmarksaðhaldi með það að markmiði að draga úr halla- rekstri ríkisins. Jafnframt var þá ákveðið að endurskoða útgjöldin við aðra umræðu fjárlaga með tilliti til tekna ríkisins þegar liði á haustið og myndin hefði skýrst hvað tekjuhlið- ina varðar. Það breytir því ekki að við verðum að horfast í augu við erf- iðan fjárhag ríkisins. En það er ekk- ert endanlega afgreitt í þessu efni fyrr en fjárlög hafa verið sam- þykkt,“ segir Ögmundur. Fullkomlega eðlilegt að menn láti í sér heyra Morgunblaðið/RAX Að störfum Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á niðurskurði.  Ráðherra með- vitaður um stöðu lögreglunnar Útreikningar standa yfir hjá Vinnumálastofnun vegna end- urgreiðslna atvinnuleysisbóta til um 2.000 einstaklinga í hlutastörfum, sem fengu of litlar bætur vegna rangra út- reikninga allt frá 1. september 2010. Alls þarf að endurgreiða 250 milljónir, sem sækja þarf um á fjáraukalögum. Ekki ligg- ur fyrir hversu háa greiðslu hver og einn fær en upphæð- irnar eru misháar. Skv. upplýs- ingum Vinnumálastofnunar má ætla að upphæðirnar sem um ræðir geti verið á bilinu 2 til 4 þúsund fyrir hvern mán- uð sem viðkomandi var á bótum. Bæturnar verða greiddar 5. okt. Stór hluti fjárhæðarinnar mun fara í staðgreiðslu skatta og hluti fer einnig til skuldajöfnunar vegna of- greiddra bóta sem hluti hópsins kann að hafa feng- ið. 2-4 þúsund á hvern mánuð ENDURGREIÐSLA BÓTA Gissur Pétursson Morgunblaðið/Golli Vandi Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þótt atvinnuleysi hafi minnkað sé enn stór hópur langtímaatvinnu- lausra sem ekki hafi fundið starf við hæfi og vandi hans hverfi ekki þó að hann missi rétt til atvinnuleysisbóta. ÞÚ LEGGUR HANA EKKI FRÁ ÞÉR! www.forlagid.i s – alvöru bókaverslun á net inu EFTIR HÖFUND DÁVALDSINS NÝ KILJA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.