Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Viðskiptavinir Sjávarbarsins á Grandagarði gátu í gær gætt sér á sjald- gæfum fiski, dílamjóra. Aðeins voru veidd rúmlega 300 kg af þessum djúp- sjávarfiski við Ísland í fyrra. „Hann minnir svolítið á steinbít og hlýra en minni og fínni í sér, stinnur og fallegur og holdið er hvítt, við steikjum þetta eins og steinbít. Það er gaman að vera með eitthvað sem er dálítið öðruvísi,“ segir Magnús Ingi Magnússon veitingamaður. Skrítinn fiskur í boði Morgunblaðið/Kristinn Bæði Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson sem voru skipaðir í embætti hæstaréttardómara frá og með 1. október nk. hafa starfað sem hæsta- réttardómarar í tæpt ár í afleys- ingum. Aðeins annar þeirra var sett- ur dómari en Benedikt gegndi stöðu sem Páll Hreinsson er skipaður í en hann er í leyfi. Gera má ráð fyrir að Hæstiréttur fari fram á að sú staða verði auglýst og að dómarar verði þá aftur tólf eins og verið hefur eftir að þeim var fjölgað um þrjá fyrir nokkr- um misserum, segir í svari frá innan- ríkisráðuneytinu við spurningu um hvort ráðið verði í fyrri stöður Helga og Benedikts. Þeir setjast nú í stóla Garðars Gíslasonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem láta af störfum um mánaðamótin. Hæstaréttardómarar verða áfram tólf Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Kallað hefur verið eftir kröfum í þrotabú félagsins Brooks Trading Ltd, sem skráð er á Tortola á Bresku Jómfrúaeyjunum. Félagið var í eigu Sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani, sjeiksins frá Kat- ar sem forráðamenn Kaupþings kynntu til sögunnar á sínum tíma sem kaupanda að 5% hlut í bank- anum. Innköllun krafna er auglýst í Lögbirtingablaðinu. Félagið fékk lán frá Kaupþingi upp á 50 milljónir dollara skömmu fyrir bankahrun- ið 2008, jafnvirði 6,2 milljarða króna. Var félag- ið fyrst og fremst stofnað kringum þessa lántöku hjá Kaupþingi en fram kom í fjölmiðlum í mars á þessu ári að slitastjórn Kaupþings ætlaði að stefna Al- Thani til fullrar greiðslu á láninu. Átti að höfða málið fyrir íslenskum dómstólum en talsmaður slitastjórn- ar vildi ekki gefa upplýsingar um hvar málið væri statt.. Lánið var veitt til Brooks Trading til móts við framtíðarávinning sem gæti skapast vegna kaupa félagsins á lánshæfistengdu skuldabréfi, sem gefið var út af Kaupþingi. Var lánið veitt án persónulegrar ábyrgðar Al- Thanis og hefur verið hluti af svo- nefndri Al-Thani fléttu sem emb- ætti sérstaks saksóknara hafði til rannsóknar og gaf síðar út ákæru á hendur stjórnendum Kaupþings. Fyrirtaka í því máli fer einmitt fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eft- ir helgi. Frestur til að lýsa kröfum í bú Brooks Trading er til 11. október nk. Talsmaður slitastjórnar Kaup- þings vildi ekki staðfesta að hún væri með kröfu í búið, þar sem slita- stjórnin tjáði sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina. Ekki náðist í skiptastjóra búsins en hann var skipaður í mars árið 2010. Félag Al-Thanis gjaldþrota  50 milljón dollara lán frá Kaupþingi eina eignin  Hluti af Al-Thani fléttunni sem stjórnendur Kaupþings eru ákærðir fyrir  Fyrirtaka í héraðsdómi eftir helgi Sjeikinn Al-Thani BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á kjöti og fiski hefur hækkað milli ára og eru dæmi um verulegar verðhækkanir. Verð á mjólk og eggj- um er einnig að hækka. Þetta má lesa út úr verðkönnun Hagstofu Íslands en þar kemur meðal annars fram að verð á hangi- kjötsáleggi hefur hækkað úr 3.872 krónum kílóið í ágúst í fyrra í 4.449 krónur kílóið í ágúst í sumar. Nemur hækkunin 15% á einu ári. Af öðrum dæmum, sem rakin eru í grafinu hér til hliðar, má nefna að kílóverð á úrbeinuðu hangilæri hef- ur hækkað úr 1.798 í 3.119 krónur eða um rúmlega 73%. Lambalærið hefur hins vegar lækkað milli ára, fer úr 1.445 krón- um kílóið í 1.375 krónur. Mikil breyting á tveim árum Athygli vekur að heill frosinn kjúklingur hefur hækkað úr 539 krónum kílóið í ágúst 2010 í 763 krónur kílóið í ár, hækkun sem nem- ur 42%. Svínakótelettur hafa hækk- að mikið frá því í fyrra, fara úr 1.116 krónum í 1.418 krónur og hafa því hækkað um 27% á einu ári. Verðið var 1.042 krónur í ágúst 2010 og er hækkunin síðan þá um 36%. Fersk ýsuflök kosta aftur á móti svipað og í fyrra en þau hækka úr 1.443 krónum í 1.458 krónur, hækk- un sem ekki fylgir verðbólgu á tíma- bilinu. Þá er lax ódýrari en í fyrra en verðið fer úr 2.051 krónu í 1.984 krónur. Rækja hækkar hins vegar mikið, fer úr 1.172 krónum í 1.414 krónur og hækkar um 21%. Mjólkurvörur hafa hækkað í öllum tilvikum í verðkönnun Hagstofu Ís- lands og sker verðhækkun á skyri sig úr, en það hækkar úr 340 krón- um í fyrra í 400 krónur eða um 18%. Jógúrt með ávöxtum hækkar úr 479 krónum í 520 krónur eða um 9%. Tekið skal fram að nokkrir vöru- flokkar hafa lækkað en mikill meiri- hluti varanna hefur hækkað. Hækkandi áburðarverð Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, hefur skoðað alþjóðlega þróun á verði bú- vara. „Verð á aðföngum hefur farið hækkandi, korn- og fóðurverð hækk- aði nú í sumar. Þróunin á sér lengri aðdraganda. Búvörur hafa hækkað varanlega í verði á síðustu fimm ár- um að mati alþjóðastofnana. Í sumar varð mikill uppskeru- brestur, öndvert við það sem búist var við í fyrravetur. Kornfram- leiðslan er áhrifamesti þátturinn í þessu en litlar birgðir undanfarin ár ýta undir verðsveiflur og verðhækk- anir nú í sumar,“ segir Erna Ágúst Ágúst Ágúst Ágúst Ágúst Kjötvörur 2008 2009 2010 2011 2012 Dilkakjöt, súpukjöt, kg 542 655 643 835 852 Dilkakjöt, læri, kg 1.221 1.217 1.081 1.445 1.375 Dilkakjöt, lærissneiðar, kg 1.748 1.879 1.166 1.509 1.744 Dilkakjöt, hryggur, kg 1.422 1.498 1.413 1.782 1.809 Dilkakjöt, kótelettur, kg 1.657 1.825 1.718 1.803 2.067 Nautakjöt, gúllas, kg 1.816 1.930 2.137 2.330 2.245 Svínakjöt, læri með beini, kg 797 848 883 949 1.017 Svínakjöt, kótelettur, kg 1.422 1.028 1.042 1.116 1.418 Heill frosinn kjúklingur, kg 463 520 539 733 763 Dilkalifur, kg 375 394 406 421 431 Dilkakjöt, léttsaltað, kg 605 763 624 678 681 Dilkahangikjöt, læri úrbeinað, kg 1.587 .. 2.399 1.798 3.119 Nautakjöt, hakkað, kg 1.251 1.252 1.217 1.404 1.451 Kjötfars, kg 499 552 368 530 555 Vínarpylsur, kg 1.008 1.105 1.176 1.069 1.164 Kindabjúgu, kg 603 615 631 674 725 Lifrarkæfa, kg 1.242 1.261 1.388 1.480 1.444 Hangikjötsálegg, kg 3.562 3.790 3.721 3.872 4.449 Skinka, kg 2.254 2.488 2.590 2.683 2.820 Ýsuflök fersk, kg 1.130 1.233 1.425 1.443 1.458 Ýsa slægð og hausuð, kg 592 622 743 939 939 Stórlúða, kg 2.040 2.202 2.501 2.716 2.990 Rækjur, frystar, kg 790 1.052 1.120 1.172 1.414 Lax, kg 1.104 1.396 1.782 2.051 1.984 Saltfiskur, kg 1.338 1.389 1.480 1.551 1.594 Harðfiskur, kg 5.817 6.196 7.607 8.141 8.415 Mjólkurvörur og egg Nýmjólk, l 91 109 105 114 121 Kókómjólk, l 269 314 316 328 352 Súrmjólk, l 125 157 156 173 185 Skyr, kg 260 295 296 340 400 Jógúrt,með ávöxtum, kg 328 455 455 479 520 Rjómi, l 776 815 823 842 898 Mjólkurostur, brauðostur 26%, kg 1.105 1.217 1.244 1.319 1.379 Mjólkurostur, Gouda 17%, kg 1.035 1.160 1.171 1.181 1.330 Egg, kg 463 554 533 605 645 Smjör, kg 471 573 564 626 673 Smjörlíki, kg 310 432 417 441 519 Verð á nokkrum vörutegundum og þjónustu Miðað við verðlag á öllu landinu Heimild: Hagstofa Íslands Verð á kjöti og fiski hækkar milli ára  Rækja 21% dýrari  Úrbeinað hangilæri 73% dýrara Morgunblaðið/Ómar Kjötborð Verð á kjöti hefur hækkað á milli ára. Hækkunin er mismikil. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.