Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Hausthefti Þjóðmála er komiðút og er að vanda fullt af for-
vitnilegu efni fyrir áhugamenn um
stjórnmál og þjóðmál í víðum skiln-
ingi.
Þetta hefti berþess nokkur
merki, eins og við
er að búast af þjóð-
málatímariti, að nú
styttist í prófkjör
og kosningar og á
síðum þess er að
finna nokkrar um-
hugsunarverðar greinar þessu
tengdar.
En þar er einnig að finna efnióskylt væntanlegum alþing-
iskosningum, svo sem greinina
Brandarinn farinn að súrna eftir
Ragnhildi Kolka, þar sem hún
fjallar um stjórn Besta flokksins í
borginni og færir rök fyrir því að
glansinn sé farinn af vörumerkinu
„Jón Gnarr“, eins og það er orðað.
Ragnhildur kemur víða við íádeilu sinni á borgaryfirvöld
og segir meðal annars: „Jón Gnarr
er ekki bara persóna heldur líka
hersingin sem rann inn í borg-
arstjórn í kjölsoginu. Óreiðan sem
fylgir er afleiðing þess að hvert og
eitt kemur með sitt markmið. Allt
skal vera svo smellið og sniðugt og
billegar lausnir ævinlega valdar ef
annað stendur til boða. Borið er
við að borgin hafi úr svo litlu fjár-
magni að spila. Þó er ausið í dek-
urverkefni og útiskemmtanir eins
og Neró sé hér við völd og pen-
ingum kastað í forgengilegt rusl.“
Hún nefnir einnig stríð borg-arstjóra við aspirnar, sem
lokið hafi með sigri njólans sem
borgarbúar vaði nú upp í klof um
alla borg, og mörg önnur dæmi
sem einnig eru lýsandi fyrir þann
vanda sem borgarbúar sitja uppi
með enn um sinn.
Njólarnir í borginni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 28.9., kl. 18.00
Reykjavík 7 heiðskírt
Bolungarvík 5 heiðskírt
Akureyri 6 skýjað
Kirkjubæjarkl. 8 léttskýjað
Vestmannaeyjar 6 heiðskírt
Nuuk 5 léttskýjað
Þórshöfn 9 skúrir
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 11 léttskýjað
Helsinki 12 skýjað
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 13 skýjað
Glasgow 11 skúrir
London 13 skýjað
París 16 léttskýjað
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 15 skýjað
Berlín 17 skýjað
Vín 20 skýjað
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 17 skúrir
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 30 léttskýjað
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 16 alskýjað
Montreal 15 skýjað
New York 19 skúrir
Chicago 19 skýjað
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:33 19:04
ÍSAFJÖRÐUR 7:39 19:07
SIGLUFJÖRÐUR 7:22 18:50
DJÚPIVOGUR 7:03 18:33
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands, hefur skilað inn fjár-
hagsuppgjöri sínu, árituðu af löggilt-
um endurskoðanda, til Ríkisendur-
skoðunar í samræmi við lög og reglur.
Heildarkostnaður við framboð
Ólafs Ragnars var rúmar 6,5 milljónir
króna. Þar af fóru rúmar 2,6 milljónir
í rekstur kosningaskrifstofu fram-
boðsins, tæpar 2,8 milljónir í auglýs-
ingar og tæp 1,1 milljón í fundi og
ferðakostnað. Þá nam annar kostn-
aður framboðsins rúmum 44 þúsund
krónum.
Lagði fram 2,2 milljónir
Tekjur framboðsins á móti fyrr-
nefndum kostnaði námu rúmum 6,5
milljónum. Samtals fékk framboðið
framlög frá 36 einstaklingum og
námu þau í heildina rúmum 2,5 millj-
ónum. Einnig fékk framboðið framlög
frá níu lögaðilum og námu þau sam-
tals tæplega 1,5 milljónum króna. Þá
nam merkjasala framboðsins rúmum
350 þúsundum en sjálfur lagði Ólafur
Ragnar tæpar 2,2 milljónir til fram-
boðsins.
Loks er í fjárhagsuppgjörinu tekið
fram að framboðinu hafi ekki borist
nein framlög, hvorki frá einstakling-
um né lögaðilum, sem voru yfir 200
þúsund krónum.
Framboð Ólafs Ragnars hefur skilað fjárhagsuppgjöri
Framboð Forsetinn skilar uppgjöri.
Morgunblaðið/Eggert
Innifalið er flug með sköttum, gisting með morgunverði,
akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
Verð á
mann
í tvíbýli: 79.900 kr.
Bókaðu þig á wowtravel.is eða í síma 590 3000
Þú vilt ekki missa af þessari frábæru helgarferð.
Berlín er hlaðin listum, menningu, fróðleik og ótal
spennandi viðburðum af öllu tagi.
Farastjóri er Hjálmar Sveinsson.
Hjálmar og
þú í Berlín
2. – 5. nóvember
wowtravel.is
Glerverksmiðjan Samverk ehf
Eyjasandi 2, 850 Hella
Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi
sími: 488 - 9000
www.samverk.is
samverk@samverk.is
Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf
Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi