Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Baráttan um sæti á listum stærstu stjórnmálaflokkanna er að hefjast og fjölgar daglega framboðsyfirlýs- ingum. Hið pólitíska landslag fer því fljótlega að skýrast.  Unnur Brá Konráðsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi vegna alþing- iskosninga 2013. Hún vill að um- sókn um aðild að Evrópusamband- inu verði tafarlaust dregin til baka. Þá vill hún að lögð verði fram raunhæf áætlun í efnahagsmálum með það að markmiði að ná tökum á rekstri ríkissjóðs án frekari skattahækkana.  Ragnheiður Ríkharðsdóttir sæk- ist eftir öðru sætinu hjá Sjálfstæð- isflokknum í Suðvesturkjördæmi. Hún segist vilja taka þátt í mótun metnaðarfulls samfélags sem bygg- ist á frelsi og fjölbreytni. Ragn- heiður var oddviti sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá 2002-2007 og jafnframt bæj- arstjóri. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2007.  Jón Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón hefur set- ið á Alþingi síðan árið 2007 og starfað í atvinnuvega- og velferð- arnefnd þingsins á því tímabili.  Gunnlaugur Snær Ólafsson sæk- ist eftir 6. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi. Gunnlaugur hefur meðal annars starfað í stjórnmáladeild Banda- ríska sendiráðsins á Íslandi, hjá ör- yggisdeild Bandaríska sendiráðsins í Bagdad og sem pólitískur ráðgjafi hjá borgarstjórnarflokki Höyre í Ósló. Hann er upplýsingafulltrúi hjá Heimssýn, sem berst gegn að- ild Íslands að ESB.  Steingrímur J. Sigfússon hefur í huga að gefa kost á sér áfram. „Ég hef ekkert annað gefið í skyn eða látið uppi en að ég sé að halda áfram í stjórnmálum.,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, að- spurður hvort hann ætli að gefa aftur kost á sér í næstu þingkosningum.  Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða framboð VG í Suð- urkjördæmi í næstu kosningum. „Ég er nýlega gengin til liðs við flokkinn en lengi hef ég starfað innan Samfylkingar. Ég yfirgaf Samfylkinguna vegna þess að fram- kvæmd stefnu flokksins tekur að mínu mati ekki mið af umhverf- issjónarmiðum og berst ekki gegn sterkri stöðu einokunar- og stórfyr- irtækja á kostnað hagsmuna al- mennings,“ segir í yfirlýsingu frá henni.  Skúli Helgason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Ég vil leggja mitt af mörkum til nýrrar atvinnu- og menntastefnu á komandi kjörtímabili með áherslu á þjóðareign á auðlindum, lýðræðis- og stjórnkerfisumbætur, aukið vægi menntamála og fjölbreytta at- vinnuuppbyggingu í sátt við um- hverfið,“ segir í yfirlýsingu frá hon- um.  Guðlaugur Gylfi Sverrisson, verkefnastjóri hjá Úrvinnslusjóði og fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, býður sig fram til forystu á lista Framsókn- arflokksins í Reykjavík fyrir kom- andi alþingiskosningar. Guðlaugur Gylfi hefur lengi verið virkur í starfi Framsóknarflokksins Prófkjörsbaráttan að komast á skrið Jón Gunnarsson býður sig fram í 2. sætið í Kraganum. Ragnheiður Rík- harðsdóttir stefnir einnig á 2. sætið. Unnur Brá vill 2. sæti Sjálfstæðisfl. í Suðurkjördæmi. Steingrímur J. Sigfússon er ekki á förum úr pólitík. Gunnlaugur biður um 6. sæti í Krag- anum hjá Sjálfstfl. Skúli Helgason vill 2.-3. sæti Sam- fylkingar í Rvk.  Unnur Brá sækist eftir 2. sæti í Suðurkjördæmi  Steingrímur ætlar að halda áfram  Ragnheiður og Jón Gunnarsson keppa um 2. sætið í Kraganum  Inga Sigrún úr Samfylkingu í framboð fyrir VG Inga Sigrún stefnir á framboð fyrir VG í Suðurkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður, fyrrverandi ráð- herra og fyrrverandi varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar. Þorgerð- ur segist hafa notið þess að hafa tekið virkan þátt í stjórn- málum um langt árabil þar sem hún hefur fengið tækifæri til að berjast fyrir frelsi og fjölbreytni í samfélaginu. „Ég er stolt af þeim árangri sem náðist undir minni forystu á sviði mennta- og menningarmála og ekki síður því að hafa gegnt mikilvægu hlutverki í forystu Sjálf- stæðisflokksins, fjöl- mennustu stjórn- málahreyfingar landsins,“ sagði Þorgerður í yfirlýs- ingu sem hún sendi frá sér í gær. Þorgerður Katrín hættir STOLT AF ÁRANGRINUM Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Flugvöllurinn í München er anna- samasti flugvöllur Þýskalands á eft- ir Frankfurt, en um 38 milljónir ferðamenn fóru um völlinn í fyrra og er hann í sjötta sæti hvað far- þegafjölda varðar í Evrópu. Fulltrúar frá flugvellinum í München og ferðaþjónustu í nær- sveitum, meðal annars frá Týról og Salzburg í Austurríki, kynntu svæð- ið fyrir starfsfólki í ferðaþjónustu hérlendis um helgina í tilefni af heilsárs flugi Icelandair til Münc- hen. Margt í München Um 98% farþega Icelandair í flugi til München eru á leiðinni til borgarinnar eða í næsta nágrenni. Októberfest í München er fjölmenn- asta bjórhátíð í heimi, Bayern München er eitt frægasta fótbolta- lið heims og BMV er ein þekktasta bílategundin. Florian Pötsch, markaðsstjóri á flugvellinum, segir að í kynningum sínum erlendis hafi hann fundið að margir haldi að Þýskaland snúist fyrst og fremst um viðskipti, fundi og ráðstefnur. Það sé aukinheldur dýrt land að heimsækja en þvert á móti sé Þýskaland áhugavert ferða- mannaland sem þurfi ekki að kosta svo mikið. Hann nefnir sem dæmi að hægt sé að fá góð hótelherbergi í miðbæ München á góðu verði og bílaleigubílar séu ódýrari en í ná- grannalöndunum. München eigi sér langa sögu og þar séu til dæmis sögufrægir kastalar og kirkjur, torg og garðar, merk listasöfn og tónlist- arhús, margir þekktir viðburðir og hátíðir. „München er borg menning- ar og lista,“ segir hann og bendir meðal annaras á að safn BMV vekji mikla athygli auk þess sem gestir geti fylgst með framleiðslunni. Nýi fótboltavöllur Bayern München sé líka mikið aðdráttarafl. Þess má geta að tveir íslenskir fótboltamenn hafa leikið með Bayern, Ásgeir Sig- urvinsson og Andri Sigþórsson. Alparnir í næsta nágrenni Florian Pötsch segir að ferða- menn, sem komi til München, sam- eini gjarnan borgarlífið og náttúr- una. Alparnir séu í næsta nágrenni við borgina og ekki taki nema hálf- tíma að aka upp í fjöllin. Zugspitze, hæsta fjall Þýskalands, sé aðeins í klukkutíma akstursfjarlægð frá München. Neuschwanstein-kastali, fyrirmynd kastalans í Disneylandi og vinsælasti ferðamannastaður Þýskalands, sé líka skammt frá borginni. Aðeins taki um einn og hálfan tíma að aka til Salzborgar, þar sem Mozarts sé reglulega minnst með margvíslegum hætti, og útivistarsvæðin í Týrol séu ekki langt frá. Swarovski-kristalverk- smiðjurnar séu innan seilingar og svo megi lengi telja. „Verkefni ferðamannsins eru óþrjótandi í München og nágrenni og boðið er upp á dagsferðir og lengri ferðir við allra hæfi,“ segir Florian Pötsch. Bæjaraland í Þýskalandi er meira en bílar, bjór og bolti  Flugvöllurinn í München mikið aðdráttarafl og næst annasamasti flugvöllur Þýskalands AFP Fjölmennasta bjórhátíðin Októberfest í München hófst um liðna helgi og lýkur eftir rúma viku. Um sex milljónir sækja árlega þessa fjölmennustu bjórhátíð heims og þjónustufólk hefur vart undan að bera fram ölið. Morgunblaðið/RAX Ferðir Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri Icelandair á Íslandi, og Florian Pötsch á kynningunni. „Flugvöllurinn í München er ekki aðeins flugvöllur heldur er lögð áhersla á að farþeginn finni að hann sé kominn á áfanga- stað,“ segir Florian Pötsch, markaðsstjóri á flugvellinum. Hann nefnir að flugvöllurinn sé með sitt eigið bjórbrugghús og stór kanna kosti liðlega tvær evrur eða um 350 krónur. Sér- stakur jólamarkaður með um 50 búðum og skautasvelli sé í flug- stöðinni og á sumrin sé öldu- sundlaug í gangi, strand- blakvellir og fleira. Auk þess sé margt þar sem vekji athygli á Bæjaralandi. „Hugmyndin er að láta fólki líða það vel að það vilji ekki fara,“ segir hann. Florian Pötsch bætir við að margir geri sér ferð í flugstöðina án þess að vera að fara í flug. „Það er svo mikið um að vera og margt í boði,“ segir hann. Heimur út af fyrir sig FLUGVÖLLUR MEÐ ÖLLU Vetur Flugvöllurinn í München. Guðlaugur vill leiða lista Framsóknar- flokksins í Rvk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.