Morgunblaðið - 29.09.2012, Side 16

Morgunblaðið - 29.09.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 www.forlagid.is Nú loks fáanleg aftur í handhægu broti með mjúkum spjöldum. SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Versta niðurstaða átakanna í Sýr- landi væri sú að í stað þeirra stjórn- valda sem nú fara með völd, tæki við stjórnarfar sem einkenndist af átök- um ólíkra minnihlutahópa, segir Jo- seph Maila, yfirmaður stefnumótun- ar franska utanríkisráðuneytisins. Maila, sem er sérfræðingur í málefn- um arabaríkjanna, er staddur hér á landi á vegum franska sendiráðsins og Alþjóðamálastofnunar og hélt í gær fyrirlestur í Háskóla Íslands um átökin í Sýrlandi. Um 26 þúsund manns hafa látist og 200 þúsund særst í átökunum milli stjórnarhers forsetans Bashar al-As- sad og uppreisnarmanna frá því í mars á síðasta ári og hafa hundruð þúsunda almennra borgara flúið heimili sín. Eins og víðar í arabalönd- unum hefur sýrlenska þjóðin kallað eftir lýðræðisumbótum en hefur ver- ið svarað með sívaxandi hörku, kúgun og ofbeldi. Maila segir nær að tala um arabísk vor en arabískt vor þegar rætt sé um öldu uppreisna í arabaríkjunum, þar sem pólitískar og efnahagslegar að- stæður hafi verið afar ólíkar í t.d. Túnis, Egyptalandi, Jemen og Sýr- landi, og eftirmál byltinganna sömu- leiðis mismunandi frá einu landi til annars. Hins vegar hafi krafan alls staðar snúið að innleiðingu lýðræðis, að réttinum til þátttöku og kröfu á reisn. Það sem liggi á að tryggja í Sýrlandi sé að baráttan fyrir lýðræði þróist ekki út í stríð innan samfélags- ins. „Þetta er kapp í átt til þess að ná samstöðu gegn pólitískri sundrung en hættan er ekki pólitísk sundrung sem slík, heldur sundrung innan sam- félagsins. Þannig mun liggja á að mynda nýja ríkisstjórn; andspyrnu- öflin þurfa að finna einhvern sáttar- grundvöll, þannig að þau geti leitt baráttuna gegn sundrung milli sér- trúarhópanna,“ segir Maila. Maila segir Assad stóla á að átök breiðist út milli minnihlutahópanna í landinu en þannig muni hann rétt- læta að halda í völdin. „Eina leiðin fyrir hann til að komast undan er að segja sem svo: „Sjáið bara, þetta snýst ekki um lýðræði, heldur um einn minnihlutahóp sem berst gegn öðrum minnihlutahóp. Og barátta mín gegn þeim er lögmæt, þar sem þeir eru að reyna að útrýma hvor öðr- um“,“ segir Maila. Óásættanleg rök Hann segir að það verði á endanum sýrlenska þjóðin sem frelsar Sýrland undan ógnarstjórn Assad en hann segir rök Kína, Rússlands og jafnvel Brasilíu fyrir því að koma sýrlensku þjóðinni ekki til aðstoðar, óásættan- leg. Þessi ríki hafi brigslað öðrum þjóðum um að vilja steypa sýrlensku stjórninni af stóli undir yfirskini mannúðarsjónarmiða en það sé ekki hlutverk þeirra að hafa afskipti af innanríkismálum fullvalda ríkja. „Við stöndum andspænis óyggj- andi aðstæðum, hann er að myrða fólkið sitt, og þeir segja að við ættum ekki að skipta okkur af, af því að þetta er sjálfstætt og fullvalda ríki? Ég get ekki samþykkt slíka rök- semdafærslu,“ segir Maila en hann segir þjóðirnar eiga ákveðinna hags- muna að gæta í þessu sambandi, þar sem Kína, til dæmis, gæti einn daginn þurft að takast á við byltingu í Tíbet og sjái sér þannig ekki hag í því að setja fordæmi fyrir inngripi erlendra ríkja. Vopnabúrið áhyggjuefni Maila segir átökin í Sýrlandi vissu- lega hafa áhrif á stöðu mála milli Ísr- aels og Írans en verði sýrlensku stjórninni steypt af stóli verði Íran af mikilvægum bandamanni og muni til dæmis missa áhrif sín við austanvert Miðjarðarhaf. Maila segir Ísraela á hinn bóginn uggandi yfir því hvað verði um hið gríðarstóra vopnabúr Sýrlands, þá ekki síst efnavopnin. Vopnabúr Líbíu hafi verið skilin eftir óvarin og eftirlitslaus þegar Gaddafi var steypt af valdastóli og það sé áhyggjuefni í hvaða höndum efna- vopn Sýrlands endi. Maila segir að ómögulegt hafi verið að spá um þá hrinu uppreisna sem farið hafi um arabaheiminn en að spilling, atvinnuleysi meðal ungu kynslóðarinnar og síhækkandi raddir sem kölluðu eftir umbótum, hafi þó gefið ákveðnar vísbendingar. Hann segir athyglisvert hvernig bylting- arnar hafi einskorðast við lýðveldis- ríki en ekki borist til konungsveld- anna. „Mín skoðun er sú að konungsveld- in grundvallist á mun djúpstæðari og sterkari hefðum en stjórnirnar sem rekja uppruna sinn til valdarána sjötta og sjöunda áratugarins. Þessar stjórnir hafa misst lögmæti sitt, það sem þær lofuðu stóðst ekki og orð- ræða þeirra nær ekki til kynslóðanna í dag,“ segir Maila. Hætta á sundrung í samfélaginu  Mikilvægt að samstaða náist meðal andspyrnuaflanna í Sýrlandi, segir sérfræðingur  Óásættanlegt að nota fullveldi landsins sem rök gegn því að koma fólki til aðstoðar  Konungsveldin ónæmari Morgunblaðið/Kristinn Sýrland Maila segist bæði bjartsýnn og svartsýnn á ástandið en er þess viss að umbótasinnar hafi sigur að lokum. Holti – Á vatnasvæði Holtsóss undir Eyjafjöllum renna margar ár, sem þekktar eru fyrir silungsveiði og að lax gengur í þær á haustin. Nýlega kastaði Kristinn Ágúst Sigurlaugsson fyrir fisk í Kelduáln- um í landi Guðmundar Ragnarssonar á Núpi, sem sagði fréttaritara af viðureign Kristins við laxinn, sem tók langan tíma. Fór svo að lokum að hann þurfti að síma eftir hjálp við að landa laxinum. Jó- hann Jensson á Fit kom til hjálpar með háf og myndavél til að festa þetta í minni; stærsta veiddan lax undir Eyjafjöllum þetta sumarið, 19,8 pund, 99 sentimetrar á lengd. Veiðimaðurinn símaði eftir aðstoð Ljósmynd/Jóhann Jensson Veiði er lokið eða að ljúka í flestum laxveiðiám landsins. Rangárnar eru undantekning, þar mun veiði halda áfram langt fram í næsta mánuð. Á vef Landssambands veiðifélaga, www.angling.is, segir að óvíst sé enn hvort samanlagður afli sumarsins nái 22.000 löxum, en það verði ekki fjarri því. Síðasta vika skilaði 765 löxum samanlagt og er þá heildarafl- inn kominn upp í 21.277 fiska. „Ekki er hægt að segja annað en að þessi lélegu aflabrögð eru okkur öllum mikil vonbrigði. Vonandi verð- ur þetta sumar einstakt hvað afla- brögð snertir og næsta veiðitímabil betra,“ segir á vefnum. Ytri-Rangá heldur sem fyrr toppsætinu með 4.122 laxa. Þar hafa veiðst 10-30 lax- ar á dag undanfarna daga. Eystri- Rangá kemur næst með 2.816 laxa og í þriðja sæti er Miðfjarðará með 1.610 laxa. sisi@mbl.is Stefnir í 22 þúsund laxa veiði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.