Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Komdu á frumsýningu á Volvo V40 í Brimborg, Bíldshöfða 6 í dag. Lifðu í Lúxus. Komdu í kaffi milli kl. 12 og 16. Volvo V40 Kinetic D2 dísil, 5 dyra, 115 hö, 6 gíra beinskiptur, eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,6 l/100km, CO2 94 g/km, fær frítt í stæði í 90 mínútur í senn í Reykjavík. Verð frá 4.590.000 kr. Mánaðargreiðsla frá 29.752 kr./mán.* Volvo V40 fæst sjálfskiptur Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | volvo.is * Miðað er við óverðtryggðan grænan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 2.800.000 kr. Hlutfallstala kostnaðar 10,37%. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur veri Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins leggur til að aflamark í kolmunna verði aukið á næsta ári en að minna verði veitt af norsk- íslenskri vorgotssíld og makríl en veitt var árið 2012. Ráðgjafanefndin fjallaði nýlega um ástand nokkurra stofna uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi og gerði tillögur um nýtingu þeirra. Aflamark í kolmunna verður 643.000 tonn árið 2013 samkvæmt aflareglu. Sam- kvæmt hlutdeild Íslendinga fáum við að veiða 113.000 tonn af kolmunna á næsta ári. Það er veruleg aukning en á þessu ári var aflamarkið 391.000 tonn og hlutur Íslendinga af því 69.000 tonn. Hrygningarstofn norsk-íslensku vorgots- síldarinnar hefur verið að minnka og þykir fyrirséð að sú þróun haldi áfram. Aflamark árið 2013 verður 619.000 tonn og hlutur Ís- lendinga í því um 90.000 tonn. Hlutur Íslands árið 2012 var 120.000 tonn af norsk-íslenskri vorgotssíld. Hrygningarstofn makríls var metinn vera um þrjár milljónir tonna á árunum 2009- 2011 en um 2,7 milljónir tonna á þessu ári. Verði aflinn samkvæmt aflareglu á næsta ári er gert fyrir að hrygningarstofninn verði um 2,6 milljónir tonna árið 2014. Samkvæmt afla- reglu sem notuð hefur verið undanfarin ár er aflamark ársins 2013 í makríl 497.000-542.000 tonn. Á þessu ári var það 586.000-639.000 tonn. Áætlaður heildarafli á árinu 2012 er um 930.000 tonn. Þar af er makrílafli Íslendinga áætlaður um 150.000 tonn. Minnkunin innan skekkjumarka Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunar- innar, á sæti í ráðgjafarnefnd Alþjóða- hafrannsóknaráðsins fyrir Íslands hönd. Hann sagði að hrygningarstofn makríls væri m.a. að minnka vegna þess að lélegri árgang- ar væru að koma inn í stofninn en minnkun stofnstærðar væri þó innan eðlilegra skekkju- marka. „Hann hefur vissulega minnkað meira en reiknað var með m.a. vegna þess að aflinn var umfram það sem hann hefði átt að vera skv. aflareglu.“ Björn benti á að ekki væri hægt að eigna einni þjóð umfram aðra umframaflann sem var upp á um 300.000 tonn. Sem kunnugt er hefur ekki náðst samkomulag milli þeirra þjóða sem veiða úr makrílstofninum um skiptingu aflamarks. Telur að um vanmat sé að ræða „Ég tel að endurskoða þurfi mat Al- þjóðahafrannsóknaráðsins á makrílstofninum og taka tillit til þess að um árabil fölsuðu ýmsar Evrópusambandsþjóðir og Norðmenn aflatölur gróflega. Það hefur mikil áhrif á stofnmatið og ég tel óhætt að fullyrða að um verulegt vanmat sé að ræða,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í frétt á heimasíðu Landssambandsins í gær. „Hvað ráðgjöf um kolmunna og síld varð- ar er hún eins og við var búist. Kolmunn- astofninn er að ná sér vel á strik en því miður hefur nýliðun í norsk-íslenska síldarstofninum verið mjög slök á síðustu árum og hann á hraðri niðurleið,“ er haft eftir Friðriki. »43 Meiri kolmunni, minni síld og makríll  Ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins gefur út ráðgjöf um aflamark þriggja tegunda upp- sjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi  Kolmunnakvóti Íslendinga verður 113.000 tonn á næsta ári Makríll Hrygningarstofn makríls minnkar samkvæmt mati Alþjóðahafrannsóknaráðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.