Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Komdu á frumsýningu á öruggasta bíl í heimi í Dag** Þetta er þitt líf Njóttu þess með Volvo V40 ** “Að vera heimsins öruggasti bíll er ekki slæmur titill að bera sem nýliði, en Euro NCAP fann út úr því við prófanir á Volvo V40 að enginn bíll sem þar hefði verið prófaður áður væri öruggari.“ http://www.mbl.is/bill/domar/2012/09/06/luxus_lipurta/ Volvo V40 - Svo mikið þú Lifðu í lúxus. Veldu Volvo. Spyrðu um Spartækni Volvo. • Frumsýndur 29. september • Viðamikill öryggisbúnaður • Fyrirtækjabíll ársins 2012 í Danmörku • Fullt hús í árekstrarprófunum Euro NCAP • Öruggasti bíll í heimi** • Líknarbelgur fyrir vegfar- endur staðalbúnaður Leiðist þér að aka bíl sem er einskonar neyðarhylki? Ekki skemmtilegur, ekki fallegur, ekki tæknilega full- kominn eða nægjanlega öruggur? Bara bíll til að koma þér á milli staða? Það ert ekki þú... er það? Þetta er þitt líf. Láttu ekki spilla því fyrir þér. Lifðu því! Komdu og sjáðu bíl nútímans. Arfleifð skandinavískrar hönnunar. Nýja afsprengi vitsmuna og fegurðar. Sjáðu nýjan Volvo V40 á frumsýningu hjá Brimborg. Nýr Volvo V40 skarar fram úr. Eins og þú. Volvo V40 er sportlegur í akstri – traustvekjandi. Hann býður best í sínum flokki í visthæfni - 94 g/km af CO2. Hann er líka nægjusamur á eldsneyti. Notar aðeins 3,6 lítra á hundraðið í blönduðum akstri. Volvo V40 veitir þér munað í stað óþarfa prjáls. Og hann er svo flottur. Eins og þú. Volvo V40 er fyrsti hlaðbakur Volvo og öruggasti bíll í heimi**. Glæsilegur fulltrúi mannlegrar sköpunar sem mætir fullkomlega kröfum nútímamannsins um öryggi, vellíðan og frelsi. Mikil eftirspurn eftir notuðum Volvo. Gerðu góð skipti. Settu Notaða bílinn uppí nýjan Volvo. Lestu reynsluaksturinn á Volvo V40 ð frábrugðin mynd í auglýsingu. Andri Karl andri@mbl.is Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og átta öðrum karl- mönnum, sem ákærðir eru fyrir sér- staklega hættulegar líkamsárásir, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar, hefst 19. nóvember. Gert er ráð fyrir að hún taki fjóra til fimm daga. Fyrirtaka fór fram fyrir Héraðs- dómi Reykjaness í gærmorgun þar sem síðustu greinargerðir voru lagð- ar fram og þrætt um samantektir lögreglu af skýrslutökum yfir sak- borningum og vitnum. Sveinn Guð- mundsson, verjandi eins sakborn- inga, lét þá bóka að þar sem hljóð- og mynddiskar með skýrslutökum fengjust ekki afhentir færi hann fram á það við ákæruvaldið að fá orð- rétt endurrit af öllum framburðum í málinu í stað samantekta lögreglu- manna. Skýrslutökurnar eru teknar upp í hljóð og mynd og þær vistaðar á geisladiska. Lögreglumenn tóku svo saman það sem kom fram í skýrslu- tökunum. Þetta þykir lögmönnum mörgum ótækt enda treysta þeir illa að lögreglumenn gæti að þeim atrið- um sem horfa bæði til sektar og sýknu. Dómari lagði ekki mat á kröfuna en Karl Ingi Vilbergsson aðstoðar- saksóknari sagðist ekki ætla að verða við henni. Sveinn fór ekki fram á úrskurð vegna þessa en sagði höfn- unina engu að síður varða frávísun málsins enda færi hún gegn 37. grein laga um meðferð sakamála, en í henni segir að verjandi skuli jafn- skjótt og unnt er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæð- ing hans, svo og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn í málinu. Sem fyrr vísar ákæruvaldið í það að verjend- um sé gefin aðstaða á lögreglustöð til að kynna sér skýrslutökurnar í heild sinni. Benti Karl Ingi einnig á að það tæki allt að klukkustund að rita upp tíu mínútur, skýrslurnar séu 32 og einhverjar í nokkrar klukkustundir. Sveinn nefndi á móti að það væri mikið óhagræði af því fyrir lögmenn að geta ekki kynnt sér gögnin á eigin vinnustöð. Ennfremur lagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars sak- bornings, fram áskorun til ákæru- valdsins. Sagði hann verjanda sinn hafa kært eitt fórnarlamba í málinu fyrir líkamsárás sem átti sér stað sama kvöld og árásin sem ákært er fyrir. Skoraði hann á Karl Inga að leggja fram gögn lögreglu vegna þeirrar kæru og sagði þau varpa ljósi á málið. Níu af tíu mönnunum eru meðal annars ákærðir fyrir að fara vopnum búnir að heimili manns í Mosfellsbæ, ganga svo illa í skrokk á húsráðanda að hann hlaut þverbrot í gegnum nær- hluta sköflungsbeins og 6 cm opinn skurð á framanverðum sköflungnum, brot á hnéskel og fjölda annarra áverka. Þrír aðrir karlmenn hlutu áverka í árás- inni. Í ákæru segir að meðal vopna hafi verið golfkylfur, sleggja með haus úr harðplasti, hand- lóð og tréprik. Fórnarlömbin áttu hvorki kost á því að komast undan né verjast. Þá er ákært fyrir aðra sér- staklega hættulega árás þar sem eitt fórnarlamba var meðal annars þvingað til að kasta þvagi yfir annað auk þess að sæta ofbeldi. Ofbeldi með vopnum ÓVÆGNAR ÁRÁSIRVill endurrit af framburðum Stimpingar Mikill viðbúnaður hefur verið í héraðsdómi þegar komið er með sakborninga í umræddu máli. Þrátt fyrir það hefur komið til stimpinga.  Treystir ekki lögreglu til að taka saman helstu atriði úr skýrslutökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.