Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Fis
kis
lóð
Gra
nda
gar
ður
Ána
nau
st
Mýrargata
Fiskislóð
Fiskislóð
HÉR
Allt að
90%
afsláttur
Yfir 2500
titlar frá öll
um
helstu útge
fendum
landsins!
Allir sem ka
upa
fyrir 6.000
kr. eða
meira fá bó
kagjöf.
Þeir sem ka
upa fyrir
12.000 kr.
eða meira
fá tvær veg
legar
bækur að g
jöf.
Opið alla helgina kl. 10–19
RISAlagersala
á Fiskislóð 39
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti á fundi
sínum í gær að afhenda ekki Ríkisendurskoðun
frumvarp um fjáraukalög til umsagnar. „Það
ríkir ekkert traust milli þings og Ríkisend-
urskoðunar og við sjáum því ekki ástæðu til að
leita umsagnar Ríkisendurskoðunar,“ sagði
Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefnd-
ar, í samtali við mbl.is í gærkvöldi.
„Ég hef miklar efasemdir um það. Ríkisend-
urskoðun hefur þá lögbundnu skyldu að vera
þingnefndum til ráðgjafar í mikilvægum fjár-
hagsmálefnum ríkisins. Það er áratugalöng
hefð fyrir því að stofnunin veiti fjárlaganefnd
umsagnir um mikilvægustu frumvörp á þessu
sviði,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort hann telji
að fjárlaganefnd sé heimilt að skauta framhjá
Ríkisendurskoðun með þessum hætti, og bætir
við: „Þess vegna finnst mér þetta nú vera bæði
hæpin ráðstöfun og í raun og veru ekkert ann-
að en leikaraskapur af hálfu Björns Vals og
meirihlutans í fjárlaganefnd.“
Að sögn Birgis þekkir hann ekkert til þess
máls sem ágreiningi hefur valdið á milli fjár-
laganefndar og Ríkisendurskoðunar. „Ég bendi
þó á að þarna er um afmarkað deilumál að
ræða og skyldur Ríkisendurskoðunar og mik-
ilvægi hennar í kerfi okkar er slíkt að það er
fráleitt að ætla að sniðganga hana í sambandi
við meðferð mikilvægra lagafrumvarpa,“ segir
Birgir.
Áttar sig ekki á Birni Val
„Þetta er eitthvað sem ég átta mig ekki á
varðandi formann fjárlaganefndar og hugsan-
lega varaformann líka. Þetta kemur mér í raun
og veru í opna skjöldu, okkur er ekki gefið
tækifæri til að tjá okkur um svona ákvarðanir
sem skipta okkur verulegu máli um hefð-
bundna starfshætti Ríkisendurskoðunar og
fjárlaganefndar,“ segir Sveinn Arason ríkis-
endurskoðandi og bætir því við að hann vísi því
alfarið á bug að einhver trúnaðarbrestur sé
kominn upp á milli stofnunarinnar og fjár-
laganefndar um þessi mál. Þá bendir Sveinn á
að Ríkisendurskoðun hafi alla tíð afgreitt erindi
fjárlaganefndar varðandi fjárlög og fjáraukalög
af fullkomnum heiðarleika.
Þá sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í fjár-
laganefnd, í viðtali við RÚV í gær að hún væri
ósátt við þessa ákvörðun meirihluta nefndar-
innar og að hún ætlaði að beita sér fyrir því í
forsætisnefnd Alþingis að ákvörðun meirihluta
fjárlaganefndar yrði snúið við og frumvarpið í
kjölfar þess sent til Ríkisendurskoðunar.
Hafna umsögn Ríkisendurskoðunar
Ríkisendurskoðandi segir ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar hafa komið sér í opna skjöldu
Birgir Ármannsson segir ákvörðunina vera leikaraskap af hálfu Björns Vals og meirihlutans
Fjárlaganefnd Vill ekki álit Ríkisendurskoðunar.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við þurfum auðvitað að fá á hreint
af hverju þessi mál eru stopp í kerf-
inu. Hjá Flugfélagi Íslands var
metnaður fyrir því að skapa góða að-
stöðu við flugstöð sína. Málið virðist
komið í algjöra pattstöðu,“ segir
Kristján L. Möller alþingismaður og
fyrrverandi samgönguráðherra.
Kristján hefur á Alþingi lagt fram
fyrirspurn til fjármálaráðherra, þar
sem óskað er skýringa á því hvers
vegna Flugfélag Íslands hafi ekki
fengið leyfi ráðherra, sem fulltrúa
eiganda þessa lands sem Reykjavík-
urflugvöllur að hluta til stendur á, til
að malbika bílastæðin við flugstöð
sína.
Mál þetta hefur verið í deiglu um
nokkurt skeið. Fram kom í Morg-
unblaðinu í sumar að byrjað yrði að
innheimta bílastæðagjöld við af-
greiðslu Flugfélags Íslands í haust.
Þá yrði búið að malbika malarstæðin
sem eru neðan við flugstöðina. Þar á
bæ töldu menn alla reiti valdaða og
fljótlega mætti hefjast handa. Borg-
aryfirvöld voru í sumar, að því er
fram kom þá, hlynnt málinu. Hins
vegar hefur málið verið strand síð-
ustu mánuði og því hefur þingmað-
urinn óskað svara fjármálaráðuneyt-
isins – en ríkið og borgin eru
eigendur flugvallarsvæðisins í
Vatnsmýrinni, hvort til helminga
Bílastæðamálið er hluti af enn
stærri pakka. Í nóvember 2010 var
ákveðið að slá af framkvæmdir við
byggingu samgöngumiðstöðvar, sem
reisa átti skammt norðan Loftleiða-
hótelsins við Reykjavíkurflugvöll, en
áður höfðu ríki og borg gert samn-
inga um slíkt.
Ákvörðun þeirri fylgdi að í staðinn
skyldi af fullum krafti farið í að
byggja ódýra og léttbyggða flug-
miðstöð á vestursvæði vallarins þar
sem höfuðstöðvar FÍ eru. Lagði fé-
lagið raunar fram á sínum tíma drög
að teikningum að slíkri stöð – en af-
greiðsla þess máls innan borgarkerf-
isins hefur dregist í langan tíma
Skipulagið er borgarinnar
Kristján L. Möller spurði Ög-
mund Jónasson innanríkisráðherra
á Alþingi í vikunni hvernig flug-
stöðvarmálið stæði. Þar svaraði ráð-
herrann því til að vilji sinn til upp-
byggingar væri jákvæður og
afdráttarlaus. Hann hefði í við-
ræðum við Reykjavíkurborg óskað
eftir því að málinu yrði hraðað – en
minna yrði þó á að skipulagvald á
svæðinu væri borgarinnar.
Flugfélagið má
ekki malbika
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Endurbætur bílastæða í uppnámi
Flugvöllur Fyrirhugaðar fram-
kvæmdir FÍ eru komnar í frost.
„Alþingi hefur ekki að lögum skyldu
til að fylgjast með því að skýrslum
Ríkisendurskoðunar sé skilað á til-
settum tíma, enda tími ekki tilsett-
ur,“ segir Helgi Bernódusson, skrif-
stofustjóri Alþingis.
Málefni Ríkisendurskoðunar hafa
verið til umræðu og hefur Ásta R. Jó-
hannesdóttir, forseti Alþingis, farið
þess á leit við stofnunina að skil á
skýrslum, sem Alþingi biður um,
dragist ekki úr hófi.
Byggir á 3. grein laganna
Spurður hvort Alþingi hafi eftirlit
með þessu segir Helgi svo ekki vera.
„Skrifstofa
þingsins fylgist
með öllu sem
snýr að þing-
störfum, þ.e.
fyrirspurnum,
skýrslubeiðnum
og öðru slíku
sem ráðherrar
svara. Það fer
eftir skýrum
verklagsreglum.
En skv. 3. gr. laga um Ríkisend-
urskoðun geta einstakir þingmenn
og þingflokkar skrifað forsætis-
nefnd og óskað eftir því að Ríkis-
endurskoðun geri skýrslur um til-
tekin mál. Forsætisnefnd tekur þá
afstöðu til beiðninnar og sendir hana
áfram til Ríkisendurskoðunar. Rík-
isendurskoðun skilar svo skýrslu.
Það eru engin tímamörk sett í bréfi
forsætisnefndar, né koma þau fram í
lögum. Við á skrifstofunni fylgjumst
ekkert sérstaklega með þessum
skýrslum. Ríkisendurskoðun tekur
sér þann tíma sem hún þarf, hún
ákveður hann. En það hefur verið
haft samband við stofnunina þegar
þingmenn hafa kvartað yfir því að
skýrsla sé ekki komin og leitað skýr-
inga.“
Ekki skylt að hafa eftirlit
Alþingi skýrir vinnulag sem viðhaft er vegna skýrslna
Helgi
Bernódusson
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Tilboð Nýherja í útboði ríkisins á
fjárhags- og mannauðskerfi árið
2000 var í kringum þrjátíu prósent-
um hærra en tilboð Skýrr. Því var
ekki talið verjandi að taka SAP-kerfi
Nýherja fram yfir Oracle frá Skýrr.
Þetta kom fram í máli Gunnars H.
Hall, fjársýslustjóra, á fundi með
fjárlaganefnd Alþingis í gær.
Fjársýslan óskaði eftir fundinum
til þess að ræða gagnrýni sem hefur
komið fram á kerfið, kostnað við það
og innleiðingu þess í kjölfar umfjöll-
unar Kastljóss um skýrslu Ríkisend-
urskoðunar frá árinu 2009. Gunnar
var mikið spurður um skýrsludrög
Ríkisendurskoðunar. Hann sagðist
hafa fengið skýrsluna senda á
fimmtudag með formlegum hætti til
umsagnar.
Gunnar var meðal annars spurður
um hvort fyrir lægi heildarkostnaður
við kerfið, bæði við uppsetningu þess
og rekstur. Hann svaraði því til að
upplýsingarnar væru viðskiptaupp-
lýsingar og því hefði Fjársýslan ósk-
að eftir leyfi Advania, sem er nýtt
nafn Skýrr, til að birta tölurnar. Enn
væri unnið að því að taka þær saman.
Byrjað að borga 2006
Lagði Gunnar áherslu á að þær
160 milljónir sem upphaflega hefði
verið óskað eftir í fjárlögum 2001
vegna kerfisins hefðu aðeins verið
ætlaðar til undirbúnings og fyrsta
áfanga innleiðingar þess. Alltaf hefði
verið sótt um fjárheimildir til rekst-
urs kerfisins til Alþingis síðan þá og
það hefði nánast alltaf verið innan
heimilda á þeim tíma.
Lúðvík Geirsson, einn fulltrúi
Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd,
spurði hvers vegna gerður hefði verið
verklokasamningur við Skýrr 2003
þrátt fyrir að á þeim tíma hefði stór
hluti kerfisins ekki verið kominn í
gagnið. Spurði hann jafnframt að því
hvort Skýrr hefði þrýst á um samn-
inginn til þess að fyrirtækið gæti
byrjað að innheimta þjónustugjöld.
Stefán Kjærnested, varafjár-
sýslustjóri, sagðist ekki muna hvort
Skýrr hefði þrýst á um að samning-
urinn hefði verið gerður en að hann
minnti að greiðslur vegna þjónustu
við kerfið hefðu ekki hafist fyrr en í
ársbyrjun 2006. Þá hefðu fleiri hlutar
verið komnir í notkun og mikil þörf
fyrir þjónustu við kerfið.
Ekki verjandi að
taka tilboði Nýherja
Fjársýslustjóri óskaði eftir fundi með fjárlaganefnd
Morgunblaðið/Ómar
Spurningar Stefán Kjærnested, varafjársýslustjóri (t.v.), Gunnar H. Hall,
fjársýslustjóri, og Pétur Jónsson, sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins.
Fjölskyldutengsl Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda við fyrrverandi
starfsmann Skýrr og starfsmann fjármálaráðuneytisins hafa ekkert með
það að gera að dregist hefur að ljúka úttekt ríkisendurskoðunar á fjár-
hagsupplýsingakerfi ríkisins.
„Ég vísa þessum dylgjum algerlega á bug,“ sagði Sveinn í tilkynningu á
heimasíðu embættisins. Þá segir ennfremur að Þórhallur Arason, bróðir
Sveins, sem var yfirmaður þeirrar skrifstofu ráðuneytisins sem annaðist
umsýslu eigna, hafi vikið sæti í nefnd sem sá um að meta tilboðin í hug-
búnaðarkerfið þar sem þriðji bróðirinn, Atli Arason, hafi á þeim tíma ver-
ið yfirmaður sölu- og markaðssviðs Skýrr. Sveinn hafi orðið ríkis-
endurskoðandi eftir að Atli lét af störfum hjá Skýrr.
Vísar á bug „dylgjum“
RÍKISENDURSKOÐANDI