Morgunblaðið - 29.09.2012, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Íslandsmeistarakeppni í ökuleikni á
fólksbílum verður haldin á Kirkju-
sandi í Reykjavík á sunnudag kl. 13.
Þar gefst öllum sem vilja kostur á
að koma og spreyta sig á Volks-
wagen-bifreið sem Hekla mun lána
til keppninnar.
Ökukennarafélag Íslands hefur
samið spurningar og gefst öku-
mönnum tækifæri til að leita svara
við þeim, því markmiðið er að öku-
menn viti öll svörin í lok keppni og
verði þannig betur upplýstir um
einstök atriði í umferðinni. Sett
verða upp fjögur mismunandi
þrautaplön og þau má sjá á heima-
síðu Brautarinnar, www.brautin.is,
og þar má einnig skrá sig til
keppni.
Eins og venjulega er keppt í
kvennariðli og karlariðli. Veitt
verða verðlaun fyrir efstu þrjú sæt-
in í hvorum riðli. Þátttökugjald er
1.000 krónur.
Þeir ökumenn sem vilja kanna
sína hæfni í akstri eru því hvattir til
að koma og taka þátt, segir í til-
kynningu. Einu kröfurnar eru að
viðkomandi hafi gilt ökuleyfi.
Áhorfendur eru velkomnir.
Keppt í ökuleikni á Kirkjusandi
Ökuleikni Þátttakendur munu spreyta sig
á margvíslegum þrautum í keppninni.
Endurvinnslan hefur opnað
tæknivædda móttökustöð fyrir
skilagjaldsskyldar drykkjar-
umbúðir að Dalvegi 28 í Kópa-
vogi.
Í móttökustöðinni eru sjálf-
virkar talningarvélar og þurfa
viðskiptavinir Endurvinnslunnar
því ekki að telja eða flokka um-
búðirnar áður. Eina skilyrðið er
að umbúðirnar séu heilar. Áfram
er hægt að skila beygluðum um-
búðum en þær þarf að telja og
flokka í ál, plast og gler áður en
komið er í móttökustöðina.
Sjálfvirkar talningarvélar eins
og eru í móttökustöðunni að Dal-
vegi og hafa verið í móttökustöð
Endurvinnslunnar í Knarrarvogi
um nokkurt skeið eru nú að ryðja
sér til rúms hér á landi.
Afgreiðslutími móttökustöðv-
arinnar að Dalvegi er alla virka
daga frá kl. 11 til 18 og laug-
ardaga frá kl. 12 til 16.30.
Fyrstur Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í
Kópavogi, var fyrsti viðskiptavinurinn.
Sjálfvirkar vélar
telja umbúðir hjá
Endurvinnslunni
Í tilefni þess að 90 ár eru liðin
frá því að Glerárvirkjun á Ak-
ureyri tók til starfa verður opið
hús hjá Norðurorku hf. laug-
ardaginn 29. september milli kl.
10.00 og 14.00.
Opið verður í Glerárvirkjun og
í höfuðstöðvum fyrirtækisins á
Rangárvöllum.
Heitt verður á könnunni fyrir
gesti og gangandi. Einnig verða
myndir og gamlir munir úr sögu
Rafveitu Akureyrar til sýnis.
Allir velkomnir á afmælishátíð-
ina í dag.
Glerárvirkjun sýnd
Haldinn verður kynningarfundur á
rammaskipulagi gömlu hafn-
arinnar í Reykjavík í dag, laug-
ardag. Kynningin hefst með göngu
um hafnarsvæðið undir leiðsögn
Hjálmars Sveinssonar, formanns
stýrihóps rammaskipulagsins.
Gangan hefst við Hörpu klukkan
11. Kynningarfundurinn í Sjó-
minjasafninu Vík hefst klukkan
12.
Þetta er í annað sinn sem hald-
inn er kynningarfundur um skipu-
lagið, sá fyrri var haldinn í maí sl.
Þá var líka efnt til göngu um
svæðið. Hátt í eitt hundrað manns
mætti í gönguna og á fundinn.
Ganga um höfnina
STUTT
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnlaugur Auðunn Árnason
Stykkishólmur
Á þessum árstíma er ferðamönn-
um er heimsækja Hólminn farið að
fækka. Það er að heyra hjá þeim
sem stunda ferðaþjónustu að ferða-
menn hafi verið heldur færri í sumar
en í fyrra. Áberandi er að færri Ís-
lendingar gistu Hólminn.
Dúntekja við Breiðafjörð var
mjög góð í vor. Veðráttan var hag-
stæð, þurrt og hlýtt. Íslenskur æð-
ardúnn ehf. í Stykkishólmi tekur á
móti dúni og hreinsar hann og selur.
Að sögn Erlu Friðriksdóttur fram-
kvæmdarstjóra skilaði dúnninn sér
mun fyrr í sumar en áður. Sala á
dúni er sveiflukennd. Nú er eft-
irspurn og gengur vel að selja, eink-
um til Japans. Verðið í jenum hefur
ekki náð því sem það var fyrir efa-
hagshrunið.
Ekki hefur enn sést til síldar á
Breiðafirði á þessu hausti. Í fyrra
var bátum minni en 200 br.tonn gert
kleift að stunda síldveiðar og leigja
til sín kvóta. Mikill áhugi er fyrir
þessum veiðum og er reiknað með að
átta bátar með heimilisfestu í Hólm-
inum haldi til veiða um leið og síldin
kemur. Hver bátur getur nú leigt til
sín 8 tonn af síld á viku og er leigan
13.000 kr. á hvert tonn.
Fiskvinnslufyrirtækið Ag-
ustson er að koma upp tækjabúnaði
til vinnslu á síld og hefur óskað eftir
viðskiptum við bátana sem fara til
síldveiða.
Það fór ekki fram hjá bæj-
arbúum þegar upptökur fóru fram á
myndinni Secret life of Walter
Mitty. Það sem undrar hinn venju-
lega íbúa er hversu umfangsmikið
verk kvikmyndataka er. Í fylgdarliði
Bens Stiller voru um 250 manns sem
komu á einhvern hátt að verkefninu.
Um 20 vöruflutningabílar
fylgdu hópnum. Hópurinn dvaldi hér
5 daga. Á meðan þurftu bæjarbúar
að sýna gestunum tillitssemi.
Álagning auðlindarskatts er að
berast útgerðum landsins þessa dag-
ana og er fyrsti gjalddagi 15. næsta
mánaðar. Margir hrökkva við þegar
þeir sjá hvað þeim ber að greiða.
Skatturinn er mikið inngrip í rekst-
ur fiskiskipa og veldur áhyggjum
þeirra sem stunda í útgerð. En þetta
er bara byrjunin, því skatturinn á að
hækka næstu árum. Það er erfitt að
skilja hugsanahátt stjórnvalda gagn-
vart þessum mikilvæga atvinnuvegi
landsmanna og þeim sem hann
stunda.
Haraldur Sigurðsson og Ragnar
Axelsson munu flytja fjögur erindi
um Grænland í Eldfjallasafninu
næstu laugardaga. Fyrsta erindið
verður í dag kl. 14. Þar munu þeir fé-
lagar segja frá ferðum sínum til
Grænlands í máli og myndum. Gott
framtak af þeirra hálfu.
Hólmarar bíða eftir síldinni
Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason
Bíóbær Stykkishólmur er orðinn kvikmyndabær. Margir störfuðu við upptökur á kvikmynd Bens Stillers.
DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011
Haustið frá
DUKA
er komið
Bleika slaufan, fjáröflunar- og ár-
vekniátak Krabbameinsfélags Ís-
lands í baráttunni gegn krabba-
meini hjá konum, hefst formlega
mánudaginn 1. október nk. en í gær
var fyrsta slaufan afhent og jafn-
framt kynnt hver hannaði hana að
þessu sinni. Mikil leynd hefur að
vanda hvílt yfir hönnuninni. Þetta
er í þrettánda sinn sem átakinu er
hrundið úr vör.
Bleika slaufan er að þessu sinni
hönnuð af skartgripaverkstæðinu
SIGN í Hafnarfirði. Hönnun slauf-
unnar byggist á tveimur blómum
sem sveigjast hvort um annað og
eru táknmyndir kvenna. Á bakhlið
slaufunnar eru fjögurra blaða
smárar en samkvæmt þjóðtrú eru
þeir gæfumerki. Slaufan kostar
1.500 krónur og er einnig fáanleg
sem silfurnæla og silfurhálsmen.
Krabbameinsfélagið hefur sett sér
það markmið að selja 50 þúsund
slaufur fram til 15. október þegar
slaufusölunni lýkur.
Fyrsta slaufan var að þessu sinni
afhent biskupi Íslands, Agnesi M.
Sigurðar-
dóttur, en hún
tók við slauf-
unni úr hendi
einnar af sex
hvunndags-
hetjum sem
tóku við
bleiku slauf-
unni í fyrra úr
hendi Vigdís-
ar Finn-
bogadóttur,
fyrrverandi
forseta Ís-
lands. Fyrsta
Bleika slaufan
var að þessu sinni afhent í Bleiku
svítunni á Icelandair hótel Reykja-
vík Natura en hluti gjalds gistinátta
í svítunni rennur til Krabbameins-
félagsins.
Bleika slaufan er seld á fjölda
sölustaða án nokkurrar álagningar.
Söluandvirðið rennur því óskipt til
söfnunar Krabbameinsfélags Ís-
lands. Sölustaði Bleiku slaufunnar
má finna á www.bleikaslaufan.is
Sala á bleiku slaufunni hefst eftir helgina
Bleika slaufan