Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styður að farin sé sú leið að gefa út skulda- bréf í erlendri mynt til langs tíma til að losa um snjóhengju aflandskróna sem eru fastar inn í hagkerfinu. Sjóðurinn telur einnig þörf á út- gönguskatti á eigendur af- landskróna, sem þyrfti að vera verulegur, í því augnamiði að skapa hvata fyrir aflandskrónueigendur til að taka þátt í aðgerðum sem miða að afnámi haftanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sendinefndar AGS, undir forystu Dariu Zhak- arovu, sem lauk í gær tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Sendinefnd AGS varar við því að ráðist sé í afnám hafta áður en rétt skilyrði séu fyrir hendi – annars væri hættan sú að gengi krónunnar félli, verðbólga og skuldir einkageir- ans myndu aukast sem hefði enn- fremur ruðningsáhrif á bankakerfið. Hins vegar er það mat AGS að það gæti flýtt fyrir afnámi hafta ef ekki yrðu sérstök tímatakmörk á því hvenær þeim yrði aflétt. Samkvæmt núverandi áætlun Seðlabankans um afnám hafta er gert ráð fyrir að þau verði afnumin í árslok 2013. Þrátt fyrir að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn telji að stefna stjórnvalda í ríkisfjármálum sé að mestu í sam- ræmi við áætlanir, þá telur sjóð- urinn þörf á enn frekara aðhaldi; mælt er með því að ráðist verði í að- haldsgerðir – annaðhvort frekari niðurskurð eða skattahækkanir – sem næmu 0,2% af vergri lands- framleiðslu, eða um 3 milljörðum króna. Auka þarf ennfremur aðhald í peningastefnu Seðlabankans eigi bankanum að takast að ná verðbólg- unni niður í markmið bankans um 2,5% verðbólgu. Þótt sjóðurinn telji hagvaxtarhorfur ágætar þá er hætt við því að skuldakreppan á evru- svæðinu muni hafa frekari neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Vill skuldabréfaút- gáfu og útgönguskatt  AGS telur aflandskrónueigendur þurfa meiri þrýsting Morgunblaðið/Ómar AGS Frank Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, en sjóðurinn telur að Seðlabankinn þurfi að ráðast í frekari vaxtahækkanir. Heimsókn AGS » Skapa þarf frekari hvata fyr- ir aflandskrónueigendur til að taka þátt í aðgerðum Seðla- bankans. » Fella þarf niður tímatak- mörk á afnámi hafta. » Þörf á meira aðhaldi í rík- isfjármálum á næsta ári en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Allt þyrfti að ganga upp eigi þær forsendur stjórnvalda, að vaxtajöfnuður ríkisins nái há- marki á næsta ári, og í kjölfarið dragi úr út- gjöldum rík- issjóðs til vaxta- gjalda, að ganga eftir. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Júpiter rekstrarfélags, en þar er bent á að vaxtajöfnuður ríkissjóðs verður neikvæður um 63 milljarða 2013, sem er nokkur aukning frá vaxtahalla á þessu ári. Í umfjöllun fjárlagafrumvarpsins segir að gert sé ráð fyrir því að verðbólga fari lækkandi á árinu en að „innlendir og erlendir vextir hækki og að gengi krónunnar muni veikjast frá fyrra ári“. Greinendur Júpiter telja hins vegar slíkar forsendur hæpnar. „Hálffurðulegt [er] að vænta þess að vaxtastig innanlands fari hækk- andi samfara lækkandi verðbólgu,“ auk þess sem ólíklegt sé að vextir Bandaríska og Evrópska seðla- bankans muni hækka næstu miss- eri. „Því verður ekki annað séð en að ætlunin sé að ganga áfram á gjaldeyrisforðann til að standa und- ir aukinni einkaneyslu.“ Versnandi vaxta- jöfnuður  Hæpnar for- sendur fjárlaga Fjárlög 63 millj- arða vaxtahalli. IFS greining mælir með kaupum á hlutabréfum í fasteignafélaginu Reginn sem var skráð í Kauphöll Ís- lands í júlí á þessu ári. Í greiningu IFS er því spáð að gengi bréfanna muni hækka um 16% – úr 9,8 krón- um á hlut í 11,4 krónur á hlut – á næstu sex til níu mánuðum. Sam- kvæmt virðismati IFS ætti gengi hlutabréfa í Regin að vera 10,4 krón- ur á hlut í dag, sem er 6% meira en gengi bréfanna stóð í við lok mark- aða í gær. IFS byggir spá sína einkum á því að Reginn muni að öllum líkindum ná hagstæðari fjármögnun á eftir- standandi lánum félagsins. Frá því hefur verið greint að samningar hafi náðst um endurfjármögnun á Egils- höll og nam upphæð lánsins 5,5 millj- örðum króna og var verðtryggt til tíu ára. Kjörin eru nokkuð góð, bendir IFS á, eða 3,85% með veð í eigninni. Samkvæmt síðasta ársfjórðungs- reikningi kom fram að vextir á verð- tryggðum lánum voru á bilinu 4,9% til 5,3%, á meðan vextir á óverð- tryggðum námu 7,4%. Ljóst er að með endurfjármögnun á Egilshöll muni meðalvextir á verðtryggðum lánum Regins lækka umtalsvert. Að mati IFS má reikna með að meðal- kjör á lánum Regins eftir endurfjár- mögnun hafi lækkað úr 5,1% í 4,7%. Félaginu hefur tekist að endur- fjármagna um þriðjungshlut af öllum skuldum sem á því hvíla. Fastlega má reikna með að Reginn muni stefna að frekari endurfjármögnun á útistandandi skuldum félagsins. IFS telur hins vegar ólíklegt að Regin muni takast að fá jafngóð kjör og fengust við endurfjármögnun á Eg- ilshöll við endurfjármögnun á öðrum eignum í eigu félagsins. Í þeim efn- um skiptir mestu máli að Egilshöll hefur þann kost að hafa trausta lang- tímaleigjendur, og því er það mat IFS að kjör á öðrum lánum verði um 4,3%. hordur@mbl.is Mæla með kaupum í Regin  IFS spáir því að bréfin gætu hækkað um 16% í verði næstu sex mánuði Morgunblaðið/Kristinn Kauphöll Fasteignafélagið Reginn fór á markað í liðnum júlímánuði. ● Skuldir hins opinbera eru orðnar hættulega miklar, segir fjármálaráð- herra Frakklands, Pierre Moscovic. Seg- ir hann skuldirnar vera farnar að ógna hagvexti í landinu. Moscovic kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs á þingi í gær. Hann segir að ekki sé hægt að búa við þetta ástand miklu lengur. Ummæli Moscovic koma í kjölfar fréttar frá Hagstofu Frakklands um að skuldir hins opinbera nemi nú 91% af vergri landsframleiðslu. Skuldir Frakklands hættulega miklar ● Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir er nýr upplýsinga- fulltrúi Símans. Hún hefur undan- farið starfað sem blaðamaður á Fréttatímanum. Hún er fyrrver- andi ritstjóri og fréttastjóri dag- blaðsins 24 stunda, kvöldfréttastjóri á Morgun- blaðinu og blaðamaður og vaktstjóri á Fréttablaðinu. Gunnhildur tekur við starfinu af Mar- gréti Stefánsdóttur sem hefur ákveðið að söðla um og taka þátt í rekstri Ís- landsfunda, ferðaþjónustufyrirtækis í eigu fjölskyldu hennar. Gunnhildur til Símans Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ● Stjórn Pennans á Íslandi og Jóhanna Waagfjörð, forstjóri félagsins, hafa komist að samkomulagi um að Jóhanna láti af störfum hjá fyrirtækinu í gær. Jóhanna hefur verið forstjóri Penn- ans á Íslandi ehf. frá nóvember 2011 en áður gegndi hún tímabundið stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá félag- inu á árinu 2011. Penninn á Íslandi ehf. var nýlega seldur eftir að hafa verið í eigu Arion banka frá apríl 2009. Hættir hjá Pennanum Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.-/ +00.0 +,1./1 ,+.-02 ,+.2/+ +3.0++ +-+.33 +.133+ +04.,- +10.1, +,-.22 ,44.-0 +,2.+, ,+.510 ,+./-1 +3.022 +-,.,1 +.10,/ +04.3 +10.0/ ,,+.,01/ +,-.01 ,44.33 +,2.50 ,+.1,, ,+./00 +0.4,+ +-,.2, +.10/- +0+.-/ +24.5, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.