Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Fjórtán stærstu bankar Spánar þurfa aukið hlutafé sem nemur um 60 milljörðum evra. Þetta er nið- urstaða álagsprófs sem ráðgjafafyr- irtækið Oliver Wyman framkvæmdi. Spænskir ráðamenn vona að nið- urstöðurnar muni sefa áhyggjur fjárfesta vegna ótta um að banka- kerfið þyrfti á enn meira fjármagni að halda vegna fjölda slæmra útlána. Flestir þeir bankar sem koma verst út úr álagsprófinu voru bankar sem hafa nú þegar verið þjóðnýttir eða þegið fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Banco Popular, sjötti stærsti banki landsins, þarf hins vegar að sækja sér aukið hlutafé sem nemur 3,2 milljörðum evra samkvæmt nið- urstöðum álagsprófsins, en mark- aðsvirði bankans er um 3,6 millj- arðar evra. Því er talið ljóst að bankinn á engra annarra kosta völ en að fá aðstoð frá ríkinu eigi hann ekki að fara í greiðsluþrot. Spænsk stjórnvöld óskuðu eftir 100 milljarða evra aðstoð frá ESB í júní til að endurfjármagna fallvalt bankakerfi landsins. Bankakerfið þarf 60 milljarða evra AFP Spánn Aðhaldsaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Þörf er á um 60 milljörðum evra til að endurfjármagna stærstu banka landsins. Lyfjafyrirtækið Watson Pharma- ceuticals hefur gefið út skulda- bréf fyrir 3,9 milljarða Banda- ríkjadala, 487 milljarða króna, í tengslum við kaupin á samheitalyfja- fyrirtækinu Act- avis. Lánshæfiseinkunn Watson var lækkuð í fyrradag. Tilkynnt var um kaup Watson á Actavis fyrr á árinu á 4,25 milljarða evra, 683 milljarða króna. Alls er um þrjá skuldabréfa- flokka að ræða. Einn er upp á 1,2 milljarða dala og er til fimm ára. Er ávöxtunarkrafan 1,875% sem er 135 punktum hærra en í sambæri- legum ríkisskuldabréfum, sam- kvæmt frétt Bloomberg. Annar flokkur er upp á 1,7 milljarða dala og eru þau bréf til tíu ára. Sá þriðji er upp á 1 milljarð dala, til 30 ára. 3,9 milljarða dala lántaka Watson Fjármagnar kaupin á Actavis. Hagfræðideild Landsbankans telur að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta vaxtaákvörð- unarfundi peningastefnunefndar Seðlabankans 3. október næstkom- andi. Peningastefnunefnd ákvað að hækka ekki vexti á síðasta vaxta- ákvörðunarfundi heldur taldi rétt að bíða og sjá hversu varanleg gengisstyrking krónunnar yrði. Krónan hefur hins vegar veikst um 7,5% frá þeim og því væri vel hægt að rökstyðja vaxtahækkun, bendir hagfræðideild Landsbankans á. Engu að síður telur hún að nefnd- in muni fremur horfa til þess að verðbólgumæling er í samræmi við skammtímaspár og mælist 12 mán- aða verðbólga 4,3%. Spáir óbreytt- um vöxtum Seðlabankans Fyrstu átta mánuðina 2012 voru fluttar út vörur fyrir 413,3 milljarða króna en inn fyrir 365,6 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskipt- unum við útlönd, reiknað á fob-verð- mæti, sem nam 47,8 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hag- stæð um 66,5 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 18,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Þetta er ennfremur minnsti afgangur á vöruskiptum við útlönd sem mælst hefur frá falli fjár- málakerfisins haustið 2008. Í ágúst voru fluttar út vörur fyrir 51,5 milljarða króna og inn fyrir tæpa 39 milljarða króna. Vöruskiptin í ágúst, reiknuð á fob-verðmæti, voru því hagstæð um 12,5 milljarða króna. Í ágúst 2011 voru vöruskiptin hag- stæð um 8,8 milljarða króna á sama gengi, samkvæmt frétt á vef Hag- stofu Íslands. Minnsti af- gangur frá bankahruni Morgunblaðið/ÞÖK Útflutningur Í ágúst voru fluttar út vörur fyrir 51,5 milljarða.  18 milljörðum minni milli ára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.