Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Forysta vinstrigrænna ætlar
flokknum án efa að
fara aftur fram
undir merkjum
andstöðu við aðild
að ESB. Hann halaði vel inn af
atkvæðum í síðustu kosningum
með því að þykjast vera allra
flokka harðastur í andstöðunni
við aðild þó að þegar hefði leg-
ið fyrir ákvörðun í kosninga-
baráttunni um að loforðið yrði
að engu haft eftir kosningar.
Nú treystir forysta flokks-
ins á að gullfiskaminni kjós-
enda sé meira en þjóðsaga og
telur að með því að láta ein-
hver orð falla um andstöðuna
við aðild sé hægt að end-
urvinna traust kjósenda og
sannfæra þá um að þrátt fyrir
svikin á þessu kjörtímabili
verði hægt að treysta flokkn-
um á því næsta.
Ætla má að nógu erfitt væri
að fá kjósendur til að fyrirgefa
svikin ef gripið yrði til raun-
verulegra aðgerða og verkin
látin tala. Þó má
telja víst að ein-
hverjir fyrrver-
andi kjósendur
myndu þá sættast
við flokkinn. En
slíku er ekki að heilsa.
Engar vísbendingar eru um
að flokksforystan ætli sér að
sýna nokkra viðleitni í málinu
aðra en að flytja fjölmargar
ræður um að hún sé virkilega
að velta því fyrir sér að ef til
vill muni þurfa að grípa inn í
aðlögunarviðræðurnar ef fram
heldur sem horfir. Og hún
virðist ætla að velta stöðunni
mjög alvarlega fyrir sér fram
yfir kosningar og verður án efa
aftur orðin sjóðheit í andstöðu
sinni við aðild daginn fyrir
kjördag og mun þá jafnvel
heita því að slíta viðræðum eft-
ir helgi.
En að hún samþykki tillögur
um að hætta aðlögunarferlinu
nú, þegar slík samþykkt hefði
enn einhverja þýðingu, er afar
fjarlægur möguleiki.
VG telur sig ekki
þurfa að láta verkin
tala í ESB-málinu}
Treyst á meint gullfiskaminni
Núverandistjórnar-liðar eru
seinir í svifum
þegar hagsmunir
almennings eru
annars vegar.
Lappadráttur er
þeirra samræmda göngulag.
Með einni undantekningu þó.
Þegar þeir þurfa að hlaupa
undan orðum sínum og gerð-
um, loforðum og fyrirheitum
þá er ekki lítið flug á þeim.
Jón Magnússon, fyrrverandi
alþingismaður, nefnir sláandi
dæmi þessa:
„Í október 2008 tókst á
ótrúlegan hátt að taka yfir
rekstur bankanna og tryggja
almenningi bankaþjónustu.
Skipaðar voru skilanefndir
sem fengu það hlutverk að
koma fram sem stjórnir í við-
komandi fyrirtækjum. Samið
var við skilanefndarmenn um
16.000 króna tímagjald.
Jóhanna Sigurðardóttir og
Kúbu-Gylfi Magnússon for-
dæmdu tímataxta skilanefnda
í ársbyrjun 2009. Þóttust þau
ætla að koma böndum á ofur-
laun þeirra. Árangur Gylfa og
Jóhönnu í þessu var ekki
betri en í öðru sem þau hafa
tekið sér fyrir hendur. Laun í
skilanefndum og slitastjórn-
um lækkuðu ekki undir hand-
leiðslu Gylfa og Jóhönnu.
Þvert á móti hefur komið
fram í fréttum að þau hafi
fljótt hækkað um 120%. Þessu
til viðbótar var sjálftökuliðinu
heimilað að semja við eigin
fyrirtæki um
þjónustu við
þrotabú gömlu
bankanna sem
þetta sama fólk
stjórnar sem
skilanefndarmenn.
Samkvæmt lög-
um um fjármálafyrirtæki hafa
skilanefndarmenn og slit-
astjórnarmenn stöðu stjórn-
armanna – auk þess að vera
opinberir sýslunarmenn.
Stjórnarmenn í fjármálafyr-
irtækjum bera ákveðnar
skyldur og Fjármálaeftirlitið,
sem heyrði undir ráðuneyti
Gylfa, og nú Steingríms J.
hefur eftirlit með stjórn-
armönnum fjármálafyr-
irtækja. Eftirlitsskylda Fjár-
málaeftirlitsins var síðan að
nauðsynjalausu sérstaklega
áréttuð með lögum nr. 78/
2011 sem tóku gildi fyrir
tæpu einu og hálfu ári.
Gylfi Magnússon og Jó-
hanna Sigurðardóttir gerðu
ekkert til að fylgja eftir stóru
orðunum frá 2009. Þau voru
verndarar sjálftökunnar. Nú
eru það Jóhanna Sigurðar-
dóttir og Steingrímur J. Sig-
fússon sem eru verndarar
sjálftökuliðsins. Undan þeirri
ábyrgð getur Steingrímur J.
ekki vikist þó hann fari ítrek-
að með fleipur um málið í fjöl-
miðlum af alkunnum orðheng-
ilshætti. Annað hvort veit
Steingrímur J. ekki betur, en
það sýnir þá vanhæfni hans,
eða þá að hann stendur með-
vitað með sjálftökuliðinu.“
Það er orðið eitt
helsta einkenni rík-
isstjórnarforyst-
unnar að flýja eigin
orð og fyrirheit}
Kannast ekki við eigin orð
Þ
að kom mér ekkert sérlega á óvart
þegar ég las einhvers staðar á dög-
unum að Hamborgarfabrikkan
hefði skilað mjög svo viðunandi
hagnaði síðustu tvö ár. Staðurinn
hefur undantekningarlaust verið smekkfullur
þegar ég hef kíkt á Fabrikkuna í hamborgara en
Fabrikkuborgararnir eru líka alveg sérlega góð-
ir og hafa verið settir saman á mjög hug-
myndaríkan og skemmtilegan hátt.
Þó hvarflaði að mér þegar ég snæddi þar síð-
ast að eflaust væri fleira en maturinn sem laðaði
svanga að. Hugmyndin og framkvæmdin; mat-
seðillinn, innréttingin, ís og lag fyrir afmæl-
isbörnin og svona mætti áfram telja, allt virkar
þetta vel saman að mínu mati. Það sem skilur
þó hvað mest eftir sig held ég að sé þjónustan,
starfsfólkinu hefur greinilega verið uppálagt að
leggja metnað í störf sín og koma fram við viðskiptavinina,
unga sem aldna, með kurteisi og virðingu.
Þetta er ekki svo lítið afrek finnst mér þegar litið er til
þess hvernig þjónustan er á mörgum íslenskum mat-
sölustöðum, hvort sem það eru veitingahús eða skyndi-
bitastaðir. Hún er stundum góð, stundum slæm en henni
er oft vandræðalega ábótavant.
Ég lenti til dæmis á meiriháttar annars hugar þjón-
ustustúlku í hádegismat ekki alls fyrir löngu. Hún
skammtaði mér og vinkonu minni einn matseðil eftir að við
höfðum sest niður, rölti svo í burtu, kom aftur tveimur
mínútum seinna og tók pöntunina, en virtist allan tímann
hafa mun meiri áhuga á því sem var að gerast
annars staðar í salnum. Rétt áður en við feng-
um matinn kom hún svo aftur ráfandi eins og í
leiðslu, henti hnífapörum á borðið fyrir framan
okkur og lét sig svo hverfa þegjandi. Hún bauð
ekki góðan dag né sagði hún gjörið þið svo vel
og leit varla á okkur nema þegar hún sagði
mjög efins að hún myndi athuga hvort það væri
mögulega nokkuð hægt að verða við mjög ein-
faldri sérósk varðandi pöntunina. Allan tímann
mátti lesa úr svip hennar að hana langaði helst
að vera einhvers staðar allt annars staðar.
Það er þó ekki alltaf við starfsfólkið að sak-
ast. Ég lenti líka í því nýlega að panta pasta á
veitingahúsi, sem var svo mörgum mínútum
seinna borið fram mauksoðið og var vægast
sagt ólystugt. Þá varð mín nú doldið pirruð,
þar sem viðkomandi staður er líka alls ekki
ódýr, og ég lét þjóninn kurteisislega vita þegar hann kom
að taka diskana að ég hefði ekki notið matarins. Hann
svaraði „ha… ókei“ eða eitthvað álíka og álpaðist í burtu.
Hann virtist óvanur og það hafði greinilega enginn sagt
honum hvernig hann ætti að bregðast við kvörtun eða
ábendingu viðskiptavinar.
Borðfélaga mínum varð að orði eftir matinn að gæði
þjónustunnar væru mun meiri á veitingastöðum erlendis,
en þar tíðkast líka að greiða þjórfé, sem er ákveðinn hvati.
Það gildir þó það sama hér og þar að samkeppnin er hörð
og því skyldi maður ætla að matsölustaðir kepptust við að
veita sem allra besta þjónustu. holmfridur@mbl.is
Þjónn, það er fluga í súpunni
Pistill
Hólmfríður
Gísladóttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
M
jög hefur dregið úr
selveiðum hér við
land síðustu hálfa
öldina. Þó veiðast
nokkur hundruð sel-
ir á hverju ári. Bæði eru stundaðar
veiðar á selkópum auk þess sem sel-
ir koma í veiðarfæri fiskimanna.
Þingmennirnir Birgitta Jóns-
dóttir, Árni Þór Sigurðsson og
Mörður Árnason hafa lagt fram öðru
sinni frumvarp um breytingu á lög-
um um vernd, friðun og veiðar á
villtum fuglum og villtum spendýr-
um. Þau vilja að lögin nái einnig til
sela en þeir eru undanskildir í nú-
gildandi villidýralögum líkt og hval-
ir, gæludýr og búfénaður.
Einnig vilja þau festa aðferðir við
veiði á selkópum í lög. Meðal annars
er lagt til að lögin kveði á um að leyft
verði að nota barefli við veiði á kóp-
um líkt og við hefðbundnar veiðar á
ungum fýls, súlu og skarfs. Þá er
lagt til að leyft verði að nota net til
að veiða selkópa. Bannað verður að
skjóta nærri selalátrum og veiðar
bannaðar í látrum og við þau.
„Heildarlög sem fjalla um vernd
og veiðar eru ekki til fyrir seli og
fyrir löngu orðið tímabært að setja
slík lög enda eiga meginreglur um-
hverfisréttar og velferðar dýra að
gilda um seli líkt og önnur spendýr,“
segir m.a. í greinargerð með frum-
varpinu. Einnig kemur þar fram að
áður hafi verið reynt að setja lög um
seli og selveiðar. Þegar frumvarp til
gildandi villidýralaga var lagt fram
voru þar ákvæði um seli en þau voru
felld út rétt áður en lögin voru sam-
þykkt vorið 1994. „Full ástæða er til
að flokka sel með öðrum villtum dýr-
um og láta hann njóta þeirrar vernd-
ar sem villidýralögin veita, meðal
annars hvað varðar veiðar, og miðar
þetta frumvarp að því,“ segir í grein-
argerðinni.
Vill enga breytingu
Verði frumvarpið að lögum þá
munu sömu almennu reglur gilda
um selveiðar og aðrar veiðar á villt-
um dýrum og fuglum og sömu kröf-
ur gerðar til selveiðimanna og ann-
arra sem veiða villt dýr og fugla. Þá
er lagt til að ráðherra geti mælt fyrir
um sérstök griðasvæði sela.
„Ég vil ekki fá selinn inn í villi-
dýralögin,“ sagði Pétur Guðmunds-
son frá Ófeigsfirði og formaður Sam-
taka selabænda. „Ég vil bara hafa
þetta eins og þetta hefur verið. Þetta
á að heyra undir atvinnuvega-
ráðuneytið. Það eru bændur og sjáv-
arjarðaeigendur sem eiga réttinn á
þessu. Ég vil bara hafa það þannig.
Að fara með þetta undir umhverf-
isráðuneytið er vonlaust.“
Pétur telur að skotveiðar á sel séu
ekki æskilegar. Bæði sé mikil hætta
á að selir sleppi illa særðir og veslist
svo upp og drepist. Eins valdi skot-
hvellirnir mikilli truflun ef skotið er
við eða í selalátrum. „Ef þú hleypir
af byssu í selalátri þá ertu búinn að
spilla því til margra áratuga,“ sagði
Pétur.
Hann stundar vorveiði á landsels-
kópum í net. „Þetta fer allt fram í
mestu rólegheitum. Hann lendir í
neti og drukknar fljótt,“ sagði Pét-
ur. „Við seljum skinnin fyrir
ágætis pening og étum kjötið
eins og við torgum. Þetta er
mjög góður matur. Spikið er
allt hirt og saltað. Það er tölu-
verð ásókn í það. Fólk étur
þetta með signum og söltum
fiski.“
Eitthvað er um veiði á
haustsel, það er útsels-
kópum. „Það eru aðallega
Breiðfirðingar sem eru að
sæta sér í munni, en það er
ekki mikið,“ sagði Pétur.
Vilja seli undir sömu
lög og önnur villt dýr
Morgunblaðið/RAX
Landselur Nokkrir selabændur stunda enn veiðar á vorkópum landsela og
haustkópum útsela. Mjög hefur dregið úr selveiðum undanfarna hálfa öld.
Mjög hefur dregið úr selveiðum
síðustu áratugina. Heildarveiðin
var allt upp í 6-7 þúsund seli á
ári allt fram undir miðjan 9. ára-
tug 20. aldar. Veiðin fór niður
fyrir 1.000 seli á ári árið 2002
og hefur yfirleitt minnkað ár frá
ári síðan. Hafrannsóknastofnun
fékk upplýsingar um 396 veidda
seli árið 2011, þar af voru 224
meðafli fiskiskipa.
Erlingur Hauksson, sjávarlíf-
fræðingur hjá Selasetri Íslands,
sagði að minnkandi selveiðar
endurspegli ekki stærð sela-
stofnanna, þótt þeir hafi
minnkað frá því fyrir hálfri
öld. Hafrannsóknastofnun
mat landselsstofninn
vera 11.000 dýr árið
2011 og útsels-
stofninn var talinn
vera 6.100 dýr ár-
ið 2008. Nú
stendur yfir taln-
ing á útsels-
kópum.
Dregið hefur
úr selveiðum
SELUM HEFUR FÆKKAÐ
UNDANFARNA ÁRATUGI
Pétur
Guðmundsson