Morgunblaðið - 29.09.2012, Page 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Á suðurströndinni
eru víða árósar þar
sem myndast hafa lón
og víðáttumiklar sand-
leirur umhverfis þau.
Allt frá Eystrahorni að
Ölfusá má telja fjöl-
mörg lón og leirur
ásamt fjölda árósa, s.s.
Hornafjarðarós, Dyr-
hólaós, Holtsós, Af-
fallsós, Skipagerðisós
o.s.frv.
Útföll þessara vatnsfalla færast
iðulega til eftir sjávarstraumum og
ríkjandi vindáttum og útföll smærri
vatnsfalla stíflast iðulega. Þá stækka
lónin óðfluga og valda tjóni á aðliggj-
andi nytjalöndum, girðingum og
jafnvel fasteignum.
Sum þessara svæða liggja allfjarri
byggð en önnur eru á daglegu
áhrifa- og nýtingarsvæði byggðar,
sem liggur fast að þeim. Manns-
höndin hefur á liðnum áratugum og
öldum haft mikil afskipti af þessum
vötnum sérstaklega við Hornafjarð-
arós, Dyrhólaós, Holtsós og Hóls-
árós.
Dyrhólaós
Í störfum mínum hef ég haft af-
skipti af mörgum þessara ósa á liðn-
um árum. Er það einkum vegna
moksturs, þegar útfall í sjó hefur
lokast og verja þarf nytjalönd og
girðingar fyrir vatnságangi. Norðan
og austan við Dyrhólaey í Mið-
Mýrdal er Dyrhólaós, allstórt lón,
myndað af smáám, lækjum og af-
rennsli landþurrkunarskurða á mýr-
lendinu. Ósinn hefur útfall austan við
Eyjarhornið gegnum malarkamb,
svokallað Eiði. Oft teppist útfallið í
brimum og flæðir þá Ósinn langt upp
á láglendið umhverfis Ósinn.
Bændur í Mýrdaln-
um hafa lengst af (frá
því á 16. öld) fram-
kvæmt og kostað út-
moksturinn, fyrst með
handafli en síðar með
vélum, en sveitarfélag-
ið, Vegagerðin og
Landgræðslan hafa
stöku sinnum styrkt
þær framkvæmdir fjár-
hagslega.
Í undirbúningi að
gerð aðalskipulags-
tillögu fyrir Mýrdals-
hrepp var því haldið fram í álitsgerð
Umhverfisstofnunar og af nokkrum
„opinberum“ sérfræðingum og einn-
ig í umsögnum um tillöguna, að Dyr-
hólaós væri lítt snortinn af manna-
völdum og bæri því að varðveita
hann sem slíkan. Þessar ótrúlegu,
nánast fáránlegu, fullyrðingar höfðu
án efa áhrif á þá óviðunandi nið-
urstöðu Skipulagsstofnunar að
leggjast gegn tillögu sveitarstjórnar
um nýja veglínu ofan við Dyrhólaós.
Framræsla mýranna í Mýrdaln-
um um miðja síðustu öld hafði gíf-
urleg áhrif á allt gróðurfar við Dyr-
hólaós og afkomuskilyrði bænda á
landþröngum jörðum í Mið-Mýrdal.
Og að sjálfsögðu höfðu þær fram-
kvæmdir einnig áhrif á Dyrhólaós.
Fyrst eftir skurðgröftinn barst mik-
ið af jarðefnum í ósinn og síðan gerði
skurðakerfið það að verkum að
regn- og leysingaflóð skiluðu sér
miklu hraðar en áður til óssins með
tilheyrandi áhrifum. Einnig hefur
safnast í ósinn verulegt magn gos-
efna t.d. frá tveim síðustu gosum
2010 og 2011. Þannig hefur borist í
ósinn mikið magn jarðefna af fram-
burði úr skurðum, ám og lækjum,
ásamt úrgangi, s.s. áburði, lífrænum
og tilbúnum, af túnsléttum milli
skurða svo og skolpi frá byggðinni í
kring. Allt þetta hefur haft þau áhrif
að ósinn grynnkar stöðugt og lífríkið
hefur breyst vegna lífrænna efna frá
byggðinni.
Þá hafa fiskeldistilraunir með haf-
beit og kvíaeldi einnig haft áhrif á
ósinn, en þær stóðu yfir í nokkur ár
á níunda tug síðustu aldar, með til-
heyrandi raski, í og við ósinn, ásamt
með vegagerð úr Reynishverfi út
eftir Reynisfjöru að útfallinu. Fisk-
eldi hlýtur alltaf að vera verulega
mengandi en væntanlega voru allar
þessar framkvæmdir með leyfi og
vilja Umhverfisstofnunar og/eða fyr-
irrennara þeirrar stofnunar. Fram-
kvæmdirnar hafa þá verið í sam-
ræmi við þeirra regluverk.
Framantalið hefur haft áhrif á lífríki
þessa svæðis og mun svo verða um
ókomin ár meðan búseta verður í
sveitinni. Það er því ansi langsótt að
telja þetta lón og næsta nágrenni
þess ómengað og langur vegur frá að
það sé ósnortið af manna völdum.
Sérstaða Dyrhólaóss er að mínu
mati einkum sú, að í hann fellur eng-
in stór á, heldur fjöldi lækja ásamt
rennsli úr framræsluskurðum. Því
skal einnig haldið til haga að vegur
var lagður yfir sandleiruna norðan
Dyrhólaeyjar haustið 1979 og end-
urbættur á árunum þar á eftir, eftir
efnum og ástæðum. Varð vegurinn
til þess að greiðfært er út á Dyrhóla-
ey og kom í veg fyrir að ekið væri
þvers og kruss um leirurnar og á
lágeynni og einnig þrálátar festur
bíla og vandræði á leiðinni út í Dyr-
hólaey. Vegurinn hindraði að ósinn
flæmdist vestur fyrir Dyrhóla, allt
að landi Garðakots, og kom í veg fyr-
ir áframhaldandi landbrot á túnum
fremstu bæjanna, á Ströndinni, sem
svo er nefnd, sunnan Loftsala og
Dyrhólabæja. Fyrir atbeina Land-
græðslunnar tókst einnig að hindra
sandfok frá fjörunni og graslendi
(jafnvel votlendi) myndaðist þar á
stóru svæði.
Þrátt fyrir allt það sem hér að
framan er talið virðast sérfræðingar
Umhverfisstofnunar líta svo á að ós-
inn og umhverfi hans sé enn ósnortið
svæði.
Niðurstaða mín er að þrátt fyrir
nær stanslaust brambolt og krukk af
öllu tagi við ósinn, í aldir og áratugi,
þá hefur hann ekki borið neinn sjá-
anlegan skaða af, en því fer víðs
fjarri að hann sé ósnortinn af manna
völdum. Hann verður áfram á sínum
stað og á að fá að þróast og breytast
í takt við náttúru og mannlíf í Mýr-
dal. Ný veglína hringvegarins ofan
við Dyrhólaós mun heldur ekki á
neinn hátt skaða hann.
Árósar
Eftir Gylfa
Júlíusson
» Sérstaða Dyrhólaóss
er að mínu mati
einkum sú, að í hann
fellur engin stór á, held-
ur fjöldi lækja ásamt
rennsli úr framræslu-
skurðum.
Gylfi Júlíusson
Höfundur er fyrrverandi starfsmaður
Vegagerðarinnar og Landgræðslu
ríkisins.
Gömul og ný tillaga Vegagerðarinnar um veglínu í Mýrdal, margsamþykktri af sveitarstjórn hvers tíma
Ég hef oft furðað
mig á því hvers vegna
krafan um stjórnlaga-
dómstól er ekki hávær-
ari á Íslandi og þá sér-
staklega eftir hrun.
Hvernig stendur á því
að Íslendingar geta
ekki spurt stjórnlaga-
dómstól álits á því
hvort einhver lög,
stjórnarathafnir eða
milliríkjasamningar sem settir eru af
Alþingi standist stjórnarskrá? Hver
getur verið ástæðan fyrir því?
EES-samningurinn
stjórnarskrárbrot?
Þegar Ísland skrifaði undir EES-
samninginn voru margir sem töldu
hann brjóta í bága við stjórnarskrá.
Kjósendur reyndu að hafa áhrif á
framgang málsins með því að senda
forseta Íslands, Vigdísi Finn-
bogadóttur, áskorun undirskrifaða af
30.000 kjósendum um að setja málið í
þjóðaratkvæði sem hún hafnaði að
gera. Schengen-samningurinn var
samþykktur af Alþingi þrátt fyrir
mjög hörð þverpólitísk mótmæli og
viðvaranir, og það sem meira var, op-
inber ummæli þáverandi
forsætisráðherra, Dav-
íðs Oddssonar, um að
hugsanlega væri Schen-
gen á gráu svæði hvað
varðar stjórnarskrána.
Samt fór samningurinn í
gegn, samþykktur af Al-
þingi!
Pantað lögfræðiálit
um EES?
Þegar menn ræddu
um hvort EES stæðist
stjórnarskrá létu þáver-
andi stjórnvöld gera lögfræðilega út-
tekt á því hvort EES stæðist stjórn-
arskrána. Álitið var á þá leið að það
væri á gráu svæði en sennilega væri
þetta í lagi. Á sama tíma voru aðrir
lögfræðingar sem héldu því fram að
EES-samningurinn stæðist engan
veginn stjórnarskrána. Nú í dag halda
þeir menn, sem hvað harðast studdu
EES samninginn, því fram að hann
standist ekki stjórnarskrána! En það
er í þeim tilgangi að styrkja málflutn-
ing sinn um að Ísland eigi að ganga í
ESB. Ég ætla ekki að fara nánar út í
þá sálma en varpa fram þeirri spurn-
ingu hvers vegna krafan um stjórn-
lagadómstól hefur ekki verið kröft-
ugri á Íslandi miðað við ásakanir sem
hafa gengið á víxl um að hin og þessi
lög, stjórnarathafnir eða alþjóðasam-
ingar standist ekki stjórnarskrána?
Hvað er einfaldara en að gera út um
slíkar deilur fyrir dómstól sem sker
úr um það? Aðrar þjóðir, t.d. Þjóð-
verjar (áður V-Þjóðverjar), hafa haft
slíkan dómstól í ártugi með góðri sátt.
Ég var þeirrar skoðunar eftir hrun
að Íslendingar þyrftu að endurskoða
stjórnarskrána og að við þyrftum að
efna til „stéttaþings“ um hvernig við
gætum bætt núverandi stjórnarskrá.
Þá sá ég fyrir mér að menn mundu
gera lagfæringar á núverandi stjórn-
arskrá sem fælu í sér ákvæði um
þjóðaratkvæðagreiðslur (beint lýð-
ræði) og úrskurðarvald um hvort lög,
ákveðnar stjórnarathafnir eða milli-
ríkjasamningar stæðust stjórnarskrá
(stjórnlagadómstóll).
Núverandi drög útópía?
En að niðurstaðan yrði að núver-
andi stjórnarskrá, sem er, ef ég man
rétt, 17 blaðsíður, gæti orðið 200
blaðsíður sá ég ekki fyrir mér. Áður
en ég held áfram vil ég taka fram að
mér dettur ekki í hug að vanvirða þá
vinnu, sem þeir sem voru fyrst kosnir
á stjórnlagaþing og síðar skipaðir í
stjórnlagaráð, hafa innt af hendi. Það
er ekki nokkur vafi á því að það fólk
innti sína vinnu af hendi með heið-
arleika. En niðurstaðan er, að mínu
áliti, útópía.
Stjórnvöldum bannað að banna
hryðjuverkasamtök?
Ein ástæðan, af mörgum, sem hef-
ur gert mig andsnúinn þessum drög-
um er að mér finnst í meira lagi und-
arlegt að í þessum drögum er
eyðilagt ákvæði í núverandi stjórn-
arskrá sem heimilar stjórnvöldum að
setja bann við starfsemi flokka eins
og til dæmis nýnasista, eða samtaka
sem safna fé fyrir hryðjuverka-
samtök eða samtaka sem vitað er að
eru skipulögð glæpasamtök eins og
til dæmis Hells Angels.
Ég ætla að kjósa gegn þessum
stjórnarskrárdrögum í kosningunum
20. október.
Stjórnlagadómstól frekar
en nýja stjórnarskrá?
Eftir Helga
Helgason »Ég ætla að kjósagegn þessum stjórn-
arskrárdrögum í kosn-
ingunum 20. október.
Helgi Helgason
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
EINSTAKLEGA GLÆSILEG NEÐRI SÉRHÆÐ MEÐ STÓRUM AFGIRTUM
GARÐI, RÚMGÓÐUM PALLI OG SJÁVARÚTSÝNI VIÐ KVISTHAGA Í
VESTURBÆ REYKJAVÍKUR. EIGNIN ER ALLS 183,4 FM ÞAR AF
TVÖFALDUR 45,2 FM BÍLSKÚR. Hæðin var tekin í gegn að stórum hluta
fyrir nokkrum árum. M.a eldhús, baðherbergi, gólfefni, lagnir, gluggar,
gler og innréttingar. Glæsileg eign á eftirsóttum stað.
Úlfar Davíðsson
Sölufulltrúi
897 9030
Reynir Erlingsson
lögg. fasteignasali
Kvisthagi - Glæsileg neðri sérhæð