Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 40

Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Frá stofnun Sam- taka meðlagsgreið- enda hafa samtökin fundað með velferð- arráðherra, innanrík- isráðherra, Sam- tökum fjármálafyrirtækja, forsvarsmönnum bankanna, forseta fé- lagsvísindasviðs Há- skóla Íslands og for- svarsmönnum Þjóðskrár. Samtökin hafa náð að kortleggja orsakir þess að um- gengnisforeldrar sem þjóðfélags- hópur er undanskilinn öllum rann- sóknum og úttektum fræðasamfélagsins og opinberra stofnana um fjárhagslega og fé- lagslega stöðu ólíkra þjóðfélags- hópa. Ástæðan liggur í því að með- lagsgreiðendur og aðrir umgengnisforeldrar eru ekki skráðir með svokallað fjöl- skyldunúmer í þjóðskrá, heldur miðast slíkt fjölskyldunúmer ein- göngu við lögheimili barna. Þar af leiðandi teljast umgengnisfor- eldrar ekki hluti af barna- fjölskyldu nema upp að því marki sem önnur börn en meðlagsgreið- andinn borgar meðlög með eiga lögheimili hjá þeim. Umgengn- isforeldrar verða því utanveltu í velferðarkerfinu og fara varhluta af öllum þeim úrræðum sem í boði eru fyrir barnafjölskyldur. Samtök meðlagsgreiðenda hafa af þessum sökum miklar áhyggjur af áformum stjórnvalda um að nota barnabótakerfið til að aðstoða greiðsluþungar barnafjölskyldur. Að óbreyttu þýðir það að veita eigi til- teknum fjöl- skyldugerðum sér- staka aðstoð, en ekki fjölskyldum meðlags- greiðenda. Samtökin telja að með því séu stjórnvöld að mis- muna fjölskyldugerð- um á grundvelli kyn- ferðis, þar sem fjölskyldur eru ein- vörðungu færðar til bókar sem barna- fjölskyldur ef barn eða börn eiga lögheimili hjá for- eldri. Í ljósi þess að lögheim- ilisforeldrar eru að mestu konur og umgengnisforeldrar karlar, líta samtökin svo á að vandinn sé kyn- bundin, og að áform stjórnvalda um að aðstoða fjölskyldur séu að sama skapi kynbundin. Þessar fyrirhuguðu aðgerðir, sem getið er um í fjárlögum, hljóta því að brjóta í bága við jafnréttislög. Ef stjórnvöld láta verða af þess- um áformum sínum án þess að koma til móts við fjölskyldur með- lagsgreiðenda, jafngildir það stríðsyfirlýsingu á hendur um- gengnisforeldrum. Samtökin munu í kjölfarið kæra slíkar aðgerðir til kærunefndar jafnréttismála, þar sem þær mismuna fjölskyldugerð- um á grundvelli kynferðis. Þrátt fyrir að öllum megi vera ljóst að meðlagsgreiðendur og aðrir um- gengnisforeldrar búi við verstu kjörin og þyngstu greiðslubyrðina, myndu slíkar aðgerðir ekki koma þeim að notum, og í reynd vera til þess fallnar að auka enn á örbirgð þeirra. Forsenda þess að Samtök með- lagsgreiðenda nái markmiðum sín- um er sú að þeir verði skráðir sem foreldrar í þjóðskrá með ein- um eða öðrum hætti. Í Svíþjóð hefur það tíðkast um nokkurt ára- bil að skrá kyntengsl Svía í þar- lenda þjóðskrá, en með þeim hætti eru umgengnisforeldrar sýnilegir auk þess að skráningin gefur skýrari mynd af fjölskyldugerð sænskra borgara. Lög um þjóð- skrá Íslands eru úreld og barn síns tíma. Ef skráð yrðu kyntengsl í þjóðskrá gætu fyrirtæki og stofn- anir haft greiðan aðgang að töl- fræðilegum upplýsingum um um- gengnisforeldra og samkeyrt þær t.a.m. við vanskilaskrá svo nokkuð sé nefnt. Eins og staðan er nú hafa stofn- anir eins og Creditinfo, Rauði krossinn, Hagstofa Íslands, Vel- ferðarvaktin og Háskóli Íslands sent frá sér rannsóknir og úttektir um fjárhagslega og félagslega stöðu ólíkra þjóðfélagshópa með kolröngum niðurstöðum m.t.t. þeirra vafasömu forsendna að und- anskilja 14.000 manna þjóð- félagshóp í rannsóknum sínum, sem öllum má vera ljóst að býr við kröppustu kjörin í landinu. Nú er mál að linni! Það er álit Samtaka meðlagsgreiðenda að fræðasamfélagið og fjármálastofn- anir sjái nú nauðsyn og beinan hag af því að bæta skráningaferli Þjóðskrár með þeim hætti að kyn- tengsl verði skráð. Samtök með- lagsgreiðenda hafa farið þess á leit við innanríkisráðherra að hann beiti sér fyrir því að skapa grund- völl fyrir samvinnu og fundarsetu Samtaka meðlagsgreiðenda með fulltrúa hlutaðeigandi ráðuneyta, forsvarsmönnum Þjóðskrár og Hagstofu Íslands, auk forsvars- mönnum Samtaka fjármálafyr- irtækja, í því skyni að hrinda af stað átaki til að bæta skráning- arferli Þjóðskrár og rannsóknum á félagslegum og fjárhagslegum högum meðlagsgreiðenda og ann- arra umgengnisforeldra. Skráning kyn- tengsla í Þjóðskrá Eftir Gunnar Krist- in Þórðarson » Áform stjórnvalda um að aðstoða greiðsluþungar barna- fjölskyldur í gegnum barnabætur brýtur í bága við jafnréttislög. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnarformaður Sam- taka meðlagsgreiðenda. Um leið og ég sam- fagna þá óska ég bók- menntaborginni Reykjavík til hamingju með þá verðskulduðu viðurkenningu og heið- ur að hafa verið valin bókmenntaborg UNESCO. Í eðlilegu framhaldi af því leyfi ég mér jafn- framt hér með að skora á borgarstjórn Reykjavíkur að beita sér fyrir því sem allra fyrst að ásættanlegur far- vegur verði fundinn til þess að nem- endur 5. bekkjar grunnskóla sem áhuga hafa fái óáreitt að þiggja Nýja testamentið að gjöf frá Gí- deonfélaginu í stuttri menningar- og fræðsluheimsókn á skólatíma eins og tíðkast hefur allt frá 1954. Fyrsta prentaða bókin Nýja testamentið er að því talið er fyrsta bókin sem prentuð var á íslensku, kom út árið 1540. Það er því ekki eins og hver önnur bók og hlýtur að njóta ákveðinnar sérstöðu í menningarsögu þjóðarinnar. Það hefur ótvírætt menningarsögulegt gildi fyrir okkur Íslendinga burt séð frá því hvort okkur kann að líka innihaldið. En minna má á að Nt var meðal annars notað til almennr- ar lestrarkennslu hér á landi frá þeim tíma og langt fram eftir síð- ustu öld. Það varð því til að efla les- skilning og auka orðaforða. Í því má finna tilvitnanir, táknmál og lík- ingar, orðasambönd og spakmæli sem við notum gjarnan í okkar kæra tungumáli enn þann dag í dag. Líklega má þakka útkomu Nt 1540 og síðar Guðbrandsbiblíu 1584 að við tölum það tungumál sem við gerum í dag. Auk Nt fylgja Davíðssálmarnir með í bókinni sem gefin er 5. bekk- ingunum en þeir eru einhver út- breiddasta og þekktasta ljóðabók allra tíma. Því er fráleitt að flokka Nt sem hvern annan auglýsinga- eða áróðurspésa. Við erum að tala um ótvíræð söguleg menningarverðmæti hvort sem okkur kann að líka það betur eða verr. Mikilvægar reglur Auðvitað þurfa að vera til reglur um það hverjir fái að heimsækja skólana okkar og þá í hvaða tilgangi og ber að sjálfsögðu að fagna þeim. Og flestir eru sammála um að ekki skuli stunda beint trúboð innan veggja skólans. Ekki geri ég ágreining um það. Og enda þótt liðsmenn Gídeon- félagsins séu sann- arlega unnendur Nt þá er þeim fullljóst að þeir eigi að virða skólann sem fræðslustofnun sem og reglur hans í einu og öllu. Í ströngum reglum félagsins er skýrt tekið fram að ekki skuli prédika eða boða, alls ekki skuli farið með bænir né brostið í söng í slíkum heimsóknum. Eru þær reglur mun eldri og strangari en reglur skólans eða yfirvalda hafa nokkurn tíma verið. Kynning á menningararfi Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti kristinni trú eða hversu trúuð eða vantrúuð við kunnum að vera. Þetta snýst heldur ekki um brot á mannréttindum heldur sögu og menningu þjóðarinnar og jafn- framt sögu og menningu vestrænna þjóðfélaga. Ef borgaryfirvöld, skólakerfið eða jafnvel Gídeonfélagið ætuðu að taka að sér að ákveða hverjir hefðu kost á og fengju að kynnast menningararf- inum að þessu leyti, þá fyrst værum við farin að brjóta mannréttindi. Bókmenntaborg með stolti Ef áhugi er fyrir hendi er vel hægt að leysa þetta mál á farsælan hátt. Ég hvet jafnframt þá vösku sveit sem svo snilldarlega vann að því að fá Reykjavík viðurkennda sem eina af bókmenntaborgum UNESCO að beita sér í málinu svo farsæl nið- urstaða fáist og Reykjavík fái áfram með stolti kallast bókmenntaborg. Ég hvet hlutaðeigandi til þess að tala saman af sanngirni og virðingu. Vinnum sameiginlega að því að upp- ræta fordóma og gætum þess að hafa sjálfsögð mannréttindi og hag barnanna okkar ávallt í fyrirrúmi. Stöndum saman, sem þakklátir Ís- lendingar, þrátt fyrir allt. Eins ólík og við kunnum að vera og með mis- jafnar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Með vinsemd og virðingu. Áskorun á borgaryfirvöld Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Talið er að Nýja testamentið sé fyrsta prentaða bókin sem kom út á íslensku og hlýtur því að njóta ákveðinnar sérstöðu í menningarsögu þjóð- arinnar. Höfundur er rithöfundur. mbl.is alltaf - allstaðar Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands www.faerid.com Sölustaðir: N1, Pósturinn, Skeljungur, Nettó, Olís og Bónus. Kæri áskrifandi! Framan á Morgunblaðinu í dag er nýtt Moggaklúbbskort. Kortið er sent til áskrifenda Morgunblaðsins. Moggaklúbbsfélagar fá góð kjör á m.a. veitingahúsum, bíóhúsum, utanlandsferðum, listviðburðum, bókum auk fjölda annarra fríðinda. KORTIÐ GIL DIR TIL 31. janúar 20 13 – MEIRA F YRIR ÁSK RIFENDU RMOGGAKLÚB BURINN Hafi kortið ekki borist þér hafðu þá samband við áskriftardeild í síma 569-1100 eða sendu okkur tölvupóst á askrift@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.