Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 41

Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráð- herra, sagði nýlega, að stærsti sigur sitjandi ríkisstjórnar væri vörn velferðarkerfisins. En hefur ríkisstjórninni tekist að verja velferð- arkerfið að fullu? Lít- um á það mál. Stærstu þættir velferðarkerf- isins eru heilbrigð- iskerfið og almanna- tryggingarnar. Einna mesti niðurskurðurinn hefur átt sér stað í heilbrigðismálunum og ekki hvað síst á Landspítalanum sjálfum. Á Landspítalanum er búið að skera niður inn að beini og orðið erfitt að tryggja öryggi sjúklinga. Á krepputímanum, frá 2008, hef- ur rekstrarfé spítalans verið skorið niður um 25%. Niðurskurðurinn nemur 8,6 milljörðum kr. Starfs- fólki hefur verið fækkað um 600 manns. Hjúkrunardeildum hefur verið lokað úti á landi. Það hefur bitnað illa á öldruðum. Og fæðing- ardeildum hefur verið lokað á mörgum stöðum á landsbyggðinni. Víða er það nú þannig , að konur geta ekki lengur fætt í sinni heima- byggð, heldur verða þær að fara um langan veg á sjúkrahús til þess að fæða og kjósa þá margar konur að fara til Reykjavíkur. Í sumar var göngudeild fyrir kransæða- sjúklinga á Landspítalanum lokað. Áður hafði líknardeild Landakots verið lokað. Hún var stofnuð fyrir rúmum 10 árum til þess að hlynna að mjög veikum, öldruðum sjúk- lingum síðasta spöl lífs þeirra. Stofnkostnaður deild- arinnar var að miku leyti greiddur úr framkvæmdasjóði aldraðra en einnig með gjafafé, m.a. frá Rauða krossinum. Það er mjög óeðlilegt að loka deild, sem stofn- að er til á þennan hátt. St.Jósefsspítala í Hafnarfirði hefur einnig verið lokað en þar var rekin mjög góð heilbrigðisþjón- usta. Af því, sem hér hefur verið nefnt, er ljóst, að ekki hefur tekist að verja heilbrigð- isþjónustuna. Skorið niður í almannatryggingum En hvað þá með almannatrygg- ingarnar? Hefur tekist að verja þær? Lítum á það mál: Það hefur verið skorið talsvert niður í al- mannatryggingum og m.a.hefur líf- eyrir aldraðra og öryrkja verið skertur umtalsvert. Ríkisstjórnin lét setja lög á árinu 2009 um ráð- stafanir í ríkisfjármálum. Þar var gert ráð fyrir niðurskurði í al- mannatryggingum, m.a. hjá lífeyr- isþegum. Þessar ráðstafanir tóku gildi 1. júlí 2009. Stór hópur aldr- aðra og öryrkja var þá sviptur grunnlífeyri, þar eð greiðslur úr líf- eyrissjóði voru þá reiknaðar með tekjum við útreikning á grunnlíf- eyri, en það hafði ekki verið gert áður. Þó hafði þessi hópur greitt til almannatrygginga, beint og óbeint, alla sína starfsævi. Meira en 5000 lífeyrisþegar urðu fyrir kjaraskerðingu vegna þess- arar ráðstöfunar. Skerðingarhlut- fall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45% með þeim afleiðingum, að 19000 eldri borgarar urðu fyrir kjaraskerðingu og frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra var lækkað úr 110 þús. kr. á mánuði í 40 þús. kr. á mánuði. Niðurskurðurinn vegna ráðstafana, sem tóku gildi 2009, nam 5 milljörðum kr. á árs- grundvelli. En auk þess, sem skorið hefur verið niður í almannatrygg- ingum, var lífeyrir aldraðra og ör- yrkja frystur nær allan krepputím- ann. Aldraðir og öryrkjar hafa ekki fengið sambærilegar hækkanir á líf- eyri sínum eins og láglaunafólk hef- ur fengið á launum. Samkvæmt lög- um um almannatryggingar á hækkun lífeyris að taka mið af hækkun launa og verðlags og aldrei að hækka minna en sem nemur hækkun neysluvísitölu. Ekki hefur verið staðið við þetta og því hefur lífeyrir aldraðra og öryrkja dregist aftur úr í launaþróuninni á kreppu- tímanum .Til þess að jafn metin þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 20% strax. Kjör aldraðra og öryrkja þoldu ekki niðurskurð Það er er því ljóst, að ekki hefur tekist að verja velferðarkerfið að fullu. Heilbrigðiskerfið hefur stór- skaddast á stjórnartíma ríkisstjórn- arinnar vegna mikils niðurskurðar. Og almannatryggingar hafa verið skornar niður með þeim afleið- ingum, að kjör aldraðra og öryrkja hafa verið skert verulega. Ég tel, að kjör aldraðra og öryrkja hefðu átt að vera undanskilin niðurskurði. Kjörin eru svo lág að þau þola ekki niðurskurð. Á sama tíma og skorið er niður í heilbrigðiskerfi og almannatrygg- ingum getur ríkisstjórnin ekki hald- ið því fram, að tekist hafi að verja velferðarkerfið að fullu. Það hefur sjálfsagt verið reynt að takmarka niðurskurðinn en ekki er að sjá að þeirri stefnu hafi verið fylgt í heil- brigðiskerfinu.Þar er niðurskurð- urinn mjög harkalegur. Nið- urskurður almannatrygginga er ef til vill aðeins mildari en kjör stórs hóps aldraðra og öryrkja eru það slæm, að þau þola enga skerðingu. Einhleypur ellilífeyrisþegi hefur að- eins 174 þús. kr. á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, mið- að við að hann hafi engar aðrar tekjur. Ellilífeyrisþegi,sem er í hjónabandi eða í sambúð, fær aðeins 156 þús. kr. eftir skatt frá almanna- tryggingum. Hvernig á að vera unnt að lifa mannsæmandi lífi af svo lág- um fjárhæðum? Það er ekki unnt. Það er rétt, að þetta dugi fyrir hús- næði og brýnustu nauðsynjum en ekki er unnt að veita sér neitt þar fyrir utan af svo lágum lífeyri. „Vel- ferðarstjórn“ hefði átt að hlífa öldr- uðum og öryrkjum við niðurskurði og það hefði alls ekki átt að frysta lífeyri þeirra eins og gert var. Ekki hefur tekist að verja velferðarkerfið að fullu Eftir Björgvin Guðmundsson » „Velferðarstjórn“hefði átt að hlífa öldruðum og öryrkjum við niðurskurði og það hefði alls ekki átt að frysta lífeyri þeirra eins og gert var. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.