Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 43

Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Samþykktar voru breytingar á sam- gönguáætlun á nýloknu þingi þar sem gert er ráð fyrir því að fram- kvæmdir við Norðfjarð- argöng skuli hefjast á næsta ári. Ekki er úti- lokað að ákvörðun um útboð Dýrafjarð- arganga geti legið fyrir eftir 2-3 ár. Þökk sé þeim þingmönnum sem samþykktu tillögu Arnbjargar Sveinsdóttur um jarðgöng milli Seyð- isfjarðar og Egilsstaða. Framkoma ríkisstjórnarinnar sem greiddi at- kvæði gegn þessari tillögu á Alþingi er til háborinnar skammar og sömu- leiðis hjáseta Steingríms J. Sigfús- sonar. Fram kemur í yfirlýs- ingu formanna stjórn- arflokkanna að lögfest- ing veiðigjalda sem hart hefur verið deilt um á Alþingi geri nú stjórn- völdum kleift að hefja kröftuglega uppbygg- ingu í samræmi við fjár- festingaáætlun rík- isstjórnarinnar. Þar með er nokkuð ljóst að hægt verður að bjóða út mik- ilvægar samgöngubætur á landsbyggðinni svo sem Norðfjarðargöng á næsta ári. Búið er að samþykkja breytingartillögu við samgönguáætl- unina sem felur það í sér að stefnt verði að því að flýta rannsóknum og undirbúningi Fjarðarheiðarganga. Núverandi ástand vegarins á heiðinni sem stendur í meira en 600 m hæð er engum bjóðandi eftir að löggæslan var flutt án nokkurs tilefnis frá við- komustað Norrænu upp í Egilsstaði. Miðað er við að þessum rann- sóknum og undirbúningi Seyðisfjarð- arganga verði hagað með þeim hætti að framkvæmdir við göngin geti haf- ist í kjölfar Norðfjarðar- og Dýra- fjarðarganga. Mestu máli skiptir að beygjurnar í Neðri-Stafnum hverfi sem fyrst. Af fúsum og frjálsum vilja fæst réttlætið ekki sem af minnsta tilefni er tekið ófrjálsri hendi frá Seyðfirðingum, Norðfirðingum, Vopnfirðingum og fleiri lands- mönnum á meðan stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga opinbera vanþekk- ingu sína á samgöngumálum Austur- lands. Um tímamótasamþykkt er að ræða eftir að tillaga Arnbjargar Sveinsdóttur um Fjarðarheiðargöng var samþykkt með afgerandi meiri- hluta á Alþingi þótt Steingrímur J. Sigfússon hafi vottað Seyðfirðingum sína dýpstu fyrirlitningu. Allt tal um að Tryggvi Þór Herbertsson sé fyrsti flutningsmaður tillögunnar er sett fram gegn betri vitund. Óbreytt ástand í samgöngumálum Seyð- isfjarðar réttlætir ekki að þessi við- komustaður ferjunnar sitji á hakanum enn meir en orðið er þótt Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöng verði efst á blaði. Erlendis verja álfyrirtækin miklum fjármunum í samgöngubætur og er ekkert óeðlilegt þótt svo yrði einnig hér á landi. Án þeirra eykst samstarf Vopnfirðinga aldrei við byggðirnar sunnan Hellisheiðar eystri og Norð- austurhornið. Öllu máli skiptir að ran- sóknum og undirbúningi á jarð- gangagerð milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar sé hagað með þeim hætti að unnt verði að stytta biðlist- ann eftir veggöngunum sem leysa af hólmi núverandi veg í 640 m hæð á Fjarðarheiði. Fyrr geta Seyðfirðingar aldrei fengið öruggari vegtengingu við Egilsstaðaflugvöll þegar illviðri og mikil snjódýpt á heiðinni eru höfð í huga. Stuðningsmenn Héðinsfjarðar- og Vaðlaheiðarganga á Austfjörðum sem þræta fyrir að Arnbjörg Sveinsdóttir hafi tvisvar flutt tillögu á Alþingi um veggöng undir Fjarðarheiði opinbera fyrirlitningu sína á samgöngumálum Mið-Austurlands og suðurfjarðanna. Þessar rangfærslur um flutnings- mann tillögunnar einkennast af þekk- ingarleysi, fáfræði, pólitískri sið- blindu og pólitískum árásum á samgöngumál Seyðisfjarðar sem skaða uppbyggingu atvinnuveganna í fjórðungnum. Þær eru ekki til þess fallnar að rjúfa einangrun stóra Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup- stað við heimamenn sem búa sunnan Oddsskarðsganganna, á suðurfjörð- unum, norðan Fagradals og Hellis- heiðar eystri. Þeir sem votta flutn- ingsmanni tillögunnar um veggöng til Seyðisfjarðar sína dýpstu fyrirlitn- ingu eiga það inni að þeir verði dregnir til ábyrgðar á orðum sínum. Það sluppu stuðningsmenn Axarveg- ar og Héðinsfjarðarganga á Austur- landi við þegar þeim var þvert um geð að Arnbjörg Sveinsdóttir skyldi fá samþykkta á Alþingi í febrúar 1999 tillöguna um að næstu jarðgöng yrðu milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar. Kannski kunna svona djarf- hugar ekki að meta annað betur en að þeim verði kennt að bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum og orðum eftir þeim lagareglum sem í landinu gilda. Ákvörðun um Norðfjarðargang stendur óhögguð. Veggöng undir Fjarðarheiði Eftir Guðmund Karl Jónsson »Um tímamóta- samþykkt er að ræða eftir að tillaga Arnbjargar Sveins- dóttur um Fjarðarheið- argöng var samþykkt með afgerandi meiri- hluta á Alþingi þótt Steingrímur J. Sigfús- son hafi vottað Seyðfirð- ingum sína dýpstu fyr- irlitningu. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður Alþjóðahafrann- sóknaráðið ICES hefur birt mat sitt á stærð makrílstofnsins ásamt ráðgjöf um leyfilegan heildarafla fyrir árið 2013. Hrygning- arstofninn er metinn tæpar 2,7 milljónir tonna, rúmlega 300 þúsund tonnum minni en á síðasta ári og ráð- lagður afli er um 15% minni. Um langt skeið veiddu aðildarríki ESB og Noregur mikið magn af mak- ríl sem var landað framhjá vigt. Þetta var opinbert leyndarmál sem viðkom- andi stjórnvöld létu viðgangast. Þó að Skotar og Írar hafi nýlega verið dæmdir í háar fjársektir fyrir athæfið liggur umfang brotanna ekki ná- kvæmlega fyrir. Árleg ráðgjöf Alþjóðahafrannsókn- aráðsins um hámarksafla úr markíl- stofninum byggist á aflareglu sem Noregur, ESB og Færeyjar gerðu samkomulag um fyrir fjórum árum. Reglan miðast við að veiða að hámarki tiltekið hlutfall af metinni stofnstærð. Árið 2010 birtist vísindagrein sem véfengir matið á stofnstærð makríls út frá mælingum og tölfræðigreiningum (Simmonds o.fl., ICES Journal af Marine Science 67:1138-1153 (2010)). Höfundar greinarinnar eru vís- indamenn frá ríkjum ESB og Noregi. Þeir vísa til þess sem vitað er um um- fangsmikla ólöglega löndun makrílafla framhjá vigt úr skipum ESB auk brottkasts og þess sem sleppt úr veið- arfærum. Meginniðurstaða þeirra er sú að til að ná samræmi milli mats á afföllum út frá mismunandi gögnum þyrftu uppgefinn afli og brottkast að vera 1,7 til 3,6 sinnum meiri en skráður afli. Til þess að stofnstærðarmatið geti verið á réttu róli þurfa aflatölur einnig að vera það. Það er ekki einfalt mál að segja til um hverju kunni að skeika þegar makríllinn á í hlut þar sem það liggur í eðli glæpamála að þau verða ekki alltaf upplýst að fullu. Ljóst má hins vegar telja að makrílstofninn umtalsvert stærri en talið hefur verið, jafnvel hátt í tvöfalt stærri. Mikilvægt er að lagt verði í um- fangsmikla og vandaða vinnu við end- urmat á stærð makrílstofnsins án taf- ar þannig að ákvarðanir um heildarafla og samningar um skipt- ingu afla milli ríkja geti byggst á rétt- um upplýsingum. Íslensk stjórnvöld og íslenskir vísindamenn eru hvattir til að taka frumkvæðið í þessu mik- ilvæga hagsmunamáli enda hafa stjórnvöld í ESB og Noregi ekki sinnt því. Makrílstofninn er vanmetinn Eftir Friðrik J. Arngrímsson Friðrik J. Arngrímsson »Mikilvægt er að lagt verði í umfangs- mikla og vandaða vinnu við endurmat á stærð makrílstofnsins án taf- ar. Höfundur er framkvæmdastjóri LÍÚ. ERT ÞÚ MEÐ VERKI? Stoðkerfislausnir hefjast 1. október nk. Hentar þeim sem eru að glíma við einkenni frá stoðkerfi og vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu. • Mán., mið. og fös. kl. 18:30 • Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara ásamt kennslu í réttri líkamsbeitingu • Fyrirlestrar um verki, svefntruflanir og heilbrigðan lífstíl • 8 vikna námskeið • Verð: 39.800 kr. (19.900 kr. á mánuði) Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is „Allir verkir hafa minnkað. Ég var áður alltaf svo þreytt og alltaf að leggja mig. Mér finnst satt að segja að allir sem eru að finna til verkja ættu að koma hingað. Hreyfingin hefur líka áhrif á alla starfssemi líkamans og svo er þetta gott fyrir sálina. Mér líður miklu betur og ég er ákveðin í að halda áfram.“ Sólveig Guðmundsdóttir Þjálfari: Sólveig María Sigurbjörnsdóttir sjúkraþjálfari Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.