Morgunblaðið - 29.09.2012, Side 45

Morgunblaðið - 29.09.2012, Side 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Í tilefni af árlegum alþjóðlegum Alzheim- erdegi er vert að huga að mikilvægi hreyfingar hjá þeim sem bera þennan sjúkdóm. Heilabilun er samnefnari fyrir langvinna og stig- versnandi sjúkdóma í heila sem skerða minni og aðra vits- munalega getu þannig að ein- staklingurinn þarf í sívaxandi mæli á aðstoð að halda. Algengi vitrænnar skerðingar vex með aldri og tvöfaldast á hverjum fimm árum eftir 65 ára aldur, þannig að um það bil þriðj- ungur 85 ára einstaklinga og eldri er með vitræna skerðingu. Vitræn skerðing er til staðar hjá þremur fjórðu þeirra sem dvelja á hjúkr- unarheimili, þar af er einn fjórði með heilabilun á hæsta stigi en fjórðungur með alvarlega heilabil- un. Mjög mikilvægt er að bregðast við vitrænni skerðingu sem fyrst og rannsaka hugsanlegar und- irliggjandi orsakir, þar sem 10- 15% orsakanna hafa læknanlegan þátt sem getur breytt nátt- úrulegum gangi skerðingarinnar. Fyrir þá sem hafa þá sjúkdóma sem enn sem komið er eru ólæknandi er mik- ilvægt að koma inn stuðningi hvers konar við einstaklinginn og nánustu fjölskyldu hans. Á LSH Landakoti er minnismóttaka þar sem veitt er greining, meðferð og eftirlit vegna vitrænnar skerðingar. Meðferð fer eftir undirliggj- andi orsök. Algeng- asta orsökin er Alzheimersjúkdóm- ur. Við honum er til einkennameðferð. Næstalgengasta orsökin er heilabilun af orsökum æðakölkunar og blóðtappa. Mik- ilvægt er fyrir allar orsakir heila- bilunar, jafnt vitrænnar skerðingar af völdum hjarta- og æðasjúkdóma sem Alzheimersjúkdóms, að með- höndla alla áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, svo sem hækkaða blóðfitu og blóðþrýsting. Reyk- ingar eru skaðvaldur gagnvart vit- rænni getu eins og svo mörgu öðru. Stuðningshópar fyrir ættingja og sérhæfð dagvist fyrir þá sem eru með vitræna skerðingu eru hjálpleg félagsleg úrræði. Sjúk- dómsferlið tekur að jafnaði mörg ár og allt upp í 15 ár frá grein- ingu. Einstaklingurinn sjálfur get- ur gert ýmislegt til að hjálpa sér, til dæmis með hollu mataræði, reglubundinni hreyfingu og með því að huga að góðum svefnvenj- um. Aukin hreyfing og líkamleg áreynsla sýnir sig að geta seinkað og dregið úr einkennum vitrænnar skerðingar. Margvísleg hreyfing skilar þessum árangri svo sem erf- ið heimilisstörf, ganga, sund og formleg líkamsrækt. Einnig reynd- ar annars konar æfingar eins og jóga og tai-chi og vatnsleikfimi. Hreyfing þarf að vera regluleg, að lágmarki tvisvar í viku en þeim mun meiri sem hún er, því betra. Best er dagleg hreyfing og áreynsla að lágmarki samtals 30 mínútur á dag. Auk forvarnargildis hreyfingar þeirra sem eru á miðjum aldri stuðlar hreyfing einnig að al- mennri vellíðan og auknum lífs- gæðum. Hreyfing er eina þekkta yngingarmeðalið og stuðlar að for- vörnum gegn flestum langvinnum sjúkdómum, ekki einungis vitrænni skerðingu. Þegar vitræn skerðing hefur komið fram dregur hreyfing úr margvíslegum einkennum, svo sem svefntruflunum, þróttleysi, óróleika, kvíða og depurð. Í kjölfar hreyfingar nýtist einstaklingnum betur sú tilfinningalega og fé- lagslega færni sem hann býr enn yfir og þannig eru lífsgæði há- mörkuð, jafnvel þó að sjúkdóm- urinn hafi náð fullum framgangi. Heilbrigð og hófleg hreyfing allt lífið er mikilvæg og nú er ljóst að það er aldrei of seint að hefja slíka þjálfun. Vægi hreyfingar er mikið gagnvart flestum langvinnum sjúk- dómum og sérstaklega gagnvart vitrænni skerðingu, þar sem engin þekkt lækning er til í yfirgnæfandi meirihluta orsaka. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á vitræna getu Eftir Þórunni B. Björnsdóttur » Vægi hreyfingar er mikið gagnvart langvinnum sjúkdómum og vitrænni skerðingu. Þórunn B. Björnsdóttir Höfundur er sjúkraþjálfari á heilabil- unardeild LSH, Landakoti. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort gagn sé í svokallaðri þróun- araðstoð sem flestöll vestræn ríki taka á einhvern hátt þátt í, senda fé, matvæli eða aðra aðstoð til svo- nefndra vanþróaðri ríkja heimsins. Er um raunverulega aðstoð að ræða eða er þetta meira friðþæging fyr- ir íbúa Vesturlanda? Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að einhver börn fá að borða, sumir fá aðstoð í formi lyfja og enn aðrir læra að lesa, fá fatnað eða önnur gæði sem flæða af nægtaborði íbúa Vest- urlanda. Getur verið að mikið af þeirri að- stoð sem hin svokölluðu þróuðu ríki veiti missi marks, hvað ætli fari til dæmis mikið af þeim fjármunum sem við á Vesturlöndum sendum til raunverulegrar aðstoðar og hvað ætli fari mikið í stjórnun og um- sýslu? Er hugsanlegt að þessi að- stoð geri bara illt verra? Getur ver- ið að íbúar hina svokölluðu vanþróuðu landa venjist því að þurfa ekki að bjarga sér upp á eig- in spýtur, venjan sé að gera ekki nokkuð til að reyna bjarga sér heldur bíða eftir að fréttamenn og aðrir beri út boðskap um eymd og volæði til hina vestrænu ríkja og skapi vorkunn í augum íbúa Vest- urlanda sem fyllast samkennd og vorkunn. Vesturlandabúar seilast í sína vasa og gefa af sínum alls- nægtum til aðstoðar við þá sem eiga vart til hnífs og skeiðar. Ísland tekur þátt í þessu í gegn- um stofnun sem heitir Þróunarsam- vinnustofnun og á fjárlögum fyrir 2013 veitum við 1.794.000 kr. í þessa aðstoð, auk 2.180.300 kr. í þróunaraðstoð og alþjóðlega hjálp- arstarfsemi. Ég geri mér grein fyr- ir því að við veitum þessa aura til þessara mála vegna alþjóðlegra samninga og þar að leiðandi er ég ekki með vangaveltur um okkar aðstoð einvörðungu heldur þróunaraðstoð í heild sinni. Ég er áhugasamur um að vita hvað mikið af þessum fjármunum fer í raun- verulega aðstoð við kaup á matvælum, lyfj- um, bókum og fatnaði fyrir þurfandi íbúa landa sem þurfa á að halda. Getur það verið að við ásamt öðrum ríkjum Vest- urlanda afhendum þessa fjármuni til yfirvalda í hinum þurfandi ríkj- um sem gera svo það sem þeim hentar við aurana. Eða hugsanlega hitt sem er líklega ekki skárra að hjálparsamtök fara inn í lönd og út- deila matvælum án samráðs við stjórnvöld vikomandi lands í krafti Sameinuðu þjóðana? Því miður virðist margt benda til þess að á árunum 1980-2005 hafi innri vöxtur Afríkuríkja verið innan við 0,5%, það er að segja ut- anaðkomandi aðstoð virðist ekki duga til að koma íbúum þessara landa til að bjarga sér sjálfir, held- ur gerir þá frekar að þurfalingum sem reiða sig einvörðungu á aðstoð að utan. Sumir leiðtogar Afr- íkuríkja hafa einnig bent á að þessi aðstoð drepi niður frumkvæði og löngun þegna sinna til að bjarga sér sjálfir. Getur verið að í þessu máli gildi málshátturinn „Sjaldan launar kálf- urinn ofeldið“. Er „Þróunarað- stoð“ rangnefni? Eftir Gunnar Örn Hjartarson Gunnar Örn Hjartarson » Getur verið að þró- unaraðstoð til Afr- íkulanda sé gagnslaus? Erum við að gera meira ógagn en gang? Á þróun sér stað eða ekki? Höfundur er rafvirkjameistari. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // Sími 567 7777 // parketbudin.is ÞAÐ DETTUR ALLT Í DÚNALOGN Heimsins besta parketundirlag fæst nú á Íslandi • Hentar bæði í fljótandi lögn og til niðurlímingar • Framúrskarandi kostur fyrir samlímt, gegnheilt, eða harðparket • 21db hljóðdempun milli hæða • 33% dempun í rými • Verndar og minnkar álag á allar læsingar parkets eða harðparkets • Mesta pressa sem um getur eða 1/10 úr mm • Dúkurinn er léttur, sterkur og meðfærilegur í notkun • Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn og þarf ekki rakaþolið plast undir The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur, hannað til að mæta og fara fram úr kröfum markaðarins um hljóðdempun og pressu. KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2 Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2 Meðan birgðir endast www.forlagid.i s – alvöru bókaverslun á net inu MAGN- ÞRUNGIN ÖRLAGASAGA NÝ KILJA eru læstir inni í járnbúri gagnkvæms ótta.“ SV EN SKA DAGBLADET

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.