Morgunblaðið - 29.09.2012, Síða 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
ÁRBÆJARKIRKJA | Messa kl. 11. Sameig-
inlegt upphaf með sunnudagaskólanum. Prest-
ur Þór Hauksson. Kirkjukórinn leiðir safn-
aðarsöng undir stjórn Kristina K. Szklenár.
Freyjukórinn úr Borgarfirðinum syngur, stjórn-
andi er Zsuzsanna Budai. Sunnudagaskólinn
er í umsjón Ingunnar og Valla. Veitingar á eftir.
ÁSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11 í umsjá
Ásdísar djákna, Magnúsar organista og sr. Sig-
urðar. Fermingarbörn aðstoða. Söngur og
fræðsla í máli og myndum. Sjá askirkja.is.
ÁSTJARNARKIRKJA | Tónlistarmessa kl. 11.
Tónlistarflutningur er í höndum Gissurar Páls
Gissurarsonar tenórsöngvara og Hilmars Agn-
arssonar organista. Prestur er sr. Ragnar
Gunnarsson. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Kaffi á eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunndagaskóli kl. 11 í
Brekkuskógum 1. Umsjón hafa Fjóla, Finnur og
Agnes María.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Hausthátíð kl. 11,
fjölskyldustund í kirkjunni með þátttöku barna
og unglinga. Á eftir verða þrautir, leikir, basar
Hollvinafélagsins og hressing. Orgelandakt
hefst kl. 12.30. Tómasarmessa kl. 20. Frú
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédik-
ar. Boðið er upp á fyrirbæn með handayfirlagn-
ingu og smurningu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Ung-
menni spila, stjórnandi Jónasi Þórir, kantor Bú-
staðakirkju. Umsjón hafa Bára Elíasdóttir og
Daníel Ágúst Gautason ásamt sóknarpresti. Al-
menn guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr kór Bú-
staðakirkju, kantor Jónas Þórir. Prestur er sr.
Pálmi Matthíasson. Kaffi á eftir.
DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björns-
son. Organisti Zbigniew Zuchowicz og kór
Digraneskirkju, B-hópur. Veitingar á eftir, verð
500 kr. Sjá digraneskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar
Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur úr
Kammerkór Dómkirkjunnar syngur, organisti
Kári Þormar. Sunnudagskóli kl. 11 undir stjórn
Árna Gunnars og Ólafs Jóns.
FELLA- og Hólakirkja | Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór kirkj-
unnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Ástu
Haraldsdóttur. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá
Hreins Pálssonar og Péturs Ragnhildarson,
íþróttadagur, allir mæta í íþróttafötum. Kirkju-
vörður og meðhjálpari Jóhanna Freyja Björns-
dóttir.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Barna- og fjöl-
skyldumessa kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leið-
ir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11.
Hressing í lokin. Samkoma kl. 13.30. Tónlist-
arhópurinn leiðir lofgjörð og Björg R. Pálsdóttir
prédikar. Aðstaða fyrir börn og kaffi í lokin.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík
leiðir tónlistina undir stjórn Gunnars Gunn-
arssonar organista.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt öllum prestum safnaðarins.
Sr. Bjarni Þór kveður Grafarvogssöfnuð eftir ell-
efu ára þjónustu og því verður boðið til kaffi-
samsætis að lokinni guðsþjónustu. Kór kirkj-
unnar syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar
organista og Björg Þórhallsdóttir syngur ein-
söng. Sunnudagaskóli kl. 11.
Borgarholtsskóli Þemamessa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Árni Svanur Daníelsson
prédikar og þjónar. Félagar úr Kammerkór kirkj-
unnar leiða söng, organisti erHilmar Örn Agn-
arsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11, um-
sjón hafa Helga og Nanda María. Messa kl.
11. Altarisganga. Samskot til Gideonfélagsins.
Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju
syngur og organisti er Árni Arinbjarnarson.
Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eft-
ir. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni
á fimmtudag kl. 18.10.
GUÐRÍÐARKIRKJA | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Prestur sr. Bryndís Valbjarn-
ardóttir, tónlistarflutningur í umsjá Þorvaldar
Halldórssonar. Barnastarf í umsjá Guðmundar
Brynjólfssonar og Ægis Arnars. Meðhjálpari
Aðalsteinn D. Októsson, kirkjuvörður Lovísa
Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Barnamessa kl.
10. Barnakaffi. Messa kl. 11. Dómkórinn í
Reykjavík syngur, stjórnandi Kári Þormar, org-
anisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur sr.
Þórhildur Ólafs. Kaffi á eftir. Messa á miðviku-
dag kl. 8.15. Morgunverður.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni
og hópi messuþjóna. Fermingarbörn aðstoða.
Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja,
organisti Douglas A. Brotchie. Ensk messa kl.
14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Org-
anisti Douglas A. Brotchie og forsöngvari Guð-
rún Finnbjarnardóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11.
Prestur sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. Org-
anisti Jón Ólafur Sigurðsson og félagar úr kór
kirkjunnar leiða söng og messusvör. Sunnu-
dagaskóli kl. 13. Sjá hjallakirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Bæna-
stund kl. 16.30. Samkoma kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 17. Margaret Saue Marti talar.
HRAFNISTA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl.
11 í Menningarsalnum. Organisti Böðvar
Magnússon, kór Hrafnistu leiðir safnaðarsöng.
ORÐ DAGSINS:
Jesús læknar á hvíld-
ardegi.
(Lúk. 14)
Vopnafjarðarkirkja
Líklegt verður að teljast að ein-
hvern tíma á næstu áratugum
munum við aftur gerast
meðreiðarsveinar stórvelda á borð
við ESB; líkt og
var áður hjá
okkur með
Bandaríkin og
Danaveldi. Og þá
munum við verða
að horfast í augu
við að í Íslend-
ingum blundar
enn tilhneiging
til að líta á
bandalög við
stórveldi sem nokkurs konar nátt-
úrulögmál; líkt og hafið er fyrir
sjávarútveginn og veðrið fyrir
bændurna.
Þó er þessi viðurkenning á hinu
stórveldislega nágrannaríki ekki
gamalt fyrirbæri, kannski ekki
eldra en tæknivæðing sjávarútveg-
arins fyrir öld þegar við fundum
áþreifanlega fyrir því að fólksfjöldi
okkar og lífskjör byggðust á að
flytja út fisk og flytja inn tækni og
þekkingu jafnframt. En einmitt þá
hefur Danaveldi orðið áþreif-
anlegri keppinautur um sjálfstæð-
isvilja okkar en áður var.
Þegar litið er á núverandi
flokkakerfi okkar með þessum
augum blasir nokkuð óvænt við:
Flestir flokkanna ganga með trú á
æskileika þess að vera í litlabróð-
urssambandi við erlend stórveldi:
Sjálfstæðisflokkurinn við-
urkenndi Bandaríkin sem aðdáun-
arvert stórveldi sem nauðsynlegt
væri að skáka í skjóli við á kald-
astríðsárunum. Samfylkingin erfir
frá Alþýðuflokknum gamla trú á
æskileika þess að tengja sig við
eimreið yfirþjóðlegs kratisma í
Evrópu, svo sem birtist nú í aðild-
arferlinu um ESB.
Þó virðast Vinstri-grænir ekki
hafa erft þörf Alþýðubandalagsins
fyrir stórveldi kommúnista í
austri; líkt og var með Sovétríkin
sálugu; ella myndu þeir þá vænt-
anlega gera sér dælla við Kína nú.
Þó má vera að sáðkorn ESB-
trúarinnar hafi nú tekið sér ból-
festu í hjörtum margra þeirra.
Líkt virðist vera með sum minni
framboðanna.
Líta má svo á að daður við stór-
veldi sem bakhjarl sé í raun mynd-
birting öfgafullrar hægristefnu
fyrir okkar litla Ísland; að því leyti
að þar ytra er mannlífið undirorpið
stórtækari og harðneskjulegri
efnahagslegum samræming-
araðgerðum en hafa tíðkast á Ís-
landi. Að því leyti eru Bandaríkin,
ESB og Rússland lík og jafnvel
Kína. Þannig séð er ekki einungis
Sjálfstæðisflokkurinn í bland öfga-
hægrisinnaður, heldur líka Sam-
fylkingin og sum minni framboð
jafnvel líka.
Þó svo að allir flokkarnir á Al-
þingi séu í reynd aðallega litlir
miðjuflokkar eru það kannski eink-
um Vinstri-grænir og Framsóknar-
flokkurinn sem búa ekki við rosa-
lega hægriöfga-tilhneigingu í sér,
heldur miðast eðli þeirra einkum
við raunveruleika innanlands-
pólitíkurinnar íslensku.
Ef stórveldaþjónkun er ekki
náttúrulögmál fyrir Íslendinga, er
þá sjálfgefið að við munum hverfa
aftur til slíks?
Eða munu hin mörgu stórauknu
tengsl Íslands við Vesturlönd, og
heiminn allan, koma einhvern veg-
inn í staðinn fyrir þá gömlu lausn?
Ég vil enda þennan pistil á ný-
legu ljóði mínu, sem er innblásið af
fréttinni af grískum mótmælanda
af klerkastétt sem virtist vera að
mótmæla óförum landa sinna í
ESB með því að fyrirfara sér en
virtist um leið vera ofhaldinn af
trú á annað stórveldi, nefnilega
Drottins konungsríki. Ljóðið heitir
Fáfengilegur mótmælandi og hefst
svona:
Prestur hengir sig í ljósastaur?
Hvað, er hann að mótmæla Guði?
Fyrir að styðja stjórnina, eða hvað?
Eða fyrir að skerða eftirlaun klerka?
Er Guð ekki almáttugur skapari
sem þekkir eigin vilja?
Eða telur klerkurinn Guð sinn
vanþakklátan
eftir sinn fórnfúsa bænastarfsferil?
Eða ætlar hann sér kannski þá dul
að verða pólitískt handbendi Drott-
ins?
Guðlasti sýnist mér þetta lykta af;
eða þá bara elliglöp í klerki!
Sá lendir víst aldeilis í því í Helvíti!
TRYGGVI V. LÍNDAL,
skáld og mannfræðingur.
Risaveldatrú
fjórflokksins og ESB
Frá Tryggva V. Líndal
Tryggvi V.
Líndal
Eðlileg viðbrögð við
aðsteðjandi ógn
Enn eitt árið gerist það að fiskteg-
undin makríll (sem margir kalla
rottu hafsins) veður uppi í landhelgi
okkar Íslendinga, til mikils tjóns
fyrir hefðbundna fiskstofna og
fuglalífið við nánast alla strandlengj-
una. Við sitjum allalvarlega í súp-
unni og neyðumst til að verjast
ásókn kykvendisins, líkt og menn
myndu berjast gegn alvörurottu-
plágu – það er, reyna að útrýma
óværunni! Með öllum tiltækum ráð-
um; veiðum til manneldis, veiðum til
bræðslu, eldsneytisframleiðslu,
áburðargerðar og rækjuræktar (afl-
inn látinn sökkva skipulega til
botns), svo fátt eitt sé nefnt, mis-
kostnaðarsamt og ekki á allra færi.
Mér hugnast ekki útrýming með
sprengiefnum eða eitri – en með
hefðbundnum aðferðum má að
minnsta kosti draga úr tjóninu.
Hvað er verið að fjasa um samn-
inga við aðrar þjóðir? Við hljótum að
vera í fullum rétti til að drepa eins
mikið og unnt er af þessum illvíga
innrásarfiskstofni sem ógnar sjálfri
lífsafkomu þjóðarinnar í eigin lög-
sögu.
Er það ekki í rauninni sú tilhneig-
ing íslenskra útvegsmanna að skapa
auð úr aflanum og framfarir til sjós
og lands sem fer í taugarnar á er-
lendum vinaþjóðum okkar, líkt og á
sumu samfylkingarfólki og vinstri-
grænum, sjáandi jafnan ofsjónum,
fyllt firrum og sér jafnvel rautt, þeg-
ar sökkhlaðin fiskiskip koma til
hafnar? „Hvaða útgerðarmaður er
að græða núna? Í það minnsta ekki
ég!“
Okkar ágætu nágrannaþjóðir,
ekki síst Bretar með alla sína stór-
kostlegu vísindamenn, hljóta að
skilja að Íslendingum er nauðsyn ein
að minnka makrílstofninn í land-
helginni um a.m.k. 500-600 þúsund
tonn á ársgrundvelli – til að vernda
sandsíli, laxaseiði og öll önnur seiði,
að viðbættum obbanum af öðrum
kvikum lífverum í hafinu sem „rott-
an“ ræður við og rænir frá okkur.
PÁLL PÁLMAR
DANÍELSSON,
leigubílstjóri.
Eðlileg viðbrögð við aðsteðjandi ógn
Frá Páli Pálmari Daníelssyni
mbl.is
alltaf - allstaðar
Skráning í “Græna Korts Happdrættið” 2014 hefst 2. Október 2012.
Þeir aðilar sem vilja taka þátt í happdrættinu verða að skrá sig inni á sérstakri
heimasíðu á vegum Bandaríska Ríkisins.
Vefslóðin fyrir skráningu í Græna Korts Happdrættið 2014 er www.dvlottery.state.gov og
verður skráning opin frá 2. Október 2012 til kl. 16:00, að íslenskum tíma, 3. Nóvember
2012.
Vinsamlegast athugið að þetta er eina heimasíðan á vegum Bandaríska Ríkisins sem ætluð
er til skráningar í Græna Korts Happdrættið.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Bandaríska Sendiráðsins:
http://iceland.usembassy.gov
Skráning í “Græna Korts Happdrættið”
E M B A S S Y O F T H E U N I T E D S TAT E S