Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
✝ SvanhildurSigurjónsdóttir
hjúkrunarfræð-
ingur fæddist í
Reykjavík 16. apríl
1932. Hún lést á
Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum
20. september
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín
Guðnadóttir hús-
freyja frá Skarði í Landsveit, f.
11.12. 1904, d. 30.8. 1970, og
Sigurjón Sigurjónsson vélstjóri
frá Stuðlum í Norðfirði, f.
16.10. 1903, d. 22. júní 1971.
Svanhildur, eða Svana eins
og hún var kölluð, var elst
þriggja systkina. Systkini henn-
ar eru: 1) Hjördís, f. 1933, hús-
freyja, Seltjarnarnesi, maki
Markús Þórhallsson. 2) Guðni,
f. 1934, vélstjóri, Seltjarn-
arnesi, maki Steinunn Stein-
arsdóttir.
Svanhildur ólst upp á Ás-
vallagötu í vesturbæ Reykjavík-
ur. Hún stundaði nám í Miðbæj-
arbarnaskólanum og síðar
Gagnfræðaskóla Ingimars Jóns-
sonar. Uppvaxtarár sín dvaldi
hún á sumrin í Skarði, austur í
maki Marteinn Jónasson. Stjúp-
dóttir Svanhildar er Hrafnhild-
ur Jóhannsdóttir, f. 8.8. 1947,
sambýlismaður Valgarður
Gunnarsson. Barnabörn Svan-
hildar eru 11 og lang-
ömmubörn tvö.
Árið 1981 flutti Svanhildur
til Reykjavíkur og settist að á
ný í gamla góða Vesturbænum
sínum, enda KR-ingur alla tíð.
Þar bjó hún lengst af við Fram-
nesveg og síðar á Fornhaga.
Starfaði hún frá þeim tíma sem
hjúkrunarfræðingur á Land-
spítalanum við Hringbraut, á
handlækningadeild 13d. Síðasta
hluta starfsævi sinnar vann hún
á hjúkrunarheimili Hrafnistu.
Vorið 1984 réð Svanhildur sig í
sumarvinnu við hjúkr-
unarfræðistörf í Kaupmanna-
höfn og varð sú borg hennar
starfsvettvangur í ein fjórtán
sumur þar á eftir. Lengst af
vann hún á De Gamles by, öldr-
unarsjúkrahúsi þar í borg.
Eftir aldamótin fór að bera á
alvarlegum veikindum sem
Svanhildur glímdi við síðan.
Frá 2007 dvaldi hún á hjúkr-
unarheimilinu Eir í Reykjavík
til ársins 2011 að hún fluttist til
Eyja, þar sem hún naut frá-
bærrar umönnunar á Hraun-
búðum, meðal annars hjá fyrr-
verandi samstarfskonum sínum.
Útför hennar fer fram í
Skarðskirkju á Landi laug-
ardaginn 29. september 2012
og hefst athöfnin kl. 14.30.
Landsveit, á æsku-
slóðum Kristínar
móður sinnar og
var sá staður henni
alla tíð mjög kær.
Árið 1951 innrit-
aðist Svanhildur í
Hjúkrunarkvenn-
askóla Íslands. Á
námstímanum
starfaði hún við
hjúkrun á Land-
spítalanum og síð-
ar á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja, en þangað réðst
hún fyrst sem hjúkrunarnemi
1952. Eftir útskrift sína vorið
1954 flutti hún til Eyja og bjó
þar næsta aldarfjórðunginn,
þar sem hún giftist og bjó sér
heimili ásamt fjölskyldu sinni
er hún eignaðist í Eyjum. Eig-
inmaður Svanhildar var Jóhann
Friðfinnsson frá Vest-
mannaeyjum, f. 3.11. 1928, d.
13.9. 2001. Þau skildu.
Börn Svanhildar og Jóhanns
eru: 1) Ástþór, f. 21.6. 1955,
maki Katrín Ævarsdóttir. 2)
Kristín, f. 11.1. 1960. 3) Jóhann
Þorkell, f. 11.5. 1961, maki
Hildur Halldórsdóttir. 4) Davíð,
f. 21.6. 1965, maki Ingrid Ker-
telhein. 5) Vigdís, f. 3.10. 1969,
Ég er friðlausi fuglinn,
sem flýgur í norðurátt,
er syngjandi svanir líða
suður um heiðið blátt.
(Davíð Stefánsson)
Á kveðjustund þegar ég minn-
ist móður minnar er efst í huga
þakklæti fyrir það ríkulega vega-
nesti í æsku sem ég fékk frá þess-
ari einstöku gæðakonu. Ferðir
Sindbaðs sæfara, þrautir Herak-
lesar, sérviskulegar glettur Nas-
reddins hodja og raunir Bláskjás,
ásamt ljóðum Davíðs um hrafna-
móðurina, Afríku Kobba, og
stúlkuna sem drakk í sig blóðið,
auk allra hinna ljóðanna og sagn-
anna sem hún las. Það glæddi
hugmyndaflug smádrengs, fyrir
tíma sjónvarps, rétt eftir miðja
öldina úti í Eyjum. Auk annars at-
lætis sem hún veitti mér.
Að vera farangur í „Litla ferða-
félaginu“ á tíðum ferðum suður til
Reykjavíkur til ömmu og fólksins
á Ásvallagötunni var stórfínt
hlutskipti drengs utan af landi á
sjöunda áratugnum, sem fékk að
valsa í tveimur spennandi heim-
um. Leikhúsferðir og tónleikar
skipuðu einnig sess í uppeldis-
fræðum hennar. Sumarferðir fjöl-
skyldunnar austur í sveitir og
ferðalög um landið. Góðar minn-
ingar eru á endanum mestu verð-
mætin og það er aldeilis nóg af
þeim, þar sem mamma kom að.
Með Canon-vélina sína var hún
síðan ötul að skrásetja heimilislíf-
ið.
Merkilegar þóttu mér sögur
hennar frá Reykjavík hernámsár-
anna, af svörtum markaði í
skápnum hjá ömmu og smástelp-
ur á hlaupum undan loftvarnar-
merkjum. Heimsstyrjöldin síðari
hafði bein áhrif á Ásvallagötunni.
Sigurjón faðir hennar bjargaðist
við illan leik úr hafinu nærri
strönd Skotlands þegar Dettifoss
varð fyrir tundurskeytaárás
þýsks kafbáts og tilveran á æsku-
heimili mömmu varð aldrei söm á
eftir.
Mamma ákvað það kornung að
læra hjúkrun, þar sem hún lá
rúmföst með skarlatssótt, í
sóttkví á Farsóttarheimilinu eins
og tíðkaðist að gera í hennar upp-
vexti, og seinna átti hún eftir að
starfa við hjúkrun í nærri hálfa
öld.
Mikið öryggi í því, fannst mér,
að eiga móður sem var hjúkrun-
arkona. Og það fengum við svo
sannarlega að reyna mín litla fjöl-
skylda þegar nafna hennar og
fyrsta barnabarn kom í heiminn.
Seinna lauk hjónabandi hennar
í Eyjum og hún flutti burt, þegar
tvær sómamanneskjur skildu, en
nýstofnuð fjölskylda mín safnað-
ist fljótlega á eftir henni til
Reykjavíkur.
Margs er að minnast frá góð-
um stundum. Kaupmannahöfn
þegar rómantíkerinn Svana litla
Sigurjóns réð sig sumarlangt á
sjúkrahús í borginni við sundið og
við komum í heimsókn. Þau urðu
síðan á endanum nokkuð mörg
vinnusumrin hjá henni þar í borg
og reyndar einnig einn vetur.
Langar vaktir á Lansanum eða
Hrafnistu drógu ekkert úr því að
hún töfraði fram veislur fyrir sitt
fólk og þurfti ekki langan undir-
búningstíma eða græja það sem
um var beðið. Greiðvikin og ein-
staklega viðræðugóð.
Fjölskyldumáltíðin, „beinlaus-
ir fuglar“, eftir uppskrift frá
ömmu Stínu, var alltaf tilhlökk-
unarefni og hér eftir fjölskyldu-
hefð, helguð góðum minningum.
Jæja, mamma mín, þá verður
þetta ekki lengra hjá okkur. Þú
varst hvíldinni fegin í lokin. Ég
þakka fyrir öll góðu árin sem við
fengum saman og óska þess að nú
ferðist þú heilbrigð og sæl um
Sumarlandið.
Ástþór.
Ég tel mig lánsama að hafa átt
svo góða tengdamömmu eins og
Svönu.
Okkar fyrstu kynni voru á Ás-
vallagötunni haustið 1973. Hún
horfði sposk á þessa stelpu sem
var mætt inn á gólf með elsta syni
hennar. Held hún hafi hugsað að
þetta væri nú ekki rétti pakkinn
fyrir hann.
En frá þessum fyrsta degi og
alla daga eftir það áttum við gott
samband sem aldrei bar skugga
á. Svana var einstaklega næm og
fann um leið ef eitthvað var að og
kom það best í ljós þegar nafna
hennar kom í heiminn. Þá var gott
að eiga hana hjúkrunarkonuna
að, við hliðina á sér og sjá til þess
að allt bjargaðist á endanum.
Þetta voru góð ár sem við áttum
saman í Eyjum. Svana var ein-
staklega myndarleg húsmóðir þó
að hún væri i fullri vinnu á sjúkra-
húsinu þar sem hún kunni best
við sig, að hjálpa öðrum. En hús-
móðirin Svana var ekki í vanda
með að halda stór matarboð, eða
prjóna heilu peysurnar.
Og síðan árin okkar í Reykja-
vík eftir að við fluttum sama árið
frá Eyjum. Við vorum nú alltaf
meira fyrir höfuðborgina við
Svana. Með þrjá unglinga á skóla-
aldri og í fullri vinnu ásamt auka-
vöktum bjó hún sínum gott heim-
ili á Framnesveginum þar sem við
öll fjölskyldan hittumst reglulega
og áttum okkar góðu stundir. Eft-
irminnileg bollukaffi og stórboð
með beinlausum fuglum. Þá átt-
um við margt skemmtilegt spjall-
ið á gamlárskvöldi sem stóð
gjarnan vel fram á nýársnótt, á
Frakkastígnum og síðar í Langa-
gerði.
Hún tengdamóðir mín var mik-
ill Vesturbæingur alla tíð, meira
að segja löngu seinna eftir að hún
var komin á hjúkrunarheimilið
Eir, austur í bæ, sagðist hún vera
fegin því að hafa aldrei farið úr
Vesturbænum.
Og hún var einnig alla tíð gall-
harður konungssinni og ekki bara
að hún fylgdist vel með gangi
mála í Amalíuborg, í gegnum
dönsku blöðin, þá vann hún mörg
sumur við hjúkrun í Kaupmanna-
höfn og bjó þá á Friðriksbergi,
hvar annars staðar. Við áttum
góða daga þar saman í fyrstu
vinnuferðinni hennar í Höfn og
síðan aftur tuttugu árum síðar
þegar fóru fjórir ættliðir, með
tengdamömmu, ömmu og lang-
ömmu í jólatívolíið 2006 og það
var eftirminnileg skemmtiferð.
Það reyndist síðasta ferðin henn-
ar til Kaupmannahafnar. Og þótt
minnið hafi eitthvað verið farið að
gefa sig þegar hér var komið, þá
stóð hún ekki í henni danskan, ef
hún þurfti að ræða við þær af-
greiðslukonurnar í verslununum
á Strikinu.
Eftir að við fjölskyldan vorum
flutt að hluta til vestur á land átt-
um við alltaf sérstaklega notaleg-
ar stundir saman yfir áramótin í
Dal á Snæfellsnesi á meðan heilsa
hennar leyfði.
Síðustu árin voru Svönu erfið
og okkur öllum, því í veikindum
sínum hvarf hún okkur og sjálfri
sér þessi einstaka kona, inn í ann-
an heim. Og það var sorglegur
tími en lærdómsríkur.
Við leiðarlok minnist ég hjálp-
semi þinnar og vináttu, og þakka
þér allt sem þú kenndir mér og ég
bý enn að.
Katrín Ævarsdóttir
Það var á svölum haustdegi í
Kaupmannahöfn sem ég hitti
Svönu fyrst og það var ekki laust
við að það gætti smá taugaveikl-
unar hjá mér því ég var að hitta
verðandi tengdamóður mína í
fyrsta skipti. En áhyggjur mínar
voru að sjálfsögðu óþarfar. Við
náðum strax vel saman yfir öl-
glasi við Svana og hefðbundið
„tengdamömmu“-grín átti aldrei
við um samskipti okkar eftir það.
Svana hafði mjög gott skop-
skyn og það var oft mikið hlegið
og ég kunni alltaf sérstaklega vel
að meta það að hún hló líka þegar
ég sagði henni lélega brandara
sem er list sem ekki allir kunna.
Svana var mikil stemningskona
og eftir að ég kom í fjölskylduna
var hún alltaf með okkur á jólum
og áramótum og oftar en ekki líka
Kristín og strákarnir og þá var
hún í essinu sínu – fullt af fólki og
mikið fjör – og það var greinilegt
að Svana var stolt af sínu fólki.
Ólíver, sonur okkar Vigdísar,
var mikill ömmustrákur og það
var alltaf gaman hjá þeim. Það
verður að segjast að þolinmæði
hennar gagnvart drengsa litla var
óendanleg og það er ekki til það
Playmobil-sett sem hann náði
ekki að plata út úr ömmu sinni í
gegnum tíðina. Þegar fór að örla á
sjúkdómnum sem lagðist á Svönu
var Ólíver fljótur að átta sig á því
að hann gat látið ömmu lesa sömu
bókina aftur og aftur og aftur –
hann þurfti bara að bíða í nokkrar
mínútur og þá var amma búin að
gleyma að hún hafði lesið bókina
og það væri alveg sjálfsagt að lesa
hana fyrir hann sem það væri í
fyrsta sinn. Og sem betur fer man
hann bara eftir ömmu sinni að-
eins gleyminni en frábærri
ömmu.
Fyrir okkur hin var það sorg-
legra en tárum taki að fylgjast
með hvernig sjúkdómurinn náði
tökum á henni og sjá hana hverfa
smátt og smátt inn í sinn eigin
heim. Sérstaklega var það erfitt
fyrir Vigdísi en fórnfýsi hennar
og umhyggja fyrir mömmu sinni
var aðdáunarverð því oft á tíðum
var það mjög erfitt og sérstaklega
í seinni tíð.
Það var mikil blessun þegar
Svana fékk inni á Elliheimilinu í
Vestmannaeyjum og eyddi þar
síðustu misserum lífs síns í næsta
nágrenni við Kristínu og strákana
sem þreyttust ekki á að líta til
með henni fram á síðasta dag. Á
elliheimilinu starfar líka yndis-
legt fólk sem hugsaði mjög vel um
Svönu og á það miklar þakkir
skildar fyrir það og það var okkur
mikill léttir að vita af henni þar
þegar aðstæður urðu þess
valdandi að við Vigdís fluttum ut-
an.
Það eru góðar og fallegar
minningar sem ég á um Svönu
Sigurjónsdóttur og ég sendi börn-
um hennar, ættingjum og vinum
samúðarkveðjur.
Marteinn Jónasson.
Í huganum á ég stórt minn-
ingahólf sem mér þykir óskaplega
vænt um, merkt ömmu Svönu.
Framan á því er mynd af ömmu
úr fallega bleika albúminu hennar
sem ég skoðaði oft sem stelpa.
Myndin er tekin þegar amma er í
kringum tvítugt og ég man eftir
að hafa sagt henni að hún væri
svo falleg á myndinni að hún hefði
átt að verða kvikmyndastjarna.
Amma gaf lítið fyrir það enda
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa
snemma fundið sína köllun,
hjúkrun, sem hún nam og starfaði
við í hálfa öld. Sjálf áttaði ég mig
líka fljótlega á því að þar sem ég
ætti hjúkrunarkonunni ömmu líf
mitt að þakka mætti ég vera fegin
að henni sjálfri skyldi aldrei hafa
komið það í hug að verða kvik-
myndastjarna.
Ein elsta minning mín um
ömmu er frá því ég er þriggja ára.
Við stöndum saman í anddyri
sjúkrahússins í Vestmannaeyjum
eftir jólaball. Hún dregur upp úr
töskunni sinni tvo fallega svani til
að hengja á jólatré og gefur mér
annan. Ég hafði aldrei séð nokkuð
fallegra enda vorum við báðar
sérlega veikar fyrir öllu sem
tengdist svönum. Þarna leið mér
eins og við amma hefðum innsigl-
að fóstbræðralag okkar á milli,
svo hátíðleg var þessi stund.
Fuglinn hengdi ég á tréð hver jól
og þótti vænt um að vita af syst-
ursvaninum á trénu hjá ömmu.
Svanhildur
Sigurjónsdóttir
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
www.kvedja.is
Nyútfararstofa
byggð á traustum grunni
´
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, dóttir og systir,
JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
Melási 11,
Garðabæ,
lést sunnudaginn 23. september á krabba-
meinsdeild Landspítalans við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 4. október
kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimahjúkrun Karítas
og krabbameinsdeild 11-E.
Hafþór Árnason,
Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, Magnús Már Magnússon,
Hanna Björk Hafþórsdóttir, Sveinbjörn Hólmgeirsson,
Ólafur Árni Hafþórsson, Hanna S. Steinarsdóttir,
Helga María Hafþórsdóttir,
Sigríður Benediktsdóttir,
Sigurvin Ólafsson, Svandís Sigurðardóttir,
Ríkey, Ísak, Bergur, Sara,
Hafþór, Freyr og Aníta Máney.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og tengdasonur,
EINAR RAFN INGVALDSSON,
Vesturtúni 57,
Álftanesi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 24. september.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn 8. október
kl. 13.00.
Katrín Jónína Gunnarsdóttir,
Ingvaldur Þór Einarsson, Brynja Blanda Brynleifsdóttir,
Ari Rafn Einarsson,
Rakel Einarsdóttir,
Maríanna Björg Ingvaldsdóttir,
Einar Helgi Ingvaldsson,
Guðrún Halldórsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN GUÐLAUG
SIGURGEIRSDÓTTIR,
Skarphéðinsgötu 4,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn
26. september.
Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. október
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort
Félags aðstandenda heimilisfólks á Droplaugarstöðum sem
fást á skrifstofu Droplaugarstaða.
Sigurgeir A. Jónsson, Þóra Hafsteinsdóttir,
Sonja B. Jónsdóttir, Guðmundur Kristjánsson,
Ívar Jónsson, Lilja Mósesdóttir,
Fannar Jónsson, Elísabet S. Auðunsdóttir,
Jón Þór Sigurgeirsson,
Guðrún Iðunn Sigurgeirsdóttir, Einar Bjarni Sigurðsson,
Birkir Kristján Guðmundsson,
Jón Reginbald Ívarsson,
Hrafnhildur Fannarsdóttir,
Fannar Gunnsteinsson,
Óskar Þór Einarsson,
Sigurgeir Egill Einarsson.