Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 49
Síðar þegar ég varði jólum í Kaupmannahöfn þar sem ég var við nám var mitt fyrsta verk í jóla- undirbúningi að fá svaninn minn sendan, annars yrðu engin jól! Amma var mikill forkur og vann einnig mikið. Veislur hristi hún fram úr erminni og ég skil ekki hvernig hún gat gefið mér svo mikinn tíma miðað við allt sem hún hafði fyrir stafni. Í minningahólfinu er fjöldi bæjarferða sem sumar leiddu okkur í heilmikil ævintýri, bíó- og leikhúsferðir og göngur um Kaupmannahöfn sem var mikill uppáhaldsstaður okkar beggja. Fundir fóstbræðralagsins okkar urðu einnig ófáir í formi notalegra samverustunda; með súkkulaði að narta í, að lesa Familie Journalen og spjalla. Amma kunni svo vel að setja eigin minningar fram á svo lifandi hátt að mér fannst ég hljóta að hafa upplifað allt líka. Við rifjuðum oft upp sameiginleg- ar stundir frá Kaupmannahöfn og einnig ýmsar sögur sem við elsk- uðum að segja og heyra aftur og aftur. Þær allra bestu voru sög- urnar sem amma gat aldrei klár- að að segja án þess að vera farin að gráta um leið og hún hló sínum innilega hlátri. Það voru öfundsverð forrétt- indi að eiga ömmu sem einnig var góð vinkona mín. Amma Svana varð aldrei gömul í anda og ég er ákaflega þakklát fyrir þá góðu vináttu sem við áttum og byggðist á gagnkvæmri virðingu og því að eiga margt gott að gefa hvor ann- arri. Hún amma var næm á til- finningar, það var einn hennar ljúfasti eiginleiki í gleði jafnt sem sorg. Það var einnig ómetanlegt að fylgjast með henni „ömmu löngu“ í spjalli og leik við syni mína. Elsku amma. Nú ertu komin til þeirra sem þú elskaðir svo heitt en fóru á undan þér í Sumarlandið – og kannski þú rekist líka á eitt- hvað af góðu fólki sem kann sög- urnar sem við óskuðum að húsin og trén í Kongens København gætu sagt okkur. Takk fyrir allt. Þín Svanhildur. Amma Svana var fyndin, skemmtileg, hlý og góð. Hún var best í því sem ömmur eiga til að gera, að dekra barnabörnin sín. Það var alltaf svo gaman að fara í heimsókn til ömmu, hún sá alltaf til þess að eiga til nóg af súkku- laðirúsínum, Diet Coke og Bug- les. Það var bara svo gott að vera hjá ömmu því hún hafði svo gam- an af því að vera með okkur. Amma var alltaf til í að spila, kenna okkur kapal, segja sögur (sem hún átti meira en nóg af), hún var alltaf til í að hlusta á okk- ur og það skipti ekki máli hversu oft við sögðum sömu brandarana, hún hló alltaf jafn mikið. Amma horfði með okkur á bíó- myndir og hvort sem það var Mary Poppins, Fríða og dýrið eða Mr. Bean þá hló hún alveg jafn mikið og við, ef ekki bara meira. Hún var mikil prjónakona, og njótum við ennþá góðs af því. Amma var líka ofur-amma, hún var hjúkrunarfræðingur svo ef eitthvað var að þá var alltaf best að spyrja bara ömmu, enda átti hún svar við öllu. Okkur þótti líka merkilegt að hún færi til útlanda að vinna sem hjúkka og mikið var gaman að heimsækja hana í Kaupmannahöfn, þar fannst henni gott að vera – enda voru dönsku blöðin aldrei langt undan þar sem amma var annars vegar. Við eigum skemmtilegar minn- ingar með ömmu í Tívolí. Það var erfitt að horfa á ömmu hverfa frá okkur smátt og smátt, því er gott að vita að nú er hún komin á betri stað, alveg eins og hún á að sér að vera. Fyndna, skemmtilega, hlýja og góða elsku amma Svana. Elskum þig og söknum, Helena, Tómas Aron og María Kristín. Svana frænka mín fékk hvíld- ina á Dvalarheimilinu Hraunbúð- um í Vestmanneyjum eftir margra ára baráttu við alzheimer. Þær mamma voru systkinadætur og góðar vinkonur alla tíð. Mamma alin upp í Landsveitinni þar sem heimsóknir til systranna Svönu og Dísu til Reykjavíkur voru svo sannarlega tilhlökkunar- efni. Ég man snemma eftir þessari flottu frænku minni sem giftist til Vestmannaeyja og átti fimm börn á aldur við okkur systur. Alla tíð hefur samgangur verið mikill og góð vinátta á milli fjölskyldnanna. Svana var skemmtileg kona með mikinn húmor og dillandi hlátur. Hún var vinsæl sem hjúkrunarkona og eignaðist vini víða. Hún var glöð á góðri stund og kunni að njóta augnabliksins. Oft hugsa ég um það þegar hún lagði land undir fót á fullorðins- aldri og fór í sumarvinnu til Kaupmannahafnar eins og unga fólkið gerir. Í nokkur ár eftir að Svana flutti suður kom ég jafnan í byrjun febrúar til hennar til að gera fyrir hana skattskýrsluna. Þar var tek- ið á móti mér með kostum og kynjum. Alltaf fór maður í burtu saddur og sæll og með góða mat- aruppskrift upp á vasann. Í ágúst hitti ég Svönu í Vest- mannaeyjum. Það var sorglegt að sjá hvernig sjúkdómurinn hafði rænt hana minninu og getunni til samskipta. Hennar dillandi hlát- ur var að fjara út. Ég sá á henni að nú var komið nóg. Munu þær nú hvíla saman vinkonurnar í Skarðskirkjugarði þar sem upp- hafið og ræturnar liggja. Ég kveð þig, frænka – takk fyrir allt. Birna Einarsdóttir. Árið 1975 fluttist ég ásamt eig- inmanni mínum til Vestmanna- eyja. Á vegi mínum þar varð margt gott fólk. Þar á meðal Svana sem nú er kvödd. Svana var geislandi og létt í fasi. Ávallt tilbúin að gefa af sér og liðsinna sínu samferðafólki en sjálf þurfti hún svo lítið að þiggja. Svana var hjúkrunarfræðingur og í því starfi nutu mannkostir hennar sín vel. Það var bæði lærdómsríkt og gott að vinna með Svönu við hjúkrun. En best var þó vinátta hennar, sem vel er varðveitt. Með virðingu og þökk kveð ég Svönu sem á vegi mínum varð fyr- ir tæpum 40 árum. Ástvinum hennar sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Svönu. Katrín Þórlindsdóttir. Við vorum átta í saumaklúbbn- um, er Svana sú fyrsta sem kveð- ur. Við komum saman þessar fimm, sem enn erum í Eyjum, til að setja línur á blað og minnast gömlu, góðu daganna, þegar við vorum allar ungar og léttar á fæti og alltaf var sól og sumar. Við vorum tiltölulega nýgiftar og vor- um á þessum árum að hlaða niður yndislegum börnum okkar. Við vorum svo þurfandi fyrir að hitt- ast, tala saman og slappa af eftir annríki dagsins, að okkur datt ekki annað í hug en að hafa saumaklúbbana í hverri viku og stóðu herlegheitin oft langt fram á nótt. Svana fór snemma af stað og tíndi okkur allar upp í bílinn og kom okkur á áfangastað, enda var hún sú fyrsta, sem hafði bíl til um- ráða. Oft var mikið fjör í þessum ferðum, einkum á snjóþungum vetrum, þegar allir þurftu að fara út og ýta. Svana var hin „týpíska“ ofur- húsmóðir eins og við sáum í dönsku og amerísku blöðunum með ryksuguna í annarri hend- inni og hrærivélina í hinni. Hún átti sérlega myndarlegt og fallegt heimili með manni sínum Jóhanni Friðfinnssyni. Hún saumaði og prjónaði út í eitt og hnallþórurnar hennar voru sko ekkert slor. Fljótlega fæddust börnin hvert af öðru, Ástþór, Kristín, Jóhann Þorkell, Davíð og Vigdís. Árið l957 fæddist þeim and- vana drengur. Þá var ekkert sem hét sorgarferli og engin sálfræði- hjálp til að takast á við sorgina, maður þurfti bara að rétta úr kútnum og bera sig vel. Við viss- um ekki fyrr en löngu seinna hví- lík áhrif þetta hafði á Svönu og líf hennar. Hún hafði því miður alltaf mikla innilokunarkennd hér í Eyjum og við vissum að hennar staður var Reykjavík. Oft keyrði hún upp á flugvöll og horfði með tárin í augunum á eftir flugvél- unum, sem fóru til Reykjavíkur. Haustið 1972 leysti hún Unni Gígju af á Heilsugæslustöðinni, þegar hún fór í framhaldsnám til Noregs. Svo kom gosið í janúar 1973 og var starfsemin flutt til Reykjavík- ur og Svana hugsaði um ung- barnaeftirlitið og aðra Vest- mannaeyinga. En það fer ekki alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Smám saman raknaði hjónaband- ið upp og upp úr 1980 fluttist hún til Reykjavíkur og bjó þar með börnum sínum sem öll fóru í framhaldsskóla. Hún vann á draumastaðnum Landspítalan- um. Svo fór hún oft til Danmerkur og vann þar lengri eða skemmri tíma. Síðustu árin vann hún svo á DAS. Svo kom þessi andstyggðar sjúkdómur Alzheimer og læddist að henni eins og svo fjöldamörg- um öðrum. Fyrir tveimur árum kom hún svo hingað heim á Hraunbúðir og þar leið henni eins vel og hægt var. Þótt hún væri kannski ekki alveg viss hver væri hver af gömlu vinkonunum, þá lifnaði samt yfir henni þegar hún sá okkur. Í apríl sl. var haldið upp á 80 ára afmælið hennar með bakkelsi og sérrílögg. Guðbjörg mætti með gömlu saumaklúbbs- myndina, sem tekin var á ljós- myndastofu. Þá brosti okkar kona blítt. Við sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra, systkinum, hollsystrum og vinum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Elsku Svana, vertu Guði falin og hafðu þökk fyrir allt og allt. Gamli saumaklúbburinn, Þóra, Guðbjörg Hólm- fríður, Kristín, Unnur Gígja, Steina og Sigurborg. Svana skólasystir okkar er nú fallin frá og við fylgjum henni til hinstu hvílu með söknuði. Okkar fyrstu kynni voru fyrir rúmum 60 árum í dagstofu Hjúkrunarskóla Íslands, sem þá var til húsa á 3. hæð Landspít- alans. Við vorum ungar, lífsglaðar og eftirvæntingarfullar, en mark- miðið var það sama hjá okkur öll- um, að hefja nám í hjúkrun. Góð vinátta tókst með okkur holl- systrum, sem hefur haldist alla tíð. Svana starfaði allan sinn starfsaldur við hjúkrun, hún var farsæl í starfi og eftir því tekið hvað hún sinnti sjúklingum sínum af mikilli alúð. Hún hafði afskap- lega þægilega nærveru og var glettin og skemmtileg á góðri stund. Svana átti stóra fjölskyldu sem hún hugsaði vel um enda bæði vinnusöm og myndarleg til allra verka. Á kveðjustund þökkum við Svönu fyrir samfylgdina og send- um börnum hennar og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð blessa þau öll. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Blessuð sé minning Svanhildar Sigurjónsdóttur. Fyrir hönd hollsystra, Jónína Nielsen. MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 ✝ Guðný Bergs-dóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1944. Hún lést í Kaup- mannhöfn 25. júlí 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón- ína Sveinsdóttir húsfrú, f. 18.2. 1917, d. 9.3. 1974, og Bergur Pálsson, skipstjóri, f. 13.9. 1917, d. 14.11. 1991. Systkini Guðnýjar: Guð- mundur, samfeðra, f. 1942. Maki Sigríður Jóhannsdóttir, f. 1946. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Páll, f. 1945, d. 1992. Maki Helga Guðnadóttir, f. 1953. Þau eiga tvo syni. Áður átti Páll þrjár dætur. Barnabörn eru átta. Þórunn, f. 1947. Fyrri maki Friðrik Steingrímsson, f. 1945. Þau eiga fjögur börn sam- an. Seinni maki Helgi Þor- steinsson, f. 1936, d. 2008, hann á tvö börn. Helgi og Þórunn eiga þrettán barnabörn saman. Guð- rún, f. 1949. Maki Páll Sigurð- arson, f. 1948. Þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. Bergur, f. 1955. mannafélaginu. Var blaðamað- ur hjá Amagerblaðinu og Fre- deriksbergsblaðinu í mörg ár. Um tíma sinnti hún frétta- mennsku hjá íslenska ríkissjón- varpinu og vann fleiri störf. Síð- asta starf hennar var hjá Den Danske blindesamfund, var rit- stjóri blaðsins þeirra og sá um námskeið og fleira þar til hún hætti störfum. Áhugamál Guðnýjar voru bækur. Hún las allt sem hún náði í og keypti sér mikið af góð- um bókum til lestrar, enda var hún fróð og lét öll mál sig skipta, stór og smá, heimsmál og landsmál. Síðustu árin fór hún mikið á bókasafn nálægt heimili sínu á Frederiksberg og náði sér í allar tegundir bókmennta til lestrar. Guðný talaði móðurmál sitt mjög vel. Hún heimsótti föð- urlandið á nokkurra ára fresti, síðast 2011, og var þá hér um tveggja mánaða skeið. Henni fannst gott að koma heim og hitta allt sitt fólk, bæði ættingja og vini, sem hún átti mikið af á Íslandi. Guðný var jarðsungin í kyrr- þey að eigin ósk, hinn 8. ágúst sl. í Kaupmannahöfn. Jarðsett var í Sondermark-kirkjugarði, Rosk- ildevej 54, Kaupmannahöfn, við hlið Birgit, eins og hún sjálf vildi. Guðný giftist Hólmari Krist- mundssyni, þau skildu. Hún giftist í Danmörku Birgit Reinholdt Nissen f. 1954, d. 1996. Guðný var barn- laus. Guðný fluttist til Akureyrar ung að árum með for- eldrum sínum og bjó þar öll sín bernskuár. Gekk í Barnaskóla Akureyrar og út- skrifaðist frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1960. En leiðin lá snemma til útlanda, þar sem hún vann á fæðingarheimili í Kaup- mannahöfn í eitt ár og var í London sem „au pair“ í eitt ár. Kom aftur heim og vann þá m.a. í móttökunni á Hótel KEA og á Ferðaskrifstofunni Sögu. Flutt- ist síðan til Reykjavíkur og vann á skrifstofu hjá Ellingsen í nokk- ur ár, gerðist síðan blaðamaður hjá dagblaðinu Tímanum. Um 1975 fór hún til náms í blaða- mennsku í London og lauk þar prófi. Fluttist síðan til Kaup- mannahafnar og bjó þar síðan. Var félagi í danska blaða- Elsku stóra systir. Þú yfir- gafst okkur allt í einu. Sofnaðir bara si svona. Hjartað gaf sig. Þér varð að ósk þinni, þú fórst á undan okkur systrum, varst hrædd um að lifa okkur. Við kom- um síðar, þá hittumst við öll aft- ur. Þér fannst þú bera ábyrgð á okkur yngri systkinum þínum frá því að við vorum lítil, því þú varst sú elsta og frekasta, sagðir þú. Þú skáldaðir margar góðar og spennandi sögur jafnóðum og þú sagðir okkur þær, stundum margra daga framhaldssögur og máttum við stundum greiða fyrir það, með smá klóri á bakið, til þess að fá framhaldið! Takk fyrir öll tölvubréfin, takk fyrir öll símtölin, takk fyrir að fylgjast alltaf með öllu sem var um að vera hjá mér og mínum, takk fyrir að muna alltaf eftir öll- um afmælisdögum í fjölskyld- unni, hringja og óska til ham- ingju, það var okkur mikilvægt. Takk fyrir alla umhyggju og ást sem þú sýndir okkur alla tíð. Takk fyrir allan pappírsútskurð og föndur sem þú sendir okkur í gegnum tíðina, algjör listaverk sem við eigum enn og munum njóta í framtíðinni við hátíðleg tækifæri. Ég á eftir að sakna alls þessa og hugsa þá til þín með þakklæti og söknuði. En lífið heldur áfram og við gerum það besta úr því sem við getum. Við töluðum oft um þetta og reyndum að vera bjartsýnar og jákvæðar, það er ekkert annað í boði. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir, ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir, daga’ og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er. Honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir, daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sb. 1945 – S. Kr. Pétursson) Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar saman í gegn- um lífið. Elsku syss, hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún systir og fjölskylda. Ég hitti Guðnýju Bergsdóttur í fyrsta skiptið í febrúar 1998. Það var þegar við Sveinn bróð- ursonur hennar komum til Kaup- mannahafnar, þar sem Sveinn var að fara spila á þorrablóti Ís- lendinga með hljómsveitinni 8- villt. Ég gleymi aldrei svipnum á Guðnýju þegar hún leit Svein fyrst augum. Ég gat lesið úr svipnum hennar að það var engu líkara en að Palli bróðir hennar stæði ljóslifandi fyrir framan hana. Sem kom einmitt síðar í ljós þegar hún sagði okkur frá upplifun sinni. Hún hafði ekki séð Svein í sex ár eða frá því að Palli pabbi hans var jarðaður. Frá þessari stundu mynduðu þau Sveinn órjúfanleg tengsl. Mér þótti yndislega vænt um Guðnýju. Hún var svo dásamlega blátt áfram og kom til dyranna eins og hún var klædd. Það var gaman að sitja með henni og hlusta á hana segja sögur af upp- vaxtarárum þeirra systkina og hvað hún elskaði mömmu sína, Jónínu Sveinsdóttur. Ég gat gleymt mér í þessum sögum og sá þau systkini fyrir mér á götum Akureyrar um miðja síðustu öld í leikjum með mömmu sinni þegar pabbi þeirra varði stórum hluta ársins á sjónum. Guðný sagði mér hvað það hefði tekið á hana að missa mömmu sína 1974 og hvað hún hefði þurft að taka sig saman í andlitinu til að lifa áfram án hennar. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst Guðnýju, hennar vegna fékk ég að heyra sögur af Palla, afa dætra minna, sem ég fékk því miður aldrei að kynnast. Hjá henni fékk ég að lesa gamlar gestabækur sem þau Palli áttu þegar þau bjuggu saman í Reykjavík. Hjá henni fann ég hlýju og væntumþykju í minn garð og okkar Sveins og stelpn- anna okkar. Hún kallaði okkur hnoðrana sína sem vísar til göt- unnar þar sem húsið okkar stendur, Hnoðravellir. Við skrif- uðumst á síðustu 14 árin. Guðný starfaði sem blaðamaður og kall- aði sig „blaðurmann“ sem var al- veg lýsandi fyrir hennar húmor. Hún var svo snjall og skemmti- legur penni, kankvís og kímin. Takk elsku Guðný mín fyrir samfylgdina, það er mér afar dýrmætt að hafa fengið að kynn- ast þér og takk fyrir alla þá væntumþykju sem þú sýndir mér og stelpunum mínum. Það eru margir sem taka á móti þér hinum megin, mamma þín og pabbi, Palli og Birgit. Samúðarkveðjur til fjölskyldu og ástvina Guðnýjar. Minning hennar lifir. Theódóra Friðbjörnsdóttir. Guðný Bergsdóttir ✝ Ástkær sonur, bróðir og frændi, JÓN HILMAR HÁLFDÁNARSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 17. september. Útför hans fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 1. október kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hálfdán Jónsson, Júlíus Atli Hálfdánarson, Lovísa Grétarsdóttir, Matthías Hálfdánarson, Brynja Guðmundsdóttir, Júlíana Gísladóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAIA SIGURÐARDÓTTIR sálfræðingur, lést fimmtudaginn 13. september. Útförin fór fram í kyrrþey. Sigurður Andri Sigurðsson, Maríanna Garðarsdóttir, Snorri Guðmundsson, Kristján Garðarsson, Marta Nordal og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.