Morgunblaðið - 29.09.2012, Page 54

Morgunblaðið - 29.09.2012, Page 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 ✝ AðalheiðurFranklínsdóttir fæddist á Litla- Fjarðarhorni við Kollafjörð 9. júní 1914. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sel- fossi 13. sept. 2012. Foreldrar henn- ar voru Franklín Þórðarson f. 11. nóv. 1879, d. 17. júlí 1940, frá Stóra- Fjarðarhorni og Andrea Jóns- dóttir, f. 20. sept. 1881, d. 12. jan. 1979, frá Miðhúsum. Systkinin voru Þórður, f. 1903, d. 1991, Sigurður, f. 1903, d. 1983, Herm- ína, f. 1906, d. 2000, Eggþór, f. 1908, d. 1994, Anna Margrét, f. 1910, Guðbjörg Magnea, f. 1912, d. 2005, Guðmundur Helgi, f. 1915, d. 2005, Hallfríður Nanna, f. 1916, Benedikt Kristinn, f. 1918, d. 2010, Jón Líndal, f. 1919, d. 1999, Margrét, f. 1922, Guðborg, f. 1924. Anna Margrét er búsett á Selfossi og Hallfríður Nanna, Margrét og Guðborg á Siglufirði. Aðalheiður hóf búskap í Steinadal 1934 með manni sín- um, Benedikt Þorbjarnarsyni, f. 20. sept. 1898, d. 10. janúar 1948, frá Steinadal og missti hann frá Guðjón, f. 1948, Jenný, f. 1951, Birna, f. 1953, Rut, f. 1954, Jó- hannes, f. 1956, Jens f. 1958. 2) Hallfríður, f. 1936, d. 2008. Bjó síðast í Hafnarf., maki Jón Þor- björn Hallfreðss., f. 1918, d. 1990. Börn Anna Heiðrún, f. 1957, Fjóla Líndal, f. 1961, Jóna Sigríður, f. 1967, Jónína Krist- rún, f. 1969, Benedikt Elvar, f. 1971. 3) Jón, f. 1938 á Kleif á Skaga, maki Sigurlaug Ólafsd., f. 1941. Börn Guðbjörg, f. 1963, Sævar Eiríkur, f. 1965, Að- alheiður Valgerður, f. 1966, Jón- as Líndal, f. 1968, Rúnar Már, f. 1973, Nanna Andrea, f. 1975. 4) Franklín, f. 1941, verslunarm. í Þorlákshöfn, maki Hallfríður María Höskuldsd., f. 1949. Börn Benedikt Heiðar, f. 1967, móðir Alda Kjartansd., f. 1942, Andrea Hlín, f. 1975, Ragnar Friðrik, f. 1977, uppeldisbörn Höskuldur, f. 1971, Hildur, f. 1973. 5) Gunnar, f. 1943, bús. í Mosfellsbæ, maki Steinunn Þorleif Hauksd., f. 1943. Börn Rannveig Brynja, f. 1970, móðir Sigríður Herdís Leósd., f. 1950, Ómar Ingi, f. 1981, uppeldisbörn Þorsteinn, f. 1961, Ester, f. 1962, Guðmundur, f. 1964, Kolbrún, f. 1967. 6) Stef- án, f. 1946, bús. á Akranesi, maki Vigdís Jóhannsd., f. 1948. Börn Jóhanna Arndís, f. 1966, d. 2002, móðir Guðríður Guðbjartsd., f. 1947, uppeldisbörn Katrín, f. 1966, Hilmar, f. 1968. Útförin fór fram í kyrrþey 22. september. Jarðsett var í Þor- lákshöfn sama dag. sex börnum 1948. Hún fluttist til Akraness sjö árum síðar og kynntist þar sambýlismanni sínum, Jónatani Líf- gjarnssyni, f. 4. júlí 1893, d. 17. feb. 1975, frá Mið- görðum í Kolbeins- staðahreppi en missti hann eftir skamma sambúð. Á Akranesi vann hún við fisk- verkun, síðan við afgreiðslu í mjólkurbúð og við skúringar. Eftir það varð hún vökukona á Sjúkrahúsinu á Akranesi, leit þar eftir, líknaði og huggaði þá, sem biðu dauðans. Það lífsstarf var henni kærast. Árið 1975 flutti hún til fjölskyldu sonar síns Franklíns í Þorlákshöfn. Ár- ið 2009 fór hún að Sólvöllum á Eyrarbakka. Um mánaðamótin ágúst-september 2012 flutti hún á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og andaðist þar hinn 13. sept- ember. Þeim Jónatani varð ekki barna auðið. Börn Aðalheiðar og Benedikts voru sex: 1) Þorbjörn, f. 1934, bús. í Reykjavík, maki Eygló Bára Pálmad., f. 1931. Börn Benedikt, f. 1959, Val- gerður, f. 1961, uppeldisbörn Aðalheiður Franklínsdóttir var ein af þeim alþýðukonum, sem ekki gleymast. Fals var ekki til í hennar huga. Hún kom til dyr- anna eins og hún var klædd, skörp í orðaskiptum, orðsnjöll, skýr í huga og hnyttin. Hún var ekki allra, virtist hrjúf aðkomu, en fáum duldist hlýjan sem undir bjó. Hún var vinavönd, vinaföst og raungóð. Hún hafði þurft að vinna hörðum höndum til að koma barnahópnum sínum til manns. Hún létti sér lífið við það að gera grín að sjálfri sér. Hún átti það til að vera góðlátlega stríðin. Það var öskudagur í Þorlákshöfn. Þá ganga börn búð úr búð og syngja fyrir sælgæti. Aðalheiður vaktaði búðina fyrir Franklín son sinn. Hópur eftir hóp hafði komið og fengið „nammi“ hjá Aðalheiði. Hún var þó farin að þreytast á fá- breyttu lagavali, einkum var hún orðin þreytt á Bjarnastaðabeljun- um og Gamla Nóa. Enn kom hóp- ur. Börnin spyrja, hvort þau megi syngja. Hún spyr hvað þau ætli að syngja og þau segja „Gamli Nói“. „Nei, ekki meiri Gamla Nóa í dag. Ef þið viljið fá nammi þá dugar ekkert minna en að syngja þjóð- sönginn.“ Ekkert barnanna treysti sér til þess og þau fóru út nammilaus og hugsuðu hvað til bragðs skyldi taka. Þá kom nýr og vonglaður hópur. Þau sem stóðu úti fyrir sögðu. „Það þýðir ekkert að fara inn. Þar er skrýtin kerling, sem heimtar að við syngj- um þjóðsönginn til þess að fá nammi. Aðalheiður skemmti sér konunglega yfir þessum við- brögðum, en opnaði svo og gaf krökkunum slurk af „nammi“, en sagði við þau að hér eftir dygði ekki neitt annað en að kunna þjóðsönginn ef þau ætluðu að fá nammi hjá sér. Þetta mun hafi haft tilætluð áhrif á krakkana. Okkur þótti undurvænt um Að- alheiði og komum til hennar oft. Hún var fróðleiksfús og fræðandi, fastur punktur í tilverunni hjá barnabörnum sínum og fleiri af- komendum. Hún var sagnaglöð og kvað fast að orði og var kjarn- yrt. Hún var ljóðelsk, fór oft með ljóð og ljóðabrot. Hún átti ekki langt að sækja áhugann. Faðir hennar var góður hagyrðingur. Hann kom út að morgni og sá að máninn skein hátt á himni, þótt sólin baðaði veröldina geislum sínum. Hann orti: Á himininn hvergi dregur dökkva dags- birtan ljómar úti og inni. Guð hefur alveg gleymt að slökkva á gömlu næturtýrunni sinni. Aðalheiður var glæsileg kona á yngri árum, há og virkjamikil en þó léttbyggð með þykkt og fallegt hár, sem hún hélt alla ævi. Augun voru móleit og snör. Hún var skarpleit og sköruleg í fram- göngu. Í herberginu hennar í „neðra“ hjá búðinni í Þorlákshöfn var mynd af fallegum manni. Það var Jónatan, fyrrverandi sam- býlismaður hennar. Ég fann, hve ástin var sterk eftir áratugi og bað hana um að halda á myndinni, svo að ég gæti tekið mynd af þeim báðum í einu. Svo færði ég henni mynd af mynd og þessa vísu með: Hrein og fögur hans var kynning, hrærði í brjósti streng. Yndisleg er endurminning um þann góða dreng. Fylgi Aðalheiði allt það besta. Innilegar samúðarkveðjur til barna, afkomenda, systra og frændliðs. Ólöf Erla Halldórsdóttir og Sigurður Sigurðarson dýra- læknir. Elsku amma, nú er biðin á enda og þú hefur fengið hvíldina. Ég á eftir að sakna þín mikið, þú varst mér við hlið frá því ég fædd- ist til síðasta dags. Ég átti alltaf athvarf hjá þér, mér fannst eins og ég ætti tvær mömmur því ég þurfti alltaf að fá leyfi hjá þér og mömmu, mamma var fyrst spurð því hún sagði yfirleitt já en þú sagðir ekki oft já. Ég var mjög ósatt lengi vel en núna er ég þakklát því það kenndi mér að þakka fyrir það sem ég fæ og njóta þess sem ég á. Þú sagðir mér sögur, sagan af Grýlu og Leppalúða var endalaus, þú fannst alltaf upp á einhverju nýju, minningin er eins og hún hafi spannað mörg ár. Þú söngst eða fórst með vísur, þú kunnir ógrynni af vísum og ljóðum og hafðir gaman af því að þylja hverja vísuna af annarri fyrir hvern þann sem heyra vildi. Þú sagðir mér að vera dugleg í öllu sem ég tæki mér fyrir hendur því þá vildi fólk fá mig aftur í t.d. vinnu. Börnin mín voru gullmol- arnir þínir, þú gafst þeim allan þann tíma sem þau vildu við að spila, púsla, sykurmola- og mjólk- urkaffispjall, flækja prjónabandið þitt og hlusta á sögur og söng. Við fengum öll viðurnefni hjá þér; ég var druslan þín, Jóhann Andri var höfðinginn, Haddý María hin druslan og Muggur var Gumpurinn. Þú varst ekki allra, sagðir þínar skoðanir á hlutunum, þrjósk; ef þú varst búin að ákveða eitthvað þá stóð það sama hvað aðrir sögðu, gamansöm. Þú varst búin að lenda í ýmsu, oft var búið að segja að þú værir svo gömul að það tæki því varla að tjasla upp á þig en þú sýndir fram á það aftur og aftur að þú varst ekki á förum eitt eða neitt. En allt tekur enda og þú varst fegin að fá loks hvíld- ina enda líkaminn búinn að fá nóg. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér; Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer. (Sigurbjörn Einarsson) Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og minning- arnar, að ógleymdum ratleikjun- um. Kveð þig með kveðjunni sem þú sendir mig alltaf með: „Bið að heilsa öllum sem vilja, hina skaltu láta eiga sig.“ Þín Andrea. Aðalheiður Franklínsdóttir ✝ Jóhanna Þór-ólfsdóttir fæddist í Sjólyst á Reyðarfirði 15. febrúar 1921. Hún lést 29. ágúst 2012. Foreldrar henn- ar voru Þórólfur Gíslason, sjómaður og útgerðarmaður frá Reyðarfirði, f. 1889, d. 1978, og Katrín Jóhannesdóttir úr Eyja- firði, f. 1884, d. 1947. Hún var næstyngst sjö systkina, hin hétu Jóhann, Guðrún, Val- gerður, Gísli, Valtýr og Arn- þór, og eru öll látin. Um 1940 fluttist Jóhanna til Reykjavíkur og giftist Ágústi Snorrasyni Welding, f. 16.6. 1920, d. 10.2. 1994. Foreldrar hans voru Sigríður Steingrímsdóttir og Snorri Welding. Ágúst var verka- maður og bifreiða- stjóri lengi hjá Reykjavíkurborg og Lyfjaverslun ríkisins. Jóhanna var húsmóðir. Börn Jóhönnu og Ágústs: Kjartan, f. 26.1. 1943, Sigurður, f. 26.6. 1944, Þórunn María, f. 14.3. 1948, Þórólfur, f. 8.10. 1953, Freyja, f. 30.9. 1957, d. 10.9. 2001, og Linda Jóhanna, f. 6.2. 1965. Útför Jóhönnu var gerð frá Fossvogskapellu í kyrrþey að hennar eigin ósk. Mig langar í fáum orðum að minnast föðursystur minnar, Jó- hönnu Þórólfsdóttur, eða Jóhönnu frænku eins og við kölluðum hana. Jóhanna var fædd í Sjólyst á Reyðarfirði og ólst þar upp. Snemma fór hún að heiman, send til að vinna fyrir sér eins og tíðk- aðist í þá daga. Ung giftist hún Ágústi Snorra- syni Welding og átti með honum sex börn, Kjartan, Sigurð, Maríu, Þórólf, Freyju og Lindu. Bjuggu þau lengst af á Rauðarárstíg 32 í Reykjavík. Þangað lá leið ættingj- anna að austan er áttu erindi til Reykjavíkur, og var ég ein af þeim. Þangað var alltaf gott að koma, frænka alltaf fín og flott, allt í röð og reglu, og Gústa tókst yfirleitt að fá mann til að hlæja. Hann var mikill spaugari, og Jó- hanna glaðsinna og hláturmild og hélt hún sínu góða skapi alla ævi. Snemma gerði maður sér grein fyrir því að lífið hjá þeim var ekki alltaf dans á rósum. Jóhanna varð snemma heilsulaus og varð hún af þeim sökum að láta yngstu dóttur sína frá sér og var hún alin upp í Bandaríkjunum hjá systur sinni, og mun það hafa verið henni erf- itt. Ég ætla ekki að tíunda hennar veikindi hér, en hún var mjög trú- uð og mun það hafa hjálpað henni. Jóhanna var alltaf flott og fín, sama þó að hún kæmist ekki fram úr rúminu. Manni datt stundum í hug að svona hlytu hallarfrúr eða drottningar að líta út. Einu sinni er ég kom að heimsækja hana í Lönguhlíð 3, mætti ég henni, var hún þá að koma út úr herberginu sínu með hjólagrindina á undan sér, teinrétt, uppstríluð með eyrnalokka, hálsfesti og perlu- saumað veski, allt í stíl. En fram- an á grindinni lá spilastokkur mjög stór, því hún sá mjög illa. Var hún að fara niður að spila. Hefði alveg eins getað verið á leið í forsetaheimsókn. Dætur hennar í Bandaríkjun- um sáu til þess að hún átti alltaf fín föt. Hún lét mig nú alveg heyra sitt álit á mínum klæðaburði. T.d. „Hvað er þetta, áttu ekki almenni- leg föt, hver heldur þú að komi til Reykjavíkur í gallabuxum, úlpu og íþróttaskóm?“ Einu sinn er ég var ung kom ég að sýna henni mannsefnið, tók hún mig afsíðis og benti mér á að bursta skóna hans almennilega, en var ekki ánægð með mig er ég sagði að hann gæti gert það sjálfur. Ég og fjölskylda mín höfðum alltaf gott samband við Jóhönnu, oftast var komið við, hún hringdi eða ég. Hún kunni öll símanúmer. Ég heimsótti hana nokkrum dög- um áður en hún dó, og þá var auð- séð að mjög var af henni dregið, samt þekkti hún mig og spurði um ferðir mínar, þá vissum við báðar að við sæjumst ekki oftar hér á jörð. Ég vil nota þetta tækifæri og votta börnunum hennar og þeirra fjölskyldum samúð mína og fjöl- skyldu minnar, svo þakka ég Jó- hönnu góð kynni. Megi hún hvíla í friði. Katrín Gísladóttir. Ég þekkti konu sem var hvorki mamma mín, amma, tengda- mamma, frænka mágkona né á neinn hátt skyld mér blóðböndum sem telja mætti til fjölskyldu. Hún hefði auðveldlega getað verið þetta allt saman, en samt var hún ekkert af því. Engu að síður tengdumst við sérstökum böndum vina og félaga sem ekki endilega fæst með skyldleika á neinn hátt sem við mörg þekkjum úr fjölskyldum okkar sjálfra þar sem misjafnlega gengur að lifa saman í sátt og samlyndi. Ég man enn þann dag þegar Jóhanna kom „gangandi“ inn í líf okkar systkinanna sem þá áttum heima í Bogahlíðinni. Hún var í svartri kápu minnir mig með sér- staklega barðastóran hatt sem minnti helst á Mary Poppins, því ég var viss um að hún gæti tekist á loft ef vindáttin væri rétt og flogið hvert sem hugur hennar leiddi hana. Ég var átta eða níu ára að verða og Nína, systir mín rúmlega ári yngri. Mamma var flugfreyja alla tíð og oft að heiman og pabbi vann mikið og var lítið heima og Jóhanna átti að passa okkur, halda heimili, laga mat, og sjá um velferð okkar á meðan mamma og pabbi voru í vinnunni. Hún var þriðja í röð „fóstra“ sem höfðu komið inn á okkar heimili, og eins og of er sagt; að allt er þegar þrennt er sem reyndist raunin í þessu tilviki. Jóhanna var sú rétta, hún var okkar „Mary Popp- ins“ Betri manneskju hefðum við ekki getað fengið. Jóhanna var jarðbundin, hlý og einstaklega barngóð kona, sem gaf af sér með þeim hætti að ekki var annað hægt en að laðast að henni. Hlátur hennar hreyfði vel við mér og þar sem ég er hlát- urmildur sjálfur gátum við hlegið eins og vitleysingar allar götur þangað til að hún og hennar sál höfðu lokið sínu jarðneska hlut- verki í bili. Jóhanna var reglulega á heimili okkar í 10-12 ár eða þangað til að við urðum tvítug en hélt svo áfram að koma að hjálpa mömmu við heimilisþrifin og vera órjúfanlegur partur af okkar lífi. Þrátt fyrir að við Nína systir mín byggjum erlendis næstu 8 ár- in á eftir og mamma og pabbi hefðu skilið, héldu þessi sambönd og samskipti áfram og Jóhanna varð hluti af okkar litlu fjölskyldu í Stóragerðinu og síðar Safamýr- inni allt til þess dags er mamma og Nína yfirgáfu þennan heim hvor í sínu lagi. Tengsl og vina- bönd okkar Jóhönnu voru endur- nýjuð á margan hátt eftir að ég fluttist heim fyrir um 15 árum allt til hennar dauðdags, en hún var orðin 91 árs og við vorum oft að grínast með að hún væri „ódrep- andi“ því hjartveik hafði hún verið í áratugi eða frá því að hún var ung kona og því ekki eins heilsu- hraust og margur og þurfti að passa upp á hjartað betur en flest- ir. Hún hafði góða skapið, bjart- sýnina og lífslöngunina að vopni, en svo var komið að hennar stund að kveðja okkur hin. Ég minnist þín, Jóhanna mín, með innilegu þakklæti fyrir þitt framlagt til lífsins og þíns sam- ferðafólks eins og mín og allt sem þú lést gott af þér leiða og um leið votta ég Mæju og Lindu í Banda- ríkjunum og börnum hennar öll- um og fjölskyldu mína innilegustu samúð. Ég kveð þig með þínum orðum; „Löngum hlær lítið vit.“ Ástarkveðja, Þorvaldur Skúlason. Ég verð að fara, ferjan þokast nær og framorðið á stundaglasi mínu. Sumarið, með geislagliti sínu hjá garði farið, svalur fjallablær af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum, og horfinn dagur gefur byr frá landi. Ég á ekki lengur leið með neinum, lífsþrá mín dofnar, vinir hverfa sýn, og líka þú, minn guð, minn góði andi, gef þú mér kraft til þess að leita þín. Ég verð að fara, ferjan bíður mín. (Davíð Stefánsson) Þetta kvæði var mér efst í huga þegar ég settist niður til að skrifa nokkur kveðjuorð um elsku bestu frænku. Jóhanna frænka var mér afar kær, nánast eins og mamma mín, alltaf var hún létt og kát og kom mér alltaf í gott skap. Pabbi minn og Jóhanna voru afar náin systkini og hefur það kannski orð- ið til þess að þegar ég fór að eldast fór ég aldrei til Reykjavíkur án þess að heimsækja hana. Hjá Jó- hönnu átti ég minn samastað er ég kom fyrr á árum suður, oft í erf- iðum erindagjörðum. Var oft nóg að koma til hennar, hún tók manni opnum örmum og stappaði í mann stálinu og ekki leið á löngu þar til ég var farin að brosa og alltaf sagði hún: „Þetta mun allt ganga vel.“ Jóhanna var mjög fín kona, sjálfsagt pjöttuð, mikið fyrir að punta sig í fína kjóla með uppsett hár og gull á puttum og flottar festar. Alltaf sýndi hún manni nýja og nýja kjóla sem Mæja og Linda dætur hennar höfðu sent henni að utan. Meðan sjónin var góð hjá Jóhönnu setti hún yfirleitt alltaf út á mig er ég kom til henn- ar í gallabuxum en það fannst henni ekki klæðnaður heldur vinnufatnaður en svo hlógum við bara og hún sættist við mig í mín- um gallabuxum. Á 90 ára afmælinu var hún hress og börnin hennar héldu henni flotta veislu í Lönguhlíðinni þar sem hún dvaldi síðustu fimm- tán ár ævi sinnar og leið þar vel. Hún sagði oft að létta og góða skapið héldi lífinu í henni. Er ég kom síðast suður núna í júní kom ég til hennar en þá hrökk ég svo- lítið við. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá Jóhönnu mína vera orðna gamla konu, liggjandi í rúminu þrotna kröftum og lífs- neistinn slokknaður. „Nei, ertu nú komin elskan,“ sagði hún um leið og hún heyrði rödd mína, „mikið var að þú færir að lyfta þér upp!“ en það var orða- tiltæki sem hún notaði oft til mín, og brosti. Ég sagðist bara verða einn dag til að horfa á dóttur mína keppa á landsmóti hestamanna. Þá sagði hún: „Æ hvað ég vildi geta horft á sjónvarpið og myndir af landsmótinu, en ég læt mér bara nægja að heyra þær fréttir.“ Sat ég hjá henni dágóða stund og töluðum við um margt og sagði hún mér frá englunum sínum sem hana hafði dreymt undanfarin ár og væru nú horfnir henni og nú færi hún að kveðja sjálf. Vissi ég er ég tók utan um hana og kvaddi hana að þetta yrði síðasta kveðju- stund okkar og óskaði þess að hún fengi að sofna án þess að kveljast. Ég kveð þig, elsku frænka, með von um að þú sért í faðmi engla og vel hafi verið tekið á móti þér því trúuð kona varstu. Samúðar- kveðjur til barnanna hennar og blessuð sé minning þín elsku besta frænka mín. Dagbjört Briem Gísladóttir, Reyðarfirði. Jóhanna Þórólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.