Morgunblaðið - 29.09.2012, Page 55

Morgunblaðið - 29.09.2012, Page 55
Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 ✝ GuðbjarturKristinn Ás- geirsson (Róbert) fæddist 31. desem- ber 1932. Hann lést 19. júní 2012 í Sarasota í Flórída. Foreldrar hans voru Ásgeir Guð- bjartsson, f. 26. ág. 1901, d. 28. des. 1977, og Jón- ína Sigurðardóttir, f. 6. okt. 1899, d. 2. feb. 1992 Alsystkin: Stella Ásgeirs- dóttir Thomas, f. 2. sept. 1931, Einar Ásgeirsson, f. 5. jan. 1934, Sigurður Ásgeirs- son, f. 3. mars. 1936, og Þórir Ásgeirsson, f. 7. sept. 1937. Sam- feðra Guðbjörg Svanfríður Ás- geirsdóttir Niel- sen, f. 22. des. 1924, d. ágúst 2007 í Kaup- mannahöfn. Eftirlifandi eig- inkona Guðbjarts er Helen og dóttir hans af fyrra hjónabandi er Kristín María sem er gift og á dótturina Viktoríu. Útförin hefur farið fram og var jarðsett í Fossvogs- kirkjugarði. Nú er hann bróðir minn bú- inn að kveðja. Andlát hans kom mjög snöggt, þó svo að hann hafi ekki verið hraustur síðustu þrjú árin. Guðbjartur Ásgeirsson fædd- ist í Viðey hinn 31. desember 1932. Fjölskyldan fluttist síðan á Grímsstaðaholtið þar sem við systkinin ólumst upp. Batti eins og bróðir minn var kallaður fluttist til Ameríku snemma á sjötta áratugnum. Lærði hann kokkinn á hinu flotta hóteli Waldorf Astoria í New York, síðar bjó hann lengi bæði í Pittsburgh og Cincinnati en flutti svo í sólina og sjóinn á Flórída. Starfaði hann sem kokkur alla tíð, eða þar til fyrir þremur árum. Fyrstu áratugina sem hann var búsettur í Am- eríku voru ferðir hans hingað heim ekki margar, hann hafði mikið að gera, átti fjölskyldu og eigin veitingarhús. En á seinni árum hafði hugur hans leitað meira og meira heim og var hann búinn að fljúga yfir hafið alloft á síðustu árum. Gaman var að taka á móti honum og fórum við Oddný með hann um landið í síðustu tveimur ferðum hans hingað heim. Bæði fórum við hringinn og eins á Vestfirði þaðan sem við erum ættaðir. Þau hjónin heimsóttu Vestmannaeyjar með Sigga bróður okkar og fjölskyldu hans. Fannst Batta landið sitt stórfenglegt og hafði mjög gaman af þessum ferðum. Hann var með Íslands- kort meðferðis og þar merkti hann inn á alla vegi sem við keyrðum, kortið hengdi hann svo upp í bílskúrnum sínum heima í Ameríku og hafði gam- an af að sýna fólki það og segja frá. Að ferðast um heimshöfin á skipum var nokkuð sem Batti hafði mjög mikla ánægju af, hann vann á skipunum hér heima sem ungur maður og leið vel á sjó. Hann var dugleg- ur að fara með skemmtiferða- skipum í fríum og skoða hina ýmsu staði. Við Oddný vorum svo heppin að fara með honum og Helen konu hans í eina slíka ferð fyrir nokkrum árum. Batti var fróður um þá staði sem við heimsóttum og duglegur að segja okkur frá, hann var skemmtilegur ferðafélagi. Fyrir þremur árum ákvað ég að fara að heimsækja Batta og Stellu systur okkar til Flórída. Þar áttum við systkinin ánægjulegar stundir, þau tóku vel á móti mér og við nutum þess að vera saman. Þau bjuggu í göngufæri hvort frá öðru og voru mjög samrýnd. Ekki datt mér í hug þá að þetta væri í síðasta sinn sem ég hitti bróður minn því hann var svo ákveðinn í að koma í frí heim til Íslands. Hann ætlaði sér að sýna dóttur sinni Kristínu Mar- íu og dótturdóttur, Viktoríu, landið sitt, og var hann búinn að skipuleggja ferð hingað heim nú í september. Örlögin höguðu því hins veg- ar svo að hann átti ekki eftir að sjá landið sitt aftur, en þær mæðgur ásamt Stellu systur komu til landsins í þá ferð sem Batti hafði skipulagt. Þær komu með ösku hans með sér, svo hans hinsti hvílustaður er í landinu sem honum þótti svo vænt um og talaði svo mikið um. Batti var góður bróðir og hans verður sárt saknað. Ég votta dóttur hans, Kristínu Maríu, dótturdóttur, Viktoríu, eiginkonu, Helen, og Stellu systur samúð. Hvíldu í friði bróðir, takk fyrir allt. Þinn Þórir. Guðbjartur Krist- inn Ásgeirsson Faðir okkar, Sveinn Kristinn Nikulásson, hefði orðið 100 ára 25. september 2012 en hann lést á Akureyri 25. apríl 1988, þá 75 ára. Sveinn fæddist 25. september 1912 í Hafnarfirði, sonur Dýrfinnu Kristínar Sveinsdóttur, Braut- arholti í Hafnarfirði, og Nikulásar Ásgeirs Steingrímssonar, þekktur sem Bíla-Lási, en þau stofnuðu ekki til frekara sambands. Dýrfinna fór til Raufarhafnar um 1915 í síldarsöltun á vegum Norðmanna og kynntist þar Björg- vini Jóhannssyni útgerðarmanni frá Rifi á Melrakkaslétttu og hófu þau búskap og útgerð á Raufar- höfn. Dýrfinna var forkur til allra verka, innan- sem utanhúss, saum- aði íslenska búninga, peysuföt og flestan fatnað á karlmenn, lista- mannsaugað leyndi sér ekki. Á Raufarhöfn eignaðist hún þrjú börn en Nikulás eignaðist tólf börn í Reykjavík. Sveinn ólst upp á Raufarhöfn hjá móður sinni og voru störf hans því tengd útgerð, síld og fiski. Hann var mjög hand- laginn, sérstaklega við vélar, eld- og járnsmíði, rennismíð og að lang- mestu sjálfmenntaður. Þótti hann mjög úrræðagóður og ekkert Sveinn Kristinn Nikulásson handtak virtist fara til spillis. Hann varði stórum hluta ævi sinnar á vélaverk- stæði Síldarverk- smiðja ríkisins við járnsmíði, vélavið- gerðir og vélgæslu. Sveinn kom með fyrstu vörubifreiðina til Raufarhafnar og var hún mikið notuð við uppbyggingu á Síldarverksmiðjunni ásamt öðrum verkefnum. Hann var líka þekktur og eft- irsóttur til viðgerða í fiskiskipum Norðmanna, Færeyinga og að sjálfsögðu Íslendinga sem leituðu í land á Raufarhöfn. Tollvörður var hann á síðari ár- um á Raufarhöfn og síðstu ár starfsævinnar starfaði hann hjá Pósti og síma á Akureyri við lag- ervörslu. Sveinn hóf sambúð með Þór- höllu Svanholt Björgvinsdóttur frá Krossavík í Þistilfirði, f. 23. janúar 1916, d. 18. mars 1996. Eignuðust þau fimm syni: Reyni 1943, Birgi 1945, Heimi 1947, Ásgeir 1950 og Björgvin 1958 og eru þeir allir á lífi. Sveinn og Þórhalla hófu sinn bú- skap á Akureyri 1944 en fluttu 1948 til Raufarhafnar en aftur til Akureyrar 1974 og eru þau jarð- sett þar. Minningin um þau lifir. Reynir Svanholt. ✝ Sesselja SvanaEggertsdóttir Guðmundsson fæddist í Reykja- vík 24. október 1922. Hún lést 18. september síðast- liðinn í Louisville í Kentucky. Sesselja Svana var dóttir hjón- anna Eggerts Ólafssonar lýs- ismatsmanns og Ragnhildar Gottskálksdóttur sem lengi bjuggu í Tjarnargötu 30. Sesselja Svana giftist Jóni Sigurði Guðmundssyni 13. apríl 1946 í Reykjavík. Hann lést 2004. Börn Sesselju Svönu og Jóns Sigurðar eru Örn Eggert, Jór- unn Hilda og Jón Sigurður. Barna- börnin eru sex og langömmubörnin tíu. Sesselja Svana lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1940 og fór svo í skóla til Bandaríkjanna. Sesselja Svana og Jón Sigurður fluttu til Lou- isville, Kentucky í Bandaríkj- unum 1950 og hafa búið þar síðan. Þau hafa haft náið sam- band við Ísland. Bálförin hefur farið fram í Louisville, Kentucky. Látin er ástkær frænka okk- ar, Sesselja, eða Dedda frænka eins og við ávallt kölluðum hana. Dedda var gift móður- bróður okkar systkina, Jóni S. Guðmundssyni, sem lést árið 2004. Hún var glæsileg, vel gefin og kom sérlega vel fyrir. Störf Jóns leiddu hann til met- orða í fyrirtækjum í Bandaríkj- unum og á sjötta áratugnum stofnuðu þau eigið fyrirtæki í harðviðarverslun og er það enn rekið af myndarskap af fjöl- skyldunni. Dedda og Jón voru samhent og var Jón ræðismaður Íslands í Kentucky og komu þau því víða að málum sem vörðuðu samskipti Íslands og Banda- ríkjanna og létu sig miklu skipta að halda sambandi við landa sína og ættingja. Árlega komu þau hjónin til Íslands og seinni árin eftir lát Jóns kom Dedda með fjöl- skyldu sinni til að dvelja um tíma og ferðast um landið og hitta vini og kunningja. Þegar við systkinin vorum yngri var alltaf ævintýri þegar Dedda og Nonni frændi komu í heim- sókn. Alltaf var bjart og kátt þegar þau hjónin komu og iðu- lega var einhverju spennandi laumað í litla hönd þegar heils- að var. Heimili þeirra var okk- ur alltaf opið og nutum við þess systkinin að fá að dvelja hjá þeim um stutta og langa hríð. Á okkar heimili var ávallt talað um Deddu frænku með mikilli virðingu og hlýju og ávallt talað um þau hjónin í sömu setningu. Mikil og góð samskipti héld- ust við Deddu og hennar börn eftir að móðir okkar og Nonni létust. Þegar Dedda frænka kom í sína ár- legu Íslandsferð hittumst við alltaf nokkrum sinnum í kaffi eða mat og var mikið hlegið og haft gaman. Við sendum fjölskyldu henn- ar okkar dýpstu samúðarkveðj- ur og biðjum algóðan Guð að styrkja þau á þessum sorgar- tíma. Við kveðjum frænku okkar, sem verður sárt saknað, með uppáhaldssálmi móður okkar og Nonna frænda. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Jórunn, Jón, Arnhildur, Ingibjörg og Sigríður Magnúsarbörn og fjölskyldur. Sesselja Svana Eggertsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Minningargreinar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Lómasalir 6-8, 0203 (225-3548), þingl. eig. Geir Ingi Geirsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Kópavogsbær, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Sýslumaðurinn í Kópavogi og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 28. september 2012. Uppboð Uppboðið verður haldið í húsi nr. 12 í Gufunesi, Reykjavík, föstudaginn 5. október 2012 kl. 11:00: Vélar í vélalínu A – færiband - staðsett í húsi nr. 12 í Gufunesi, Reykjavík, Nánari lýsing: Skedder, rafmagnstafla við Skedder, snigill frá Skedder ryðfrír, snigill upp í þvottavél ryðfrír, þvottavél, 2 þeytivindur, Densifier 1 ásamt tilheyrandi búnaði, Desifier 2 ásamt tilheyrandi búnaði, Extruder með kælibaði, rafmagnstafla við Extruder, blásari að pokasílói, pokasíló frá Extruder. Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla, einungis debetkort eða peningar. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 27. september 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Dalaland 11, 203-6772, Reykjavík, þingl. eig. Birgir Örn Birgisson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 4. október 2012 kl. 14:30. Leifsgata 4b, 200-8778, Reykjavík, þingl. eig. Úr einu í annað ehf, gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, fimmtudag 4. október 2012 kl. 11:00. Miklabraut 70, 203-0567, Reykjavík, þingl. eig. Guðni Birgir Gíslason, gerðarbeiðendur Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild, Miklabraut 70, hús- félag, Reykjavíkurborg ogTryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 4. október 2012 kl. 13:30. Njálsgata 108, 201-0793, Reykjavík, þingl. eig. Hilmar Helgason, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudag 4. október 2012 kl. 11:30. Nýlendugata 15a, 200-0405, Reykjavík, þingl. eig. Laugarásvídeó ehf., gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, fimmtudag 4. október 2012 kl. 10:30. Teigagerði 17, 203-4979, Reykjavík, þingl. eig. Guðjón Hilmarsson og Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, fimmtudaginn 4. október 2012 kl. 15:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 28. september 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fagradalsbraut 25, Fljótsdalshéraði, fastnr. 231-0971, þingl. eig. Fagradalsbraut 25 ehf, gerðarbeiðendur Fljótsdalshérað og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 10:00. Fagradalsbraut 25, Fljótsdalshéraði, fastnr. 231-0972, þingl. eig. Fagradalsbraut 25 ehf, gerðarbeiðendur Fljótsdalshérað og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 10:15. Fagradalsbraut 25, Fljótsdalshéraði, fastnr. 231-0973, þingl. eig. Fagradalsbraut 25 ehf, gerðarbeiðendur Fljótsdalshérað og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 10:30. Fagradalsbraut 25, Fljótsdalshéraði, fastnr. 231-0974, þingl. eig. Fagradalsbraut 25 ehf, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 10:45. Fjörður 4, Seyðisfirði, fastnr. 216-8423, þingl. eig. Birna Svanhildur Pálsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsspil sf, Sýslumaðurinn á Seyðis- firði og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 14:00. Hleinargarður, Fljótsdalshéraði, landnr. 158097, þingl. eig. Byggingar- félagið Óseyri 16 ehf, gerðarbeiðendur Fljótsdalshérað og Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf, miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 11:30. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 27. september 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Blikahöfði 2, 223-7994, 50% ehl., Mosfellsbæ, þingl. eig. Almar Danelíusson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf, Mosfellsbær, Rafport ehf ogTryggingamiðstöðin hf, miðvikudag 3. október 2012 kl. 14:00. Fannarfell 4, 205-2393, Reykjavík, þingl. eig. Ingi Anton Jónsson og Rakel Rut Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 10:30. Hraunbær 80, 204-4784, Reykjavík, þingl. eig. Björk Mýrdal og Árni Marz Friðgeirsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf og Sjóvá- Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 10:00. Kambasel 85, 205-7096, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Ósk Rúnars- dóttir og Brynjar Ævar Guðlaugsson, gerðarbeiðendur Fjarskipti ehf ogTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 11:30. Kóngsbakki 13, 204-8383, Reykjavík, þingl. eig. Erla Sigurþórsdóttir, gerðarbeiðendur Kóngsbakki 13, húsfélag, og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 11:00. Laxatunga 59, 210610, Mosfellsbæ, þingl. eig. Kolbrún Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudag 3. október 2012 kl. 14:30. Markholt 17, 208-3888, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sigurður Ólafsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 28. september 2012.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.