Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 58
58 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Það er gott að eiga afmæli á Íslandi. Hér lifir fólk lengur enannars staðar og það að verða sextug hér er ekki eins og víðaannars staðar. Mér finnst ég enn vera ung,“ sagði Sheila
Fitzgerald, framkvæmdastjóri útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar,
sem á afmæli í dag.
Sheila fluttist hingað til lands fyrir tuttugu árum með eiginmanni
sínum Mike Fitzgerald. Þau eru frá Bandaríkjunum og fædd þar og
uppalin. Mike átti íslenska móður og bandarískan föður og bjó hér
um tíma á unglingsárunum. Þau Mike og Sheila lærðu bæði guð-
fræði og þjónuðu í hvítasunnukirkjum þar vestra áður en þau fluttu
hingað. En hvers vegna komu þau til Íslands?
„Við komum til að starfa með kirkjunni á allan þann hátt sem við
gætum, hvort heldur með ræðuhöldum, barnastarfi eða útgáfu. Við
höfum sinnt þessu öllu. Eftir tveggja ára dvöl hér hófum við rekstur
Lindarinnar og hún hefur verið aðalviðfangsefni okkar síðan,“
sagði Sheila. Útvarpsstöðin Lindin (www.lindin.is) er nú með 15 út-
varpssenda víða um land og sendir einnig út sjónvarp á netinu auk
útgáfu. Þá hjálpaði Lindin við að stofna kristilega útvarpsstöð í
Færeyjum árið 2000. En ætlar Sheila að halda upp á afmælið?
„Það verður afmælisveisla á sunnudagskvöld, en ég veit ekkert
meira! Það verður skemmtilegt því Íslendingar kunna betur en
nokkrir aðrir að halda upp á afmæli!“ gudni@mbl.is
Sheila Fitzgerald er 60 ára í dag
Afmælisbarn Sheila Fitzgerald, framkvæmdastjóri útvarpsstöðv-
arinnar Lindarinnar, segir Íslendinga kunna að halda upp á afmæli.
Það er gott að eiga
afmæli á Íslandi
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Snæbjörg Snæ-
bjarnardóttir,
óperusöngkona og
söngkennari, er
áttræð á morgun,
30. september.
Hún hefur um ára-
tugabil kennt söng
hér á landi, bæði í Tónlistarskóla
Garðabæjar og Söngskólanum í
Reykjavík. Snæbjörg mun fagna af-
mælisdeginum með fjölskyldu sinni.
Árnað heilla
80 ára
Reykjavík Amelía Rós fæddist 17.
desember kl. 22. Hún vó 13 merkur og
var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru
Hildur Torfadóttir og Gísli Finnsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Jóhann Andri fæddist 1.
október kl. 0.45. Hann vó 3.780 g og
var 50 cm langur. Foreldrar hans eru
Sandra Vilborg Jóhannsdóttir og Óm-
ar Andri Ómarsson.
Á
rni fæddist í Helga-
magrastræti á Akureyri
og ólst upp í Brekkunni.
Hann var í Barnaskóla
Akureyrar og Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, hóf nám við
Stýrimannaskólann í Reykjavík
1969, lauk þaðan fiskimannaprófi og
síðan farmannaprófi 1973 og lauk
prófi í útgerðartækni frá Tækniskóla
Íslands árið 1985. Þá lærði hann á pí-
anó í tvö ár hjá Ingimar Eydal.
Árni hóf sína sjómennsku 15 ára á
Harðbak EA 3, 1968, var háseti á
Súlunni EA 300 á tveimur loðnu-
vertíðum og þrjú sumur í Norður-
sjónum, var með Eggerti Gíslasyni á
Gísla Árna í þrjú ár, var 2. stýrimað-
ur á Sigurbjörgu ÓF eitt ár og á
skuttogaranum Snæfelli EA 740, síð-
an 1. stýrimaður þar og loks skip-
stóri meðan hann var gerður út.
Hann var skipstjóri á nýju Snæfelli
EA 740 frá því það skip kom nýtt til
landsins 1988-89, stýrimaður og skip-
stjóri á Oddeyrinni EA 310 1990 og
var stýrimaður og skipstjóri á Ak-
ureyrinni EA 110 1993-2001, fyrsta
skipi Samherja hf.
Árni var formaður Skipstjóra- og
stýrimannafélags Norðlendinga frá
1997 og varð formaður Félags skip-
stjórnarmanna 2004, við sameiningu
Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasamb. - 60 ára
Morgunblaðið/Golli
Sjómaðurinn Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnenda og forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins.
Skipstjórinn sem
spilaði á píanó um borð
Útskrift Árni og Steinunn ásamt dótturinni, Rósu Maríu nýstúdent.
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ
A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is
Tæki til
vetrarþjónustu
Stofnað 1957