Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 59
skipstjóra- og stýrimannafélaga, og hefur verið forseti Farmanna- og fiskimannabandsins frá 2002. Árni hefur setið í stjórn Lífeyris- sjóðs sjómanna og situr í stjórn líf- eyrissjóðsins Gildis. Hann hefur set- ið í fjölda nefnda og ráða fyrir hönd skipstjórnarmanna, s.s. í sáttanefnd- inni margumtöluðu að undanförnu sem hefur verið sáttanefnd um breytingar á lögum um fisk- veiðistjórnunarkerfið. Þá er hann fé- lagi í Oddfellowreglunni. Árni æfði handbolta á unglingsár- unum með ÍR í Reykjavík og keppti með KA í yngri flokkum. Músíkalski skipstjórinn Árni spilar töluvert á píanó og hljómborð fyrir sjálfan sig og aðra. „Ingimar Eydal var eitthvað að reyna að kenna mér á píanó en ég held að við höfum hvorugur tekið það of alvarlega. Ég lærði samt nóg til að hafa gaman af því. Ég var vanur að taka með mér hljómborðið á sjóinn og spilaði stundum fyrir Rússana á úthafskarf- anum út af Reykjanesinu. Þeir voru nú bara mjög hrifnir greyin. Ég gríp oft í píanóið heima og rifja upp eitt og annað. Það er róandi. Hins vegar hef ég dregið úr lestri eftir að ég hætti til sjós. Þá las maður stundum eina bók á frívakt, en nú les maður bara einhverja lagaþvælu og horfir svo á sjónvarpið.“ Fjölskylda Árni kvæntist 29.9. 1974 Steinunni Sigurðardóttur, f. 29.9. 1954, þjón- ustufulltrúa við Landsbankann. Hún er dóttir Sigurðar Indriðasonar, f. 4.12. 1930, stjórnanda Bifreiðaprófa ríkisins á Norðurlandi, og k.h., Rósu Kristínar Jónsdóttur, f. 12.5. 1933, d. 6.10. 1995, húsfreyju. Börn Árna og Steinunnar eru Sig- urður, f. 23.1. 1976, sjómaður í Reykjavík, en kona hans er Saranrat Neeladanuvong matreiðslukona; Heimir Örn, f. 5,5, 1979, fyrrv. at- vinnumaður í handknattleik, kennari og þjálfari meistaraflokks karla hjá Akureyri, en kona hans er Marta Hermannsdóttir tannlæknir og er sonur þeirra Dagur Árni Heimsson, f. 2006; Rósa María, f. 8.3. 1991, nemi í sálfræði við HÍ. Systkini Árna eru Baldvin Jóhann- es Bjarnason, f. 22.4. 1940, fyrrv. skólastjóri á Akureyri; Freysteinn Bjarnason, f. 29.8. 1945, vélstjóri og framkvæmdastjóri SÚN í Neskaup- stað; Bjarni Bjarnason, f. 10.1. 1949, fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður á Súlunni á Akureyri; Guðlaug María Bjarnadóttir, f. 30.3. 1955, leikkona og kennari í Rvík; Sigríður María Bjarnadóttir, f. 4.7. 1956, kennari á Akureyri; Jóhannes Gunnar Bjarna- son, f. 31.3. 1962, fyrrv. bæjarfulltrúi, íþróttakennari og þjálfari á Ak- ureyri. Foreldrar Árna: Bjarni Jóhann- esson, f. í Flatey á Skjálfanda 23.9. 1913, 18.11. 2001, skipstjóri á Ak- ureyri, og Sigríður Freysteinsdóttir, f. á Hrafnagili í Eyjafirði 18.8. 1918, d. 21.10. 1991, húsfreyja. Úr frændgarði Árna Bjarnasonar Árni Bjarnason Sigríður Bjarnadóttir húsfr. Pétur Þorkelsson b. á Selskerjum Guðlaug Dagbjört Pétursdóttir húsfr. á Akureyri Freysteinn S. Sigurðsson iðnvkm. og verkalýðsfor- kólfur á Akureyri Sigríður Freysteinsdóttir húsfr. á Akureyri Kristbjörg Jónsdóttir húsfr. á Hálsi Sigurður Sigurðsson b. á Hálsi í Öxnadal Gunnar Guðmundsson hákarlaskipstj. í Vík í Flateyjardal Valgerður Katrín Guðmundsdóttir húsfr. í Flateyjardal María Gunnarsdóttir húsfr. í Flatey Jóhannes Bjarnason hreppstj., útg,m. og kennari í Flatey á Skjálfanda Bjarni Jóhannesson skipstj., vélstj. og fram- kvæmdastj. á Akureyri Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Birningsstöðum Bjarni Bjarnason b. á Birningsstöðum Systkinin Sigurður, Heimir Örn og Rósa María. ÍSLENDINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Magnús fæddist í Vest-mannaeyjum 30.9. 1922.Foreldrar hans voru Magnús Helgason gjaldkeri og k.h., Magnína Jóna Sveinsdóttir hús- freyja. Magnús var af Bergsætt, en Her- dís, amma hans, var systir Mar- grétar, ömmu Ellerts B. Schram, fyrrv. alþm., og langömmu Magnúsar Orra Schram alþm. Þær Margrét og Herdís voru dætur Magnúsar, á Litlalandi í Ölfusi Magnússonar á Hrauni í Ölfusi, bróður Jórunnar, langömmu Steindórs, afa Geirs Haarde, fyrrv. forsætisráðherra. Magnús lauk gagnfræðaprófi frá MR 1938, prófi frá Loftskeytaskól- anum 1946, símvirkjaprófi með radí- ótækni sem sérgrein 1948 og stund- aði síðan framhaldsnám við skóla Pósts og síma. Magnús var sjómaður á árunum 1937-42, m.a. á norsku fragtskipi á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Hann var bifreiðarstjóri 1942-45, loftskeytamaður á togara 1946 og síðar loftskeytamaður í afleysingum, starfaði í radíótæknideild Pósts og síma 1946-56, var verkstjóri þar 1950-53, yfirverkstjóri 1953-56, stöðvarstjóri Pósts og síma í Vest- mannaeyjum 1956-66, 1975-78 og 1983-87. Magnús var bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1962-82 og bæjar- stjóri þar á árunum 1966-75, var alþm. Suðurlands fyrir Alþýðuflokk- inn 1978-83, var skipaður félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra í síðara ráðuneyti Ólafs Jó- hannessonar, 1978 og sinnti þeim ráðuneytum auk samgöngu- ráðuneytis fram í febrúar 1980. Magnús var formaður Bygging- arsamvinnufélags símamanna 1954- 56, sat í yfirskattanefnd Vest- mannaeyja 1957-62, í stjórn Spari- sjóðs Vestmannaeyja 1957-78, í framkvæmdastjórn Brunabótafélags Íslands frá 1966 og var stjórn- arformaður þar 1980. Hann var kjör- inn varaformaður Alþýðuflokksins árið 1980 og gegndi því embætti til 1984. Magnús var tvíkvæntur en meðal barna hans af síðara hjónabandi er Páll, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Merkir Íslendingar Magnús H. Magnússon Laugardagur 85 ára Ingimundur B. Jónsson Oddbjörg Þórarinsdóttir Sigurbjörg Óskarsdóttir 80 ára Einar Sigurður Björnsson Jón Hallsson Kristín Erla Ásgeirsdóttir Þórunn Hermannsdóttir 75 ára Björn Jóhannesson Finnbogi S. Guðmundsson Helga Guðmunda Emilsdóttir Hreinn Úlfarsson Logi Guðbrandsson Sigmundur Böðvarsson 70 ára Birna Sveinbjörnsdóttir Björk Björgvinsdóttir Ester Hallgrímsdóttir Hartvig Ingólfur Ingólfsson Vilborg S. Gestsdóttir 60 ára Andrea K. Bjarnadóttir Ástvaldur Guðmundsson Ingibjörg Bjarnadóttir Sheila K. Fitzgerald Steinar Pétursson 50 ára Álfheiður Einarsdóttir Bent Hansson Bragi Jónsson Elísabet Hreiðarsdóttir Grzegorz Karpowicz Guðbrandur Hansson Guðrún Hrönn Tómasdóttir Héðinn Jónsson Hulda María Hrafnsdóttir Jórunn Arnbjörg Magnadóttir Kristín Inga Ármannsdóttir Sigrún Soffía Gísladóttir Sigurbjörn Ólason Sigurður Magnússon 40 ára Anna Íris Sigurðardóttir Anna Kristín Gunnlaugsdóttir Ásta Björk Árnadóttir Baldur Geir Arnarson Elías Halldór Bjarnason Elín Ósk Hölludóttir Fjóla Þorgeirsdóttir Garðar Guðmundsson Halldóra Ágústa Pálsdóttir Halldór Ágúst Björnsson Hans Niklas Hyström Hjörtur Sigurþórsson Hrafn Árnason María Hlín Eggertsdóttir Ólöf Jónína Jónsdóttir Sigurður Birgisson 30 ára Árni Guðbjartsson Barði Þór Jónsson Brynja Hrafnkelsdóttir Christopher W.E. Crocker Elvar Már Valdimarsson Hugrún Valtýsdóttir Ingveldur Magnúsdóttir Kolbrún Elma Schmidt Malgorzata Wrzosek Milos Milojevic Sólveig Lára Sigurðardóttir Unnar Þór Bjarnason Sunnudagur 103 ára Jón Magnússon 85 ára Elínborg Stefánsdóttir Guðberg E. Haraldsson Runólfur Þórðarson Valdimar Jóhannsson 80 ára Sólborg Björnsdóttir 75 ára Guðni Marelsson Helga Guðríður Friðsteinsdóttir Olga Kristín Jónsdóttir Ólafur Jóhannsson Vilberg Alexandersson 70 ára Gróa Berglind Pálmadóttir Guðni Guðmundsson Marcella Iniguez Ólafur Sigurðsson Reynir Rósantsson Svava Jónsdóttir 60 ára Árni Jónsson Ásgeir Árnason Birgir Guðbjörnsson Bjarni Jónsson Björk Gunnarsdóttir Elín Kristjana Þorvaldsdóttir Friðrik Ingi Ingólfsson Haraldur Þorgeirsson Hildur Þorkelsdóttir Hulda Sigurbjörg Sigurðardóttir Ína Dóróthea Jónsdóttir Jens Andrés Guðmundsson Margrét B. Kristbjörnsdóttir María Isabel Contreras Möller Ólafur Sveinsson Pálína Auðbjörg Valsdóttir Sigurlaug Halla Jökulsdóttir Snorri Hjaltason Sævar Guðbjörnsson 50 ára Bergsteinn Sigurðsson Gísli Gunnar Guðmundsson Guðný Rut Sverrisdóttir Haraldur Gunnarsson Hávarður G. Bernharðsson Hermann Valgarður Baldursson Ingvar Jónasson Karl Björnsson Lilja Guðný Björnsdóttir Ólafur Óskar Stefánsson Páll Þór Ármann Ragnar Bjartmarz Remigijus Kersis Smári Steinarsson Stefán Geir Þórisson Teresa Barbara Rudnicka 40 ára Björn Grétar Friðriksson Helena Guðmundsdóttir Helga Kristín Helgadóttir Helgi Pétursson Neil John Smith Pétur B. Scheving Thorsteinsson Sigríður Björk Jónsdóttir Unnur Anna Valdimarsdóttir 30 ára Arnar Sigurjónsson Aron Árnason Baldur Már Stefánsson Davíð Thoroddsen Guðjónsson Eiður Jónsson Fannar Veigar Einarsson Friðþór Smárason Gunnar Auðunn Jóhannsson Hallgrímur Aðalsteinsson Hlín Sæþórsdóttir Jónas Ingólfur Lövdal Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir Ragnar Jónsson Svava Bernhard Gísladóttir Vésteinn Már Rúnarsson Til hamingju með daginn Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.