Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
LISTASAFN ÍSLANDS
Listasafn Reykjanesbæjar
ALLT EÐA EKKERT
Samsýning 55 listamanna
af Reykjanesi.
30. ágúst - 21. október
Bátasafn Gríms Karlssonar
100 bátalíkön
Byggðasafn Reykjanesbæjar
VERTÍÐIN
Opið virka daga 12-17, helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Kvikmyndasýning sunnudag kl. 15:
Björgunarafrekið við Látrabjarg
Fjölbreyttar sýningar:
Teikning – þvert á tíma og tækni
Björgunarafrekið við Látrabjarg – ljósmyndir Óskars Gíslasonar
Aðventa á Fjöllum – ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar
Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár
Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár
Tvær í einni/Two for one – ljósmyndir Sverris Björnssonar
Mikið úrval af gjafavöru í safnbúð og ilmandi kaffi í Kaffitári.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17
SKIA
Skugginn í myndlist frá því fyrir miðja
20. öld og til samtímans
Sunnudagur 30. september kl. 15
Listamannsspjall
Katrín Elvarsdóttir
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
NAUTN OG
NOTAGILDI
myndlist og hönnun á Íslandi
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI
Kaffistofa – Leskró – Barnakró
Opið alla daga kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
SAGA TIL NÆSTA BÆJAR
íslensk vöruhönnun í tíu ár
Opið alla daga nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5. – 4.11. 2012
DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5. – 4.11. 2012
HÆTTUMÖRK 19.5. – 31.12. 2012
MUSÉE ISLANDIQUE; Ólöf Nordal 14.9. - 4.11. 2012
HOMO ISLANDICUS - Málþing í dag kl. 11-13 í tengslum við Musée
Islandique. Sjá nánar á; www.listasafn.is
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. www.listasafn.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Bergstaðastræti 74, sími 561 2914
Opið þriðjudaga til fimmtudaga kl. 11-14, sunnudaga kl. 13-16
SÝNINGARSALIR Í KJALLARA:
Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“
5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga.
Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er
hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni.
NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS
- fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga.
Ratleikur með spurningum og verkefnum
sem fjölskyldan leysir saman
Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030
www.norraenahusid.is , nh@nordice.is
Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis.
NORRÆNA HÚSIÐ
Söfn • Setur • Sýningar
Hljómsveitin Moses Hightower og
tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti
blása til tónlistarveislu í Há-
skólabíói þann 14. desember kl. 20.
Forsala miða fer fram á vefnum
midi.is. Ásgeir Trausti sendi nýver-
ið frá sér sína fyrstu breiðskífu,
Dýrð í dauðaþögn, og fjórmenning-
arnir í Moses Hightower gáfu út
plötuna Önnur Mósebók í ágúst sl.
Tónlistarveisla í
Háskólabíói
Fjórmennningar Moses Hightower
Kvartett dönsku
söngkonunnar
Cathrine Leg-
ardh leikur á
Munnhörpunni í
dag milli kl. 15-
17. Kvartettinn
skipa auk Leg-
ardh þeir Kjart-
an Valdemarsson
á píanó, Valde-
mar K. Sigurjónsson á bassa og
Einar Scheving á trommur. Þau
flytja þekkt djasslög auk frumsam-
inna laga. Aðgangur er ókeypis.
Þetta verða síðustu tónleikar í jazz-
tónleikaröð Munnhörpunnar í ár.
Kvartett Cathrine
Legardh í Hörpu
Cathrine Legardh
Óttar Guðmunds-
son verður með
uppistand um
geðveiki í Egils-
sögu í Landnáms-
setrinu á morgun
kl. 16. Þar flettir
hann ofan af ýms-
um leynd-
armálum sög-
unnar, s.s.
hvernig vinátta
Egils og Arinbjarnar var í raun, af
hverju hlutur kvenna er jafnlítill og
raun ber vitni og af hverju Egill yrk-
ir nær einvörðungu um sjálfan sig.
Uppistand um geð-
veiki í Egilssögu
Óttar
Guðmundsson
AF LISTUM
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Þrátt fyrir að það setji und-arlegan tón í stemningunafyrir RIFF að heiðurs-
verðlaun hátíðarinnar skuli fara til
B-myndaleikstjórans Dario Argento,
er engu að síður ýmislegt þar sem
fólk má vera spennt fyrir. Maður
getur samt ekki að því gert að vera
örlítið meira hikandi um að fara
blint á kvikmyndasýningar hátíð-
arinnar ef Argento er toppurinn á
tilverunni hjá dagskrárstjóra henn-
ar, en hann er einmitt samlandi Arg-
ento. Hátíðin í fyrra var samt góð og
dagskrárstjórinn hefur notað tengsl
sín á Ítalíu til að kynna RIFF með
öflugum hætti og mun Rómaborg
meðal annars fyrir tilstuðlan hans
halda kvikmyndahátíð tileinkaða
RIFF í seinni hluta október.
Áður en hátíðin hefst eru þaðhelst heimildarmyndir sem
manni finnst maður ekki mega
missa af eins og Meet the Fokkens,
sem er umdeild hollensk heimild-
armynd um sjötugar vændiskonur
og Ai Wei Wei sem fjallar um kín-
verskan andófsmann og listamann
fram að handtöku hans árið 2011
sem vakti heimsathygli. Heimild-
armyndir um snillinga eins og
Woody Allen og Freddie Mercury
ættu varla að geta misst marks. Svo
eru nokkrar bíómyndanna spenn-
andi kostur eins og þýska myndin
Stríðsstelpur sem fjallar um nýnas-
istastelpu og hefur vakið mikla at-
hygli, ekki síst vegna þess að nýlega
komst upp um gengi í Þýskalandi
sem er ekki ólíkt því sem fjallað er
um í myndinni. Þá eru Koss Pútíns
og Sendiherrann spennandi kostir
auk myndar Sólveigar Anspach,
Drottningin frá Montreuil. Myndir
Susanne Bier ættu ekki að klikka
enda eru myndir hennar jafnan
skrifaðar samkvæmt klassíkinni og
mikið lagt í formið og næma leik-
stjórn. Hún fékk meðal annars Ósk-
arsverðlaunin fyrir myndina Hæv-
nen sem er reyndar ekki sýnd á
hátíðinni en í það minnst tvær af
þeim þremur bíómyndum sem eru
Hátíð kvikra mynda
Danmörk Þrjár myndir eftir Susanne Bier verða sýndar á hátíðinni.
sýndar eftir hana eru mjög góðar,
Eftir brúðkaupið og Elska þig að ei-
lífu. Það hefur reyndar ekki minnk-
að frægð Bier að Lars Von Trier
hefur varla getað haldið blaða-
mannafund án þess að hnýta í hana
en meðal annars komu hin mjög svo
ósmekklegu ummæli hans um nas-
isma í Cannes í fyrra í framhaldi af
því að hann var að hnýta í hana en
hún er gyðingur. Þá er hægt að
mæla með Persepolis sem byggð er
á myndasögu Marjane Satrapi sem
varð feikivinsæl í Evrópu fyrir
nokkrum árum og lýsir ástandinu í
Íran ágætlega. Satrapi leikstýrði
myndinni sjálf og fékk tilnefningu til
Óskarsverðlaunanna fyrir frumraun
sína á tjaldinu.
Þá er maður spenntur fyrirmyndum eins og Skepnum suð-
ursins villta sem vakti mikla athygli
á Sundance-kvikmyndahátíðinni og
bæði bíómynd og ljósmyndasýningu
listamannsins Ulrike Ottinger.
Hátíðin smitar líka út frá sér í
Reykjavík því kvikmyndasýningar
verða í Sundhöll Reykjavíkur og á
Kaffibarnum í tilefni af hátíðinni,
málþing verða haldin á Sóloni Isl-
andus og ljósmyndasýning í Nor-
ræna húsinu.
Hrönn Marinósdóttir og teymi
hennar vann afrek með því að koma
þessari hátíð á koppinn en færri vita
hvers konar afrek þau vinna á
hverju ári með því að halda henni
gangandi. Þetta er barátta hvert
einasta ár og alltaf njóta íslenskir
áhorfendur ávaxta afreks teymisins
sem fórnar sér í þeirri miklu vinnu
sem þarf til að við hin getum notið
þess að sjá eitthvað annað en hinar
ágætu bandarísku bíómyndir Holly-
wood-maskínurnar sem eru fínar í
hófi en maður getur fengið algjört
ógeð á.
»Hrönn Marinós-dóttir og teymi
hennar vann afrek með
því að koma hátíðinni á
koppinn en færri vita af-
rekið sem þau vinna á
hverju ári með því að
halda henni gangandi.
Tónlistarmað-
urinn Biggi
Hilmarsson
samdi tónlistina
við stuttmynd
Elfars Að-
alsteinssonar,
Subculture, sem
frumsýnd verður
í dag á Al-
þjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Reykjavík, RIFF.
Elfar á m.a. að baki stuttmyndina
Sailcloth sem John Hurt fór með
aðalhlutverkið í og hefur hann hlot-
ið fjölda verðlauna fyrir hana.
Fyrsta sólóplata Bigga, All We Can
Be, kemur út 1. október en Biggi
hefur undanfarin ár samið tónlist
erlendis fyrir kvikmyndir, sjónvarp
og auglýsingar, m.a. fyrir kvik-
myndaleikstjórann og framleiðand-
ann Ridley Scott.
Biggi samdi tónlist
við mynd Elfars
Biggi Hilmars
Hljómsveitin Sudden Weather
Change heldur í tæplega mán-
aðarlanga tónleikaferð um Banda-
ríkin í næstu viku. Fyrstu tónleikana
heldur hljómsveitin á hátíðinni Cult-
ure Collide í Los Angeles, 5. október
og heldur hún þaðan til San Frans-
isco og upp vesturströndina. Í
Seattle mun hljómsveitin koma fram
með öðrum íslenskum hljómsveitum
á tónleikum sem haldnir eru af Ice-
land Naturally og útvarpsstöðinni
KEXP og bera titilinn Reykjavik
Calling.
Tónleikaferðinni lýkur í New
York en þar mun hljómsveitin spila á
tónlistarhátíðinni CMJ. Sudden
Weather Change gaf fyrir skömmu
út plötuna Sculpture og er tilgangur
hljómsveitarinnar með tónleikaferð-
inni sá að kynna sig og plötuna, í von
um að landa plötusamningi.
Í tónleikaferð um
Bandaríkin
Kynning Sudden Weather Change
heldur utan í kynningarskyni.