Skinfaxi - 01.11.2012, Qupperneq 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Frjálsíþróttaráð UÍA stóð fyrir æfinga-
búðum á Egilsstöðum dagana 20.–21. októ-
ber sl. Ríflega 30 frjálsíþróttakappar víðs
vegar að af Austurlandi nutu þjálfunar og
hlýddu á fyrirlestra undir stjórn Þóreyjar
Eddu Elísdóttur og Guðmundar Hólmars
Jónssonar.
Óhætt er að segja að krakkarnir hafi
fengið spennandi innsýn í æfingar og líf
afreksfólks sem hefur ýmsa fjöruna sopið í
íþrótt sinni. Bæði eru þau Þórey Edda og
Guðmundur þrautreyndir frjálsíþrótta-
menn. Þórey Edda hefur keppt fyrir Íslands
hönd á ótal stórmótum, svo sem EM, HM
og Ólympíuleikum. Hápunkti ferils síns
náði hún á Ólympíuleikunum í Aþenu er
hún hafnaði í 5. sæti í stangarstökki. Guð-
mundur Hólmar á að baki langan feril sem
spjótkastari og hefur einnig keppt með
landsliðinu víða um heim og náð góðum
árangri. Hann sigraði til að mynda í spjót-
kasti á Evrópubikarmóti á Möltu 2010.
Guðmundur þjálfar nú með Ármanni, m.a.
fjölþrautakonuna knáu, Helgu Margréti
Þorsteinsdóttur.
Þórey Edda Elísdóttir og Guðmundur Hólmar
Jónsson, í efri röð lengst til vinstri, ásamt ríflega
30 frjálsíþróttaköppum víðs vegar að af Austurlandi
sem nutu þjálfunar og hlýddu á fyrirlestra.
Spennandi innsýn í
æfingar og líf afreksfólks
Dagskrá helgarinnar gekk afar vel en
þar skiptust á fjölbreyttar æfingar og fyrir-
lestrar um ýmis málefni tengd íþróttaiðk-
un, s.s. mikilvægi hvíldar, svefns og matar-
æðis.
Á æfingum fengu krakkarnir að kynnast
ýmsum nýstárlegum þjálfunaraðferðum
og að sjálfsögðu kenndi Þórey Edda þeim
undirstöðuatriði í stangarstökki. Þótti sum-
um nokkuð hátt farið þegar þau héngu á
stönginni og sveifluðust af kistu niður á
dýnu.
Af því tilefni var Þórey Edda meðal annars
spurð, af hjartans einlægni: „Þórey Edda,
verður þú aldrei lofthrædd þegar þú ert
að svífa svona hátt upp í loftið?” Þórey Edda
þvertók fyrir að hún fyndi fyrir lofthræðslu
og sagði það vera einstaka tilfinningu að
svífa um loftin blá ... sérstaklega ef ráin
hangir uppi.
Þórey Edda og Guðmundur áttu auka-
æfingu og spjall með úrvalshópi UÍA í
frjálsum íþróttum og ræddu við krakkana
um mikilvægi þess að gefast ekki upp þótt
á móti blási og að í íþróttum skiptist á skin
og skúrir, en bæði hafa þau fengið að kynn-
ast því og upplifað sinn skerf af meiðslum
á ferlinum.
Þórey Edda og Guðmundur voru mjög
ánægð með frjálsíþróttakrakkana sem
þau sögðu hafa verið einkar áhugasöm
og dugleg og að allir sem einn hefðu lagt
sig fram og gert sitt besta. Aukin heldur
komu þau auga á ýmsa efnilega frjáls-
íþróttagarpa sem gætu látið að sér kveða
á næstu árum.
Ræddu við krakkana um mikilvægi
þess að gefast ekki upp þótt á móti
blási og að í íþróttum skiptist á
skin og skúrir.