Skinfaxi - 01.11.2012, Qupperneq 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Nefnd, skipuð starfsmönnum íþróttabandalaga og héraðssambanda, hef-
ur undanfarin misseri skoðað hlutverk og starf íþróttahéraða. Var nefndin
stofnuð í framhaldi af útkomu íþróttastefnu mennta- og menningarmála-
ráðuneytis. Nefndin hélt fund í þjónustumiðstöð UMFÍ 12. nóvember sl. þar
sem henni var kynnt starfsemi UMFÍ. Á fundinum var ennfremur rætt um
samstarf og framtíð íþróttahéraða í heild sinni. Nefndin hefur hitt fulltrúa
íþróttahéraða á landsvísu og farið yfir störf þeirra og hlutverk. Jafnframt
eru hlutverk landssamtaka íþróttahreyfingarinnar skoðuð með aðkomu
íþróttahéraða í huga.
Í nefndinni eru Garðar Svansson, HSH, Þóra Leifsdóttir, ÍBA, Frímann
Ferdinandsson, ÍBR, Jón Þór Þórðarson, ÍA, Hildur Bergsdóttir, UÍA, og
Engilbert Olgeirsson, HSK.
Hlutverk og starf
íþróttahéraða skoðað
Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson,
framkvæmdastjóri UMFÍ, Frímann
Ferdinandsson, ÍBR, Garðar Svansson,
HSH, Jón Þór Þórðarson, ÍA, Hildur
Bergsdóttir, UÍA, Engilbert Olgeirsson,
HSK, Þóra Leifsdóttir, ÍBA, og Sigurður
Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ.
Þann 8. nóvember sl. var í annað sinn
haldinn sérstakur baráttudagur gegn
einelti. Íslendingar voru hvattir til þess
að standa saman gegn einelti í samfélag-
inu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum.
Allir voru hvattir til að leggja sitt af
mörkum til að einelti fái ekki þrifist í
samfélaginu. Fólk var hvatt til að beina
sjónum að jákvæðum samskiptum,
jákvæðum skólabrag og starfsanda.
Nú í haust hefur Æskulýðsvettvang-
urinn staðið fyrir 90 mínútna opnum
fræðsluerindum um einelti, forvarnir
og úrvinnslu eineltismála um allt land.
Baráttudagur gegn einelti
8. nóvember
Tilgangurinn með erindunum var að vekja
athygli á þessum málaflokki og opna bet-
ur augu fólks fyrir því að vera vakandi og
ávallt á verði gagnvart einelti og annarri
óæskilegri hegðun. Staðir, sem heimsóttir
voru, eru Vestmannaeyjar, Ísafjörður, Akur-
eyri, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir, Grundar-
fjörður, Borgarnes, Selfoss og Hólmavík.
Erindin hafa verið mjög vel sótt, en yfir
250 manns hafa komið til að hlusta á þau.
Mikil eftirspurn er eftir þessari fræðslu og
stefnir Æskulýðsvettvangurinn á að verða
við öllum þeim óskum.
Á erindunum hefur nýútkominni
Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins
gegn einelti og annarri óæskilegri
hegðun sem og myndskreyttu eineltis-
plakati verið dreift.
Æskulýðsvettvangurinn hvetur fólk
til þess að veita þessum málaflokki
sérstaka athygli, ekki bara þennan dag
heldur einnig aðra daga. Eins er fólk
hvatt til þess að fylgjast með og halda
áfram að fjölmenna á fræðsluerindin.