Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2012, Side 16

Skinfaxi - 01.11.2012, Side 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Farfuglar og fundagleði Ungmennasamband Kjalarnesþings, betur þekkt sem UMSK, fagnar nú 90 ára afmæli sínu og hér verður stiklað á stóru í ævisögunni. Sambandið var stofnað 19. nóvember 1922 þegar miklar skipulags- breytingar áttu sér stað innan ungmenna- félagshreyfingarinnar. Fram að þeim tíma höfðu svokölluð fjórðungssambönd ráðið ríkjum innan UMFÍ en þau voru síðan lögð niður og héraðssambönd stofnuð í staðinn. UMSK var arftaki hins öfluga Fjórðungs- sambands Sunnlendingafjórðungs sem starfaði fyrst og fremst í Borgarfirði og sýslunum þremur á Suðurlandi. Þegar búið var að stofna héraðssambönd á þeim stöð- um stóð Gullbringu- og Kjósarsýsla eftir og þar voru ungmennafélögin aðeins fjögur að tölu. Þessi fjögur félög voru Umf. Miðnesinga í Sandgerði, Umf. Reykjavíkur, Afturelding í Mosfellssveit og Drengur í Kjós. Sand- gerðingar hurfu fljótlega á braut og Umf. Velvakandi í Reykjavík kom í stað Umf. Reykjavíkur sem lagði upp laupana. Á milli- stríðsárunum voru það þessi þrjú félög sem mynduðu sambandið og þau voru ótrúlega öflug á landsmælikvarða. Árs- þing voru haldin árlega en íþróttir voru einungis á vegum félaganna. Guðbjörn Guðmundsson prentari var fyrsti formaðurinn og hann leiddi sam- bandið af miklum dugnaði fyrstu árin. Menn voru hugsjónaríkir innan UMSK og beittu sér fyrir svokölluðum farfuglafund- um í Reykjavík. Þeir voru ætlaðir ung- mennafélögum utan af landi sem dvöld- ust í höfuðstaðnum en vantaði félagsleg- an vettvang. UMSK bauð þeim að mæta á mánaðarlega fundi yfir vetrartímann og þar var oft glatt á hjalla. Þarna hittist að- komufólkið í bænum, drakk kaffi, dansaði og skemmti sér saman. Send voru bréf á öll ungmennafélög landsins til að vekja athygli á fundunum og þangað sóttu ung- mennafélagar í hundraðatali. Farfugla- fundirnir voru geysivinsælir á sinni tíð en enduðu skeið sitt í umróti hernámsáranna. Félögin í UMSK skiptust líka á um að halda svokallaða samfundi sem haldnir voru einu sinni á ári allt fram að upphafi seinni heimsstyrjaldar. Þeir efldu sam- kenndina og voru oftar en ekki haldnir utandyra að sumarlagi. Þá var gengið á fjöll, haldnar ræður, hlaupið í skarðið og svo var náttúrlega dansað. Til þess var ekkert tækifæri látið ónotað enda ungt og lífsglatt fólk í meirihluta hópsins. Víðavangshlaup og vikivakar Kjalnesingar voru þjóðlegir og drífandi og hikuðu ekki við að taka frumkvæðið úr höndum UMFÍ þegar kom að hinni miklu Alþingishátíð árið 1930. Þeir skipulögðu sjálfboðavinnu ungmennafélaga víðs veg- ar að af landinu sem unnu vikum saman Ungmennasamband Kjalarnesþings 90 ára

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.