Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2012, Page 17

Skinfaxi - 01.11.2012, Page 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 að vegagerð og umbótum á svæðinu. Sjö- tíu börn frá Umf. Velvakanda dönsuðu viki- vaka á hátíðinni og þótti það eitt tilkomu- mesta sýningaratriðið. Seinna var stofnað- ur vikivakaflokkur UMSK þar sem fimm ung pör, karlar og konur, æfðu þjóðdansa og sýndu listir sínar út um borg og bý. Víðavangshlauparar úr Mosfellssveit og Kjós gerðu garðinn frægan á þriðja ára- tugnum í Víðavangshlaupi ÍR og slógu hlaupagörpum höfuðstaðarins við í sex ár samfleytt. Hinir léttfæru sveitamenn, þaul- æfðir úr smalamennskum, hlupu Reykvík- inga af sér við litlar vinsældir heimamanna. Þeir ömuðust við því að liðsmenn Aftureld- ingar og Drengs kepptu sameiginlega en ungmennafélagar áttu krók á móti bragði og stofnuðu Íþróttafélag Kjósarsýslu bein- línis til þess að félögin gætu komið fram undir einu merki. Félögin tvö kepptu lengi vel sín á milli á sameiginlegum íþrótta- mótum og liðsmenn þeirra sigruðu glæsi- lega fyrir hönd UMSK á þriðja landsmóti UMFÍ í Haukadal 1940 þegar mótin voru endurvakin og hafin til vegs á ný. Íþróttirnar taka völdin Héraðsmót í frjálsíþróttum hófu göngu sína 1944 og héraðskeppnir við Suður- nesjamenn, Akureyringa og Eyfirðinga nutu mikilla vinsælda árum saman. Svo var farið að keppa í handknattleik, starfs- íþróttum, knattspyrnu og skák. Um svipað leyti fór loks að fjölga í félagahópnum hjá UMSK. Ungmennafélögin í Kópavogi og á Álftanesi gengu til liðs við sambandið en aðildarfélögin voru þó ekki nema fimm þegar UMSK fagnaði fjörtíu ára afmæli sínu árið 1962. Félagsmenn voru rúmlega 600 en það átti eftir að breytast hressilega með hinni miklu fjölgun íbúanna allt í kringum Reykjavík. Stjarnan í Garðabæ og Grótta á Seltjarn- arnesi gengu til liðs við UMSK á sjöunda áratugnum, að ógleymdu HK sem þá var fámennt félag í Kópavogi. Svo komu Gerpla og siglingafélögin Ýmir og Vogur á áttunda áratugnum. Síðan hvert félagið af öðru. Árið 1965 kom út fyrsta prentaða ársskýrsl- an. Þá voru umsvif sambandsins orðin það mikil að nauðsynlegt þótti að ráða fram- kvæmdastjóra til starfa yfir sumarmánuð- ina. Mosfellingurinn Sigurður Skarphéðins- son var fyrsti framkvæmdastjórinn sumar- ið 1967 og eftir það komu margir ágætir menn til starfa en stöldruðu flestir stutt við. UMSK opnaði skrifstofu við Lindargötu þegar Sigurður hóf störf og hefur alltaf síðan verið með fast aðsetur í Reykjavík með einni undantekningu. Um þetta leyti voru frjálsíþróttamenn UMSK geysilega öflugir og tóku meðal annars þátt í 40 íþróttamótum á árinu 1969. Árið eftir bættu þeir um betur og sigruðu í Bikarkeppni FRÍ en helstu máttarstólpar frjálsíþróttanna komu frá Breiðabliki í Kópavogi. Enn fjölgaði íþróttamótum á héraðs- vísu. Borðtennis og badminton bættust í hópinn á áttunda áratugnum og seinna komu karate, siglingar og blak. UMSK hafði lengi háð harða baráttu við nágranna sína í HSK um sigra á landsmótum UMFÍ en sífellt mátt sætta sig við annað sætið. Á landsmóti á Akranesi 1975 tókst Kjalnes- ingum að skáka Skarphéðinsmönnum og vinna frækinn sigur. Reyndar var hann nokkuð dýru verði keyptur því fjárhagur- inn fór á hliðina og sambandið var fram- kvæmdastjóralaust um nokkurra ára skeið. Það rétti þó fljótlega úr kútnum, svo var dugmiklum forystumönnum fyrir að þakka. Á sextugsafmælinu árið 1982 voru félögin orðin 15 og félagsmenn á sjötta þúsund. Fámennið var að baki. Sambúð með UMFÍ Árið 1981 settist UMSK að í Mjölnisholti 14 í Reykjavík, við hliðina á skrifstofum UMFÍ, og naut góðs af nágrenninu. Þá hófst útgáfa fréttabréfs UMSK sem var öflugur útbreiðslumiðill meðal félaganna. Á þess- um tíma voru Kjalnesingar tíðir gestir í Þrastaskógi undir forystu formannsins, Páls Aðalsteinssonar, sem hafði tekið ást- fóstri við staðinn. Útihátíðin Gaukurinn í Þjórsárdal var haldin tvívegis í samstarfi við HSK á níunda áratugnum og reyndist vera gullgæs hin mesta. Síðar slitnaði upp úr samstarfinu og leigusamningurinn í Mjölnisholti rann út. Þá fluttu Kjalnesingar upp í Mosfellsbæ en sneru aftur ári síðar og fengu inni hjá UMFÍ sem hafði flust á Öldugötu 14. Tveim- ur árum síðar flutti UMSK höfuðstöðvar sínar í Íþróttamiðstöðina í Laugardal þar sem það hefur átt heima síðan. Sigur í Mosfellsbæ og Kópavogi Árið 1987 var Einar Sigurðsson ráðinn fyrsti framkvæmdastjórinn sem var í fullu starfi allt árið. Sambandið stækkaði ár frá ári, bæði að félögum og félagsmönnum, og nú fannst Kjalnesingum kominn tími til að halda sjálfir landsmót UMFÍ. Þeir sóttu um að halda landsmót í Mosfellsbæ árið 1990 og var það samþykkt. Landsmótið var bæði glæsilegt og fjölmennt þrátt fyrir rysjótt veður og heimamenn kórónuðu framkvæmdina með því að sigra í stiga- keppninni í þriðja sinn á öldinni. Þeir áttu keppendur í öllum greinum, nema reynd- ar glímu, og fengu stig í þeim flestum. Aftur héldu Kjalnesingar landsmót í Kópavogi árið 2007, á 100 ára afmæli UMFÍ. Ekkert var til sparað að gera það sem veg- legast og hinir 1250 keppendur spreyttu sig í 18 greinum mótsins. Stærsti hópurinn var frá heimamönnum sem hrósuðu öruggum sigri og munaði þar mestu að vera með í sem flestum greinum. Mótið var poppað upp á margan máta og nörda- keppni í knattspyrnu milli Íslands og Svíþjóðar og Íslandsmet í vatnsbyssuslag vakti mikla athygli. Mynd efst til vinstri: Kjalnesingar fagna sigri á landsmótinu á Akranesi 1975. Efst til hægri: Vikivakaflokkur UMSK sem sýndi víða á fjórða áratugnum. Næst efst til hægri: Hinir fræknu íþróttamenn UMSK sem sigruðu á landsmótinu í Haukadal 1940. Neðst til hægri: Guðbjörn Guðmundsson prentari var fyrsti formaður UMSK.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.