Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2012, Síða 18

Skinfaxi - 01.11.2012, Síða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands UMSK veitir heiðursviður- kenningar Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK, hélt upp á 90 ára afmæli sitt 19. nóvember sl. Af því tilefni var efnt til kaffisamsætis í Fagralundi í Kópavogi. Við þetta tækifæri veitti UMSK nokkrum einstaklingum heiðursviðurkenningar. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson, Magnús Jakobsson og Haf- steinn Jóhannsson fluttu stutt ávörp. UMSK var stofnað haustið 1922. Það voru fjögur félög sem stóðu að stofnun þess, þ.e. Umf. Reykjavíkur, Afturelding í Mosfellssveit, Drengur í Kjós og Umf. Miðnesinga í Sandgerði. Við stofnun sambandsins voru félagsmenn um tvö hundruð og sextíu að tölu en í dag eru félagsmenn komnir yfir fimmtíu og fjögur þúsund. Fjórir einstaklingar voru sæmdir gull- merki UMSK en þeir skulu sæmdir merk- inu sem unnið hafa innan UMSK í lang- an tíma og gert stórt átak í félagsstörf- um innan UMSK. Gullmerkið hlutu þau Logi Kristjánsson, Breiðabliki, Ingibjörg Hinriksdóttir, Breiðabliki, Þorsteinn Einarsson, HK, og Hlynur Guðmunds- son, Aftureldingu. Silfurmerki hlutu Andrés Pétursson, Breiðabliki, Skúli Skúlason, Golfklúbbn- um Kili, Lárus Blöndal, Stjörnunni, Eysteinn Haraldsson, Stjörnunni, Lovísa Einarsdóttir, Stjörnunni, Páll Grétarsson, Stjörnunni, Guðrún Kristín Einarsdóttir, Aftureldingu, og Bóel Kristjánsdóttir, Aftureldingu. Stöðugleiki í stjórn Birgir Ari Hilmarsson tók við störfum framkvæmdastjóra árið 1991 og gegndi þeim um árabil af miklu öryggi. Samband- ið var þá nokkru fyrr orðið fjölmennasta héraðssamband landsins og árlega bætt- ust við ný félög. Á 70 ára afmælinu árið 1992 voru félagsmennirnir orðnir fleiri en þrettán þúsund talsins. Menn voru vel með á tækninótunum og 1996 setti UMSK upp heimasíðu, fyrst allra héraðssambanda. Birgir Ari var framkvæmdastjóri UMSK til ársins 2008 en þá tók Valdimar Gunnars- son við stöðunni og hefur gegnt henni síðan af miklum dugnaði. Annar Valdimar hefur setið við stjórnvöl sambandsins frá aldamótum, því Valdimar Leó Friðriksson hefur verið formaður UMSK síðustu 12 árin. Stjórn hans var óbreytt í átta kjörtímabil frá 2000 til 2007. Reyndar heyrir það til stór- tíðinda ef mannabreytingar verða í stjórn UMSK og hefur aðeins tvisvar gerst á stjórnartíma Valdimars Leós. Sem dæmi þá hefur núverandi varaformaður, Ester Jónsdóttir, setið í stjórninni frá árinu 1995 og flestir aðrir stjórnarmenn eiga meira en áratug að baki. Þessi samhenta stjórn hefur skapað mikinn stöðugleika innan sambandsins og menn vita hvar þeir hafa hlutina. Samt er engin stöðnun fyrirsjáan- leg því stöðugt er verið að brydda upp á nýjungum. Staðan í dag Nýjar íþróttagreinar eins og siglingar og dans hafa náð langt innan UMSK og fimleikar eru rósin í hnappagati sambands- ins. Mikil aukning hefur orðið í íþróttum aldraðra á sambandssvæðinu og það var í góðu samræmi við þá þróun að UMSK hélt vel heppnað landsmót UMFÍ 50+ í Mos- fellsbæ sumarið 2012. Þá hefur verið gert átak í að hefja héraðsmót UMSK til vegs og virðingar og má nefna að mót í hand- bolta og sundi hafa verið endurvakin. Aðildarfélög UMSK eru 41 að tölu árið 2012 og félagsmenn þeirra 54 þúsund. Iðkendur íþróttanna teljast 22 þúsund mið- að við árið 2011. Sambandið veltir miklum fjármunum og heildarárstekjur aðildar- félaganna eru 2,4 milljarðar, hvorki meira né minna. Þar af er launakostnaður 1,1 milljarður svo auðséð er að ungmenna- og íþróttafélög UMSK eru voldugur vinnu- veitandi. Mjór er mikils vísir því upp frá hinu fámenna fjögurra félaga sambandi, sem stofnað var árið 1922, hefur þróast fjölmennasta héraðssamband landsins: Ungmennasamband Kjalarnesþings. Jón M. Ívarsson Ungmennafélag Íslands færði UMSK í gjöf í tilefni tímamótanna. Frá vinstri Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, og Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ. Frá afhendingu heiðursviðurkenninga. Þeir einstaklingar sem hlutu gull- eða silfurmerki UMSK.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.