Skinfaxi - 01.11.2012, Side 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Héraðssamband Strandamanna:
Fyrr í vetur bankaði maður upp á hjá
framkvæmdastjóra HSS og kvaðst vera
með nokkur skjöl í kassa – smádót tengt
sögu HSS, nokkur fréttabréf, ársskýrslur
og slíkt. Maðurinn var Stefán Gíslason
frá Gröf í Bitrufirði, umhverfisstjórnunar-
fræðingur og langhlaupari í Borgarnesi.
Stefán var gríðarlega öflugur í starfi HSS
og ungmennafélaganna á árum áður.
Þegar farið var að skoða gögnin í
kassanum kom hins vegar í ljós að þar
voru ótal gersemar; fréttabréf frá ung-
mennafélögum, HSS, Kaupfélagi Stein-
grímsfjarðar, grunnskólanum á Hólma-
vík, leikskólanum á Hólmavík, Leikfélagi
Hólmavíkur og kynningarbæklingar
Nokkur skjöl í kassa sveitarstjórnarframboða í Hólmavíkur-hreppi árum saman. Allt er þetta í topp-
standi og vel frágengið. Stefáni eru hér
með færðar bestu þakkir fyrir gjöfina.
Arnar Snæberg Jónsson, fram-
kvæmdastjóri HSS, segir að þeir sem
luma á gögnum eða skjölum sem e.t.v.
tengjast sögu HSS og vita ekki alveg
hvað þeir eiga að gera við þau séu
hvattir til að koma þeim til formanns
eða framkvæmdastjóra en henda þeim
alls ekki í ruslið. Sambandið mun síðan
að sjálfsögðu gera sitt besta til að þrýsta
á um að hafinn verði undirbúningur að
því að koma upp Héraðsskjalasafni
Strandasýslu – til að hýsa þessar
gersemar í viðunandi skilyrðum og til
miðlunar fyrir komandi kynslóðir.
Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
komu í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ
6. nóvember sl. til að kynnast starfsemi
hreyfingarinnar. Nemendurnir voru af
íþróttabraut skólans og komu í fylgd kenn-
ara við skólann. Nemendurnir fræddust
um verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og
sýndu þeir mikinn áhuga í heimsókninni.
Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ,
fræddi unga fólkið um starfsemina og verk-
efni sem standa því til boða. Helga Dagný
Árnadóttir, starfsmaður Evrópu unga fólks-
ins, sagði nemendunum frá því verkefni.
Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á
Ungmennaáætlun Evrópusambandsins,
Youth in Action, sem er samstarfsverkefni
ESB, mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki
ungu fólki á aldrinum 13–30 ára og þeim
sem starfa með ungu fólki.
Nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í heimsókn
Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, ræðir við nemendur
úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem komu í heimsókn í
þjónustumiðstöð UMFÍ.
Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina
Íslensk knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson en
þetta er 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunn-
ar á Íslandi kemur út. Bókin er 256 blaðsíður og
þar af 112 síður í lit. Hún er prýdd um 370 mynd-
um, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum
flokkum á Íslandsmótinu. Fjallað er ítarlega um
Íslandsmótið 2012 í öllum deildum og flokkum,
mest um efstu deildir karla og kvenna en
einnig um neðri deildirnar og yngri flokkana.
Bikarkeppni karla og kvenna eru gerð ítarleg
skil, sem og landsleikjum Íslands í öllum aldurs-
flokkum og Evrópuleikjum íslensku liðanna. Þá
er fjallað um íslenska atvinnumenn erlendis,
önnur mót innanlands og margt fleira sem
tengist íslenskum fótbolta á árinu 2012.
Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn
áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla
og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru
verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu
bókarinnar.
Ítarleg viðtöl eru við Frey Bjarnason, lykilmann í
Íslandsmeistaraliði FH, sem hefur leikið með liðinu
frá því það vann 1. deildina um síðustu aldamót, og
Örnu Sif Ásgrímsdóttur, fyrirliða Íslandsmeistara
Þórs/KA. Fjallað er sérstaklega um ævintýri Víkinga
frá Ólafsvík sem leika í fyrsta skipti í efstu deild karla
árið 2013. Þá eru greinar um karla- og kvennalands-
liðin og frammistöðu þeirra á árinu, og yfirlitsgrein-
ar um hverja deild fyrir sig og frammistöðu lið-
anna. Fjallað er um leikjahæstu knattspyrnumenn
Íslands frá upphafi og margt fleira.
Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leik-
menn í efstu deildum karla og kvenna, liðsskipanir
allra liða í öllum deildum koma fram ásamt leikja-
og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri
flokkum á Íslandsmótinu, og þannig mætti lengi
telja.
Íslensk knattspyrna gefin út 32. árið í röð