Skinfaxi - 01.11.2012, Qupperneq 31
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31
KÖRFUBOLTI:
Með sanni má segja að Ungmenna-
félagið Tindastóll hafi komið rækilega á
óvart á dögunum þegar liðið gerði sér lítið
fyrir og vann Lengjubikarinn. Tindastóll
hafði fram að því ekki unnið leik í
Dominos-deildinni, leikið þar fimm leiki
og tapað öllum, svo að fátt benti til þess
að liðið myndi fagna sigri í Lengjubikarn-
um. Annað kom á daginn því að liðsmenn
Bárðar Eyþórssonar, þjálfara liðsins,
sprungu út eins og blóm á sumardegi og
fögnuðu glæstum sigri í keppninni. Úrslit í
Lengjubikarnum fóru fram í Stykkishólmi
helgina 23.–24. nóvember. Í undanúrslit-
um sigraði Tindastóll lið Þórs frá Þorláks-
höfn og Snæfell sigraði Grindavík. Í hrein-
um úrslitaleik hafði svo Tindastóll betur
gegn Snæfelli, 96:81.
Gríðarleg einbeiting og stemning ein-
kenndi allan leik Tindastólsliðsins. Varnar-
leikurinn var firnasterkur allan tímann og
þennan beitta leik réðu heimamenn í
Snæfelli ekki við.
Tindastóll vann nú þennan bikar í annað
skiptið í sögu félagsins en liðið vann einnig
þessa keppni fyrir þrettán árum. Tveir leik-
menn liðsins, Svavar Birgisson og Helgi
Freyr Margeirsson, voru með í bæði skiptin.
„Sigurinn í Lengjubikarnum kom okkur
leikmönnum ekki á óvart. Það hefur verið
stígandi í liðinu þannig að þetta kom
okkur í sjálfu sér ekki á óvart. Það var
gríðarlega gaman að vinna sigur í þessari
keppni eftir 13 ára bið,“ sagði Helgi Rafn
Viggósson, fyrirliði Tindastóls, í samtali
við Skinfaxa. Helgi Rafn sagði að hlutirnir
hefðu ekki fallið með liðinu í Dominos-
deildinni en hann hefði fulla trú á liði
sínu og það hlyti að fara að smella í gang.
„Við höfum verið að leika betur en úrslit-
in gefa til kynna. Það býr miklu meira í lið-
inu og leikmenn þurfa núna að taka sig
saman í andlitinu og taka betur á því. Ég
er ekkert smeykur því ég hef mikla trú á
þessu liði,“ sagði Helgi Rafn Viggósson,
fyrirliði Tindastóls.
Tindastóll Lengjubikarmeistari
ÞÚ FÆRÐ
ÍÞRÓTTAGALLANA
OG MERKINGUNA
Á SAMA STAÐ
– Bros með Hummel