Skinfaxi - 01.11.2012, Side 39
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39
Næturvinnan hefði verið bærilegri ef hóp-
urinn hefði ekki þurft að vakna eldsnemma
á mánudagsmorgni til að ferðast í rútu suður
til Kaupmannahafnar. Þar var haldin ráð-
stefna í Kulturhuset á Íslandsbryggju þar sem
rætt var um ungmenni, sjálfboðaliðastörf og
starfsemi félagasamtaka. Fyrirlesarar komu
víða frá Norðurlöndunum og kynntu rann-
sóknir sem gerðar hafa verið á þátttöku ung-
menna í félagsstarfi og verkefni sem gengið
hafa vel. Eygló Rúnarsdóttir frá Reykjavíkur-
borg var eini íslenski fyrirlesarinn á ráðstefn-
unni en hún fjallaði um vinnu ungmennaráða.
Í lok mánudags var farið í heimsókn til
Gam3 sem eru félagasamtök sem hafa á ára-
tug byggt upp aðstöðu fyrir götuíþróttir eins
og fótbolta, körfubolta, dans og parkour fyrir
ungt fólk sem áður hafði helst leitað sér
afþreyingar á götunni. Má þar nefna nýbúa,
utanveltubörn og önnur ungmenni úr óstöð-
ugu umhverfi. „Mér fannst aðstaðan geðveikt
flott,“ segir Hafþór Vilberg Björnsson sem
meðal annars hefur stýrt unglingastarfi hjá
björgunarsveitinni í Hveragerði.
Á þriðjudegi kynntu hóparnir þrír hug-
myndir sínar fyrir ráðstefnugestum sem
komu frá ýmsum félagasamtökum, sveitar-
félögum og stjórnmálaöflum á Norður-
löndunum.
Virkjaði heila-
stöðvar sem legið
hafa í dvala
Íslenski hópurinn er ánægður með ferð-
ina. „Fyrir ferðina hugsaði ég mikið „mig
langar“ en eftir hana hugsa ég „ég ætla,“
segir Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, átján ára
úr Dalabyggð. „Þetta er það skemmtilegasta
sem ég hef gert á ævinni.“
„Helgin virkjaði ákveðnar heilastöðvar sem
legið hafa í dvala í einhvern tíma. Eftir hana
hef ég aukið sjálfstraust til að koma hug-
myndum mínum á framfæri,“ bætir Hafþór
Vilberg við. Undir tekur Orri: „Þetta var frá-
bær ferð, gaman að geta prófað eitthvað nýtt.“
„Ég lærði helling um skipulagningu svona
námskeiðs/búða og get pottþétt nýtt mér
þessa reynslu í framtíðinni,“ segir Valdís Ösp
Árnadóttir sem fór fyrir íslenska liðinu og
stýrði einum af hópunum þremur. Hún öðlað-
ist til dæmis nýja sýn á notkun „post-it“ miða
sem voru mikið notaðir á námskeiðinu.
Allir eru þó sammála um að verðmætast
hafi verið að kynnast öðru ungu fólki með
sama eldmóðinn. Fólki sem var opið fyrir
nýjungum og tilbúið til að kýla á hugmyndir.
„Þarna var mikið af ungu og efnilegu fólki
með frábærar hugmyndir sem var tilbúið að
leggja sig 100% fram í því sem það var að
gera,“ segir Valdís Ösp.
„Það sem stendur upp úr var allt þetta
nýja fólk sem maður hitti og fékk tækifæri til
að vinna með,“ heldur Hafþór áfram. „Maður
kynntist urmul af snjöllu, fjölbreyttu og
skemmtilegu ungu fólki,“ bætir Egill við.
„Tengslin gætu reynst ómetanleg í komandi
tíð en jafnframt hreifst ég með af metnaði
þess, skoðunum og hugmyndaauðgi. Ferðin
veitti mér þá trú að framtíðin sé björt. Nóg
er af fólki til að stunda fyrirmyndarstarf og
viðhalda mikilvægu starfi ungmennafélag-
anna.“
Elísabet gengur svo langt að segja að ekki
sé hægt að lýsa ferðinni með orðum. „Allir
krakkarnir, sem mættu, voru opnir fyrir nýjum
hugmyndum og nýju fólki, ekkert mál að
kynnast þeim og allir svo hlýlegir.“ Hún segir
íslenska hópinn hafa smollið sérlega vel sam-
an þótt einstaklingarnir innan hans hafi kom-
ið hver úr sinni áttinni. „Það var eins og við
værum öll búin að þekkjast í mörg ár!“
Fyrst rann þetta
allt saman í einn
graut
Helsta vandamál íslenska hópsins var
tungumálin. Stefna NSU er að öll samskipti
innan samtakanna séu á skandinavísku máli
(dönsku, norsku eða sænsku). Á Helsingja-
eyri var enska í boði fyrir þá sem áttu erfitt
með að skilja fyrirmæli. Þegar til Kaupmanna-
hafnar var komið var hún úr sögunni. „Ég
spurði margoft þarna úti hvernig hægt sé að
ætlast til að við tölum þeirra tungu þegar þau
en eftir hana hugsa ég „ég ætla“
„Þarna var mikið af ungu og efni-
legu fólki með frábærar hugmyndir
sem var tilbúið að leggja sig 100%
fram í því sem það var að gera.“
Orri kynnir vefinn
og möguleika á
áhugamálum.
Úr húsakynnum Gam3.