Morgunblaðið - 01.11.2012, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Fyrirtæki sem tekur við greiðslumeð því
að lesa segulrönd örgjörvakorts er
ábyrgt ef færslan reynist sviksamleg.
Með notkun örgjörvaposa sem snúa
að viðskiptavinumer rekstraráhæ tengd kortaviðskiptum takmörkuð.
Advania á tilbúnar posalausnir og
aðstoðar við innleiðingu á örgjörvaposum.
Nánari upplýsingar á www.advania.is/pinnid
eða í síma 440 9428.
Pinnið ver fyrirtækið
fyrir kortasvikum
Fyrir marga Reykvíkinga er það fastur punktur
í jólaundirbúningnum þegar jólasveinunum hef-
ur verið stillt upp í glugga Rammagerðarinnar í
Hafnarstræti. Þessi elsta gjafavöruverslun
höfuðborgarinnar hefur í yfir hálfa öld sett
jólasveina í gluggann í kringum 1. nóvember.
Sú var tíðin að reykvísk börn fóru gagngert að
skoða jólasveinana í Rammagerðinni og fannst
mörgum það merkja að jólin væru í nánd. Í þá
daga voru jólasveinarnir merki þess að það
þurfti að huga að jólagjöfum fyrir þá sem
bjuggu í útlöndum þar sem það tók póstskipin
sinn tíma að sigla til útlanda. Ekki var hægt að
senda jólagjafir með hraðsendingum svo nauð-
synlegt var að huga að jólagjöfunum í tíma. Ís-
lenskt handverk var vinsæl gjafavara og voru
þær margar lopapeysurnar sem sendar voru til
ástvina fyrir jól.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólasveinarnir enn á ný komnir í gluggann
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Eru líkur á að frekari hækkanir á að-
föngum lendi beint á sjúklingum sem
kaupa þjónustu af tannlæknum,“ seg-
ir í umsögn Tannlæknafélags Íslands
við frumvarp velferðarráðherra um
lækningatæki, sem er til umfjöllunar í
velferðarnefnd Alþingis.
Gagnrýnd eru í umsögnum við
frumvarpið þau áform að innflytjend-
um og framleiðendum lækningatækja
verði gert að greiða eftirlitsgjald
vegna skráningar og markaðseftirlits
með lækningatækjum. Gjaldið á að
verða 0,75% af tollverði innfluttrar
vöru og söluverði innlendrar fram-
leiðslu og er talið skila 42 milljónum
kr. á ári.
Þó flestir taki í umsögnum undir
mikilvægi eftirlits með lækninga-
tækjum vegna öryggis sjúklinga er
gjaldtökunni mótmælt. Tannlækna-
félagið bendir á að með þessari nýju
skattlagningu hækki enn efnis- og
tækjakostnaður tannlækna en efni og
tæki sem þeir nota hafi hækkað gríð-
arlega síðustu ár. Er minnt á að
reynslan af álagningu gjalds af eftir-
litsskildum rafföngum, sem vísað er
til sem fyrirmyndar að gjaldtökunni,
hafi verið sú að innheimt var mun
hærra gjald en þurfti til að hafa
eftirlit með þeim.
Aukinn kostnaður Landspítala
Læknaráð Landspítalans mótmæl-
ir einnig fyrirhugaðri gjaldtöku og
segir ljóst að hún muni leiða til mót-
svarandi hækkunar á innkaupsverði
lækningatækja fyrir Landspítalann,
sem hafi hin síðustu ár liðið fyrir fjár-
skort til kaupa og endurnýjunar á
lækningatækjum.
Sérstaklega er á það bent í
umsögnum að óljóst sé hvort þær
vörur sem verða gjaldskyldar séu í
raun lækningatæki eða ekki skv.
frumvarpinu. Félag atvinnurekenda
segir gjaldheimtuna byggjast á
óvissu, „þar sem fyrirfram er gert ráð
fyrir að innheimt verði vörugjöld af
fjölda vara án þess að fyrir liggi vissa
um að vörurnar séu í raun lækninga-
tæki. Til dæmis er lagt til að gjald
verði lagt á svitalyktareyði og rak-
spíra [...].“ Samtök atvinnulífsins taka
í sama streng og segja að undir toll-
skrárnúmer gjaldtökunnar falli m.a.
plástrar, sjúkrakassar, tannþráður og
tannkrem, smokkar, hjólastólar, gler-
vörur fyrir rannsóknastofur, barna-
bleiur og dömubindi. Tannlækna-
félagið segir vöruflokkana virðast
vera allt frá gúmmíhönskum, tann-
þræði og sáraumbúðum til gervi-
tanna, röntgentækja og tannlækna-
borvéla.
Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins er einnig að finna
gagnrýni en ráðuneytið segir það ekki
heppilegt fyrirkomulag að ríkistekjur
séu markaðar til reksturs Lyfjastofn-
unar með þeim hætti sem lagt er til í
frumvarpinu. Telur ráðuneytið ljóst
að álagt gjald geti haft áhrif á smá-
söluverð lækningatækja og þar með á
innkaupsverð til heilbrigðistofnana.
„Lendi beint á sjúklingum“
Gagnrýni á eftirlitsgjald sem taka á upp samkvæmt frumvarpi um lækningatæki Óljóst hvaða tæki
teljast gjaldskyld Leggst að óbreyttu á svitalyktareyði, rakspíra, plástra, sjúkrakassa og tannþræði
Morgunblaðið/Eggert
Tæki Skylt verður að skrá öll lækn-
ingatæki samkvæmt frumvarpinu.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ekki voru allir farþegar í bílbelti í
rútu sem fór út af veginum í Langa-
dal um miðjan dag í gær. Átta far-
þegar voru í rútunni auk bílstjórans.
Einn eldri maður sem var farþegi í
rútunni var fluttur til aðhlynningar á
sjúkrahúsinu á Akureyri en líðan
hans var ágæt eftir því sem næst var
komist í gærkvöldi.
Um var að ræða strætóferð á leið
norður til Akureyrar en auk Íslend-
inga voru tveir farþeganna Ástralar.
Rútan var með öryggisbeltum. Upp-
haflega átti rútan að aka Þverár-
fjallsveg en sökum veðurs var henni
snúið við og reynt að fara um Langa-
dal í staðinn.
Þar fór rútan út af veginum og
endaði á hliðinni í mýri samkvæmt
upplýsingum frá björgunarfélaginu
Blöndu en björgunarsveitarmenn
frá félaginu voru kallaðir út vegna
slyssins. Þá var lítið ferðaveður,
krap og gekk á með miklum byljum.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Blönduósi voru ekki allir
farþegar rútunnar í bílbelti. Maður-
inn sem slasaðist var í belti en það
slitnaði í slysinu. Farþegum ber
skylda til að nota bílbelti í rútum þar
sem þau eru til staðar.
Fékk áfallahjálp
Að sögn Reynis Jónssonar, for-
stjóra Strætó, er ekki ljóst hvernig
slysið bar að en vindur hafi verið
mikill á svæðinu. Ákveðið hafi verið
að fara frekar um Langadal en Þver-
árfjallsveg þar sem þar hafi átt að
vera meira skjól. Þá segir hann að
bílstjórinn hafi fengið áfallahjálp eft-
ir slysið. Farþegunum og bílstjóran-
um var svo komið áfram til Akureyr-
ar með annarri rútu síðdegis.
Bílbeltið slitnaði í slysinu
Rúta fór út af
veginum í vondu
veðri í Langadal
Morgunblaðið/Arnaldur
Rúta Bílbelti voru í rútunni. Myndin
er ekki úr rútunni sem fór út af.
„Þegar ég lýsti
þessu yfir tók ég
jafnframt fram að
ég myndi ekki
leggja þetta
formlega til. Ég
heiti Valgerður
Bjarnadóttir og
er þingmaður og
get haft þá prí-
vatskoðun að
ríkisendur-
skoðandi hefði átt að víkja á meðan
þetta mál væri til skoðunar. Ég veit
alveg að ég er ekki að tala fyrir hönd
Alþingis,“ segir Valgerður Bjarna-
dóttir, formaður stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar.
Tilefnið er ný skýrsla Ríkisendur-
skoðunar um kostnað ríkisins við
hugbúnaðarkerfið Orra, nánar til-
tekið þau ummæli Ástu Ragnheiðar
Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í
Morgunblaðinu í gær að „enginn
þingmaður eða þingmenn, jafnvel
þótt þeir gegni mikilvægu hlutverki í
eftirliti þingsins með framkvæmdar-
valdinu [gætu] talað fyrir Alþingi í
þessum efnum.“
Valgerður telur að Ríkisendur-
skoðun hafi forgangsraðað rangt
með því að slá skýrslunni á frest.
Talaði
ekki fyrir
hönd þings
Valgerður
Bjarnadóttir
Sýn þingmanns
Eftirlitsgjaldinu er ætlað að
standa undir kostnaði Lyfja-
stofnunar af skráningu lækn-
ingatækja og markaðseftirliti
með þeim. Fjármálaráðuneytið
bendir á í umsögn að hér sé um
að ræða greiðslur til þriggja
sérfræðinga, upp á samtals
24,8 milljónir kr., sem muni
skoða og meta lækningatæki til
skráningar og að auki 17,2 millj-
ónir kr. vegna ritara, hugbún-
aðar og annars kostnaðar við
skráningu og utanumhald.
25 millj. til
sérfræðinga
SKRÁNING OG EFTIRLIT