Morgunblaðið - 01.11.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Rannsóknarnefnd umferðarslysa,
RNU, hefur lokið við rannsókn á
banaslysi sem varð á Langeyr-
arvegi á Siglufirði að kvöldi 16.
nóvember á síðasta ári. Fólksbíl
var þá ekið á þrjár 13 ára stúlkur
sem voru að koma út úr rútu, eftir
hópferð til Ólafsfjarðar. Við
ákeyrsluna lést ein stúlknanna,
önnur stúlka slasaðist alvarlega en
sú þriðja minna.
Í skýrslu RNU eru orsakir
slyssins raktar til þriggja atriða. Í
fyrsta lagi hafi ökumaður fólks-
bílsins ekið „alltof hratt“ framhjá
rútunni, sem var kyrrstæð á með-
an farþegunum var hleypt út.
Samkvæmt útreikningum RNU
var bílnum ekið á 65-71 km hraða
á klukkustund en leyfilegur há-
markshraði á þessum stað er 50
km/klst.
Í öðru lagi hafi stúlkurnar ekki
gætt nægilega að umferð á
Langeyrarvegi áður en þær gengu
yfir götuna. Í þriðja lagi bendir
RNU á að farþegum rútunnar var
hleypt út utan biðstöðvar og því
ekkert útskot á veginum.
Við rannsókn sérfræðings voru
gerðar athugasemdir við ástand
fólksbílsins, sér í lagi hjólbarða og
dempara að aftan. Orsök slyssins
er hins vegar ekki rakin til
ástands bílsins. Þá leiddu nið-
urstöður áfengis- og lyfjaprófs
ökumanns fólksbílsins í ljós að í
þvagsýni, ekki í blóði, var
niðurbrotsefni kannabis.
Í ábendingarhluta skýrslunnar
er minnt á að samkvæmt umferð-
arlögum frá 1987 teljist ökumaður
hafa verið undir áhrifum fíkniefna
og óhæfur til að stjórna ökutæki
örugglega ef ávana- og fíkniefni
mælist í blóði eða þvagi hans. Er-
lendar rannsóknir á áhrifum kann-
abisefna gefi vísbendingu um að
óvirk umbrotsefni geti mælst í
þvagi þeirra sem neytt hafa efnis-
ins mörgum dögum og vikum eftir
neyslu, þegar vímuáhrif eru horf-
in. Bendir nefndin á að innan um-
hverfis- og samgöngunefndar Al-
þingis sé til skoðunar að breyta
ákvæði umferðarlaga þannig að
mæling ávana- og fíkniefnum í
þvagi ein og sér verði ekki grund-
völlur refsiábyrgðar.
Í umræddu atviki á Siglufirði
telur nefndin það ekki sennilegt
að ökumaður fólksbílsins hafi ver-
ið í vímu þegar slysið varð.
„Eftir sem áður telur Rann-
sóknarnefnd umferðarslysa brýnt
að fíkniefnaneytendur íhugi
ábyrgð sína af alvöru á akstri bif-
reiða á meðan þeir neyta efnanna,
því neysla þeirra hefur sannanlega
áhrif á líkamlegt og andlegt at-
gervi þeirra,“ segir ennfremur í
skýrslunni.
Tilmæli til sveitarfélaga
Rannsóknarnefndin beinir þeim
tilmælum til sveitarfélaga í þétt-
býli að skipuleggja almennings-
samgöngur þannig að hópbílar
stöðvi eingöngu á biðstöðvum ætl-
uðum til að hleypa farþegum inn
og út. Einnig er þeim tilmælum
beint til sveitarfélaga að beita sér
fyrir því að hópbifreiðar, sem
flytja grunnskólanemendur í ferð-
um skipulögðum af félagsmið-
stöðvum, íþróttafélögum og öðrum
sambærilegum aðilum, beri merki
sem sýna þá notkun með sama
hætti og gildir um skólaakstur.
bjb@mbl.is
Fólksbílnum ekið of hratt framhjá rútunni
RNU gefur út rannsóknarskýrslu
um banaslys á Siglufirði fyrir tæpu ári
Ljósmynd/RNU
Slys Banaslysið varð á þessum stað,
en ökutæki eru ekki þau sömu.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Á þriðjudaginn var opnuðu
nokkrir veitingastaðir sem
voru með gasgrill. Þeir eld-
uðu eins mikið og þeir gátu
enda var kjötið og maturinn
að verða ónýtur. Ég náði að
berjast fyrir einni pítsu með
vini mínum. Svo eftir það var
allt lokað og þeir gátu ekkert
meira gert,“ sagði Magnús
Jónsson, nýútskrifaður leik-
ari í Jersey City í New Jersey-ríki, um ástandið í
borginni daginn eftir að fellibylurinn Sandy reið
þar yfir og olli miklu eignatjóni.
Horfði yfir til Manhattan
Magnús var á 44. hæð skýjakljúfs í Jersey City
og horfði á Manhattan úr fjarlægð þegar blaða-
maður ræddi við hann. Mikill vatnselgur var þá
enn á neðri hluta Manhattan og ekkert þangað að
sækja, að sögn Magnúsar. Hann lauk á dögunum
námi í leiklistarskóla og vann meðfram námi hjá
hótelkeðjunni NYC-JC og er nú bókunarstjóri.
Fyrirtækið á íbúð í Jersey City sem hann býr í en
þar flæddi vatn inn á jarðhæð á mánudagskvöld.
Rafmagn fór af borginni um hálftíuleytið sama
kvöld og kom sér vel fyrir Magnús að fyrirtækið á
einnig íbúðir í skýjakljúfnum sem hann var stadd-
ur í. Var rafmagn komið þar á í gærmorgun.
Magnús og félagar hans undirbjuggu sig vel
fyrir fárviðrið og átti hann nóg af vistum í gær.
Þeir reyndu að komast út úr borginni en urðu frá
að hverfa í útjaðri hennar þegar í ljós kom að veg-
ir voru víða illa farnir og ekkert rafmagn þar.
Venjulega er aðeins um 5 mínútna lestarferð
frá Jersey City yfir til Manhattan og segir Magn-
ús að sú leið opni ekki fyrr en eftir 5 til 9 daga.
Rafmagnsleysið vakti ugg
Hann segir fólk hafa orðið óttaslegið um hálf-
tíuleytið á mánudagskvöld. „Þegar stormurinn fór
yfir borgina vorum við í auga stormsins um tíma.
Þegar lygndi fórum við út á götu til að skoða að-
stæður. Þegar rafmagnið fór og það slokknaði á
hverfinu heyrði maður öskur í húsunum. Margir
urðu mjög taugaveiklaðir. Þá varð ég dálítið
hræddur og ímyndaði mér að nú ætti fólk eftir að
ráðast á mig til að fá vatn og aðrar nauðsynjar,“
segir Magnús en sá ótti reyndist ástæðulaus.
Heyrði öskrin í húsunum
Íslenskur leikari upplifði skelfingu í Jersey City vegna fellibylsins Sandy
Ætlaði út úr borginni en sneri við Lestarkerfið liggur enn þá niðri
Ljósmynd/Magnús Jónsson
Tómlegt Úrvalið var orðið lítið í þessari verslun í
Jersey City eftir fárviðrið. Fólk hamstraði mat.
Magnús Jónsson
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Ég veit ekki hvernig við eigum
þá að fá mat. Vegurinn er lokaður
frá janúar fram í mars. Þá getum
við alveg eins pakkað og farið.
Þetta er eina samgönguleiðin yfir
veturinn,“ segir Ragnheiður Edda
Hafsteinsdóttir, útibússtjóri Kaup-
félags Steingrímsfjarðar í Norð-
urfirði í Árneshreppi um hvað það
þýddi fyrir íbúa á svæðinu ef flug
til Gjögurs leggst af.
Flugfélagið Ernir, sem hefur
verksamning um áætlunarflug til
Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í
Hornafirði auk þess sem það hef-
ur flogið til Húsavíkur, stefnir á
að hætta fluginu þar sem kostn-
aðurinn við það sé hærri en
greiðslur ríkisins. Sveitarstjórar
og oddvitar sex sveitarfélaga og
hreppa hafa ritað áskorun til
stjórnvalda um að bregðast við
þessari stöðu.
„Ég er ekki viss um að allir
væru til í að búa hér áfram ef þeir
kæmust ekki í burtu. Svona er
verið að leggja einangraðar sveitir
af,“ segir Ragnheiður Edda.
Þá segir hún flugmálin hafa ver-
ið í ólestri um nokkurn tíma. Að-
eins ein ferð sé á viku til og frá
Gjögri á sumrin og því geti íbúar
jafnvel ekki nýtt sér þær.
Ögmundur Jónasson, innanrík-
isráðherra, segir að fundað hafi
verið um málið í innanríkisráðu-
neytinu í gær og heildarskoðun á
innanlandsfluginu sé í gangi.
„Okkur er umhugað um að
halda uppi flugsamgöngum og við
gefum okkur tíma til að skoða
málin nánar. Auðvitað er þetta allt
háð fjárframlögum. Flugið hefur
þurft að sæta niðurskurði eins og
aðrir þættir í framlögum ríkisins,“
segir hann.
Einangr-
aðar sveitir
lagðar af
Greiðslur ríkisins
duga ekki fyrir flugi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afskekkt Flug er eina samgöngu-
leiðin til Gjögurs yfir veturinn.
Þeir Hákon og Daníel, sem báðir eru 10 ára og vanir brettamenn, fundu sér
brekku við skátaheimilið í Árbæ þar sem þeir gátu rennt sér á hjólalausum
hjólabrettum í gær. Snjórinn var ekki mikill en það skiptir litlu máli þegar
áhuginn er fyrir hendi – og greinilegt er að nóg er af honum hjá piltunum.
Vanir 10 ára brettamenn fundu sér brekku í Árbænum
Morgunblaðið/Golli
Fljótir að nýta sér fölina