Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 11

Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 11
fyrst upp. Ég hafði lítið unnið í þrí- vídd svo ég ákvað að tala við Össur sem er með þrívíddarprentara. Þar var tekið vel á móti mér og mér var bent á fyrirtækið Materialise. Hjá því fyrirtæki er hægt að prenta út gull, silfur og ýms gúmmíefni. Auk þess sem ýmsar nýjungar eru á leið- inni eins og til dæmis að prenta út úr tré. Hægt er að ná svipaðri áferð eða þéttleika flestra hluta og það er það sem mér finnst svo spennandi við þetta,“ segir Halla Sigga. Mismunandi áferðir Til að hanna ekki eingöngu út frá þeirri tækni sem til er í dag, hannaði Halla Sigga þrívíða bók sem inniheldur margar nýjar áskoranir fyrir tæknina í dag. Textinn í bókinni er unnin upp úr kennslubókinni Komdu og skoðaðu líkamann, eftir Gunnhildi Óskarsdóttur og Ragn- heiði Hermannsdóttur, en Halla Sigga aðlagaði textann og breytti eins og hentaði formi bókarinnar. Bókinni er skipt upp eftir hlutum eða lögum líkamans og er því textinn ljós á dökkum bakgrunni fyrir sjón- skerta. Bókin er löguð líkt og höfuð sem hægt er að þreifa á og finna þannig fyrir mismunandi lögun höf- uðsins. Þá eru þrívíðar fígúrur sem mun vera hægt að lyfta upp og þreifa á og verða þær paraðar við hverja opnu með litum og áferð. Hug- myndin er sú að hafa húðina með ákveðinni mýkt, vöðvana aðeins mýkri, beinin hörð og innyflin svo mýkst til að börnin geti fundið mun- inn. Hver hluti líkamans sé paraður við verkefnið eftir áferð. Þá eru myndirnar í bókinni þannig að sjón- skertir geti líka greint þær. Halla Sigga segir þróunina í þrívíddar- heiminum vera mjög hraða og hún sé nú að skoða hvernig megi þróa bók- ina lengra eftir því sem möguleik- unum fjölgar. Þrívíddarprentun er dýr í dag en Halla Sigga segir hana þó vera að verða ódýrari og komnir séu á markað slíkir prentarar fyrir heimili. Hefur fengið fyrirspurnir víða að úr veröldinni Nú liggur fyrir að finna út úr því hvernig sé hægt að prenta bókina þannig að stofnanir og einstaklingar geti haft efni á henni og gæfist slíkt tækifæri helst með stækkandi mark- aði. Bókin hefur hlotið mikla athygli erlendis en Halla Sigga segist þó ætla að halda sig við Ísland til að byrja með. „Til að byrja með er mitt aðalmarkmið að geta prentað eintak til að gefa Þekkingar- og fræðslu- miðstöðinni. Samvinnan við starfs- fólkið þar hefur verið ómetanleg til að vita nákvæmlega hvað blind og sjónskert börn vanhagar helst um og hvernig best sé að hanna fyrir þenn- an hóp,“ segir Halla Sigga. Ef fjár- magn fæst miðar nú Halla að því að hafa bókina fullbúna til hugsanlegrar framleiðslu í byrjun næsta árs en þá á hún von á sínu öðru barni. Hún segist hafa fengið fyrirspurnir ótrú- lega víða að úr heiminum. Starfsfólk Blindrafélagisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar lögðu þar sitt af mörkum en þau hafa tekið bókina með sér og kynnt á ráð- stefnum. „Margir hafa áhuga á að nýta þrívíða prentun í heimi blindra og ég hef fengið mjög skemmtilegar fyrirspurnir,“ segir Halla Sigga en fjallað hefur verið um bókina á ráð- stefnum og fjölmiðlum í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Betra að skissa fyrst og sjá heildarmyndina Halla Sigga hefur einnig lært grafíska hönnun á Ítalíu og hafði unnið hér heima í nokkur ár áður en hún hóf aftur nám í Listaháskóla Ís- lands. Hér heima segist hún hafa far- ið meira að læra á og vinna með for- rit enda liggi stór hluti starfs grafískra hönnuða þar. Henni finnist þó betra að skissa fyrst upp hug- myndir sínar. „Ég hef alltaf verið að teikna og skissa og var á myndlistar- braut í FB þannig að leiðin í grafíska hönnun var nokkuð bein. Mér finnst betra að skissa upp hugmyndirnar mínar áður en ég byrja á að fram- kvæma þær í tölvunni til að sjá heild- armyndina,“ segir Halla Sigga að lokum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 Fjarðarkaup Gildir 1.-3. nóvember verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði ............................... 1.198 1.598 1.198 kr. kg Nauta Rib-eye úr kjötborði................................ 3.498 3.998 3.498 kr. kg FK kjúklingabringur .......................................... 1.998 2.467 1.998 kr. kg Fjallalambs lambalæri frosið ............................ 1.379 1.498 1.379 kr. kg KF saltað folaldakjöt ........................................ 1.174 1.174 898 kr. kg KF reykt folaldakjöt.......................................... 898 1.174 898 kr. kg Papco fífa salernisp, 9 rúllur ............................. 698 888 77 kr. stk. FK brauð, 770 g .............................................. 198 246 257 kr. kg Hagkaup Gildir 1.-4. nóvember verð nú áður mælie. verð Íslandsnaut ungnauta hakk .............................. 1.424 1.899 1.424 kr. kg Íslandsnaut ungnauta gúllas ............................ 2.174 2.899 2.174 kr. kg Íslandsnaut ungnauta snitsel............................ 2.174 2.899 2.174 kr. kg Íslandsnaut mínútusteik................................... 2.998 4.299 2.998 kr. kg Holta kjúklingur heill ........................................ 749 998 749 kr. kg Myllu baguette brauð....................................... 149 219 149 kr. stk. Myllu hnetuvínarbrauð ..................................... 149 249 149 kr. stk. Myllu fimmkornabrauð ..................................... 299 409 299 kr. stk. Kjarval Gildir 1.-4. nóvember verð nú áður mælie. verð Kea hangiframpartur með beini ........................ 1.498 1.198 1.498 kr. kg SS svínahamborgarhryggur með beini ............... 1.798 2.298 1.798 kr. kg Holta kjúklingur ferskur .................................... 799 968 799 kr. kg Fjallabrauð ..................................................... 389 509 389 kr. stk. FP pitsa bolognese, 3x300 g ............................ 639 799 639 kr. pk. AB mjólk ......................................................... 219 265 219 kr. ltr Ananas ferskur ................................................ 199 349 199 kr. kg Krónan Gildir 1.-4. nóvember verð nú áður mælie. verð Ungnautagúllas ............................................... 1.799 2.398 1.799 kr. kg Ungnautasnitsel .............................................. 1.799 2.398 1.799 kr. kg Ungnauta innralæri erlent ................................ 1.885 2.898 1.885 kr. kg Ungnauta mínútusteik erlend ........................... 1.885 2.898 1.885 kr. kg Ungnauta entrecote erlent ................................ 2.989 4.598 2.989 kr. kg Lambalærissneiðar .......................................... 1.690 1.998 1.690 kr. kg Grísabógur hringskorinn ................................... 599 698 599 kr. kg Nóatún Gildir 1.-4. nóvember verð nú áður mælie. verð Grísasíðu pörusteik, kjötborð ............................ 798 998 798 kr. kg Grísalundir, kjötborð ........................................ 1.998 2.598 1.998 kr. kg Nóatúns grísahamborgarhryggur ....................... 1.598 1.798 1.598 kr. kg Lambafille m/fitur. kjötborð.............................. 3.498 4.198 3.498 kr. kg Bleikjuflök, fiskborð ......................................... 1.798 1.998 1.798 kr. kg Ungn. hamborgari 120 g kjötb.......................... 198 289 198 kr. stk. ÍM kjúklingalundir ............................................ 2.338 2.598 2.338 kr. kg Veronabrauð ................................................... 299 449 299 kr. stk. Helgartilboðin Morgunblaðið/Kristinn Í dag, fimmtudag, milli klukkan 17 og 21 verður tekið fagnandi á móti vetri í Galleríi Dunga, Geirsgötu 5a, sem er við hlið Sægreifans við höfnina í Reykjavík, en þar iðar allt af lífi. Listamenn gallerísins ætla að vera á staðnum og kynna verkin sín en auk þess ætlar Unnur Arndísardóttir að spá í Tarot-spil milli kl. 18 og 20, Kristín Erla Kristjánsdóttir ætlar að sýna förðun kl. 19.30 og Úní & Jón Tryggvi spila svo tónlist sína kl. 20. Léttar veitingar verða í boði fyrir gesti og gangandi sem reka inn nefið. Endilega … … látið spá fyrir ykkur í Galleríi Dunga og hlýðið á lifandi tónlist Úní & Jón Tryggvi Þau ætla að spila fyrir gesti í dag. Halla Sigga Margrétardóttir í Þjóðminjasafninu Margir hafa áhuga á að nýta þrívíða prentun í heimi blindra og ég hef fengið mjög skemmti- legar fyrirspurnir. Kynningarmyndband um bókina má finna á vefsíðunni: hallasigga.com/portfolio/ discover-the-body TRAU ST OG G ÓÐ ÞJÓN USTA Í 16 Á R HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14 Verið velkomin SJÓNMÆLINGAR Á STAÐNUM VORUM AÐ TAKA UPP FULLT AF FLOTTUM UMGJÖRÐUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.