Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 16

Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 Egill Ólafsson egol@mbl.is Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðun- ar, segist ekki sjá að kostnaður við fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orra) hafi verið óhóflegur. Rekstur kerfisins kostaði 584 milljónir í fyrra, en það ár nam símakostnaður ríkisins 1.083 milljónum. Ríkisendurskoðun kynnti á blaða- mannafundi í gær skýrslu Ríkisend- urskoðunar um innleiðingu og kostn- að við Orra. Heildarkostnaður við Orra á ár- unum 2001-2011 nam 5,9 milljörðum, en þar af nam stofnkostnaður 1,5 milljörðum. Samkvæmt kaupsamn- ingi átti kostnaðurinn að vera einn milljarður. Kostnaðurinn fór því 41% fram úr áætlun miðað við verðlag ársins 2001. Engin áætlun var gerð á sínum tíma um rekstrarkostnað Orra. Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi benti á að 12 sjúkrahús í Dan- mörku hefðu tekið upp nýtt fjár- hagsupplýsingakerfi og kostnaður við það hefði verið 5,2 milljarðar. Rekstrarkostnaður við fjárhagsupp- lýsingakerfi bankanna væri um 15 milljarðar á ári. Ríkisendurskoðun gerði í október könnun meðal forstöðumanna hvern- ig þætti að vinna í Orra. Niðurstað- an var sú að 80% sögðu að vandamál hefðu komið upp við innleiðinguna en 90% töldu að þau væru að mestu eða öllu leyti leyst. 70% töldu virkni Orra í samræmi við þarfir sinnar stofnunar. 45% töldu kerfið aðgengi- legt og 50% töldu kerfið skilvirkt stjórnkerfi. Það voru helst forstöðu- menn smærri stofnana sem töldu kerfið ekki aðgengilegt eða skilvirkt, en þeir notuðu kerfið minna en for- stöðumenn stærri stofnana. Þinginu veittar misvísandi upplýsingar í upphafi Þegar nýtt fjárhags- og mann- auðskerfi var fyrst kynnt fyrir Al- þingi árið 2001 kom fram að kostn- aður við kerfið yrði 160 milljónir. Samt lá fyrir í fjármálaráðuneytinu á þeim tíma áætlun um að kostnað- urinn yrði um 800 milljónir. Ríkis- endurskoðun gagnrýnir í skýrslu sinni að Alþingi hafi ekki verið upp- lýst um kaupverð Orra fyrr en í október 2001. Upplýsingar til þings- ins hafi því verið misvísandi. Í fjár- lagafrumvarpinu 2002 kemur hins vegar fram að áætlaður kostnaður við innleiðingu og rekstur Orra á ár- unum 2001-2003 er 1,3 milljarðar. Kostnaður vegna Orra hefur alltaf verið innan fjárheimilda nema árin 2001 og 2004. Kostnaður af Orra var ekki óhóflegur  Heildarkostnaður við Orra er 5,9 milljarðar á 10 árum Morgunblaðið/Kristinn Ríkisendurskoðun Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Ingunn Ólafsdóttir sérfræðingur kynntu skýrslu Ríkis- endurskoðunar um Orra, ásamt Kristínu Kalmansdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar. Skafti Harðarson hefur fyrir hönd Samtaka skattgreiðenda sent emb- ætti skattrannsóknarstjóra ríkisins ítrekunarbréf, þar sem hann krefst þess að embættið taki málefni DV ehf., útgáfufélags DV, til rannsóknar vegna gruns um brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lög- um um virðisaukaskatt og almenn- um hegningarlögum. Tildrög málsins eru þau að 30. september sl. sendi Skafti sér- stökum saksóknara bréf þar sem hann kærði rekstrarfélag DV ásamt fyrirsvarsmönnum og framkvæmda- stjóra félagsins og vísaði í fréttir þess efnis að samkvæmt ársreikn- ingi útgáfufélagsins hefði það í lok júlí á líðandi ári skuldað tugi milljóna í ógreidda vörslu- skatta, það er innheimtan virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Í byrjun október kom fram í Fréttablaðinu að útgáfufélag DV skuldaði 76 millj- ónir í opinber gjöld. Skafti segir að embætti sérstaks saksóknara hafi brugðist skjótt við og í bréfi dagsettu 3. október hafi það sagt að kæran hafi verið fram- send til embættis skattrannsóknar- stjóra ríkisins. Frá því hafi hann hins vegar ekkert heyrt og því sent ítrekunarbréf til embættisins sl. föstudag. „Það er alveg ljóst að þarna er verið að mismuna mönnum fyrir lög- um og fyrir stjórnarskránni, menn fá ekki sömu meðferð,“ segir Skafti um kæruna og vísar til dóma- fordæma máli sínu til stuðnings. Hann segir að háttsemi fyrirsvars- manna útgáfufélags DV teljist „meiri háttar brot“ í skilningi al- mennra hegningarlaga og spyr hvort meðvitað eigi að sleppa þeim við rannsókn og hugsanlega refsingu. Morgunblaðið reyndi ítrekað að ná í skattrannsóknarstjóra í gær en skilaboðum var ekki svarað. Samtök skattgreiðenda ítreka kæru á hendur DV  Embætti skattrannsóknarstjóra hefur ekki brugðist við Skafti Harðarson Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi segist sannfærður um að hægt sé að leysa þau mál sem upp hafi komið í samskiptum Alþingis og Ríkisendurskoð- unar. Með þessari skýrslu sé Ríkisendurskoðun búin að leggja fram grunn sem hægt sé að byggja á við umfjöllun um innleiðingu og kostnað við Orra, en nokkrir þingmenn hafa gagn- rýnt Ríkisendurskoðun harðlega vegna tafa við vinnu við skýrsl- una. „Ég hef fulla trú á að þing- menn sem skoða þessa skýrslu muni komast að þeirri niður- stöðu að það sé skynsamlegt að styðja við bakið á þeirri eftir- litsstofnun sem er að vinna fyrir þá,“ sagði Sveinn. Sveinn sagðist njóta fulls stuðnings forseta Alþingis til að gegna áfram stöðu ríkisend- urskoðanda. Nýtur trausts þingforseta RÍKISENDURSKOÐANDI 198 7 - 2012 25 ár Klappastíg 44 Sími 562 3614 25 ÁRA AFMÆLI 25% AFSLÁTTUR AF ALLRI MATVÖRU 25 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ fimmtudag 1 nóv. til laugardags 3 nóv. MultiMaster fjölnotavél slípar - sagar - skefur raspar - brýnir - o.fl. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.