Morgunblaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
✝ Jens Tómassonfæddist í Hnífs-
dal 22. september
1925. Hann lést á
vistheimilinu Grund
24. október 2012.
Foreldrar Jens
voru Tómas Tóm-
asson, sjómaður og
verkamaður, f. 30.3.
1899, d. 4.2. 1980,
og Elísabet Elías-
dóttir húsfreyja, f.
1.7. 1902, d. 8.9. 1989. Systkini
Jens voru Bjarni Guðmundur
Tómasson, verkamaður og sjó-
maður, f. 1922, d. 2000, Margrét
Rakel Tómasdóttir, starfsmaður
á skrifstofu, f. 1927, Elías Tóm-
asson, sjómaður og verkamaður,
f. 1929, d. 2003, Sóley Tóm-
asdóttir sjúkraliði, f. 1930, d.
2011, Fjóla Tómasdóttir, f. 1930,
d. 1931, Haukur Sigurður Tóm-
asson jarðfræðingur, f. 1932, og
Fjóla Sigríður Tómasdóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 1933.
Jens kvæntist 4.4. 1959 Her-
borgu Húsgarð meinatækni, f.
18.2. 1932, d. 23.1. 1991, frá Syðri
Götu í Færeyjum. Börn þeirra
voru 1) sonur, f. 27.2. 1960, d.
fræðaprófi og tók síðan stúdents-
próf utanskóla á tveimur árum.
Eftir útskrift frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1948 hélt
Jens utan til náms og lauk Cand.
Mag-prófi og síðar Cand. Real-
gráðu í jarðfræði 1962 frá Há-
skólanum í Osló. Jens réði sig hjá
Orkustofnun, þá Raforku-
málastofnun, árið 1963 og starf-
aði þar til ársins 1995 þegar hann
lét af störfum vegna aldurs. Jens
sérhæfði sig í rannsóknum á eig-
inleikum há- og lághitakerfa og
eftir hann liggur fjöldi fræði-
greina og skýrslna á því sviði.
Jens hafði mikinn áhuga á sam-
félagsmálum og var félagi í Al-
þýðubandalaginu frá stofnun
þess 1968 og seinna í Samfylk-
ingunni. Jens ferðaðist mikið,
bæði vegna vinnu sinnar og sér
til ánægju allt fram á seinni ár.
Hann var góður skákmaður og
bridsspilari og stundaði hvoru
tveggja af miklum eldmóð. Jens
hafði dálæti af lestri og las mikið
alla tíð, sér til fróðleiks og
skemmtunar. Þeir sem næst hon-
um stóðu minnast hans þó helst
sem hlýlegs fjölskylduföður sem
naut sín best meðal afkomenda
sinna, systkina og vina.
Útför Jens fer fram í Nes-
kirkju í Reykjavík í dag,1. nóv-
ember 2012, kl. 13.
27.2. 1960, 2) Sverr-
ir Jensson veð-
urfræðingur, f. 17.7.
1961. 3) Unnur
Jensdóttir píanó-
kennari, f. 17.4.
1964. Eiginmaður
hennar er Birgir Þ.
Jóakimsson, graf-
ískur hönnuður, f.
1962. Börn þeirra
eru Sólborg, f. 1997,
og Bjargey, f. 2000.
4) Eiríkur Magnús Jensson verk-
fræðingur, f. 23.11. 1973. Eig-
inkona hans er Kolbrún Hrafn-
kelsdóttir lyfjafræðingur, f.
1974. Börn þeirra eru Magnús
Kolbjörn, f. 1996, Anna, f. 2009,
og Sigríður Edda, f. 2010.
Jens flutti ungur með fjöl-
skyldu sinni suður og ólst upp í
Reykjavík í stórum hópi systkina.
Fjölskyldulífið var fjörugt og
fjölskyldan samheldin þó að oft
væri þröngt í búi. Sem ungur
maður vann Jens ýmis störf bæði
til sjós og lands. Snemma hafði
hann mikinn áhuga á að mennta
sig og eftir að barnaskóla lauk
vann hann í nokkur ár og safnaði
sér fyrir námseyri, lauk gagn-
Mig langar að minnast Jens,
tengdaföður míns, í nokkrum orð-
um.
Ég kynntist Jens þegar ég og
Eiríkur, yngsti sonurinn, fórum að
rugla reytum okkar saman. Þá fór
ég að venja komur mínar upp í
Bakkasel þar sem þeir feðgarnir
bjuggu. Það varð fljótlega að þægi-
legum vana að ljúka helginni með
því að fara í sunnudagssteik heim
til tengdapabba þar sem fjölskyld-
an kom saman. Eftir matinn kom
Jens sér venjulega fyrir í sófanum
með spilastokkinn í hendinni og
lagði kapal ef enginn vildi taka spil.
Hann var mikill spilamaður, en við
áttum þar sameiginlegt áhugamál
og eru mínar bestu minningar með
Jens yfir spilum. Honum þótti
verra að tapa og gat alveg látið
mann heyra það ef manni varð á að
setja „vitlaust“ út.
Jens var afskaplega ljúfur og
held ég að flestir myndu taka undir
að hann var drengur góður. Hann
var yfirleitt fámáll þó að hann gæti
orðið hinn heitasti þegar ákveðin
mál bar á góma, þá sérstaklega
eitthvað sem tengdist pólitík og var
utanríkisstefna Bandaríkjanna í
litlu uppáhaldi. Hann var hreinn og
beinn, alveg laus við allan hroka og
tilgerð. Hann var sáttur við sitt,
enda lítið að velta sér upp úr áliti
annarra. Nægjusemin gekk stund-
um of langt að okkar mati og þá
kom það fyrir að við skárumst í leik-
inn. Mér er það minnisstætt þegar
við ákváðum að tími væri kominn til
að endurnýja Lada 1200-bílinn sem
var kominn vel til ára sinna, en
tengdapabba fannst þetta „alveg
arfavitlaus“ hugmynd þótt hann
hefði seinna verið afskaplega
ánægður með breytingarnar.
Þó var það ekki þannig að hann
kynni ekki að njóta lífsins, því það
gat hann svo sannarlega. Hann var
með margt af góðu fólki í kringum
sig og átti það til að hlæja hátt og
innilega sem endaði iðulega með því
að allir viðstaddir tóku undir.
Seinni árin hitti hann spilafélagana
vikulega þar sem spilað var brids
fram á nótt og hann fór reglulega í
leikhús eða út að borða í góðum fé-
lagsskap systkina sinna. Hann
hafði gaman af því að ferðast og
gerði mikið af því meðan hann
hafði heilsu til. Þegar hann var
einn naut hann þess að grúska í
bókunum sínum og las bæði skáld-
sögur og fræðibækur. Einhvern
tíma sagði hann mér að hann hefði
aldrei náð að láta sér leiðast. Hann
átti alltaf mjög gott samband við
börn sín og afabörn. Einnig er
aðdáunarvert hversu náinn og
samheldinn systkinahópurinn var
og votta ég eftirlifandi systkinum,
Hauki, Lillu og Fjólu, samúð mína
og færi þeim þakkir fyrir að vera
hans stoð og stytta í gegnum lífið.
Síðustu árin voru Jens erfið þar
sem bæði líkamleg og andleg
heilsa var farin að gefa sig. Það var
sárt að fylgjast með erfiðri baráttu
hans undir lokin og óhætt að segja
að það hafi verið töggur í honum
alveg fram á það síðasta. Gott er
að hugsa til þess að hann er nú
kominn á betri stað.
Ég þakka fyrir allt sem hann
gerði fyrir mig í gegnum okkar
kynni. Guð blessi minningu hans.
Kolbrún Hrafnkelsdóttir.
Í dag fylgjum við til grafar
miklum heiðursmanni sem átt hef-
ur farsælt og gjöfult líf. Gjöfult
með tilliti til þeirra minninga sem
fljóta í farvegi hans og þó ekki síð-
ur fyrir framlag í jarðhitarann-
sóknum á löngum starfsferli. Jens
nam jarðfræði við háskólann í
Osló og lauk þaðan Cand.real.
gráðu 1962. Er heim kom réðst
hann til starfa á skrifstofu raf-
orkumálastjóra sem síðar varð
Orkustofnun og lauk þar starfs-
ferlinum árið 1995, þá sjötugur að
aldri. Hitaveituvæðing var þegar
hafin er Jens kom til starfa, og
jókst af enn meiri krafti eftir að ol-
íukreppan hin fyrri reið yfir. Meg-
inverkefni hans tengdust borun-
um, jarðfræðilegum þáttum
kerfanna og vatnsgengd. Jens
kom að fyrstu örvunaraðgerðum á
borholum með svo kallaðri pökk-
un, en þá er reynt að opna tregar
holur með þrýstingi neðan pakk-
ara sem þaninn er út í holuvegg á
ákveðnu dýpi. Varð hann síðan
lykilmaður á þeim vettvangi og
honum mikið áhugamál að þróa og
beita aðferðinni til örvunar á treg-
gæfum borholum. Síðasta aðkoma
hans að slíku verki var örvun 2.700
m djúprar borholu fyrir Hitaveitu
Seltjarnarness sem gaf nánast
ekkert. Þá var Jens fenginn til og
pakkari. Eftir daglanga ádælingu
undir miklum þrýstingi opnaðist
holan út í æð sem gaf og gefur
mestan hluta þess vatns sem Hita-
veita Seltjarnarness notar. Á
starfsævi Jens var geysileg gerj-
un í jarðhitavísindum á Íslandi,
þar sem áhersla var lögð á að ná
sem viðamestri þekkingu á auð-
lindinni. Ein að þeim þekkingar-
leiðum voru borholugögnin. Jens
var meðal þeirra sem þar voru í
forystu og fór fyrir borholujarð-
fræði allt þar til hann lét af störf-
um 1995. Eftir Jens liggur fjöldi
fræðigreina og skýrslna og er enn
vitnað í þær.
Það var okkur mikið happ að
vinna með Jens og þökk sé þeim
innblæstri sem þar réð ríkjum.
Jens var einn þeirra sem mótuðu
þær starfsaðferðir við borholu-
rannsóknir sem enn eru notaðar.
Á Orkustofnun var mikið mann-
val, skemmtilegt umhverfi, og
Jens vissulega einn þeirra sem
auðguðu andann. Hann var okkur
ógleymanlegur sem yfirmaður,
samstarfsmaður og félagi. Lýs-
ingarorðin sem eiga við hann er
hláturmildur, skapmikill, öðling-
ur, utangátta og glaðvær en það
sem höfuðmáli skipti var að öllum
líkaði að vinna með honum. Ótelj-
andi voru umræður um litlu og
stóru atriðin í jarðhitakerfunum,
vísindalegar, huglægar eða bara
gamansögur af vettvangi og
stundum var deilt af innlifun um
faglega túlkun gagna.
Skákin var vinsæl í hádeginu
og þar var Jens í essinu sínu
ásamt Hauki bróður sínum.
Þeirri íþrótt héldu sumir okkar til
streitu eftir að Jens lét af störf-
um, og sóttum við hver annan
heim um hríð í þeim erindagjörð-
um. Jens var gæfusamur fjöl-
skyldumaður, kynntist eignkonu
sinn Herborgu á námsárunum í
Osló. Minnumst við margra góðra
gleðistunda með þeim hjónum. Í
pólitíkinni var hann einlægur
vinstrimaður og staðfastur Lödu-
eigandi, og lét ekki hjá líða að
spyrna við fótum gegn íhaldinu ef
á þurfti að halda. Fallinn er frá
mikill sómamaður og merkur vís-
indamaður, hans orðstír mun lifa.
Eftirlifandi ættingjum vottum við
okkar samúð.
Hjalti Franzson,
Ásgrímur Guðmundsson,
Guðmundur Ómar
Friðleifsson,
Kristján Sæmundsson.
Í fáeinum orðum langar mig að
minnast Jens Tómassonar sem
lést um daginn á degi Sameinuðu
þjóðanna. Jens kynntist ég fyrir
hálfri öld er við vorum samtíða
nokkur ár á stúdentagarðinum
Sogni í Osló.. Hann var þá kom-
inn út aftur til að ljúka námi sínu
með samningu lokaritgerðar í
jarðfræði. Við nutum þeirra
miklu forréttinda að búa í her-
bergjum sem Guðrún Brunborg
hafði með elju og sérstæðri fjár-
öflun útvegað til handa íslenskum
námsmönnum. Jens var í hópi
hinna eldri og ráðsettari meðan
ég var á Sogni, langt kominn með
námið. Hann var léttur í lund og
vinsæll með löndum sínum og
„innfæddum“. Félagslíf meðal Ís-
lendinga á Sogni var mikið og
gott. Þeir bjuggu flestir dreift en
við hittumst gjarnan í Brunborg-
arstofu. Það var setustofa og
samkomusalur íslenskra náms-
manna á Sogni og víðar, en því
miður var hún lögð niður nýlega.
Landinn stundaði hinar marg-
víslegustu námsgreinar en það
kom síður en svo fyrir fjörleg sam-
skipti á sviði andans og skemmt-
anahalds. Jens var hrókur alls
fagnaðar. Hann var gefinn fyrir
græskulaust grín og hló smitandi
hlátri svo undir tók. En það var
ekkert grín þegar hin ríka réttlæt-
iskennd Jens braust fram í eld-
heitum umræðum um stórpólitík-
ina í heiminum. Þá var líka enginn
lengra til vinstri en Jens og ein-
arðari andstæðingur auðvaldsins.
En við hin svo vorum ekki alveg
jafnrauð hrifumst með og enn
þann dag í dag stend ég mig að því
að túlka heimssögulega viðburði
þessara tíma að hætti Jens á þess-
um árum, Ungverjalandsupp-
reisn, Kúbudeiluna o.fl. Jens stóð
sem sagt ekki á sama um fram-
vindu mála hjá þjóðum heims. Svo
vildi til að Jens var staddur „mitt i
gryta“ þegar heimssögulegur at-
burður átti sér stað, nefnilega á
jarðfræðingamóti í í Tékkóslóv-
akíu árið 1968 þegar Sovétríkin
réðust inn í landið. Var þetta að
vonum Jens eftirminnilegt.
Jens hafði brennandi áhuga á
sinni jarðfræði og var stundum í
þungum þönkum þegar hann
hugsaði djúpt. Hann lét ekki erf-
iðleika aftra sér við námið, en alla
vega á þessum árum var hann
ekki laus við lesblindu, eins og t.d.
annar mætur vísindamaður,
Norðmaðurinn Vilhelm Bjerknes,
sem grundvallaði eðlisfræðilega
veðurfræði á fyrri hluta 20. aldar.
Á árunum á Sogni mun Jens hafa
kynnst Herborgu sinni sem hann
unni hugástum frá fyrstu tíð. Á
stúdentagarðinum fór að vonum
vel á með Færeyingum sem þar
voru nokkrir og okkur Íslending-
um. Herborg varð lífsörunautur
Jens en hún féll frá á miðjum
aldri.
Jens varð farsæll vísindamað-
ur, en nánar frá verkum hans
kunna aðrir að greina. Er leiðir
okkar lágu saman á ný hér á Fróni
síðustu áratugina var alltaf gaman
að hitta Jens og höfðum við
ánægju af því að rifja um gamla,
góða daga á Sogni forðum. Á
Grund síðustu misserin var þó
orðið erfitt að rifja upp hvað á
dagana hafði drifið. Lengi örlaði
samt á hlýju brosinu er minnst var
á fólk sem við höfðum þekkt. Ég
votta Sverri og systkinum hans
samúð við fráfall föður þeirra.
Blessuð sé minning Jens Tómas-
sonar.
Þór Jakobsson.
Jens Tómasson
✝ Jónas PéturÞorleifsson
fæddist í Dagsbrún
í Norðfirði 3. des-
ember 1956. Jónas
andaðist á heimili
sínu laugardaginn
20. október 2012.
Foreldrar hans
voru Þorleifur Jón-
asson frá Norðfirði
og Sigurfinna Ei-
ríksdóttir frá Vest-
mannaeyjum, þau eru bæði lát-
in. Systkini Jónasar eru þau
Guðmundur Þorleifsson, maki
Berta Kjartansdóttir. Sig-
urbjörg Þorleifsdóttir, maki
Ólafur Gunnar Gíslason. Eiríkur
Þorleifsson, maki Þóra Erlends-
dóttir. Herbert Þorleifsson tví-
burabróðir Jónasar.
Jónas ólst upp á Norðfirði til
7 ára aldurs en þá flutti fjöl-
skyldan til Hafnarfjarðar. Þeg-
ar Jónas var 13 ára flutti fjöl-
skyldan til Vestmannaeyja og
bjuggu þau þar til
ársins 1973 en þá
hófst gosið í Eyjum.
Þá flutti fjöl-
skyldan í Árbæinn
og voru þar í 3 ár.
Árið 1976 fluttist
fjölskyldan aftur til
Norðfjarðar.
Jónas gekk í
Barnaskóla Norð-
fjarðar, Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði
og Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja. Árið 1978 fluttist
Jónas einn til Hafnarfjarðar, bjó
lengst af þar en síðustu árin bjó
hann í Lækjasmára í Kópavogi.
Jónas var lengst af farmaður
á skipum Nesskipa og Eimskipa.
Eftirlifandi eiginkona Jón-
asar er Gina Barriga Cuizon.
Þau voru barnlaus.
Útför Jónasar verður gerð
frá Digraneskirkju í dag, 1. nóv-
ember 2012, og hefst athöfnin
kl. 15.
Í dag kveð ég þig elsku bróð-
ir, Jónas Pétur, eða Jonni eins
og þú varst alltaf kallaður.
Margt kemur upp í huga mér
þegar ég lít til baka yfir farinn
veg. Þú glímdir við erfiðan sjúk-
dóm sem fylgdi þér alla ævi, en
tókst því með ótrúlegu æðru-
leysi. Ég var ekki gömul þegar
ég hjálpaði til við að gæta þín og
aðstoða.
Þú varst mér svo kær, elsku
Jonni. Þegar þú fluttir suður
dvaldir þú oft hjá mér og fjöl-
skyldu minni og eigum við ynd-
islegar minningar frá þeim tíma.
Þú reyndist börnum mínum svo
yndislegur frændi og vinur.
Gleðin og húmorinn var aldrei
langt undan og jákvæðni og kær-
leik hafðir þú alltaf að leiðarljósi.
Þú og Gina komuð ykkur upp
fallegu heimili í Kópavoginum
fyrir mörgum árum og það var
alltaf gaman og ljúft að koma til
ykkar.
Þú greindist með annan sjúk-
dóm fyrir skömmu sem þér tókst
að sigrast á og allt virtist svo
bjart framundan hjá ykkur Ginu
þegar þú varst svo skyndilega
tekinn frá okkur. Ég kveð þig,
elsku Jonni, með þessu ljóði:
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
…
(Bubbi Morthens.)
Þín er sárt saknað, elsku bróðir
minn, en minning um góðan
dreng lifir.
Þín systir
Sigurbjörg.
Elsku Jonni frændi.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig. Takk fyrir að
hugga mig þegar ég var lítil og
gisti hjá ömmu og afa og vaknaði
grátandi með heimþrá, þú last
fyrir mig þar til ég sofnaði aftur.
Takk fyrir að vera til staðar þegar
ég þurfti öxl til að gráta á sem
unglingur þegar allt virtist ótrú-
lega erfitt enn þú gast alltaf látið
allt verða betra. Fyrir allt það og
svo miklu meira vil ég þér þakka.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég
gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
(Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson.)
Hvíl í friði, kæri frændi og vin-
ur.
Bryndís Ólafsdóttir og
fjölskylda.
Kæri frændi, ég kveð þig með
þessu ljóði:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku Jonni frændi, megi guð
og englarnir varðveita þig.
Elsku Gina, við vottum þér
samúð okkar.
Linda Björk Ólafsdóttir
og fjölskylda.
Við ótímabært fráfall elsku-
legs föðurbróður okkar horfum
við til baka og minnumst Jónasar
Péturs eða Jonna eins og hann
var jafnan kallaður.
Ein af minningunum er frá
Neskaupstað þegar Jonni var á
millilandaskipi og bjó hjá ömmu
og afa á milli túra. Skemmtilegur
frændi sem átti flottan bíl og
stórar og fínar græjur sem hann
naut að tjúna í botn svo að húsið
á Gilsbakkanum nötraði. Jonni
hafði góða mannkosti til að bera.
Hann lét sér annt um sitt fólk,
fylgdist með af áhuga því sem
það tók sér fyrir hendur, hjálp-
samur, skemmtilega stríðinn en
einstaklega barngóður og ljúfur.
Jonni var lánsamur að kynnast
Ginu sinni, þau áttu fallegt heim-
ili og tóku á móti öllum með opn-
um örmum. Eftir að þau fluttu í
Lækjasmárann var hann dagleg-
ur gestur á heimili foreldra okkar
og styrkust böndin enn frekar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Við horfum á eftir yndislegum
frænda sem við kveðjum með
sorg í hjarta.
Elsku Gina, Hebbi, pabbi,
Sibba, Eiki og aðrir aðstandend-
ur, megi guð gefa ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Guðrún Erna, Erla og Harpa.
Elsku frændi, þín er sárt sakn-
að og kveðjum við þig með þessu
ljóði:
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guð geymi þig, elsku Jonni.
Vottum þér samúð okkar,
elsku Gina.
Gísli, Verna og börn,
Sigurbjörg og fjölskylda,
Sigurleif, Luke og börn.
Jónas Pétur
Þorleifsson