Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 45

Morgunblaðið - 01.11.2012, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 Tenórsöngvarinn Gissur Páll Giss- urarson kemur fram á tónleikum í Hömrum á Ísafirði í kvöld, fimmtu- daginn 1. nóvember. Með honum leikur píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson. Þetta eru fyrstu áskriftar- tónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á þessu starfsári og hefjast þeir klukkan 20. Þeir Árni Heiðar og Gissur Páll hófu samstarf sitt árið 2008, og hafa síðan komið fram við fjölmörg tækifæri. Á tónleikunum í kvöld flytja þeir einkum íslensk einsöngs- lög, þar sem áhersla er lögð á að leiða hlustandann inn í heim túlk- andans og nálgast tónlistina frá sjónarhorni flytjendanna. Áhersla verður þannig lögð á nálægð og innlifun, bæði flytjenda og hlust- enda. Á dagskránni verða fjölmörg þekkt einsöngslög á borð við „Draumalandið“, „Í fjarlægð“ og „Hamraborgina“. Auk þess munu félagarnir flytja úrval evrópskra sönglaga. Áskriftarkort Tónlistarfélags Ísafjarðar gilda á tónleikana en einnig eru seldir miðar við inn- ganginn á 2.000 kr. Aðgangur er ókeypis fyrir nemendur. Söngvarinn Gissur Páll mun syngja bæði íslensk og erlend einsöngslög. Gissur Páll á tónleikum á Ísafirði Hin árlega „Tónlistarveisla í skammdeginu“, sem menningar- og safnanefnd Garðabæjar gengst fyr- ir, verður haldin í kvöld, fimmtu- dag, í göngugötunni á Garðatorgi. Í tónlistarveislu ársins stígur hin gamalkunna hljómsveit Jet Black Joe á svið. Hljómsveitin heldur upp á 20 ára afmæli á þessu ári, með tónleikahaldi og útgáfu safndisks. Forsprakkarnir Páll Rósinkrans og Gunnar Bjarni Ragnarsson mæta á Garðatorgið ásamt meðleikurum og spila valinkunn lög. Þetta er í ellefta sinn sem tónlist- arveislan er haldin á Garðatorgi og hafa Garðbæingar, sem og aðrir tónlistarunnendur, iðulega kunnað vel að meta og fjölmennt á torgið. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og standa í rúma klukkustund. Sama kvöld verður einnig opið hús í sal Grósku á Garðatorgi þar sem gestir og gangandi geta skoðað myndlist frá klukkan 18 til 23. Aðgangur að tónlistarveislunni er ókeypis og allir velkomnir. Rokkarar Gunnar Bjarni og Páll Rós- inkrans leika ásamt félögum sínum. Jet Black Joe leikur á Garðatorgi í kvöld Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Titillag disksins er þemalagið úr myndinni Cinema Paradiso sem ítalska tónskáldið Ennio Morricone samdi. Raunar má segja að það svífi ítölsk stemning yfir þessum diski,“ segir Jónas Þórir píanóleikari um diskinn Paradiso sem hann og Matt- hías Stefánsson fiðluleikari nýverið sendu frá sér. Á disknum má finna þrettán lög, m.a. þemalagið úr kvik- myndinni Schindler’s List eftir John Towner Williams, „Gabriels’s Obo“ eftir Morricone, þemalagið úr Il Post- ino eftir Luis Enrique Bacalov, „Summertime“ eftir George Gerschwin og „Szymon“ eftir Ólaf Þórðarson sem flutt er í minningu tónskáldsins á diskinum, en Matthías spilaði árum saman með Ólafi. „Þetta eru lög sem við Matthías höfum spilað við ýmsar kirkjulegar athafnir í gegnum tíðina,“ segir Jón- as Þórir þegar hann er spurður um lagavalið á disknum. „Þessi diskur er ætlaður öllum sem vilja hafa rólegt heima sér og slaka á yfir rauðvíns- glasi. Þetta er svona létt klassík,“ segir Jónas Þórir. Lítið menningarlegt útgáfu- fyrirtæki með mikinn metnað Aðspurður segir Jónas þá Matt- hías hafa spilað saman í tæpan ára- tug. „Vinur minn benti mér á hann þegar ég var að leita að fiðluleikara. En segja má að Matti hafi gengið mér í föðurstað,“ segir Jónas Þórir og hlær þegar blaðamaður hváir enda er Matthías talsvert yngri en Jónas Þór- ir. Til útskýringar segir Jónas Þórir: „Við faðir minn, Jónas Þórir Dag- bjartsson fiðluleikari, lékum saman þar til hann var orðinn 81 árs gamall. Við sáum um tónlistarflutning í öllum opinberum veislum í rúm tuttugu ár og lékum fyrir kóngafólk, forseta og ráðherra. Við Matti náðum strax mjög vel saman, enda höfum við báðir mjög gaman af því að spila ekki alveg eftir nótum heldur leika okkur með efnið og spinna. Við göngum kannski hvað lengst í spunanum í laginu „Summertime“,“ segir Jónas Þórir. Jónas Þórir og Matthías halda út- gáfutónleika í Þjóðmenningarhúsinu nk. sunnudag kl. 20. „Okkur finnst salurinn þar einstaklega fallegur auk þess sem hljómurinn er afbragðs- góður. Við tókum diskinn upp á þess- um stað,“ segir Jónas Þórir og út- skýrir að diskurinn hafi verið tekinn upp á tónleikum fyrir vini í ágúst sl. „Þetta er því lifandi spilamennska á disknum.“ Paradiso er fyrsti diskurinn frá út- gáfufyrirtæki Jónasar Þóris og Matt- híasar sem nefnist A.M.M. ehf. „Skammstöfunin stendur fyrir Arte Mano Musica. Við ætlum að vera lítið útgáfufyrirtæki sem er menning- arlegt og rekið með miklum metnaði. Snemma á næsta ári sendum við frá okkur disk sem verið hefur í vinnslu í hálft annað ár. Þar er um að ræða vögguvísur fyrir lítil börn þar sem við Matti spilum, en Egill Ólafsson og Sigríður Thorlacius syngja. Þetta verður blanda af nýju og gömlu efni, bæði íslenskt og erlent, en allt sungið á íslensku. Að ári munum við Matti síðan senda frá okkur disk eingöngu með íslenskum dægurlögum í flutn- ingi okkar tveggja.“ Ljósmynd/Jón Svavarsson Vinir Jónas Þórir og Matthías Stefánsson hafa starfað lengi saman. „Matti hefur gengið mér í föðurstað“  Jónas Þórir og Matthías Stefánsson gefa út Paradiso ÁLFABAKKA 16 7 L L 12 VIP 16 16 16 7 EGILSHÖLL 12 12 L 16 16 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 - 10:10 FRANKENWEENIE SÝNDÍ3DMEÐÍSLTEXTAKL. 6 - 8 - 10 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 END OF WATCH VIP KL. 5:40 - 8 - 10:20 LOOPER KL. 10:20 SAVAGES KL. 8 THE CAMPAIGN KL. 5:50 LAWLESS KL. 10:40 BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 L 12 16 KEFLAVÍK SKYFALL KL. 8 - 11 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:10 AKUREYRI 7 L L 16 16 16 FRANKENWEENIE SÝNDÍ3DMEÐÍSL TEXTAKL.6 LAWLESS KL. 8 LOOPER KL. 10:20 BRAVE ÍSL.TALI KL. 6 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:20 Entertainment Weekly BoxOffice.com 16 Ein besta mynd ársins! - Boxoffice Magazine JOSEPH GORDON-LEVITT BRUCE WILLIS EMILY BLUNT HAUNAST FRÁ LEIKSTJÓRANUM TIM BURTON 12 16 16 7 KRINGLUNNI UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ KRINGLUNNI SKYFALL NÚMERUÐ SÆTI KL. 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10 HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 11 FORSÝNING 2 FYRIR 1 MIÐNÆTUR SPRENGJA HOPE SPRINGS KL. 5 L 12 12 UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ Í KRINGLUNNI SKYFALL KL. 5 - 8 - 10:20 - 11 FRANKENWEENIE SÝNDÍ3DMEÐÍSLTEXTA KL. 6 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 HOPE SPRINGS KL. 5:40 - 8 LOOPER KL. 8 LAWLESS KL. 10:30 -FBL -FRÉTTATÍMINN Entertainment Weekly New York Observer Empire Boxoffice.com L FORSÝND Í KRINGLUNNI KL. 23 Í KVÖLD JENNIFER LAWRENCE ÚR HUNGER GAMES, HÖRKU SPENNUTRYLLIR Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU 30% afsláttur af öllum peysum og pu leðurjökkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.