Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Íbúar geta áfram fengið liðveislu og utanaðkomandi aðila til að sinna henni en liðveislan í búsetukjörn- unum og á sambýlunum hefur verið endurskoðuð til að hafa þjónustuna heildstæðari,“ segir Björk Vilhelms- dóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Nokkur umræða hefur skapast um að taka eigi lið- veisluna af fötluðum og þroskaheft- um í Reykjavík. Björk segir svo ekki vera, breytt fyrirkomulag á liðveisl- unni hafi tekið gildi en hún hafi ekki verið tekin af. „Það er alls ekki ætl- unin að skerða þjónustuna við íbúana heldur að skipuleggja hana þannig að hún verði betri. Það voru settar nýjar reglur í vor og í þeim segir að íbú- arnir eigi að geta haldið utanaðkom- andi stuðningi eins og kostur er.“ Breytingar á reglunum gengu í gildi 1. september sl. Þær voru sam- þykktar í velferðarráði 30. maí og í borgarráði í júní. Fjármagnið sem fór áður í gegnum liðveisluna bætist við annan rekstrarkostnað í búsetu- kjörnunum og á sambýlunum. Fé- lagslegi stuðningurinn er þá skipu- lagður þar. „En það er ekki búið að ganga frá því hvernig fjármagnið mun fylgja með. Það er því miður nokkrum skrefum á eftir,“ segir Björk. Endurmetnir í þjónustuna Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að fyrir fjölmarga notendur liðveislu í Reykjavík verði engar breytingar á þjónustu. „Þeir munu halda áfram að fá þjónustu eins og áður séu þeir end- urmetnir í þörf fyrir hana. Fyrir suma notendur verða breytingar á fyrirkomulagi þjónustu. Þetta á við um notendur sem búa í búsetuúrræð- um á vegum borgarinnar. Hvernig útfærslan er á hverjum stað er í höndum forstöðumanns og þjónustu- miðstöðvar í viðkomandi hverfi. Í sumum tilvikum munu starfsmenn sem þegar vinna á staðnum sinna lið- veislunni en í öðrum verða ráðnir sér- stakir starfsmenn.“ Þá segir að flest- ir þeirra sem eru með liðveislu búi í sjálfstæðri búsetu. Ekki hafa verið gerðar breyt- ingar á fjármagni því sem ætlað er til stuðningsþjónustu í Reykjavík vegna þessara reglna. Mótmæla skerðingunni Fyrir helgi sendu Lands- samtökin Þroskahjálp og Átak, félag fólks með þroskahömlun, frá sér til- kynningu þar sem þau mótmæla skerðingu á lífsgæðum og þjónustu við fatlað fólk sem felast í nýlegum breytingum velferðarsviðs Reykja- víkurborgar á fyrirkomulagi liðveislu við fatlað fólk. „Félagsleg liðveisla felur í sér persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. að- stoð til að njóta menningar og fé- lagslífs. Slík þjónusta er mikilvæg til að stuðla að virkni fatlaðs fólks og þátttöku í samfélaginu og hefur veru- leg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir í til- kynningunni. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir að samtökin gagnrýni hvernig að breytingunni var staðið, að fyrra fyr- irkomulag hafi verið fellt úr gildi án þess að nokkur viti hvað eigi að taka við. „Það var byrjað á öfugum enda. Þjónustan var lögð niður í fyrri mynd og forstöðumönnum sagt að þeir ættu að ráða fólk í liðveisluna en þá hefði verið eðlilegt að búið væri að færa fjármunina sem eiga að fara í verkefnið til,“ segir Friðrik og bætir við að þessi breyting hafi ekki verið samþykkt af Þroskahjálp með nein- um hætti. Hann er ekki hrifinn af því að starfsfólk sambýla og búsetu- kjarna sinni líka liðveislunni, segir að hópur íbúa sé allt öðruvísi samsettur en hópur starfsmanna. Liðveislan ekki lögð niður í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Stuð Eitt hlutverk liðveislu er að fara með skjólstæðing á jólaball fatlaðra.  Breytt fyrirkomulag fyrir heildstæðari þjónustu Hörður Jónasson, faðir 22 ára þroskahefts drengs sem dvelur á sambýli, segir að liðveislan hafi verið hans besta úrræði og það skipti miklu máli að hún skerðist ekki. „Þetta snýst um að fara út og á aðra staði en far- ið er á með foreldrum eða starfsmönnum sambýla. Það kemur nýr vinkill og hann kynn- ist fleira fólki. Sonur minn er fé- lagslyndur og hefur gaman af því að fara á kaffihús, í leikhús og í verslunarmiðstöðvar og slíkt,“ segir Hörður. Hann hefur áhyggjur af því að þjónustan skerðist eða leggist af með nýja fyrirkomulaginu og það dragi þá verulega úr mögu- leikum fatlaðra og þroskaheftra einstaklinga að nýta frítíma sinn. „Ég veit ekki um sambýli sem er svo vel mannað að það geti bætt liðveislunni á sig. Þá eru þetta líka sömu starfs- mennirnir sem eru að stýra all- an daginn og eru með þeim í fé- lagslífinu. Fjölbreytileikinn tapast og þau komast ekki út úr umhverfinu sem þau búa í.“ Liðveislan besta úrræðið FORELDRI Skúli Hansen skulih@mbl.is Gera þarf kröfu um að ferlið að baki nýrri stjórnarskrá standi undir til- tölulega skýrum kröfum um að fyrir liggi góðar upplýsingar og að reynt sé að ná fram hámarkssamstöðu ef ferlið á að virka sem almennt upp- gjör við hrunið og sem tækifæri til þess að fólk geti skoðað sig um og velt því fyrir sér hvert það vilji stefna, segir Gunnar Helgi Kristins- son, stjórnmálafræðingur, en hann flutti erindi um stöðu stjórnarskrár- vinnunnar á fundi sem fram fór í há- tíðarsal Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag. „Ef við keyrum þetta fram án upplýsinga og án þess að reyna að ná fram samstöðu þá erum við aug- ljóslega ekki að gera upp við hrunið með einhverjum sannfærandi hætti,“ segir Gunnar Helgi. Á fundinum fluttu einnig stjórn- málafræðiprófessorarnir Ólafur Þ. Harðarson og Indriði H. Indriðason auk lagaprófessorsins Bjargar Thor- arensen erindi en umræðuefni fund- arins var það hvort þingmenn væru bundnir af niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslu um breytingar á ís- lensku stjórnarskránni. Þá bendir Gunnar Helgi á að vel unnin skoðanakönnun hefði getað reynst gagnlegri en þjóðfundurinn og þjóðaratkvæðagreiðslan um til- lögur stjórnlagaráðs. „Ef það sem menn vildu fá fram voru skýrar upp- lýsingar um hvað kjósendur væru að hugsa þá hefði í báðum þessum til- vikum góð og vönduð skoðanakönn- un verið mun árangursríkari aðferð til þess að afla þeirra upplýsinga,“ segir Gunnar Helgi og bætir við: „Þjóðaratkvæðagreiðslan, í þessu tilviki, er að mínu viti gott dæmi um misnotkun á þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar sem þú heldur þjóðaratkvæða- greiðslu áður en hin efnislega um- ræða hefur farið fram og reynir síð- an að nota niðurstöðurnar til að þagga niður umræðuna.“ Úrtak úr þjóðskrá heppilegra Þá gagnrýnir Gunnar Helgi kosn- ingafyrirkomulagið að baki stjórn- lagaþingskosningunni. „Kosninga- fyrirkomulagið sem var valið við stjórnlagaráðið var þannig að það hefði í raun og veru heppilegra að taka tilviljunarúrtak upp úr þjóðskrá eða tilviljunarúrtak þess vegna úr hópi frægs fólks á Íslandi, sem er kannski nær lagi,“ segir Gunnar Helgi. Að sögn Bjargar Thorarensen eru niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar ekki lagalega bindandi fyrir þingmenn. „Það er ekki búið að fara efnislega yfir tillögurnar hjá löggjaf- anum og þingmenn hafa þá skyldu samkvæmt stjórnarskrá að ræða þær efnislega. Síðan er rétti stjórn- skipulegi farvegurinn að bera þetta undir þjóðina þegar búið er að vinna málið á þinginu,“ segir Björg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnarskrárfundur Fjöldi fólks fylgdist með fundinum sl. föstudag. Misnotkun á þjóðaratkvæði  Lagaprófessor segir niðurstöðuna ekki bindandi fyrir alþingismenn Stjórnarskrármál » Gunnar Helgi segir að vel unnin skoðanakönnun hefði getað reynst betur en þjóð- fundurinn og þjóðaratkvæða- greiðslan. » Björg Thorarensen segir niðurstöðurnar ekki lagalega bindandi fyrir þingmenn. Íslensk málnefnd stendur að mál- tækniþingi þriðjudaginn 13. nóv- ember í Þjóðmenningarhúsinu frá kl. 15-16.15. Heiti málþingsins er Ís- lenska á 21. öld. Þingið hefst á ávarpi Katrínar Jak- obsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra. Eiríkur Rögnvaldsson kynnir nýútkomna skýrslu um stöðu íslenskrar tungu í tölvu- og upplýs- ingatækni. Málnefndin veitir árlegar viðurkenningar sínar fyrir það sem vel hefur verið gert til eflingar tung- unni. Guðrún Kvaran, formaður Ís- lenskrar málnefndar, kynnir þennan lið. Fluttar verða tvær kynningar, annars vegar um nýjan talgervil og hins vegar um nýjan talgreini. Krist- inn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, kynnir íslenska tal- gervilinn en Jón Guðnason, lektor við HR, og Trausti Kristjánsson tölv- unarfræðingur kynna talgreininn. Ræða um íslensku á 21. öldinni Jólavörurnar er komin í Álnabæ JÓLAGARDÍNUR, JÓLADÚKAR OG JÓLAEFNI Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Lítið við og skoðið úrva lið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.