Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Þrátt fyrir að ljóst sé að mörg sjáv- arútvegsfyrirtæki eru skuldsett fram úr hófi, en skuldir greinarinnar juk- ust um 250% á árunum 2002 til 2008, þá er ekki hægt að skipa öllum fyr- irtækjum í sama flokk í þeim efnum. Þegar horft er til ársins 2009 voru skuldir átta stærstu sjávarútvegsfyr- irtækjanna, sem eru handhafar um 50% fiskveiðikvótans, aðeins um þriðjungur heildarskulda atvinnu- greinarinnar. Á þetta er bent í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um ís- lenskan sjávarútveg, en þar kemur ennfremur fram að ef tekið er mið af skuldsetningu á hvert þorskígildis- tonn þá samsvari skuldir minni út- gerðarfyrirtækja tvöfaldri skuldsetn- ingu þeirra stærstu. Á árunum 2007 til 2008 jukust skuldir sjávarútvegs- ins um ríflega 70%, einkum vegna gengisfalls krónunnar, en skuldir átta stærstu fyrirtækjanna hins vegar um 35%. „Meðalstórar og minni útgerðir hafa því hlutfallslega tekið á sig tals- vert meira högg í kjölfar hrunsins,“ segir í skýrslu Arion. Þessi hlutfallslega mikla skuldsetn- ing minni sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur mikil áhrif á framlag þeirra til fjármunamyndunar, þar sem lítið svigrúm verður til fjárfestinga eftir að tekið hefur verið tillit til afborgana af þungri skuldabyrði. Á síðustu árum hafa gögn bent til þess að stærri út- gerðir, sem standa fjárhagslega betur en önnur fyrirtæki, hafi staðið undir stórum hluta af fjárfestingum grein- arinnar. Fjárfesting í hlutfalli við EBITDA – hagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – hefur þó minnkað verulega hjá sjávarútvegsfyrirtækj- um á síðustu árum; frá því að vera yfir 60% árið 2004 í ríflega 10% á árinu 2009. Aukin hagræðing og bati í rekstrarafkomu fyrirtækjanna skýrir þessa þróun að hluta til. Hins vegar, að því er fram kemur í skýrslu Arion banka, gæti önnur skýring á lítilli fjárfestingu innan geirans „verið sú óvissa sem hefur ríkt um framtíð fisk- veiðistjórnunar í landinu“. Í skýrslunni er einnig vakin athygli á því að skuldsetning íslenskra sjáv- arútvegsfyrirtækja sé nú orðin sú hin sama og í Noregi. Við upphaf síðasta áratugar var skuldsetning í norskum sjávarútvegi umtalsvert hærri, en samfara lánsfjárbólunni 2004 til 2008, þá tóku skuldir í íslenskum sjávarút- vegi fram úr þeim norska. Að und- anförnu hefur þó orðið breyting á í þessum efnum og á árinu 2009 voru skuldir í íslenskum sjávarútvegi, sem hlutfall af EBITDA, komnar á par við skuldir í norskum útgerðarfyrirtækj- um. Þrefalt meiri arðsemi en í ESB Samhliða skuldahjöðnun í íslensk- um sjávarútvegi hefur arðsemi grein- arinnar, mælt sem EBITDA af heild- artekjum, aukist mikið á umliðnum árum. „Arðsemi íslensks sjávarút- vegs,“ segir í skýrslu Arion banka, „hefur verið svipuð og í Noregi og oft á tíðum meiri enda þótt norskur sjáv- arútvegur hafi þar til nýlega þegið miklar greiðslur frá norska ríkinu.“ Jafnframt er bent á í skýrslunni að þegar búið er að draga frá styrki ESB til evrópska fiskiskipaflotans, sem nema að meðaltali um 50% af afla- verðmæti, þá er arðsemin í íslenskum sjávarútvegi miklu hærri en í ESB – og til dæmis þrefalt meiri á árinu 2008. Ekki hægt að skipa öllum fyrirtækjum í sama flokk  Minni sjávarútvegsfyrirtæki með meiri skuldir  Skuldsetning á pari við Noreg Meiri arðsemi á Íslandi EBITDA og ríkisstyrkir til sjávarútvegs sem prósentuhlutfall af tekjum Heimild: Greiningardeild Arion banka 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 35% 30% 25% 20% 15% 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 Styrkur Noregur (vinstri ás) EBITDANoregur (hægri ás) EBITDA Ísland (hægri ás) Minni skuldir, meiri arðsemi í sjávarútvegi » Skuldsetning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hefur minnkað síðustu ár. Hún er þó hlutfallslega þyngst hjá minni og meðalstórum fyr- irtækjum. » Árið 2009 voru skuldir í íslenskum sjávarútvegi á pari við það sem gerist í Noregi, en arðsemin var meiri hér- lendis. Flugfélagið SAS kynnti í gærmorg- un viðamiklar sparnaðaraðgerðir upp á 2,6 milljarða danskra króna og fækkun starfsmanna. Fram kom í fréttum í gær að ESB hefur heim- ilað ríkisstjórnum Danmerkur, Sví- þjóðar og Noregs að veita félaginu 90 milljarða króna ríkisábyrgð, en ríkissjóðir þessara landa eiga 50% í félaginu. Í aðgerðunum felst einnig að dótturfélagið SAS Ground Hand- ling, sem er þriðja stærsta flugþjón- ustufyrirtæki Evrópu, verði útvist- að, en hjá þessu dótturfélagi starfar um einn þriðji allra starfsmanna SAS. Þá hyggst SAS selja norska innanlandsflugfélagið Widerøe, auk ýmissa eigna en búist er við því að sala hlutabréfa muni skila SAS þremur milljörðum danskra króna. Miklar uppsagnir eru fyrirhugað- ar, en í þeim felast m.a. uppsagnir á 800 starfsmönnum sem starfa í höf- uðstöðvum fyrirtækisins. Þær verða nú fluttar á einn stað, til Stokk- hólms, en áður voru þær í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi. Að auki á að fækka stjórnendum. Þeir sem halda störfum sínum munu þurfa að sæta launalækkun- um og réttindi til eftirlauna verða skert. Starfsfólk SAS fær viku til að ákveða hvort það gengur að skil- málum stjórnenda fyrirtækisins um launalækkanir. Lækkunin nemur um 15%. Stéttarfélag SAS-starfs- manna í Noregi tilkynnti í gær- morgun að það samþykkti ekki þessar lækkanir og danskir starfs- menn SAS eru að skoða málið, sam- kvæmt frétt Politiken.dk í gær. „Þetta er lokaútkallið, ef SAS á að lifa áfram. Við höfum fengið þetta lokatækifæri til að byrja upp á nýtt og koma þessum breytingum í gegn,“ er m.a. haft eftir Rickard Gustafson, forstjóra SAS, í yfirlýs- ingu. Uppsagnir og sparnaður hjá SAS  Viðamiklar aðgerðir og eignasala til þess að ná tökum á rekstrinum hjá SAS AFP Forstjórinn Rickard Gustafson seg- ir að þetta sé lokaútkallið. ● Rannsóknasetur verslunarinnar áætlar að jólaverslunin aukist um 7% frá síðasta ári. Leiðrétt fyrir verðhækk- unum má ætla að hækkunin nemi um 2,5% að raunvirði. Áætlað er að heildarvelta í smá- söluverslun í nóvember og desember verði tæplega 67 milljarðar króna án virðisaukaskatts. Ætla má að hver Íslendingur verji að meðaltali um 43.000 kr. til innkaupa sem rekja má til árstímans, samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetrinu. Áætlar að jólaverslun aukist um 7% í ár ● Eftirspurn eftir olíu mun aukast næstu tvo áratugi en það skýrist einkum af eftir- spurn frá þróun- arlöndunum og Bandaríkjunum, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða- orkumálastofnunarinnar (International Energy Agency). Telur stofnunin að eftirspurnin eigi eftir að aukast um 14% frá 2012 til árs- ins 2035 og ná 99,7 milljónum tunna á dag. Eru þetta 700 þúsund fleiri tunnur heldur en spá IEA hljóðaði upp á. Verð á hráolíu mun halda áfram að hækka og fara í 125 dollara tunnan árið 2035 en er 107 dalir í ár að meðaltali. Aukin olíueftirspurn ● Framtakssjóður Íslands hefur selt 7% eignarhlut sinn í Icelandair Group, en fyrir átti félagið 19,01%. Þetta kem- ur fram í flöggun til Kauphallarinnar. Eftir viðskiptin er Lífeyrissjóður versl- unarmanna stærsti einstaki hluthafinn með 14,36%. Í júní 2010 keypti sjóð- urinn 30% hlut í félaginu á genginu 2,5 en hefur síðan þá losað sig við rúmlega 10%. Ætla má að Framtakssjóðurinn innleyst rúmlega 200% hagnað á þess- ari fjárfestingu síðustu 2 ár Selur 7% í Icelandair Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,10.23 +,-./- ,+.-4- ,,.2/- +4.1+- +2/./+ +.5+3/ +45.++ +52.22 +,-.-/ ,10.-3 +,3.45 ,+.45, ,,.0,0 +4.130 +2/.-4 +.5,,, +45.54 +52.34 ,,3.+13/ +,4.+5 ,1/.23 +,4.20 ,,.1,5 ,,.04 +4.+2 +25.,3 +.5,54 +43.,3 +50.,/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.