Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2012 Bréf til blaðsins „Lög um breytingu á lögum um málefni aldraðra, lögum um heil- brigðisþjónustu, lögum um al- mannatryggingar og lögum um kosningar til Alþingis (sameining vistunarmats- nefnda).“ Breyt- ingar þessar voru sam- þykktar á Al- þingi 20. mars 2012 og öðluðust gildi 1. júní 2012. Þar með hurfu úr lögum og reglugerðum orðin vistun og vist. Dagvist verður dagdvöl, vist- maður verður heimilismaður, eldra fólk flytur og býr á hjúkr- unarheimilum. Vistunarmat verður færni- og heilsumat sem lýsir til- gangi matsins á skiljanlegan og jákvæðan hátt. Með þessum breytingum á orða- vali var tekið tillit til ábendinga frá Landssambandi eldri borgara við breytingu laganna. Óskilj- anlegt er að nota annað orðalag þegar fjallað er um aldraða. Engir aðrir eru t.d. vistaðir á heimilum sínum en hjúkrunarheimili er heimili þeirra sem þar búa. Orð eru til alls fyrst. Þau hafa áhrif á skoðun, skilning og viðhorf okkar til aldurshópa, málefna og hluta. Þau skapa jákvæða eða nei- kvæða sýn á umhverfi okkar sem mögulega fylgir okkur allt lífið. Þegar við eldumst þá viljum við halda reisn okkar og að talað sé um okkur og við okkur eins og áð- ur. Við breytumst ekki í sér þjóð- flokk þó við verðum lasburða og gömul. Þrátt fyrir að ný hugmynda- fræði og breytt hugarfar sé að ryðja sér til rúms innan öldr- unarmála tekur tíma að breyta orð- og hugtakanotkun sem fast er orðið í málinu. Lagabreytingar eru ekki nóg ef ekki er tekið tillit til þeirra. Ég skora því á alla landsmenn, sér- staklega heilbrigðisstarfsmenn og fjölmiðlafólk, sem eru í sérlega góðri aðstöðu til að hafa áhrif á málfar, að tileinka sér þessi nýju hugtök og orðalag. Hrósa skal því sem vel er gert og þakka skal því fyrir góðar und- irtektir og skilning, bæði hjá vel- ferðarráðherra og velferðarnefnd Alþingis í sambandi við afgreiðslu þessara málfarsbreytinga. RAGNHEIÐUR STEPHENSEN, formaður FaMos, Félags aldr- aðra í Mosfellsbæ og nágrenni og situr í stjórn LEB. Landsmenn, takið eftir Frá Ragnheiði Stephensen Ragnheiður Stephensen Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU Tískuvöru- verslun fyrir konur á öllum aldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.